Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989.
21
Hinhliöin
Þorsteinn J. Vilhjálmsson stefnir að því í framtíðinni að taka viðtal við Woody Allen.
Rósa Ingólfs
1 uppáhaldi
- segir Þorsteinn Jens Vilhjálmsson, útvarpsmaöur rásar 2
Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur
haslaö sér völl sem einn af okkar
bestu útvarpsmönnum og senni-
lega sá frumlegasti einnig. Þor-
steinn er heldur ekki alveg óvanur
útvarpsmennskunni því hann
starfaði um skeið hjá Bylgjunni og
vakti þá athygli fyrir frumlega há-
degisþætti. Þorsteinn hefur nú
starfað með dægurmáladeild rásar
tvö um tíma og enn kemur hann
hlustendum sínum á óvart. Það er
Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem sýn-
ir hina hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn: Þorsteinn Jens Vil-
hjálmsson.
Fæðingardagur og ár: 2. mars 1964.
Maki: Vonandi Sigrún.
Börn: Tómas, fæddur 8. desember
1988.
Bifreið: Svo að segja nýr Renault,
árgerð 1971.
Starf: Dagskrárgerðarmaður rásar
tvö.
Laun: Duga ekki fyrir skuldum.
Áhugamál: Bækur og kvikmyndir.
Hvað hefur þú fengið margar tölur
réttar í lottóinu? Eg spila cddrei í
happdrættum.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Horfa á góða hryllingsmynd.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Vakna á morgnana.
Uppáhaldsmatur: Smálúða í
sveppasósu en ég elda iðulega á
heimilinu.
Uppáhaldsdrykkur: Bjór.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur í dag? Erfið spurning.
Ætli það sé ekki Lárus Halldórs-
son.
Uppáhaldstímarit: Psychotronic,
blað um hryllingsmyndir.
Fallegasta kona sem þú hefur séð
fyrir utan eiginkonuna? Man ekki
eftir neinni í svipinn.
Hlynntur eða andvigur ríkisstjórn-
inni: Ekki myndað mér skoðun.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Jóhann Sigurjónsson.
Uppáhaldsleikari: Róbert Arn-
finnsson.
Uppáhaldsleikkona: Chesty Morg-
an.
Uppáhaldssöngvari: Van Morrison.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng-
inn.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Ástríkur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Dag-
skrárkynningar Rósu Ingólfs.
Hlynntur eða andvígur veru varn-
arliðsins hér á landi: Hef ekki
myndað mér skoðun á því.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Æi, ég veit það ekki.
Uppáhaldsútvarpsmaður: GG.
Gunn.
Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða
Sjónvarpið? Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsskemmtistaður: Kaos
við Austurvöll.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að ná viðtali við
Woody Allen.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég
fór í hálfsmánaðarferð til Portúgals
í byrjun júní. Það var fínt aö vera
þar, ekki alveg eins mettað af túr-
isma og á mörgum öðrum stöðum.
-ELA
Atvinnutryggingasjóður útflutningsgreina
Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík
ORÐSENDING
Lokaskilafrestur umsókna um lán hjá sjóðnum er 31.
desember 1989.
Umsóknir, sem berast eftir 30. september 1989, fá
ekki afgreiðslu á þessu ári.
Þá vill sjóðurinn benda þeim á sem hafa fengið láns-
loforð frá sjóðnum að þau falla úr gildi þremur mán-
uðum frá samþykkt hafi nauðsynleg gögn ekki bor-
ist sjóðnum fyrir þann tíma.
Stjórn sjóðsins
Fiskveiðasjóður
íslands
Fiskveiðasjóður islands auglýsir til sölu hús og
mannvirki á 7200 fermetra lóð norðan Reykjanes-
þrautar. M.a. er um að ræða 610 fermetra eldishús,
2.126 fermetra einlyft límtrésbogahús, rafstöð og
spennistöð (áður eign Pólarlax hf.).
Eignirnar eru boðnar til sölu í einu lagi en til greina
kemur að selja hluta þeirra.
Tilboð óskast send til Fiskveiðasjóðs islands, Aust-
urstæti 19, Reykjavík, fyrir 20. október nk., en þar
eru einnig veittar nánari upplýsingar.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Lduydiuaya, u.uu - i^.vu |
Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þuerhoiti n
s: 27022
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs, tollstjóra Suður-Múlasýslu, ríkisjóðs, ýmissa
lögmanna og stofnana fer fram opinbert uppboð á bifreiðum og öðrum
lausafjármunum við lögreglustöðina á Eskifirði laugardaginn 7. okt. '89 kl.
14.00.
Krafist er sölu á eftirtöldum bifreiðum:
U-654 U-268 U-261 U-3659 U-4524 U-2636 U-1658 U-1263
U-3618 U-3794 U-445 U-2637 U-4075 U-5265 U-2528 U-162
U-4400 U-3223 U-1363 U-4743 U-3116 U-5275 U-3072 U-4395
U-2878 U-845 U-2027 U-4839 U-4025 U-1489 A-7185 G-16281
K-2499 R-21162 R-30554 R-32455 R-66251 Y-17897 Y-16574 X-5973
Ö-5372 IF-871
Einnig hefur verið krafist sölu á vélsleða, rennibekk, rafsuðum, bíllyftu,
myndbandstækjum, sjónvarpstækjum, hljómflutningstækjum og fleiru.
Hlutirnir verða seldir svo farnir sem þeir eru er hamar fellur og kaupandi
ber áhættu á seldum hlut frá þeim tíma.
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaður Suður-Múlasýslu
og bæjarfógetinn á Eskifirði
Hluthafafundur
verður haldinn í Steinullarverksmiðjunni hf. mánu-
daginn 9. október nk. kl. 17.00 í Safnahúsinu á Sauð-
árkróki.
Á dagskrá verða eftirfarandi mál:
1. Tillaga stjórnar um hækkun hlutafjár um kr.
91.593.700,-
2. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum fé-
lagsins um aukinn meirihluta atkvæða til ákvörð-
unar um hlutafjáraukningu og um heimild til að
halda stjórnarfundi símleiðis.
Tillögur og önnur gögn liggja frammi á skrifstofu
félagsins í eina viku fyrir fundinn.
Stjórn
Steinullarverksmiðjunnar hf.