Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Page 7
LAljfiARD AG U R 1 Áj 7 Fréttir Saineiginlegt framboð: Félagar í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur eru áhugasamir um að katma vel möguleika á sameíg- inlegu fkamboði með Alþýðu- bandalaginu og Borgaraflokkn- um fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor. Fundur verður hald- inn um þetta málefni í næstu viku. Reiknað er méð að linur muni skýrast á þeim fundi. Eins hefur verið ákveðinn fundur í Alþýðubandalagsfélagi Reykja- víkur í næstu viku þar sem fund- arefnið veröur það sama og hjá krötununí. Félagar í Birtingu, sem er hluti af Alþýðubandalaginu, hafa sýnt sameiginlegu framboði mikinn áhuga. Ekki er eins víst aö félagar í Alþýðubandalagsfélagi Reykja- víkur séu eins áhugasamir og fé- lagar þeirra í Birtingu. i i i Framsóknartlokkurinn og Kvennalistinn hafa gefið ákveðið svar. Þeir flokkar verða ekki meö i sameiginlegu framboöi. Allteins er búíst við að Borgaraflokkurinn bjðði fram með Alþýðuflokki og Alþýðuþandalagi, það er ef að sameigmlegu framboði verður. „Það hafa ekki verið neihd skil- yrði af okkar hálfu. Þó tel ég víst að menn vxlji hafa jafnaðar- mannastimpíl á framboðinu,“ sagði krati í samtali við DV. Ef til samelginlegs framboðs kemur þá verður framboðslistinn ákveðinn í opnu próíXiöri. Þeir sem DV ræddi við reiknuðu með að ákvarðanir kæmu til með að liggja fyrir innan fárra daga. -sme Dundee vill ekki Ragnar „Við höfum ákveðið aö semja ekki við Ragnar Margeirsson. Hann stóð sig ekki nógu vel í æfingaleik meö okkur í gærkvöldi, er greinilega ekki í nógu góðri æfingu og virtist ekki nógu áhugasamur,11 sagði John Blackley, aðstoðarframkvæmda- stjóri skoska félagsins Dundee. Ragnar hefur dvalið hjá Dundee síðan á þriðjudag en er væntanlegur heim í dag. Hann lék með liðinu gegn 1. deildar liði Raith Rovers á fimmtu- dagskvöldið en Dundee vann þann leik, 3-0. „Við erum alltaf að svipast um eft- ir sterkum leikmönnum og það er ekki ólíklegt að við athugum betur með íslenska knattspyrnumenn. ís- lenska 21 árs landsliðið stóð sig mjög vel á síðasta ári og þar eru áhuga- verðir piltar en ég þekki þá ekki með nöfnum,“ sagði Blackley sem lék um árabil með Hibernian í úrvalsdeild- inni og einnig með Newcastle í ensku 1. deildinni. DV spurði hann um Guðmund Torfason, leikmann með St. Mirren. „Guömundur hefur staðið sig mjög vel með St. Mirren og ég sá til hans gegn Dunfermline á miðvikdags- kvöldið. Hann spilaði mjög vel, skor- aði og var óheppinn þegar hörkuskot hans fór í þverslána." -VS FRAMLEIÐUM ALLAR GERÐIR STIMPLA KRÓKHÁLSI 6 SlMI 671900 P Ahugamenn um jarðgöng á Austurlandi sanngjamir: Forgangur Vestfirðinga - gott samkomulag, segir samgönguráðherra „Austfirðingar hafa ekki gert neina kröfu um að koma næst á eftir Ólafs- firði varðandi jarðgangagerð. Mér er ekki kunnugt um annað en að það hafi ríkt gott samkomulag uru það að Vestfirðingar yrðu næstir í röð- inni og Austfirðingar hafa fallist á það. Það er ekki bara að það sé alveg ákveðið af hálfu stjórnvalda að það verði byrjað á undan á Vestfjörðum heldur hafa heimamenn sjálfir hist og rætt um aö þetta yrði röðin,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon samgöngu- ráðherra en hann telur að enginn ágreiningur sé um það að hefja næsta stórvirki í jarðgangagerð á Vestfjörð- um. í DV í gær var vitnað í samþykkt fundar á Austurlandi síðan á miðju ári 1988 þar sem þess var krafist að næstu jarðgöng á eftir Ólafsfjarðar- göngunum yrðu á Austurlandi. - Þú segir þá að það sé fullkomin sátt við það á Austfjörðum að Vest- firðingar verði næstir í röðinni varð- andi jarðgangagerð? „Ég veit ekki annað en að allir haii gengið út frá því að svo yrði og um það sé ekki deilt. Ég hef margtek- ið þetta dæmi um ánægjulega sam- stöðu sem hafi myndast um for- gangsröð sem verði að búa til í svona tilvikum," sagði samgönguráðherra. -SMJ Á MÁNUDAGSMORGUN 15.JANÚAR KLUKKAN NÍUNÚLLSJÖ (9P7) ^ Æ BYRJAR í JAPIS BRAUTARHOLTI 2 Viö veitum allt aö 50% afslátt af heimsþekktum vörumerkjum Panasonic Technics SAMSUNG Útlitsgallaöar vörur á sprenghlægilegu veröi Veitumeinnig 12% st.gr. afslátt af nýjum vörum JAPISð • BRAUTARHOLT 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.