Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Síða 16
LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989. % Annaö eins dansæði og gengur í París núna hafa borgarbúar ekki upplifað síðan tvistið komst í tísku fyrir tæpum þremur áratugum. Það er lambadadansinn sem hleyp- ur svona svakalega í fætuma á Frökkum. Og Parísarbúar einir láta sér ekki nægja að sveigja sig og teygja í lambada. Landsmenn taka almennan þátt í æðinu og dansinn hefur þegar borist til ann- arra Evrópulanda. Og La Lambada, lagið sem dans- inn er „stiginn" eftir, er hörkuvin- sælt um þessar mundir. Lagið sem hijómsveitin Kaoma flytur stefnir í að verða lag ársins víða í Evrópu. Annar eins sumarsmellur hefur ekki komið fram í Frakklandi í háa herrans tíð. Lambada geisladiskur- inn kom út í Frakklandi í júnílok. Hann fór rakleiðis í þriðja sæti vin- sældalista. Vikuna á eftir komst diskurinn á toppinn og hefur verið þar síðan. Breiðskífan með nokkmm útgáf- um lambadaiagsins kom út í ágúst Umsjón Asgeir Tómasson í Frakklandi. Hún hefur þegar fengið tvær platínuviðurkenningar og smáskífan stefnir óðfluga á tveggja milljóna eintaka sölu. Svipaða sögu er að segja af lambada víðar um Evrópu. í Belgíu hefur platan verið átta vikur á toppnum. Smáskífan hefur selst í tveimur milljónum og sú stóra er komin með tvöfalda platínu. Ein platínuplata er í höfn í Sviss og smáskífan er sú mest selda á árinu. í Þýskalandi er lagið komið í hundrað þúsund eintökum og stóra platan í fimmtíu þúsund. Holland: 23 þúsund stórar plötur og átján þúsund litla. Sextíu þúsund stórar á Spáni og sextán þúsund litlar. Og ekki má gleyma htla íslandi. Hér hafa milli tvö og þijú þúsund stórar plötur verið fluttar inn og bróðurparturinn er seldur. Einn dansskóh hér á landi, dans- skóU Auðar Haralds, býður upp á kennslu í lambada. Þar þurfti að Lambadaæði geisar í Evrópu fjölga tímum vegna mikiUar þátt- töku. Markaóssetningin Tveir menn standa að baki lambadaæöinu í Evrópu, frönsku upptökustjórarnir Jean Karakos og Oliver Lorsak. Félagamir tryggðu sér flutningsréttinn að meira en fjögur hundruö mismunandi lambadatitlum frá Brasilíu og skráðu vörumerkið Lambada á sig um allan heim að eigin sögn. Kaoma hijómsveitin varsett sam- an úr leifum afrísku hljómsveitar- innar Toure Kunda og fengnir tii samstarfsins nokkrir brasilískir söngvarar og dansarar. Sérlega áhrifamikið og djarflegt myndband var gert við lagið og dansinn og síðan sátu þeir Jean og OUver með finguma á reiknitölvunum sínum og biðu þess að peningarnir tækju aö steyma inn. Karakos sagði í blaðaviðtaU á dögn- unum að dæmið hefði ekki getað annað en gengið upp. „Fólk er búið að dansa aðskihö í á þriðja áratug," sagði hann. „Lambada færir fólk saman á dansgólfinu að nýju.“ Franska sjónvarpsstöðin TFI sýndi lambadamyndbandið aUs 247 sinnum á einum mánuði. CBS útgáfan í Frakklandi hefur varið um sem nem- ur sextíu miUjónum króna til kynn- ingar á laginu og dansinum. La Lambada lagið er efst á sam- einuðum vinsældalista Evrópu um þessar mundir. Innan skamms verður ráöist á bandarískan mark- að og Jean Karakos og Oliver Lors- ak reikna með góðum árangri þar. Þeir búast einnig við því að lambadaæðiö vari fram á næsta sumar í Evrópu. Hljómsveitin Ka- oma sendir frá sér nýja plötu í end- aðan október og lögin á henni eru sögð eiga að verka eins og olía á eld. Rúnar Þór Pétursson með nýja plötu á næstu grösum Best að vera sinn eigin útgefandi „Ég kvíði engu um samkeppnina nú fyrir jólin. Hingað til hef ég ekki tapað á neinni af plötunum mínum og hef enga ástæðu til annars en að vera bjartsýnn nú,“ segir Rúnar Þór Pétursson tónUstarmaður. Ein- hvem næstu daga kemur út hans fjórða sólóplata, Tryggð. Upplag platna Rúnars Þórs hefur reyndar aldrei verið hátt. „Ég læt framleiða þetta eitt þúsund til fimmtán hundruð plötur og um fimm hundruð kassettur og sel það aUt saman,“ segir hann. „Auðvitað verð ég að halda í útgáfukostnað- inn eins og hægt er. Ég útset lögin sjálfur og spila eins mikið og ég get. Þannig held ég mér réttum megin við núlUð.“ Rauða Rauðka og fleiri Á nýju plötunni, Tryggð, eru átta lög. Eitt þeirra hefur nokkuð heyrst áður, lagið Brotnar myndir sem hafnaði í öðm sæti sönglaga- keppninnar Landslagið fyrr á ár- inu. „Ég get ekki neitað því að ég fékk mikla auglýsingu fyrir Brotnar myndir," segir Rúnar Þór. „Hins vegar er það síður en svo besta lag- ið sem ég hef samið. Það varð bara fyrst laganna minna til að fá þá auglýsingu sem dægurlög þurfa tU að ná vinsældum. Ég þyrfti núna að ganga í að auglýsa allt gamla efnið mitt rækilega upp og slá þá almennilega í gegn!“ Lögin á Tryggð em flest ný. Elsta lagið er orðið þriggja ára gamalt. Það er Rauða Rauðka, „bragur um konu hér úti á homi sem tælir til sín unga menn. Alveg dagsatt," segir Rúnar Þór grafalvarlegur. „Annars eru. á plötunni óeðlilega fáir textar eftir mig. Ég hef ein- faldlega ekki haft neinn tíma að ráði tU að setjast við skriftir. Bróö- ir minn, Heimir Már, hefur orðið að hlaupa undir bagga. Hann á þrjá texta á plötunni og hlut í þeim fjórða.“ Allnokkrir tónlistarmenn láta í sér heyra á Tryggð auk Rúnars Þórs. Fyrst skal þar frægan telja Magnús Blöndahl Jóhannsson sem Utið hefur heyrst í á hljómplötum hingað til. Ásgeir Óskarsson og Jón Bassi Ólafsson em helstu hjálpar- hellur Rúnars á plötunni. Þar koma einnig við sögu Rut Reginalds, Ingvi Þór Kormáksson, Steingrím- ur Guðmundsson og fleiri. Önnum kafinn að vanda Engan skal furða að Rúnar Þór Pétursson hafi Utinn tíma tU skrifta. Hann hefur lengi verið einn mest önnum kafni dægurtónUstar- maður landsins. Spilar þó að eigin sögn ekki nema fimm kvöld í viku að meðaltaU um þessar mundir. „Maður er farinn að eldast," seg- ir hann glottuleitur. „Ég held mig Rúnar Þór Pétursson: auðvitað hafði lagið Brotnar myndir mikið fyrir mig að segja. því aðallega á sömu slóðunum með félögum mínum Jóni og Jónasi nú orðið, það er aö segja á Fógetanum í miðri viku og flækist svo á milli Fjarðarins í Hafnarfirði, ísafjaröar og Gjárinnar á Selfossi. Þetta er ósköp mátulegt."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.