Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. 37 Skák og bridge Karl íslandsmeistari í annað sinn Keppni í landsliðsflokki á Skák- þingi Islands einkenndist þriöja áriö í röö af kapphlaupi um efsta sætiö. Þó náði keppnin því aldrei nú aö verða spennandi. Karl Þorsteins lagöi helstu keppinauta sina aö velli í fyrstu umferðunum, fékk viö það vind í seglin og eftir þaö varð hann ekki stöðvaður. Hann slakaði aðeins á klónni í síðustu umferðunum en sigur hans var samt aldrei í hættu. Karl hlaut 9 vinninga af 11 mögu- legum og þeir hefðu sjálfsagt getaö orðið fleiri ef þörf hefði verið á. Á skákþinginu í fyrra fengu efstu menn 9,5 v. og í hittifyrra sigraði Margeir með 12 v. af 13 mögulegum á íslands- mótinu á Akureyri. Þessar tölur gefa augljóslega til kynna talsverðan styrkleikamun á þátttakendum í keppninni. Þeir sem berjast um sig- urinn skella eins og flóðbylgja á þeim sem minna mega sín og þurrka út lífsmark. Hver hálfur vinningur í súginn telst af þeirra hálfu vera „slys“ og getur reynst dýrmætur við lokauppgjör. Þótt íslendingar státi af snjöll- um skákmeisturum og miklum skákáhuga er breiddin lítil. Reyndin hefur orðið sú að í 12 manna eða þaöan af fjölmennari landsliðsflokki er allt of mikill styrkleikamunur miUi keppenda. Fram hafa komið hugmyndir um að fækka keppend- um, t.d. niður í átta, og tefla þá tvö- faldar umferðir. Þetta myndi eflaust setja meiri virðuleikablæ á keppnina og um leið gefa sanngjarnari niður- stöðu. Á mótinu nú, sem fram fór í húsa- kynnum Útsýnar í Mjódd, voru fimm skákmenn líklegir tU að blanda sér í baráttuna um sigurlaunin. Ritari þessara lína, auk Karls; Hannes Hlíf- ar, Þröstur ÞórhaUsson og Björgvin Jónsson, sem sýndi mikla kunnáttu- semi á helgarmótinu á Flateyri á dögunum. En hver á fætur öðrum féllu þeir í valinn. Hannes tapaði strax í 1. umferð fyrir Tómasi og fljót- lega kom í ljós að hann var ekki í sem bestu. formi. Þröstur tapaði síðan slysalega fyrir KarU í 2. umferð og Jón fór sömu leið í 3. umferð. Björg- vin, sem keppti jafnframt að lokaá- fanga sínum að cdþjóðameistaratitli (7,5 v.), var síðan allt of friðsamur og er upp var staðið hafði hann hlot- ið þann vafasama heiður að verða jafntefliskóngur. Karl var sá eini sem hélt höíði og eftir að undirritaður gerði jafntefli við Hannes, Björgvin og Jón Garðar í 4.-6. umferö var hann á auðum sjó. Hann er vel að sigrinum kominn og sjálfur haíði hann orð á því í viðtali við DV að nú væri hálfs árs frí hans frá námi að skUa sér. Hann hefur verið iðinn við taflmennsku í sumar og varð m.a. efstur á opnu móti í Belfort í Frakklandi. Stundum hefur viljað há honum að hann hefur lagt - skákir frá stórmótinu í Tilburg Skákþing íslands 1989 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. S.B. Röö 1. Rúnar Slgurpálsson 0 0 '/, 0 '/, 1 '/, 1 0 0 0 3'/, 11. 2. Þröstur Árnason 1 U; 0 0 0 '/, 1 0 0 '/> 0 1 4 17,25 10. 3. Ágúst Karlsson 1 1 0 0 '/, 1 '/, 0 0 0 1 5 20,25 7. 4. Karl Þorstelns ■/, 1 1 1 J/, '/, ’/, 1 1 1 1 9 1. 5. Hannes H. Stelánsson 1 1 1 0 1 0 0 '/, 0 ■/> 1 6 5. 6. Björgvin Jónsson '/, '/, '/j '/l 0 1 '/, 1 '/, '/, 1 6'/, 4. 7. Jón G. Vlóarsson 0 0 0 ‘/l 1 0 '/, '/, 0 •/, 1 4 22,5 9. 8. Tómas Bjömsson Zi' 1 '/j '/, 1 '/, '/, 0 0 0 .'/, 5 25,0 6. 9. Siguröur D. Siglússon 0 1 1 0 '/, 0 '/, 1 '/, 0 0 4'/, 8. 10. Þröstur Þórhallsson 1 % 1 0 1 '/, 1 1 '/, 0 ’/> 7 3. 11. Jón L. Árnason 1 1 1 0 '/, '/, •/, 1 1 1 1 8'/, 2. 12. Guómundur Gislason 1 0 0 0 0 0 0 1 0 3 12. of mikiö á stööur sínar en í Mjódd- inni tefldi hann yfirvegað og vandað. Tómas Bjömsson og Ágúst S. Karlsson deildu 6. sæti. Tómas var óheppinn í mörgum skáka sinna og uppskar minna en efni stóðu til. Hann fór í víking til Norðurlanda í sumar og virðist vera í framfór. Ágúst átti góða spretti en nokkrar skákir átti hann afar slæmar. Það sama verður raunar sagt um þá sem á eftir komu. Stundum var eins og aUt skyUi í baklás en á öðrum dögum sýndu þessir piltar að þeir kynnu sitthvað fyrir sér. Sigurður Daði kom næstur og tefldi prýðilega á köflum. Jón Garðar stóð sig betur gegn sterkari mönnum og sýndi mikla seiglu í eríiðum stöðum og Þröstur Ámason gefst heldur ekki upp þótt í móti blæsi. Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri var yngstur þátttakenda og þetta var frumraun hans í landshðsflokki. Engum dylst aö þar er efni á ferðinni en óþolinmæði spillti stundum stöð- um hans. Guömundur Gíslason, ísafirði, rak lestina, öllum á óvart. Hann er greinilegt skákmannsefni og getur teflt meistaralega ef svo ber undir. Hann þyrfti að læra meira í byrjunum, svo að hæfileikar hans fái betur notið sín. Um úrslit vísast ann- ars til mótstöflunnar. Mótið fór hið besta fram í hvívetna en áhorfendur voru fáir, utan Eyjólf- ur og Ingvar sem voru fastagestir. Skákstjórar voru Ríkarður Sveins- son og Ólafur Ásgrímsson. Tvær frá Tilburg Enn einu sinni ætlar heimsmeist- arinn Garrí Kasparov að sýna skák- heiminum hvflíkur yfirburðamaður hann er. Að loknum tíu umferðum af sextán á stórmeistamótinu í Til- burg í Hollandi hafði hann örugga forystu, með 8,5 v., en gamli refurinn Viktor Kortsnoj kom næstur með 7 v. Kasparov hefur teflt allra manna Skák Jón L. Árnason skemmtilegast á mótinu og er þaö ekki svo lítið afrek. Það fer nefnilega ekki alltaf saman að tefla skemmti- lega og fá marga vinninga. Þá hefur Kortsnoj einnig teflt af mikilli grimmd og sjö vinningar af tíu á svo sterku móti er frábær árangur, þótt falli í skugga heimsmeistarans. Ungverjinn Sax var í þriðja sæti með 50% vinningshlutfall en í 4.-5. sæti með 4,5 v. voru Jóhann Hjartar- son og Ljubojevic. Jóhann má prýöi- lega við sinn hlut una fil þessa, eink- um í ljósi þess að í síðustu mótum hefur hann átt erfitt uppdráttar. Hann hefði getað verið enn ofar ef ekki hefði komið til tap fyrir neðsta manni, Hollendingnum Jeroen Piket, í níundu umferð. Á hæla Jóhanns og Ljubojevic koma Norðmaðurinn Simen Agde- stein og Vassily Ivantsjúk með 4 v. en Piket er langneðstur með 2,5 v. Slök frammistaða Ivantsjúks hefur komið einna mest á óvart en hann er eitthvert mesta efni sem fram hef- ur komið í Sovétríkjunum um hríð. Kasparov hefur sjálfur hælt honum á hvert reipi og talið hann líklegan framtíðaráskoranda. En í Tilburg hittir hann ekki á réttu nóturnar. Það gerði Kasparov svo sem ekki sjálfur er hann tefldi í fyrsta skipti í Tilburg. Kannski þarf að venjast þessum dýrindiskosti og rómuðum höfðinglegum aðstæðum. Tvö dæmi um hressilega tafl- mennsku heimsmeistarans koma hér á eftir. Fyrst skákin við Jóhann úr sjöttu umferö, sem þótti sérlega glæsilega tefld af heimsmeistarans hálfu. Erfitt er að eiga við heims- meistarann í þessum ham. Hann hristir nýjung fram úr erminni í 17. leik, fómar peði, sem Jóhann afræð- ur að taka. Eftir það rekur hver þrumán aöra og varla verður séð að Jóhann eigi undankomuleið. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarbragð 1. d4 RfB 2. Rf3 d5 3. c4 e6 4. Rc3 dxc4 Þetta er Vínarafbrigðið svonefnda sem á nokkrum vinsældum að fagna þessa dagana. Jóhann beitti því í Qórðu einvígisskákinni viö Karpov í Seattle, sem brást við af sinni al- kunnu hógværð, með 5. e3 og Jóhann jafnaði taflið auðveldlega og gott bet- ur. Kasparov velur skörpustu leið- ina. 5. e4 Bb4 6. Bg5 c5 7. Bxc4 cxd4 8. Rxd4 Bxc3 + 9. bxc3 Da510. Bb5 + Bd7 11. Bxf6 gxf6 12. Db3 a6 13. Be2 Freistandi er 13. Bxd7 Rxd7 14. Rxe6 en með 14. - Hc8! og áfram 15. 0-0 Hxc3 16. Rg7+ KíB 17. Ddl Kxg7 18. Dg4+ Dg5 19. Dxd7 Db5! hélt svartur sínu í skákinni Tukmakov - Dsjandsjgava í Sovétríkjunum í fyrra. Leikur Kasparovs kom fyrst fram á sjónarsviðið í skák Eingorns, sem tefldi hér á Fjarkamótinu í febrúar, og Judasins á sovéska meistaramótinu í fyrra. 13. - Rc6 14. 0-0 Dc7 15. Habl Ra5 16. Da3 Hc8 17. Hfdl! Eftir 17. c4 Rxc4? 18. Bxc4 Dxc4 19. Hfdl náði hvítur betri stöðu í áður- nefndri skák en stungið hefur verið upp á 17. - Rc6, eða 17. - Dc5 sem betri kosti fyrir svartan. Leikur Kasparovs er nýr af nálinni. Fljótlega kemur í ljós hvað fyrir honum vakir með peðsfórninni. 17. - Dxc3? 18. Dd6 Dc7 19. Rfö! exf5 20. Dxfö Nú er úr vöndu að ráða. Eftir 20. - Hg8 gætu leikir falhð 21. exf5 Bc6 22. Bf3! Bxf3 23. Hel + KÍ8 24. Dh6 + Hg7 25. f6 og tjaldið fellur. Og 20. - HfB tgkur mikilvægan flótfareit af kongnum. Eftir stendur leikur Jó- hanns. 20. - 0-0 21. Hd3 f4 22. Hd5 h6 Svartur má ekki hleypa hvítum hrók á g-línuna en nú er ljóst að kóngsstaðan riðar til falls. 23. Dxh6 f5 24. Hb6! Bc6 25. Hxa5! Dh7 Eða 25. - Dxb6 26. Bc4+ HÍ7 27. Bxf7+ Kxf7 28. Hxf5+ Ke7 og nú t.d. 29. He5+ og vinnur í fáum leikjum. 26. Dxf4 Og Jóhann gafst upp. Skák Kasparovs við Piket í 8. um- ferð var einnig fjörlega tefld af heimsmeistarans hálfu. Enn var það kóngsindverska vörnin sem gaf hon- um vinning en hún reyndist honum vel á heimsbikarmótinu í Skelleftea í Svíþjóð í ágúst. Piket fer fljótlega út af sporinu og sigur heimsmeistar- ans er tiltölulega auöveldur. Hvítt: Jeroen Piket Svart: Garrí Kasparov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 04) 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. 0-0 Rc6 8. d5 Re7 9. Rel Rd7 10. Be3 f5 11. f3 f4 12. Bf2 g5 13. b4 Rf6 14. c5 Rg6 15. cxd6 cxd6 16. Hcl Hf717. a4 Bf8 18. a5 Bd7 19. Rb5 g4 20. Rc7 g3 21. Rxa8? Eftir 21. hxg3 fxg3 22. Bxg3 Rh5 hefur svartur gott spil á svörtu reit- unum og ýmsa freistandi möguleika. Svona varö hvítur þó að tefla. Eftir leikinn í skákinni fær hann tapaða stöðu. 8 4A ii A 1 1 6 a 5 A A A 4 A A A 3 A A 2 iiA A 1 sfrili. 9 ABCDE FGH 21. - Rh5! 22. Khl Nú getur hann svarað 22. - Dh4 með 23. Bgl. Eftir 22. Rc7 Dh4 23. h3 Bxh3! veröur hvítur fljótlega mát. 22. - gxf2 23. Hxf2 Rg3 +! 24. Kgl Dxa8 25. Bc4 Riddarinn á g3 er ávallt friðhelgur. Ef 25. hxg3 fxg3 26. Hfl Dd8 og drottn- ingin snýr aftur til h4. 25. - a6! 26. Dd3 Da7 27. b5? axb5 28. Bxb5 8 • i A S 1 6 A 5 Ai A A 4 A A 3 m 2 SA A 1 s ® * ABCDEFGH- 28. - Rhl! Og hvítur gafst upp. -JLA Yfirburðir lokuðu handarinnar Við skulum hlusta á bridgeheilræði breska stórmeistarans Tony Forrest- er; „Við höfum öll lent í svipaðri stöðu margoft. Blindur á þrjú lítil spil í ht og sagnhafí spilar á kónginn. Við eig- um ásinn og tvö lítil spil. Drepurðu eða ekki? Ef þú drepur á sagnhafi K D 10 og svínar síðar gosanum af makker, þegar hann hefði áreiðanlega getið vitlaust ef kóngurinn hefði fengið slaginn. En ef þú gefur átti sagnhafi kónginn og tvö lítil spil og þurfti að- eins einn slag til þess að vinna spilið! Ég er sammála því að þetta sé ekki rpjög frumlegt, en þessi staða er al- gengt afbrigði af þema sem á við mörg spil. Það er „toppurinn af ísjak- anum“. Viö skulum skoða tvær hendur: Bridge ísak Sigurðsson D Á K 4 2 D 7 3 Á 7 5 4 2 Á 8 5 4 3 2 G 7 K G 5 D G Fyrir stuttu var ég að spila tví- menning og eftir dæmigerða sagns- eríu endaði ég í fjórum spöðum. Út- spilið var tígull, drepinn með ás og meiri tígull. Hvemig er best að spila? Ég drap með kóng, spilaði hjarta á kónginn og síðan spaðadrottningu. Austur sat með K 9 7 og skildi ekki hvers vegna ég hafði spilað mig inn á hjarta til þess að spila drottning- unni úr blindum, nema ég ætti eitt- hvað í líkingu við Á G 10 4 3 2 (hann vissi að ég átti sexht). Hann gaf þess vegna og ég græddi slag. Hvemig átti hann að gruna það rétta? Svarið er að hann gat það ekki. Með því aö þykjast eiga önnur sph en þú átt komstu honum í vanda. Bridgeheilræði mitt er því þetta. Notfærðu þér yfirburði lokuðu hand- arinnar, það er sterkasta vopn sagn- hafa. Spilaðu eins oft frá blindum og þú getur þótt það virðist viö fyrstu sýn ekki skipta máh. Það er nefnilega undarlegt hversu oft þú setur vam- arspilarana í vanda, sem þú getur ekki gert þér grein fyrir sjálfur. Þetta sph sýnir væntanlega hvað ég meina. K 5 2 Á 7 6 5 Þú situr í austur og spilar vöm gegn 6 gröndum eftir sagnseríuna 2 G (20-22) - 4 G - 6 G. Makker sphar út spaðasjöu, kóngur úr bhndum og gosinn að heiman. Lauf úr blindum, htið, kóngurinn og tvistur frá mak- ker. Síöan hjartagosi, tvistur, ás og meira lauf. Hvað lætur þú? Sagnhafi virðist eiga ÁDG KDG KGxx KD9 eftir sögnum og úrspih að dæma og þú lætur þess vegna ht- ið. En þvi miður er aht spihð þannig: * K 5 2 V Á 10 7 ♦ Á 7 5 4. 10 8 4 3 * 10 9 6 4 V 8 4 ♦ D 10 6 + Á 7 6 5 * Á D G V KDG63 ♦ K 8 4 + K D Sagnhafi var aðeins að gefa slag í þeirri von að ná fram kastþröng eða að laufgosinn væri tvíspU, en án þess að vita hvers vegna spUaði hann tvi- svar laufi frá bhndum. Launin voru augljós, en enginn gat ásakað austur. Mundu því í framtíðinni að notfæra þér yfirburði lokuðu handarinnar. Það er BOLS bridgeheUræði mitt.“ Stefán Guðjohnsen * O I ó V 952 ♦ G 9 3 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.