Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989.
oaor w.'naM'inM.'ilP. QF. I’ l/.J
9,1
Bessi í nýju hlutverki
„Ég er síður en svo hættur að leika
enda sjaldan haft eins mikið að
gera,“ segir Bessi Bjamason leikari.
Bessi er komin á eftirlaun frá Þjóð-
leikhúsinu eftir nærri fjóra áratugi
á sviði. Hann hefur haslað sér völl á
nýjum vettvangi og mun birtast á
skjánum vikulega í vetur. Hann og
Bryndís Schram stjórna getrauna-
leik á Stöð 2 þar sem baráttan stend-
ur milli kynjanna og kallast hann
Kynin kljást. Bessi er ráðinn til átta
mánaöa á Stöð 2 og mun stjórna 32
þáttum. Auk þess kemur hann til
með að t$la inn á bamaefni fyrir
stöðina.
„Aðeins hefur verið tekinn upp
einn þáttur og því lítil reynsla komin
á þetta. Ég held að þetta geti orðið
ágætt þegar tíma líða. Okkar hlut-
verk er að halda þættinum saman.
Þetta eru þrír mismunandi leikir og
við leiðum fólkið áfram. í fyrsta hlut-
anum höfum við möguleika á aö
hjálpa þátttakendum lítils háttar
með smálátbragði. í þeim síðasta em
ein kona og einn karl að ráða í máls-
hætti og hraðinn mikill. Þá er þetta
orðið hörkukeppni og lítið hægt að
hjálpa.“
Fram að þessu hefur Bessi farið
með orð og setningar sem aörir hafa
skrifað. „Þetta er svolítil áhætta á
þann hátt að maður verður að passa
sig að segja ekki vitleysu sem hægt
væri að hanka mann á. En ég hef
verið það mikið í skemmtanabrans-
anum aö maður er orðin töluvert sjó-
aður í þessu."
í leikhúsi stendur leikarinn á sviði
fyrir framan hóp af áhorfendum en
í sjónvarpssal er venjulega ekki um
slíkt að ræða. Er erfiðara að standa
fyrir framan lífvana vélar?
„Það er hópur fólks í salnum við
upptökur svo maður verður lítið var
við vélamar. Ef fólkið væri ekki til
staðar yrði þetta sennilega æði
stressandi. Þetta er skemmtileg til-
breyting og vinnan við þættina leggst
vel í mig.“
Bessi í nýju hlutverki á Stöð 2.
Verö án ryövarnar og skráningar
CITROEN BX 4x4
VOKVAFJOÐRUN MEÐ FJORUM
HÆÐARSTILLINGUM
SYNING I DAG Kl. 10-15
OG SUNNUD. Kl. 13-17.
Kynningarverö frá kr. 1.299.000.- stgr.
ÉÉÉÉ
lltfrá því Citroen BX var
fyrst kynntnr ci Is/ancli, hefur
ekki farið á niilli málci að
hann á engan sinn líka ísínnm'
flokki. BX-inn erfrábœr úti á
vegum, hörkuduglegur ísnjó,
mjög nimgóður og óthilega
sparneytinn. Hann enitbúinn
hinni mjiiku vökvafjöðrnn
meðfjórum luvðarstillingum
og eruþá25 sm. undir lœgsta
punkt íefstu stöðu sem gerir
gœfumuninn er á reynir og
helclur sömu hæð frá jörðu
burtséð frci hleðslu. Hann er
glcvsilegurfjölskyldubíll með
frábæra akstnrseiginleika.
Bíll sem hefur margsannáð
ágæti sitt við íslenskar
aðstæður. Nii kynnum við
nýjan Citroen, BX 4x4. bíl
sem sameinar alla fyrri kosti
BX, ásamt síclrifi á öllum
hjólum. 107 hestafla vél,
læsanlegu átaki milli fram-
og afturhjóla og með
clriflæsingu að aftan.
Komclu og reynsluaktu. það
leiðirþig íallan sannleikann.
Auk þess tekurþú um leið þátt
í glæsilegu reynsluaksturs-
happclrætti. þar sem
vinningurinn er Helgarferð
fyrir tvo til Parísar,
skoðuncirferðir um borginci
og Citroén verksmiðjurnar
auk ótakmarkaðra afnöta af
Citroén BX 4x4 allan tímann.
Til að gefa semflestum kost
á að taka þcitt og reynsluakci
verður farin liringferð um
landið og BX 4x4 sýnclur ci
eftirtöldum stöðum:
GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA
Mánud. 2. Október. Viö Shellstööina Skaganesti Akranesi kl. 9-13. Hjá Bílasölu Vesturlands Borgarnesi kl. 15 - 19.
Þriðjud. 3. Október. Viö Söluskála Olís Ólafsvík kl. 9 - 13. Hjá Söluskála Olís og Esso Stykkishólmi kl. 15 - 19.
Miðvikud. 4. Október. Viö Bensínafgreiöslu Olís Búðardal kl. 9 - 12. Viö Bensínafgreiösluna Hvammstanga kl. 15 - 19.
Fimmtud. 5. Október. Við Söluskála Esso Blönduosi kl. 9 - 13. Hjá Bílaverkstæðinu ÁKA Sauðárkróki kl. 15 - 19.
Föstud. 6. Október. Hjá Bensínsölunni>Siglufirði kl. 9 - 13. Viö Skúlakaffi Ólafsfiröi kl. 15 -19.
Laugard. 7. og Sunnud. 8. Október. Hjá Bifr.verkst. Gunnars Jóhannssonar Akureyri, kl. 10-17 Lau.d. og 13 - 17 Su.d.
Mánud. 9. Október. Hjá Bílaleigu Húsavíkur Húsavík kl. 10 - 19.
Þriðjud. 10. Október. Viö Söluskála Skeljungs Egilsstöðum kl. 9-13. Viö Bensínafgreiöslu Skeljungs Seyöisfirði kl. 15 - 19.
Miðvikud. 11. Október. Viö Söluskála Skeljungs Neskaupstaö kl. 9 - 13. Hjá Bílaverkstæðinu LYKLI Reyðarfirði kl. 15 - 19.
Fimmtud. 12. Október. Hjá BÍLVERKI Höfn í Hornafirði kl. 10- 19.
Föstud. 13. Október. Viö Söluskála Skeljungs Kirkjubæjarklaustri kl. 9- 12. Viö Söluskála Esso Vík í Mýrdal kl. 15- 19.
Laugard. 14. Október. Viö Söluskála Olís Selfossi kl. 9 - 12. Hjá Globus Lágmúla 5 Reykjavík kl. 13 - 17.
G/obusp
Lágmúla, s.91-681555
Góö þjónusta - ánægðir bíieigendur
Verö miöaó við
gengisakráningu 29.9 ’89.