Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 12
12. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. í l’ - ^ . - .,II.|,I' ~v Sælkerinn „Dýrir dropar - rætt við Jean-Paul Camus Jean-Paul Camus, forstjóri koníakshússins Camus, eitt örfárra fjölskyldufyrirtækja sem enn eru eftir í Cognac. í fínum veislum tíökast aö ljúka máltíðinni með kaffi og koníaki. Koníakið hefur verið kallað „vín guðanna“ og engin áfengistegund skipar sama sess og koníakið. Kon- íak er jafnan dýrt enda vandasamt og tímafrekt að framleiða gott kon- íak. Um síðustu helgi var staddur hér á landi Jean-Paul Camus, forstjóri samnefnds koniaksfyrirtækis. Ca- mus fyrirtækið er eitt af örfáum fyrirtækjum í þessari grein sem enn er í eigu sömu fjölskyldunnar. Jean-Paul er íjórði ættliðurinn sem stjómar fyrirtækinu. Eins og flestir vita má aðeins kalla þann drykk koníak sem fram- leitt er í samnefndu héraði eða hér- aðinu Cognac sem er í Suðvestur- Frakklandi. Fariö var að framleiða þennan göfuga drykk á 16. öld. í dag eru það um 43.000 bændur sem rækta þrúgur sem notaðar em til koníaksframleiðslunnar. Það era síðan um 6000 fyrirtæki sem eima koníak og er það selt undir 250 mismunandi fyrirtækjanöfnum. Nokkur fyrirtæki era samt lang- stærst, þeirra á meðal era Hen- nessy, Martell, Remy Martin og Camus. Eins og áður sagöi er það vanda- samt verk að framleiða gott koníak. Jean-Paul Camus sagði í samtali við Sælkerasíðuna að þrátt fyrir að vínuppskeran í ár væri ein sú besta í áraraðir í Frakklandi væri það eitt ekki nein trygging fyrir þvi að koníakið yröi sérstaklega gott. Að vísu væri aldrei hægt aö búa til gott koníak úr slæmu víni. En aðr- ir þættir skiptu einnig miklu máh, eins og t.d. eimingin og blöndun koniaksins sem væri mjög vanda- söm. Sem dæmi mætti nefna að stundum væri koníakið blandað úr 130 koníaksafbrigðum. Þá er kon- íakið geymt í sérstökum eikarám- um. Jean-Paul Camus sagði að við geymsluna fengi koníakið „sálina", ef svo mætti að orði komast. Úr eikinni fær koníakið litinn ásamt efninu tanin. Bestar væru ámumar þegar búið væri að nota þær einu sinni. Með tíð og tíma væra svo ámumar endumýjaðar eftir ákveðnu kerfi, þ.e.a.s. skipt um stafi í þeim eða botn. Koníakið er sem sagt eimað úr víni og til þess era notaðir sérstakir eirkatlar og koníakið er tvíeimað. Koníakið er Sælkeriim Sigmar B. Hauksson síðan gæðciflokkað eftir aldri. VS koníak eða „very special" er bland- að úr koníaki sem geymt hefur verið í 3 ár. VSOP eða „very spec- ial old pale“ er gert úr 5 ára blönd- um en mörg koníaksafbrigðin hafa þó verið geymd í 10 til 20 ár. XO koníakið eða „grande reserve“ er gert úr 40 til 60 ára gömlu koníaki. Það gefur því augaleið að þaö fylgir því verulegur kostnaður að geyma koníakið í svona mörg ár. Þá þarf 9 lítra af víni til að fá 1 lítra af kon- íaki. Þar sem koníakið er geymt í eikarámum í áraraðir gufar tölu- vert upp af því. Það koníak, sem DV gufar upp, er kallað englakoníak og eru það um 3 prósent af heildar- framleiðslunni eða 20 milljón flösk- ur árlega! Því miður hefur þróunin verið sú á síðari áram að alþjóðafyrirtæki hafa keypt hin gömlu og grónu fyr- irtæki. Jean-Paul Camus var spurður um þessa þróun. Hann svaraði því til „að sum fyrirtækj- anna hefðu verið stofnuð á sínum tíma af útlendingum, eins og t.d. Hennessy fyrirtækið var stofnað af íranum Richard Hennessy, Martell af Englendingnum Jean Martell og Norðmaðurinn Jens Reidar Larsen stofnaði Larsen kon- íaksfyrirtækið. En öll hefðu þetta samt verið fíölskyldufyrirtæki. Þau alþjóðlegu fyrirtæki, sem nú ættu mörg koníaksfyrirtækjanna, hefðu aðalstöðvar sínar einhvers staðar annars staöar en í héraðinu og stjómendumir hefðu því ekki eins náið sambcmd við fólkið sem vinn- ur að framleiðslunni. Við hjá Camus höfum framleitt koníak síðan 1863 eða í fíórar kyn- slóðir. Flestir viðskiptavina okkar eru því gamlir og tryggir vinir. Nú og svo er nafnið okkar á flöskunni og þannig stöndum við persónulega og foUum með innihaldinu, ef svo má segja. Lykilpersónan við fram- leiðslu á koníaki er „maitre des chais" því sá aðili tekur ákvarðan- ir um það hvað á að geyma koníak- ið lengi og hvernig á að blanda það. Þessa ákvörðun tökum við í fíölskyldunni. Svo virðist sem við- skiptavinir okkar hafi verið sam- mála okkur um þessar mikilvægu ákvarðanatökur því um 12 pró- senta aukning hefur orðið á þessu ári hjá fyrirtækinu. Við erum mjög ánægð yfir því hvað Camus koniakið okkar er vin- sælt hér á íslandi. Ég get fullvissað alla um það að við munum gera' aUt sem í okkar valdi stendur til að framleiða eins gott koníak og unnt er, enda er heiður okkar í veði.“ Þetta sagði Jean-Pául Camus koníaksframleiðandi. Berið FILLCOATé með pensli — í öllum veðrum Auðvelt í notkun, fullkomin vatnsþétting. Fæst í málningar- og byggingavöruverslunum um allt land. Nú stendur slátran yfir og nýtt og gott kjöt að koma á markaöinn. Þá er auðvitaö enn hægt að fá gamla frystihúsakjötið og er það ódýrara. Það er því miður ekki í langan tíma sem hægt er að fá kjöt af nýslátraðu. Slátranin fer fram í akkorði og virðist þurfa að slátra eins mörgu fé og unnt er á sem stystum tíma. Það virðist vera keppikefli hjá sláturhúsunum að koma kjötinu í frost sem aUra fyrst. Rannsóknir, sem Rannsóknastofnun landbún- aðarins hefur látið gera, sýna að íslenskt dilkakjöt, af dilkum sem slátrað er við bestu skilyrði, ætti að hafa 20 daga geymsluþol í kæU. Þá segir í skýrslu stofnunarinnar að bragðprófanir sýni að kælt kjöt sé mýkra og betra en fryst kjöt. Tíu til saufíán daga kælt kjöt var því mun bragðbetra en fryst kjöt. Eins og kjötið er meðhöndlað núna í flestum sláturhúsanna era gæði þess veralega rýrð. Þetta sanna rannsóknir. Hitastigs- og sýrastigsmælingar á lambaskrokkum, sem héngu mis- lengi 1 kjötsal fyrir frystingu, leiddu í ljós að hætta á kæUherp- ingu var fyrir hendi þar sem saman fór lágur lofthiti í kjötsal og fryst- ing 10 tímum eftir slátrun. Þaö vlrðlst vera sláturleyflshöfum kappsmál aö koma kjötinu sem fyrst I frost. í stuttu máU staðfestu niðurstöð- ur skynmats eftir matreiöslu að áhrif kæliherpingar era merkjan- leg í kjöti sem hangið hefur skemur en 10 tíma. Verða áhrifin því meiri sem kjötið hefur hangið skemur í kjötsal. Neysla á-dilkakjöti hefur dregist verulega saman að undan- fómu og er það sauðfiárbændum áhyggjuefni sem vonlegt er. Það ætti þó enginn að vera hissa yfir þessum samdrætti ef þaö er haft í huga að óskum neytenda hefur ekki verið svarað. Fólk viU kjöt sem búið að fá eðlilega meðferð, þ.e.a.s. hanga og meyrna, og eiga kost á að kaupa fituhreinsað kjöt. Málsvarar kjötframleiðenda benda hins vegar neytendum á að láta kjötið meyma heima. Neyt- andinn verður að kaupa kjötiö nokkram dögum áður en það er matreitt og hafa það lekandi inni í ísskáp. Á meðan neytendur fá ekki þær afurðir úr dilkakjöti, sem þeir vilja, þá kaupa þeir auðvitaö aðrar matvörur. Líklega verða flestir sauðfíár- bændur flosnaðir upp af jörðum sínum áður en starfsmönnum þeirra, sem eiga að sjá um að koma afurðum þeirra á markaö, skilst að flestir neytendur vifia ekki feitt og frosið dilkalfíöt. Þaö er öragglega einsdæmi í mat- vælaffamleiðslu að afurðin skuU hreint og beint vera gerð verri þeg- ar gengið er frá henni til neytenda eins og á við um dilkakjötiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.