Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Page 10
10 LAUGARÐAGUR 30. SEPTEMBER 1989. . . ívegavinnu Einar Öm Sykurmoli veitir innsýn í líf hljómsveitar á tímamótum Það er ekki unnt að greina, hvorki á Einari Erni né híbýlum hans, að eftir sólarhring verði hann á bak og burt - floginn til heitari landa og ekki væntanlegur aftur fyrr en á næsta ári. Einar liggur marflatur á gólfinu þegar gengið er í bæinn og rýnir refii- legur í málgagnið. Að lítilli stund lið- inni er hann kominn á tvær jafnfljót- ar og farinn að laga kaffi. Yfir kaffi- gerðinni veður á Einari. Hann segir frá væntanlegu tónleikaferðalagi um Evrópu þar sem spilað verður í öllum löndum álfunnar utan Portúgal og Júgóslavíu. Hann segir hka að þau fari þrír molar á undan til New York og Los Angeles í blaöaviðtöl og þess háttar. Það hggur beint við, þar sem fjöl- miðlar eru nefndir til sögunnar, að kanna hug Sykurmolans til útlendra tónlistarrita. Hugsa Sykurmolamir mikið um væntanlegar viðtökur téðra rita á Here Today, Tomorrow, Next Week í ljósi þeirra miklu krafna sem gerðar eru til hljómsveitarinn- ar? „Nei, það gerum við ekki og það borgar sig ekki þar sem þessi blöð eru svo óútreiknanleg. Við emm búin að sjá tvo dóma frá Bandaríkj- unum, í New York Times er platan sögð valda vonbrigðum en í fagblaði bandarískra útvarpsstöðva fáum við gargandi dóm sem maður roðnar við að lesa, slíkt er lofið. Við hugsum ekkert út í hvað blöðin em að gera, ef maður færi aö gera slíkt myndi maður lenda í sálarkreppu, þá er eins gott að hætta.“ ÁhrifEsjunnar Mikil samskipti við allra þjóða íjöl- miðlafólk hljóta að vera fjölmiðla- fræðingi áhugaverð? „Fyrir mig er mjög gaman að sjá hversu ólík aðferðafræði blaða- mannanna er, hvemig þeir bera sig að við búa til sögur og hvemig þeir haga sér. Við höfum fengið hingað til lands að undanfömu breska, franska og þýska blaðamenn. Bresk- ir blaðamenn mæta alltaf með seg- ulbandiö sitt og vilja fá formiegt við- tal viö okkur, setjast í stelhngar. Þýskir og franskir blaðamenn, sem komu hingað hvorir í sínu lagi, báðu aldrei um viðtal við okkur, heldur komu þeir hingað til að sjá hvemig ísland er og hvernig við höguðum okkur á heimaslóðum því vinsælasta spumingin, sem við emm spurð, er hvort það hafi áhrif á okkar tónlist að við komum frá íslandi. Þess vegna komu þessir gaukar og fengu að fylgjast með okkur í 30 klukkutíma eða svo, fylgdust með undirbúningi tónleika og bara því sem við vomm að gera. Þeir punktuðu hjá sér og hvað þeir eiga eftir að skrifa er miklu meira spennandi en viðtöhn hjá þess- um bresku blaðamönnum. Það var mjög gaman fyrir mig að sjá þessa vinnuaðferö. Annars kemur oft undarlegasta brengl út úr viðtölum. Mér eru eign- aðar setningar sem Bragi eða Þór eiga og stundum gengur þetta lengra og hlutir em brenglaðir fram úr hófi.“ Hvaða spumingu blaðamanna haf- ið þið oftast þurft að svara? „Það er þessi fræga, „How does it affect you coming from Iceland?" “ Hvemig svara menn spuming- unni? „Við þekkjum ekkert annað en ís- land þannig að í raun er ekki hægt að svara þessari spumingu sem er hálfkjánaleg. Ég veit ekki hyort mað- ur á að segja að mikilla áhrifa Esj- unnar gæti í laginu „Ammæli". Það heyrist mikið í Geysi í laginu „Heil- agur skratti". Guhfoss sést mikið í „Regínu“. Það er svolítiö kjánalegt að spyija svona.“ Einar örn Sykurmoli. Brjáluð fyllibytta Hvaða fyrirbæri er þessi einarismi sem vart hefur orðið í bresku popp- pressunni? „Þessi einarismi byggist á því að blaðamenn hitta okkur í viðtölum og þó aðallega á tónleikum. Það er ákveðinn hamagangur í öskjunni og eftir-hamagangur að tónleikum loknum, það hættir ekkert þó ég fari af sviðinu. Þetta sjá blaðamennimir, hamagang sem er í rauninni ekki trúverðugur og gefur ekki rétta mynd af mér. Þessi einarismi, sem ég held að íslendingar viti ekki alveg hvað er ennþá, er svolítið þreytandi og gengur út á það aö ég sé „sækópat- ísk“ fylhbytta og snarbijálaður. Það var líka annar einarismi í gangi og hann gekk út á það að ég væri óþarf- ur í hljómsveitinni, að ég væri eyði- leggingaraflið. Gerðu þér og vinum þínum greiða og hættu í hljómsveit- inni, það er hinn einarisminn. Nú em þessir bresku blaðamenn skyndhega byrjaðir að taka mig í sátt og segja að hljómsveitin geti ekki veriö til án þess að ég sé í henni. í nýlegu viðtah í Mannlífi gætir bjark- arisma sem er jafnkjánalegur. Þar er rauði þráðurinn mikilvægi Bjark- ar í hljómsveitinni og klikkt út með þessu: Gætuð þið ímyndað ykkur Sykurmolana án Bjarkar. Ég per- sónulega geng frá þessum ismum með því að segja: Sykurmolamir væm ekki til ef það vantaði einhvern af þessum aðilum sem em í hljóm- sveitinni, þá væm Sykurmolamir ekki Sykurmolamir. Annars veit ég það ekki, þessir blaðamenn þurfa einhveija grýlu. Þeir skilja kannski ekki hljómsveitina og verða þess vegna að finna einhverja orsök hjá sjálfum sér fyrir því að hljómsveitin sé svona eins og hún er, óskiljanleg. Fyrst var það Björk, hljómsveitin væri ekkert án hennar, núna er ég aht í einu kominn á blað og nú bíð ég bara eftir því að heyra að hljóm- sveitin væri ekkert ef Þór væri ekki með. Svona á þetta eftir að ganga lín- una á enda áður en þeir fatta að það eru ákveðin element í hljómsveitinni sem hljómsveitin getur ekki verið án, þess vegna er hljómsveitin hljóm- sveit.“ Sykurmolamir ekki hálfvitar Einlægur húmor Sykurmolanna virðist setja marga út af laginu, þetta er sérstaklega áberandi þegar þið sitjið fyrir svömm í sjónvarpi. Hvað er í gangi? „Það er bara þannig...“ Einar á bágt með sig, fhssar prakkaralega, jafnar sig pg heldur áfram í alvarleg- um tón. „í fyrsta lagi erum við ekki hálfvitar, fólk gleymir oft að gera ráð fyrir því að viö emm ekki hálfvitar. Það byijar að tala við okkur eins og við séum hálfvitar og þá sætum við lagi og svörum á viðeigandi hátt. Fólk býður hreinlega upp á að láta stríða sér. Það átti að griha okkur einu sinni á Stöð 2 í 19.19 en það tókst ekki og eftir þann þátt komu margir og þökk- uðu okkar framlag og frammistöðu. Þaö er auövitað ákveðin glettni hjá manni í þessu, það þýðir ekkert ann- að. Smákímnigáfa er nauðsynleg en þó ekki til aö níða annað fólk, bara af því að það sé svohtið gaman, þá er betra að gera grín að sjálfum sér.“ Líflð í vegavinnunni Er lifað hratt og hátt á tónleikaferö- unum, hvemig er flökkulíf Sykur- molanna? „Þetta er hrein og klár vegavinna, „On the road“. Stundum er gaman í vegavinnunni. Stundum er leiðinlegt mikið og hvernig breytast persónur þeirra sem feta þennan veg? „Viö höfum ekki breyst sem per- sónur, reyndar segir klásúla í hljóm- plötusamningnum okkar að við sé- um skemmtikraftar í hljómplötuiðn- aðinum. Við höfum ekki breyst sem slík heldur hafa aöstæðurnar breyst. Við höfum skólast og það skiptir engu hvort við spilum fyrir 40 manns eða 30 þúsund manns, við höfum lært að bregðast við ólíkum aðstæð- um. Við erum orðin meiri „perfor- merar“. Það skiptir auðvitaö máh að við vorum ekki sautján þegar þetta byijaði. Við strákamir vorum að nálgast hálffimmtugsaldurinn þegar þetta byijaði aht saman og vorum því orðnir frekar mótaðir einstakl- ingar á þeim tíma. Ég mundi ekki spá í að lenda í þessu ef ég væri 17-18 ára, þá mundi maður breytast miklu hraðar. Verða ríkur, frægur, hrædd- ur og einmana. Besta dæmið er auð- vitað Elvis Presley sem deyr útúr- dópaður á baðherbergisgólfinu sínu.“ Nýja platan Ljósmynd Andy Catlin í vegavinnunni. Þetta er bara eins og gengur og gerist í annarri vinnu. Við erum óttalega slappir sukkarar en lifum hátt á þann veg að við látum okkur hða vel. Við reynum að finna sem bestu farartækin, rútur með kojum svo við getum lagt okkur og við leggjum talsvert upp úr því að gista góð hótel. Þannig að við reynum hvað við getum til að láta okkur líöa vel enda fer töluverður tími af okkar lífi í þennan þeyting. Viö látum okk- ur ekki líða vel og þaö er engin gleöi í því að vera pissfullur eða útúrdóp- aður á hveijum degi, það er ekki sniðugt." Er þetta almennt móralhnn í bransanum og heyrir þá harða rokk og ról lífið, sem einkenndi árin í kringum 1970, sögunni til? „Nei, ég ætla nú ekki að nefna nein hljómsveitarnöfn en á ferðalagi okk- ar fyrr á þessu ári sáum við í fyrsta skipti þetta fræga rokk og ról í anda áranna í kringum 1970 þegar allir voru að hrökkva upp af. Það var ein- hver veisla þar sem fikniefnin flóðu eins og ég veit ekki hvaö, við uröum rpjög undrandi aö sjá þetta, þetta var skuggalegt. í Bandaríkjunum eru all- ir vinir þínir. Það vilja allir vera vin- ir þínir af því aö þú ert í hljómsveit og til þess að fá aö verða vinur þinn þá eru þér boðin fikniefni. Það er mjög einfalt að segja nei við svona vináttukaupum, nema ef maður vill, þá segir maður já. Ef þú vilt eignast hundrað þúsund platvini þá segir maður já, það er enginn vandi að láta glepjast.“ Orðnir skemmtikraftar Hlaðvarpinn fyrir 3 árum og 40-50 áheyrendur, Bandaríkin 1989 og 20-30 þúsund áheyrendur. Hversu Ef við snúum okkur að máh mál- anna í lífi Sykurmolanna, útkomu plötunnar „Here Today, Tomorrow, Next Week“, treystirðu þér til að fara nokkrum orðum um tónhst plötunn- ar? „Ég get ekki lýst tónhstinni, því þá væri engin tónlist th. Maður myndi bara skrifa niður og leyfa fólki að lesa. Annars er ég búinn að prófa að hlusta á plötuna núna aftur eftir að vera búinn að spha hana og ég veit fjandakornið ekki hvað þetta er. Tón- listin er hugmyndalega hehsteyptari en áður og hljómsveitin samhentari. Bretarnir vhja lýsa þessu og nota yfirgengileg lýsingarorð sem viö skhjum ekki. Þeir hafa kannski hitt naglann á höfuöið með því að nota lýsingarorð sem skhjast ekki.“ Nokkrir meðlimir hljómsveitar- innar eru ljóðskáld, eru textamir unnir í sameiningu eða eru þeir ein- stakhngsverk? „Ég sem það sem ég segi og Björk semur það sem hún segir en síöan eru Þór og Bragi þarna og það er æðislega gott að geta leitað th þeirra. Sú aðferð sem við notum þegar við erum að semja lag er í formi þreif- inga, við sphum og sphum, seipjum og semjum, þetta tekur langan tíma af því að við erum ekki mjög góðir lagahöfundar. í pásum ræðum við málefni líðandi stundar og eitthvað skondið sem hefur komið fyrir okkur og þá ómeðvitað byijum við að syngja um það sem við höfum verið að ræða, þannig neglast textamir niður. Eftir kannski 3 mánuði, þegar við erum búin að spila lagið nokkr- um sinnum, skrifum við niður text- ann og vitum þ.a.l. um hvað lagið er. Við tökum upp hugmyndir á htið segulbandstæki á æfingum og pússl- um þeim sáman. Þegar við erum búin að vera með einhveija hug- mynd í gangi á nokkrum æfingum kemur kannski á okkur hryggðar- svipur og spurt er: gengur þetta nokkuð upp?. Og ef svarið er nei þá segjum við: eitt frábært lag í rusla- tunnu Sykurmolanna. Við erum óhrædd við að kasta frá okkur hug- myndum, viö nennum ekki að hjakka með eitthvað sem okkur finnst ekki ganga upp.“ Samvinna við Abba-bræður Þegar vinna við upptökur nýju plötunnar voru að fara af stað í upp- hafi ársins heyrðist því fleygt að Syk- urmolamir hefðu hug á að fá þá ABBA-bræður, Bjöm og Benny, th aö annast útsetningar. Hvernig var sú undarlega hugmynd til komin?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.