Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3Q. SEPTEMBER 1989. Vísnaþáttur Skýrasta leið til að skrílmenna þjóð er skemmdir á tungimni að vinna Enginn vísu ágæta yrkja kann með tungubrjáli, hugsun fleyga og fágæta fæða á dauðu hrognamáli. Stephan G. Áhyggjur unnenda íslenskrar timgu eru nú á dagskrá, svo sem oft áður. í einu af sínum snjöllu ávörpum til þjóðarinnar brýndi forseti landsins, frú Vigdís FÍnn- bogadóttir, fyrir íslenskum börn- um að segja ekki bæbæ á útlenska vísu þegar þau heilsa eða kveðja, íslensk tunga ætti fögur blessunar- orð sem nota ætti. Nýlega hafa menntamenn og önnur áhugasam- tök tekið undir tímabærar áskor- anir málvöndunarmanna en því miður ekki alhr verið ánægðir með hreintungustefnuna. Eitt af því sem uppreisnarhugur kynslóðarinnar frá 1968 kynti und- ir var uppreisn gegn hreintungu- stefnunni sem flestir foreldrar þeirra aðhylltust. Margt af þessu unga fólki, sem nú er margt orðið ábyrgir foreldrar, hefur endur- skoðaö þær kenningar sem fyrr voru taldar eiga rétt á sér en ekki staðist átök reynslunnar. En áhrifa uppeldis síðustu áratuga eru að koma í ljós hjá þeim æskuár- göngum sem koma fram á hið al- menna menningarsviö þjóðarinn- ar. Hin aukna skólaganga og stöð- ugt almennari menntunarmögu- leikar ungs fólks ættu að segja sína sögu. Við hljótum að spyija: Höfum við gengið til góðs eða er endur- skoðana þörf? hvað er handverk og hvað er list. Ég held að'Páll hafi aldrei haldiö til haga ómerkilegri vísu en þegar hann var í essinu sínu, og það var hann furðu oft, þá orti hann eins vel og þjóðskáldin á hans tíð. Hér eru tvær til að byrja með en svo koma fleiri á eftir: Ég hef nú reynt og fundið flest sem fyrir stígur nokkurn mann, en konuleysið kvelur mest, kvelur meir en samviskan. Samviskuna get ég grætt og gefið henni sitthvað inn, en aldrei getur ástin hætt, af henni stafar kvensemin. Og svona lauk hann einu af bréf- um sínum 1890. Kæra Steinunn. Mundu mig meðan yfir hauður í bhðu og stnðu ber hann þig, blessunin hann Rauður. Til annarrar konu: Góðan kalla ég Ganta þinn, gætinn, vakran, þýðan, fjörugan, Upran, fótheppinn, fallega er búið að ríða hann. Líklega hefur vinkonan pantað umsögnina. Svona er seinni vísan: Það á éngin austapjands yngismær -né kona að öllum Ustum líka hans, ég lýsi honum svona. Svo að lokum þijár vísur sem Páll hefur ort um ýlustrá. Veslings stráin veik og mjó veina á glugga mínum, kvíða fyrir kulda og snjó, kvíða dauða sínum. Kviði ég lífsins kulda og snjó, kvíði dauðans vetri. En ég skal alltaf þegja þó, þetta er ég nú betri. Að öðru leyti er ég strá, eins og reynslan sýnir. En það skal engjnn á mér sjá ne ekki vinir mínir. Vísnaþáttur Jón úr Vör Kveðjum svo Pál að þessu sinni með vísu sem mun ort í veikindum: skiptum eða er á andstæðri skoöun við okkur í póUtík. Um eitt alda- mótaskáldanna, hvort þaö var Hannes Hafstein eða Einar Bene- diktsson þegja heimildir, orti PáU: Finnast ekki fjalla á milU fegri ljóð en þessi stef, eintóm lygi, eintóm snilU eftir þennan djöfuls ref. PáU var umboðsmaður konungs- jarða en svo voru þær lengi kallað- ar þær jarðir sem Danakonungur eignaöi sér eftir siðaskiptin. Einn landsetinn eystra hét Bjami á KoU- leiru og eitthvað kastaðist í kekki með skáldi og bónda út af afgjöld- unum. Páll orti: Gakk þú, Bjarni, lagða leið, lífs og dauður, góðs á mis. Andskotinn þér skelU á skeið og skiU þér loks til helvítis. Bóndi lærði vísuna og kenndi kunningjum sínum, þannig varð- veittist hún, en PáU mun fljótt hafa runnið reiðin og ekki lært stökuna sjálfur. í einu bréfa sinna tU Geirs Sæ- mundssonar vígslubiskups lét PáU fylgja vísur um hvolp sem hann sendi honum um leið og bréfið. Þar telur hann upp ýmsa kosti dýrsins. Síðasta vísan er svona: Honum fylgir ennþá eitt, og á það svo að véra, að elska þig fyrir ekíu néiiEt, eins og ég má gera. hlemm á kjöttunnu og haft orð á því að birgðirnar tækju að minnka. En nú hafði skollið á bUndbylur og gesturinn hafði dvaUö alllengi. Páll orti: Ég held Bjarna klæi kinn og kjötið lækki í tunnunni, ef hann fæðir frænda sinn fram að hvítasunnunni. Þetta að lokum Svo kemur ósvikin ástarvísa, engu nafni bundin. Enginn veit hver ort hefur: Morgun hvem þá bregö ég blund blessun þína hlýt ég, aUan dag og iðjustund ástar þinnar nýt ég. Ég veit aö Árni Guðjónsson er höfundur eftirfarandi stöku, en hvaða Árni? Þaö væri gaman að vita eitthvað meira og geta fest það á blað, en hér brestur þekkingu, nú sem oftar, og því miður þýðir lítið að biðja um hjálp. Brostu, hlæðu bUða hmnd, bjart sé yfir huga. Þeir, sem hafa létta lund, lengst af öílum duga. Hagmæltur maður kom þreyttur heim úr vinnu og heUsaði konu siimi með þessari stöku: Gamli Páll Ólafsson Ég hef sagt það áður og get endur- tekið það að einhver snjallasti vís- namaður okkar fyrr og síðar, Páll ganúi Ólafsson, leit sjálfur aUa tíð á skáldskap sinn sem hversdags- legustu hagmælsku. En vissulega em mörkin oft óglögg á miUi þess Það er ekki ónýtt að eiga góðan vin sem lýsir uppáhaldshesti hús- freyjunnar svona. Eflaust hefur hún stungið pela að skáldinu þegar þau kvöddust og aö minnsta kosti klappað honum á kinnina, bóndi hennar brosað góðlátlega að, því að auðvitað hefur hann gefið konu sinni gripinn. Nú er boginn brostinn og bflaður sérhver strengur, en sami er sálarþorstinn að syngja lengur, lengur. Maður getur verið ágætt skáld, þótt okkur líki ekki við hann að öðm leyti, hann hefur kannski snúið á okkur í persónulegum við- Einhverju sinni var PáU í heim- sókn hjá frænda sínum á Seyðis- firöi. Sá hét Bjarni og lék orð á að hann væri gætinn maður í öllum útlátum. Hann hafði þann kæk aö klóra sér á annarri kinninni þegar hann þóttist í einhverjum vanda eða hugleiddi áhyggjuefni. En hann hafði, svo Páll sá, gægst undir Okkar líf er ömurlegt, eintóm þrælavinna. Eina gleði þó hef þekkt, þig, mín ektakvinna. Er of seint aö senda sumarkveöj- ur góðum lesendum? Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. Finnur þú fimm breytingai? 22 ©PIB COMNDACtN Geturðu lónað mér þúsundkall? Ég hef ákveðið að gefa þér pening í afmælisgjöf þetta érið! ©PIB CQP{NHACf N Nafn:....... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hef- ur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri mynd- inni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimil- isfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sig- urvegara. 1. Elta stereoferðatæki með tvöföldu segulbandi að verð- mæti kr. 8.900,- 1. Elta útvarpsklukka að verðmæti 3.500,- Vinningarnir koma frá Óp- us, Snorrabraut 29, Reykja- vík. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 22 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir tuttug- ustu getraun reyndust vera: 1. Sigrún Sigurbjörnsdóttir, Holtagerði 6, 640 Húsavík. 2. Gunnlaugur Bollason, Dvergabakka 20,109 Reykjavík. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.