Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. 3 Fréttir Óánægja meöal verkfræöinema á fyrsta ári: 89 prósent fall í stærð- fræðigreiningu Nokkur óánægja er meðal fyrsta árs verkfræðinema í Háskólanum sem gangast hafa þurft undir endur- tekningarpróf í grunnfogum í stærð- fræði í septémber, stærðfræðigrein- ingu I og stærðfræðigreiningu n. Af þeim 15 nemendum, sem þreyttu endurtekningarpróf í stærðfræði- greiningu I, náðu aðeins fjórir. Einn fékk 5,0 og þrír 4,0, sem er lágmarks- einkunn. Fallið í þeim kúrs er því 73 prósent. í stærðfræðigreiningu II þreyttu fimmtán nemendur endur- tekningarprófið. Aðeins tveir náðu, báðir með 4,0. Fallið var því 89 pró- sent. DV hafði samband við Braga Mar- inósson, formann Félags verkfræði- nema, og spurði hvort þetta væri ekki óeðlilega há fallprósenta.. „Það er alltaf nokkurt fall í þessum greinum, um 40-50 prósent nemenda falla. Þetta eru erfið próf en stærð- fræðigreiningu mætti kalla eins kon- ar síufag. Það hlýtur þó að teljast óeðlilegt þegar fallprósentan er svona há.“ Fall í janúar og maí var um 40-50 prósent og spuming hvort sá hópur nemenda, sem þurft hefur að endur- taka prófið, séu verri nemendur. Bragi sagði hins vegar að „venju- legar“ einkunnir væru sjaldgæfar í þessum fögum. Sagði hann frá einum nemanda sem fékk lágmarksein- kunn á prófinu í vor, 4,0, en vildi hækka sig með því að endurtaka v prófið. Útkoman úr því varð 2,0 og fall. Þá var einn nemandi á þriðja ári sem hafði fengið 5,0 en ætlaði að hækka sig. Hann hafði tekið fleiri kúrsa en fyrsta árs nemamir en náði aðeins 4,0. Stærðfræðigreining virð- ist því ekki vera uppsláttrarfag í verkfræði. En er stærðfræðigreining skelfir verkfræðinemanna? „Það má byrja á því að fullyrða að þessi fög eru ekki nein síufög og að það er ekki verið að herða tökin á nemendum. Útkoma úr haustprófum er mjög breytileg og ekki gott að segja hvað veldur. Hvað próf í stærðfræði- greiningu I varðar þá hef ég farið í gegnum prófin með nemendunum og margir reytt hár sitt yfir klaufavill- unumsemþeirgerðu.Hinsvegareru • dæmi þess að fólk hafi fengið 10 í þessum fögum en viðkomandi hafa þá ekki treyst sér í próf að vori og notað sumarið til lestrar. Þessi próf hafa verið mjög stöðluð, alveg frá 1969. Það er almenn krafa verkfræðinga að nemar standist próf í þessum greinum til að geta haldið áfram námi í verkfræði. Það er alltaf verið að prófa sömu þekkingaraat- riðin og ef þetta væru síufög væri ekki réttlætanlegt að ráðast aðeins á þá sem taka próf að hausti," sagði Jón Magnússon, kennari í Verk- fræðideild Háskólans. -hlh SANDSPYRNA Bílabú&ar Benna VERÐUR HALDIN SUNNUDAGINN 1. OKT. KL. 14.00 í LANDI HRAUNS í ÖLFUSI, VESTAN VIÐ NÝJU ÖLFUSÁRBRÚNA ATH. Á SAMA SVÆÐI OG KEPPT VAR Á í GAMLA DAGA (1980) KEPPNIN GEFUR STIG TIL ÍSLANDSMEISTARA í FYRSTA SKIPTI Á ÍSLANDI! VÉLSLEÐAR KEPPA í SANDSPYRNU ATH. NÝTT OG STÓRBÆTT KEPPNISFYRIRKOMULAG KL. 15.30 KEPPA KRAFTMESTU BÍLARNIR TIL ÚRSLITA P.S. „SIGURJÓN Á PINTONUM LÓFAR AÐ SPRENGJA 4 SEKÚNDU MÚRINN” (AÐ FARA 92. M BRAUTINA Á INNAN VIÐ 4 SEKÚNDUM) MARKMIÐ KVARTMÍLUKLÚBBSINS ER HRAÐAKSTUR AF GÖTUNUM INN Á LOKUÐ SVÆOI Aukahlulir Varahlutir Sérpantanir VagnhQlda 23 112 Reykiavik - Simi 91-685825 Björgunarsveitin Björg Eyrabakka STYÐJUM LANDGRÆÐSLUNA ÖKUM EKKI UTAN VEGA! pórsson Hr“fnsdótti FM 102 Brostu út í lífið ... STILLTU Á FM 102,2. Þú sérð ekki eftir því!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.