Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1989, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1989. „Við höfum ekki farið leynt með aðdáun okkar á ABBA og Boney M.“ Er þetta hreinskilni? ’ „Þetta er hreinskilni og ég á meira að segja geisladisk með Boney M sem er undirritaður af Boney M með kveðju. Það bjó engin til betri popp- lög en þessar hljómsveitir. Þannig að þessi hugmynd kom upp hjá okk- ur að fá Bjöm og Benny tíl að taka upp 3-4 lög. Tímasetningin klikkaði. Við höfðum samband við skrifstofur þeirra, þeir eru orðnir stofnanir, háifgerð goð. Þeir reyndust bara lausir í maí á þessu ári og það hent- aði okkur ekki upp á alla vinnslu og því miður varð ekkert af þessu. í staðinn erum við sjálf pródúsentar á plötunni, Brian Pugsley tók hana upp og Pétur Gíslason hijóðblandaði meirihluta þlötunnar." Er Smekkleysa hugsjón? „Það má segja að í upphafi hafi Smekkleysa verið rekin sem hug- sjónastarfsemi, en síðan var nýlega tekin sú ákvörðun að reyna að reka þetta sem fyrirtæki, að hætta aðeins þessari djöf... hugsjónastarfsemi sem er alveg óþolandi til lengdar. Hún getur verið svo þreytandi og tímafrek að maður getur jafnvel gert meira með því að reka þetta sem hreint og beint fyrirtæki án þess þó að glata þeim eiginleikum sem hugsjóninni fylgja. Annars ýtum við ekkert á neinar hljómsveitir, þær halda sjálf- ar á sínum spilum, þó við séum til í að hafa hönd í baggá ef þess er ósk- að. Okkur finnst sjálfsagt, fyrst við fáum tækifæri til að spila í útlöndum, að veita öðrum sama tækifæri, t.d. verður Ham með okkur í væntan- legri vegavinnu í Bretlandi, það er ekki þannig eigingimi hjá okkur. Við erum ekki að hjálpa þessum hljóm- sveitum þannig séð því ef þær vilja verða ríkar og frægar þá vinna þær að því sjálfar." Popp Suorri'Már Skúlason Erum hljómsveit ímynd Sykurmolanna, er unnið eitthvað í henni sem slíkri? „Það eina sem við vinnum að með- vitað er að viðhalda ákveðnum jöfn- uði, sem sagt að Sykurmolamir séu 6 manna hljómsveit en ekki einn eða tveir söngvarar og undirleikarar þeirra. Það er búin að vera mikil barátta og erfið að fá að hafa alla hljómsveitina á forsíðum blaðanna. í byijun var Björk bara á forsíðu. Þá yorum við kannski öll saman í myndatökum í svona 5-6 tíma, síðan var Björk pikkuð út og bara mynd af henni birt, í staðinn fyrir að koma hreint fram í byijun og segja: við viljum bara fá Björk. Núna hafa bresku blöðin borið fyrir sig að það sé venjan að hafa bara eitt andht á forsíðu, við svömm: okkur er alveg sama, þið fáið ekki sóló skot af okk- ur. T.d í síðasta Melody Maker sem hafði okkur á forsíðu þá kom ljós- myndarinn hingað og við neituðum gersamlega sóló skotum, hann var gráti næst og sagði að það væru aldr- ei sex manns á forsíðu. En viti menn, þegar blaðið kom út vomm við þama öll. Á þessu sést að það er vel hægt að breyta þeim reglum sem þeir setja.“ Er þetta ekki ágætur mælikvarði á stærð hijómsveitarinnar? „Við erum orðin það kokhraust og hrokafuU að við getum þetta. Síðan lendum við líka í voðalegu veseni eins og í Frakklandi þar sem okkur var næstum hótað lífláti. Þar er þetta álitiö vera einhveijar tiktúrur og dyntir, en við gerum þetta af þeirri ástæðu að það er ekki hara einn maður í hijómsveitinni og þá emm við aftur komin inn á einarismann og bjarkarismann. Það verður að vera smáskynsemi, líka fyrir okkur, ef við eigum að endast í þessu." Nýjar slóðir Næstu mánuðir? „Framundan hjá okkur eru tveir og hálfur mánuður i vegavinnunni og á næsta ári verða febrúar, mars, apríl og maí sem liggja fyrir okkur í vegavinnunni. Þá á að reyna að sjá Brasihu, Japan, Nýja-Sjáland, Ástr- alíu, Hong Kong og Bandaríkin aftur þannig að það hggja fyrir framan okkur borðleggjandi ferðalög um hálfan heiminn. Hjá mér gætir smá- taugaveiklunar um hvort við end- umst þetta. Eftir maí á næsta ári komum við hins vegar til með að taka okkur frí líklega út árið. En það er bara þannig með okkar eðh að þó að við tökum frí þá hittumst við aht- af, hvort sem það er í æfingastúdíó- inu eða heima í stofu og ræðum sam- an.“ Þú nefnir framandi lönd sem við- komustaði Sykurmolanna, er það ekki eitt af því sem gerir þetta starf skemmtilegt, það að fá að ferðast? „Þetta eru auðvitað helv...,djöf... forréttindi hjá okkur að vera borgað fyrir að fá að sjá þessi lönd, jú, það er eitt af því sem er gleðilegt við þetta. Núna erum við að fara til Bret- lands þar sem við erum búin að vera svohtið þannig að við vitum að hveiju við göngum þar. Nú tökum við í fyrsta skipti með okkur „show“ í vegavinnuna, Ijósa- meistarinn okkar, Paul Normander, er búinn að hanna það enda held ég að við gætum ekki farið annan túr sem væri bara standandi rokk og ról.“ Æsingur í Houston Hafa einhver ævintýri hent á ferða- lögunum? ,,Það átti að handtaka mig í Hous- ton í Texas. Við fórum á geimferða- safnið og þar sáum við hvers slags tunnur þeir eru að senda mannaðar út í geiminn, mér fannst þetta alveg hræðhegt. Maður getur verið svohtið ósmekklegur stundum, gerst smekk- leysingur. Á tónleikum óskað ég Bandaríkjamönnum th hamingju með geimskutluslysið, það þögnuðu allir. Auðvitað var ég ekki að fagna dauöa þeirra sem fórust heldur aö skjóta á geimferðaáætlun Banda- ríkjamanna sem þetta fólk er stolt af og htur á sem einhveija guðs gjöf. Fólk gleymir því að þessi tæki eru búin th af mönnum og þau geta klikkaö, það er eins og enginn hafi pælt í því fyrr en eftir slysið. Það hgg- ur við að það hafi jafnmargir dáið í þessum rakettum og hefur tekist að koma upp. En sem sagt, ég óskaði þeim th hamingju og það átti að handtaka mig, en ég var vel passaður og slapp." Hræddurvið skrímsli Eftir 10 daga á Bandaríkjamarkaði hefur Regína selst í 150 þúsundum eintaka, eru Sykurmolamir að slá í gegn á stærsta hljómplötumarkaði veraldar? „Sko, ég skal segja þér að þegar Ammæh var vahn smáskífa vikunn- ar í Melody Maker fannst mér það mjög skondið. Stuttu síðar færði hið gamla rör Ásmundur Jónsson mér þær fréttir aö Melody Maker og NME vhdu fá viðtal við okkur og hvort tveggja átti að vera forsíðuviðtal. Þá hugsaði ég bara helv... hvað erum við búin að gera af okkur, það kom smáótti um að þetta yrði eitthvað skrímsh. Þær fréttir, sem við fáum núna frá Bandaríkjunum, vekja aft- ur upp þennan ótta. Er þetta eitthvað sem á eftir að ganga af okkur dauð- um? Við erum kannski að tala um að það seljist mihjón eintök af nýju plötunni, mihjón heimili, mihjón geisla- og plötuspharar, mhljón manns eru að spha okkar tónhst. Það er óttalegt ef þú spáir í þetta, það er „fjarska“ fahegt. Auðvitað er mark- miðið að selja okkur og auðvitað er það gleðhegt ef að það gengur svona vel, en samt.“ Einar er enn merkhega afslappað- ur þrátt fyrir að síminn hafi hidngt að minnsta kosti tíu sinnum meðan á spjalh okkar stóð og hann hafi mælt sér mót við fólk á ólíkum stöð- um í bænum. Kapphlaup við tímann var í uppsiglingu. í þann mund er hurð féll að stöfum að baki blaða- manns ghtti í sigurbros Einars Am- ar, það fór honum vel. Snorri Már Skúlason Það fór vel á með þeim Reginu og Björk Guðmundsdóttur söngkonu enda sagðist fréttaritarinn hafa séð hana í sjónvarpinu. Aðrir Sykurmolar á myndinni eru Sigtryggur Baldursson, Þór Eldon, Margrét Örnólfsdóttir og Bragi Ólafsson. Stórsöngvarann Einar Öm Benediktsson vantar en hann er erlendis. Lagið Regína áhrif frá fréttaritaranum: Býð ykkur í lifrarpylsu - sagði Regína Thorarensen þegar Sykurmolamir heimsóttu hana á Vífilsstaði „Mér er þaö mikhl heiöur að fá þetta unga fólk th mín. Ég hef stundum heyrt þetta lag í útvarp- inu en skh hvorki upp né niður í því,“ sagði Regína Thorarensen, fréttaritari DV á Selfossi, þegar hin heimsþekkta hljómsveit, Sykur- molarnir, skrapp í heimsókn til hennar á Vífilstaði, þar sem hún dvelur um þessar mundir. Ástæða heimsóknarinnar var sú að lagið Regína með Sykurmolunum, sem nú flýgur upp aha vinsældahsta, ber nafn fréttaritarans góðkunna og það voru fréttapistlarnir sem höföu áhrif á textann. Sykurmol- amir hafa dvahð í Los Angeles undanfarna daga og komu beint frá Keflavíkurflugvehi í gærmorgun th að hehsa upp á Regínu. Að vonum var Regina ákaflega þakklát þeim fyrir heiðurinn. „Textinn er eiginlega ekki um neitt en hann byggir á pistlum þínum í DV,“ sagði Þór Eldon er Regína spurði um hvað lagið 'væri. „Það er þá satt að þetta lag sé um mig. Ég hef bara ekkert verið montin af þessu þar sem ég hef ekkert skil- ið í því,“ sagði Regína. „Ég vh bara að það komi fram að ég veit að þeir verða ánægðir í öldungadehd- inni í Ámeshreþpi á Ströndum. Þeir verða áreiðanlega ánægðir með að ég skuh vera heiðruð því ég hef aldrei verið heiðruð fyrr,“ sagði Regína ennfremur. „Það hafa margir nefnt það við mig aö þetta lag væri um mig en ég hef bara ekki trúað þvi. Ég vh því þakka ykkur Sykurmolum innhega fyrir. Gjarnan myndi ég vhja fá textann á íslensku,“ sagði Regína og Þór Eldon, textahöfundur lagsins, sagði það ekki mikið mál. Hann lofaði að skrifa textann upp fyrir Regínu og koma með til hennar. Regina var afar kát þegar Sykurmolarnir gáfu henni eintak af plötunni. Hér árita Sykurmolar eintakið hennar Reginu sem hún á vafalaust eftir aó geyma vel. DV-myndir Brynjar Gauti Fékk áritaða plötu Sykurmolamir afherjtu Regínu eintak af plötunni og árituðu hana. „Á þessari plötu er lagið sungið á íslensku öðram megin og ensku á hinni hhðinni," sagði Þór. Regína sagðist ætla að útvega sér grammó- fón th að hlusta á lagið. „Þegar ég er orðin frísk langar mig th að bjóða ykkur öhum austur á Selfoss í mat. Hvernig hst ykkur á lifrar,- pylsu og svið?“. spurði Regína. „Það verður nú fengur í að komast í lifr- arpylsu," sagði Sigtryggur Bald- ursson og öll tóku þau undir að þeim þætti lifrarpylsa mjög góð. „Ég er nú kannski ekki flinkastur manna í sviðum en það má prófa," sagði Sigtryggur. Björk sagði að henni þættu svið góð en ekki eyr- un. „Nei, ég ætlast ekki th að þú borðir þau,“ sagði Regína. Ákveðið var að Sykurmolarnir kæmu í lifrarpylsuveislu til Regínu á Selfossi um jólaleytið en á mánu- daginn verða þau á leið th Bret- lands þar sem hljómleikaferðalag hefst sem standa mun fram í des- ember. „Hvaða graut vhjið þið helst?“ spurði Regína. „Þyltir ykk- ur ekki góður gijónagrautur eins og Steingrími?" Sykurmolar vom á einu máh um að gijónagrautur væri afbragðs fæða og helst með rúsínum. „Ég er nú ekki mikið fyr- ir sætindi,“ sagði Regína en lofaði að búa th gijónagraut með rúsín- um handa hópnum. „Gijónagraut- ur er mjög góður þegar hann fær aö seyðast vel. Ég elda hann alltaf í þrjá tíma á einum fjórða. Þá fær hann þetta góða seydda bragð sem var í sveitinni." Regínu fannst mikið til þess koma að þrír meðlimir Sykurmol- anna væm fæddir .1962 en hún sagði að það væri einmitt árið sem hún fór frá Ströndum. „Þið emð öll efiúleg og þú ert fahegur dreng- ur,“ sagði Regína og klappaði Sindra, syni Bjarkar, á kollinn. „Ég óska ykkur allra hehla í starfi og bið guð að fylgja ykkur,“ sagði Reg- ína er hún kvaddi Sykurmolana og þeir óskuðu henni hins sama enda hafa pistlar Regínu verið þaö eina skemmthega í blöðunum að þeirra mati. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.