Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1989, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1989. Tíska Vor- og sumartískan 1990: og leður Tískukóngamir í Paris eru um þessar mundir að sýna úrvalið af hátísku næsta sumars. Mikið ber á leður- og rúskinnsfatnaöi í sterkura litatónum í rauöu, gulu, bláu og grænu. Mikið er lagt upp upp úr stekum einkennum konunnar og eru bijóstin ekkert feimnismál. Jean Charies de Castelbajac sýndi Thierry Mugler sýndl þennan glannalega búrt- ing. Jakkinn er hárauður og níðþröngur og með þessu eru notaðar hjóla- buxur með hnjápúðum og breiðu belti. leðurboli þar sem bijóstin hafa ver- ið formuð í ýmsum litum. Jakkam- ir, sem notaðir voru yfir, eru líka úr leöri. Thierry Mugler sýndi einnig mik- ið af leðurfatnaði og vöktu athygli stuttir, þröngir og iitfagrir jakkar í glannalegri útfærslu. Með jökk- unum klæddust sýningarstúlkum- ar níðþröngum hjólabuxum. Mu- gler sýndi lika hálfgerða brynju úr piexígleri sem bundin var í bakið. Aörir hönnuðir era aðeins jarö- bundnari og venjulegri. Valentino sýndi til dæmis rúskinnsdragt í rauðum lit en sniö og útfærsla var frekar hefðbundið. Montana til Lanvin Aðrar fréttir úr tískuheiminum eru þær að Lanvin-tískuhúsið hef- ur ráðið Claude Montana sem aöal- hönnuð. Montana varö fyrst þekkt- ur fyrir sérstakan leðurfatnað sinn en á síðari árum hefur honum tek- ist að skapa sér nafn fyrir ýmisiegt annað. Á haustsýningunum varð hann geysilega vinsæll og var hon- um líkt við myndhöggvara. Tísku- húsið hafði lengi augastað á Gi- orgio Armani en samningar tókust ekki. Viðræður við Montana stóðu lengi yfir þvi hann kraföist þess að halda sínu striki og framleiða fyrir fjöldann og fékk það í gegn. Mont- ana mun fá 25 milijón dollara árs- laun í þessu nýja starfi eða 1,5 milij- aröa íslenskra króna. Montana seg- ist sjálfur vera mjög ánægöur með iaunin og starfið. Rauð rúskinnsdragt eftir hönnuðinn Mario Valent- Ino. Skrautflétta er á - jakka, bol og buxum. Toppur eða brynja úr plexígleri eftir Thierry Mugler.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.