Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. 15 Dagbók Játaöu, Jón Baldvin. Viður- kenndu aö þú sért breyskur og þér hafi orðið á mistök. Skriftaðu, hreinsaðu sál þína og samvisku frammi fyrir alþjóð. Þá þarftu ekki að fá þér nýtt starf. Gleymdu hrok- anum. Hann á ekki við núna. Mundu hvemig fór fyrir Magnúsi dómara. Hann missti brauöið af því að hann fraus og brást ekki rétt við vandanum þegar mest lá við. Hafðu mín ráð. Játaðu og vertu bljúgur og einlægur. Sannaðu til. Þetta verður til þess að þú þýtur upp vin- sældalistann. Aidrei hef ég verið vinsælh en eftir syndajátningar. Ég hef sagt þjóðinni að ég hafi ekki munað og því miður hafi flest farið öðruvísi en ætlað var. Því er fagnað með lófaklappi. Lýðurinn vill breyska menn. Láttu mig þekkja þetta, ég og þjóð mín erum eitt. Eitthvað á þessa leið má hugsa sér að kaliinn í brúnni hafi messað yfir háseta sínum á ríkisstjómar- fundi í fyrradag. Við höfum að vísu ekki nákvæma útskrift ríkisstjórn- arfundarins en göngum út frá þessu sem vísu. um drykkju „Dómgreindar- brestur" Og hásetinn fór aö ráðum hins reynda í brúnni. Frammi fyrir ljós- um og suðandi myndavélum sjón- varpsstöðvanna og blikkandi ljós- um blaðaljósmyndaranna játaði hann. Mistök en ekki brot á regl- um. Dómgreindarbrest en ekki dómgreindarskort. Þjóðin var beð- in velvirðingar á gemingnum. Hann gekk að vísu ekki eins langt og sumir starfsbræður í útlöndum sem hafa leyft sér að gráta í beinni útsendingu um leið og þeir játa á sig mistökin. Það er seimilega rétt mat á stöðunni. Þótt við sem á horf- um höfum aðlagast ýmsu frá út- löndum þætti okkur sennilega óþægilegt að horfa á fulloröinn karlmann brynna- músum, að minnsta kosti af þessu tilefni. Freyðivínspartíið fyrir Alþýðu- blaðsritstjórann nær ekki 'þeirri þyngd að hægt sé að nota svo afger- andi trikk í beinni útsendingu. Upp yinsældalistann? Nú eigum við alveg eftir að sjá hvaða áhrif játningin hefur á söfn- uðinn. Þýtur Jón Baldvin upp vin- sældalista eins og Steingrímur spáði? Nær hann fyrsta sætinu sem Steingrímur hefur haldiö árum saman? Var þá rétt af Steingrími að gefa Jóni heilræðin? Jú, Stein- grímur er klókur. Hann sá að nú var ekki um annað að ræða en halda áhöfninni heilli og óskertri. Ekki gat hann misst allt úr hönd- unum svona rétt í þingbyijun. Þá var betra að missa svolítið af vin- sældunum til Jóns Baldvins um sinn. Nógur er tíminn fyrir eigin dellur og játningar. Þá eflast vin- sældirnar á ný. Hinirekkertbetri Rétt var hjá Jóni að benda á að hann sæti ekki einn í súpunni. Fleiri hefðu nú haldið parti fyrir póhtíska samstarfsmenn. Ólafur Ragnar hellti upp á Lúðvík karhnn Jósepsson og fleiri góða komma rétt eftir áramótin og Hahdór Ás- grímsson og nokkrir vel valdir framsóknarmenn stigu ölduna og gengu með þúfnagöngulagi eftir að hafa hist í tvígang í ódýru glasi. Sjálfur foringinn vinsæh hélt lager af áfengi á heimili sínu á Arnar- nesi. Og þ4 voru þeir ekki hótinu betri þeir sem áður sátu. Vár ekki ódýrt að drekka þegar Þorsteinn komst á fimmtugsaldurinn og hélt Friðrik varaformaður ekki nokkr- um bekkjarfélögum sínum svohtið samkvæmi meðan hann réð iðnað- armálum þjóðar sinnar? „Ef ráð- herra getur ekki boðið nokkrum bekkjarhræðrum sínum í glas þá er ekki mikið eftir,“ sagði Friðrik og virtist hissa á'hnýsninni. Við hin sitjum með sárt ennið og sjáum ekki fram á að neinn bekkjarbróðir eða -systir sé á leið í ráðuneyti og brennivin á sérkjörum. Einum ráð- herra munum við að vísu eftir sem var svo sérlundaður að hann bauð gestum sínum bara upp á niður- greidda mjólk. En Jón frá Seglbúð- um náði sér niðri á þjóðinni með öðrum hætti. Það er hins vegar önnur saga. Fylliríið kortlagt Líta má svo á að Jón Baldvin hafi verið í undirbúningsnámi þeg- ar hann var fjármálaráðherra og það var einmitt þá þegar honum urðu á byijandamistökin með freyðivínspartuð hans Ingólfs rit- stjóra. Skipulagt starf virðist ekki hafa verið stundað í fjármálaráðu- neytinu í tíð Jóns því hann hélt ekki dagbók yfir fyhirí á vegum ráðuneytisins. Jón var hins vegar útskrifaður sem fullnuma ráðherra þegar hann tók við lyklunum að utanríkisráöuneytinu. Frá fyrsta degi var skipulagið í fyrirrúmi. Haldin var dagbók og hvert fyllirí þeirra ráðuneytismanna fært í dag- bókina. Slíkt er til fyrirmyndar. Raunar vissi Jón ekki tíl þess á blaðamannafundi í fyrradag að aðrir ráðherrar hefðu komið sér upp svo fínu drykkjuskema. Nú er það svo að ríkisstjóm þeirra Steingríms, Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars átti eins árs af- mæli í vikunni. Þátttaka þeirra Júhusar og Óla breytir ekki þeim afmæhsdegi. Og svo sem allir vita era 365 dagar í einu ári. Dagbókin góða um drykkjuna í utanríkis- Laugardagspistill Jónas Haraldsson ráðuneytinu kemur nú að góðum notum til samanburðar. Jón Bald- vin lagði hana fram þegar hann hitti blaðamenninna. Þar kemur fram aö á þessu fyrsta ári Jóns í utanríkisráðuneytinu duttu þeir í það samtals 206 sinnum. Þá er að vísu ótahð þegar þeir smökkuðu það við móttökur varnarmálaskrif- stofu. Skrifstofan sú datt 19 sinnum í það en látum það hggja á milli hluta. Kostnaður við þau partí var rétt innan viö tólf hundruð þúsund. En fáumst ekki um þaö. Það er gleðskapurinn í sjálfu utanríkis- ráðuneytinu og hjá ráðherra sem hér er til umræðu. Þar voru menn fullir í 206 daga. Ekki kemur fram í dagbókinni hvað þeir gerðu þá 159 , daga sem eftir eru. Ef við gefum i okkur það hins vegar, og raunar án þess að nákvæmar rannsóknir hggi að baki, að menn í utanríkis- þjónustunni taki sér sumarfrí fyrir utan hefðbundin frí á laugardögum og sunnudögum þá er sá dagafjöldi ekki fjarri þessum 159. Það má því reikna með að þeir noti áfengi á sérkjörum bara á virkum dögum, þegar þeir eru í vinnunni. Þeir hvíh sig svo um helgar til þess að ; geta byrjað aftur á mánudögum. Það vita jú alhr sem reynt hafa að það reynir nokkuð á kroppinn að þjóra svo skipulega, jafnvel þótt maður fái bijóstbirtuna á sérkjör- um. Fjárlagahalla skolað niður En er okkar mönnum í utanríkis- þjónustunni þá treystandi? gæti einhver spurt. Þeir eru á sérkjörum 206 daga ársins. Og þegar nánar er skoðað í dagbókinni kemur fram að ýmsir mikilvægir fundir era haldnir í megnri kaupstaðarlykt. Við verðum að vona að viðmælend- ur okkar í utanríkisþjónustu ann- arra landa standi sig ekki síður í glasalyftingum. Jafnræði verður að ríkja. Skoði maður enn betur í dagbókarkomið kemur fleira í ljós. Þar má kannski leita skýringa á því hvemig komið er fyrir þessari þjóð sem upplifir kreppu í sínu mesta góðæri. Sjálfsagt á þjóðin það skihö því hún valdi þessa landsfeður. í dagbókinni má til dæmis sjá að þráfaldlega heha þeir upp á sig á svokölluðum vinnu- fundum Alþýðuflokksins. Frum- vörpin stökkva þá væntanlega al- sköpuð út úr höföinu á þeim. Þeir eiga vinnufundi saman, nafnamir og flokksbræðurnir, utanríkis- og viðskiptaráðherra. Aðeins vökva þeir lífsblómið í leiðinni. Þá eru rædd efnahags- og fjármál meðan glitrar vín og væntanlegum fjár- lagahaha er skolað niður með ein- hverju sterku. Ekki veitir af ef hann á ekki að standa í aðstand- endum eða skilja eftir súrt bragð á tungu. Spennubókmenntir Jön Baldvin utanríkisráðberra hefur óskað svara um meðferð annarra ráðherra á risnufé sínu. Hann vhl vita hvort þeir hafi líka fengið sér sætt í glas með snittun- um á vinnufundum eða þingflokks- fundum. Þá vhl hann vita hvort stofnanir stjómmálaflokka, flokks- þing, einstakir kjördæmahópar eða gestir flokkanna hafi notiö veitinga fyrir risnufé ráðherra. Pólitískir samstarfsmenn annarra ráðherra eiga heldur ekki að sleppa. Fengu þeir sínar freyðivínsveislur eins og Ingólfur á AJþýðublaðinu? Héldu ráðherrarnir kannski afmæli sín á kostnað almenning? spyr Jón Bald- vin. Kastið ekki steinum úr gler- húsi, segir Jón Baldvin. Falli ég þá fallið þið allir eru hin skýru skila- boð til félaganna. Það verður hugguleg lesning þegar þetta kem- ur aht í ljós. Aðrir ráðherrar eru þegar byrjaðir að vitna. Svavar er tílbúinn að leggja fram hstann frá sér og Guðmundur segist geta stað- ið viö allt í sinni risnu. FiUlyrða má að ekki verða aðrar jólabækur betri en dagbækur ráðherranna, ef þeir ná að koma þeim út á réttum tíma. Jónas Haraldsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.