Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1990, Síða 27
LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 1990. 35 HUO/TM/.OuAJ Sviðsljós Phil Collins ásamt eiginkonunni Jill og dóttur þeirra Lily sem er í miklu uppáhaldi hjá fööur sinum. Phil Collins: Hamingju- samur bóndi Gamlir og frægir popparar þurfa ekkert endilega að vera öðruvísi en aðrir. Það segir að minnsta kosti stórstjarnan Phil Collins, sem síðast- liðið vor varð faðir - eins og í fyrsta skipti, segir hann. Phil Collins segist upplifa föðurhlutverk sitt á allt ann- an hátt en í fyrri skiptin. Phil á frá fyrra hjónabandi Joely sem er 17 ára og Simon sem er 13 ára. Þau búa hjá móður sinni í Kanada. Ekki er langt síðan Phil kvæntist í ánnað sinn, Jill, en með henni á hann Lily litlu, sem hann segir að sé fall- egasta barn í heimi. „Það segja auð- vitað allir að börn þeirra séu fall- egust en hún er það samt,“ segir poppstjarnan. Phil þótti ekkert tiltakanlega góður faðir eldri barna sinna enda lítið heima við. Margir sem til hans þekkja segja að nú eigi að bæta um betur enda fer mikill tími hans í litlu dótturina. Phil segist þó vera búinn að koma þeirri reglu á að hringja í eldri börnin að minnsta kosti tvisvar í viku. „Auk þess reyni ég að hitta þau á nokkurra mánaða fresti," segir hann. Phil Collins býr með nýju konunni og dótturinni á sveitasetri í Eng- landi, langt frá ys og þys stórborgar- innar London. I húsinu er hann með sitt eigið hljóðver þangað sem hinir ólíklegustu listamenn sækja. Phil segist kunna vel við sig úti á landi. Hann heimsækir staðarkrána rétt eins og aðrir sveitungar og hann heldur nokkur dýr svona til gamans. Phil er annars afkastamikill tónlist- armaður og leikari. Hann á til dæm- is ekki ómerkilegri aðdáendur en Díönu prinsessu og Karl Bretaprins. Phil segir að hann hafi ætlað að gefa Díönu eintak af plötu sinni á tónleikum þar sem hún var viðstödd. Hann gekk til hennar en hún sagðist þegar hafa keypt sér eintak. Phil Colhns varð fyrst frægur á áttunda áratugnum og þá meö hljóm- sveitinni Genesis. Sú hljómsveit náði heimsfrægð á mjög skömmum tíma. Þá tók Phil upp á því að reyna fyrir sér einn á báti og gekk betur en nokk- urn tíma áður, en upphafiö var reyndar þegar hann hóf leiklistarfer- il sinn. „Ég fór í leiklistarskóla sem barn eingöngu til aö yfirvinna óskaplega feimni sem ég var haldinn," segir hann. „Að lokum haföi tónlistará- huginn náð yfirhöndinni." Phil Collins hefur leikið í nokkrum kvikmyndum auk þess sem hann hefur leikið í sjónvarpsþáttum t.d. hinum þekkta Miami Vicé. Phil segir að sonur hans sé allmiklu betri trommuleikari en hann hafi verið á hans aldri. „Sennilega á hann eftir að komast langt,“ segir hann. „Ég hef sagt honum að það sé í lagi svo framarlega sem menn átti sig á að tónlistin er harður heimur og þar eru margir sem þola ekki álagið. Ef mað- ur lítur lífið réttum augum kemst maöur auðveldlega í gegnum þetta,“ segir Phil Collins sem ætti að vita það. Manni mínum að þakka að hjónabandið hefur enst - segir Margrét Danadrottning í ævisögu sinni „Ég er alltaf jafnhissa á hvað maöurinn minn er mér góður. Öll þessi ár hefur hann stutt mig og hvatt með ráðum og dáð,“ segir Margrét Þórhildur Danadrottning sem hefur sent frá sér sjálfsævi- sögu sína. Þar fær Hinrik maöur hennar hina bestu einkunn. Margrét segir aö það sé honum að þakka að hjónaband þeira hafi enst í tuttugu ár. „Það krefst mikillar þolinmæði að búa með mér þar sem ég hef ekki af of mikilli skapfestu að státa,“ segir Margrét. „Stundum kemur fyrir að ég vakna klukkan þijú um nótt og vil endilega fara að ræða málin.“ Margrét hefur alltaf verið treg til að ræða einkamál sín og hjónaband hennar og Hinriks hefur aldrei ver- ið mjög umtalað. Mörgum hefur þó þótt sem hann stæði um of í skugga hennar og jafnvel talið hann óeðli- lega feiminn. I ævisögunni, sem heitir Drottn- ing i Danmörku, ræðir Margrét opinskátt um galla sína um leið og hún hleður loíi á mann sinn. Hún segir líka að það hafi haft góð áhrif á hjónabandið að þau eru ekki sam- an öllum stundum. Það hefur gefið þeim báðum tækifæri til að sinna áhugamálum sínum. Margrét segir að hún hafi ekki verið góð móðir og varið alltof litl- um tíma með sonum sínum þegar þeir voru yngri. „Ég sé eftir þessu nú,“ skrifar Margrét og bætir við að hún hefði gjarnan viljaö eiga fleiri börn. „Við vorum bæði sammála um að eignast þrjú eða fjögur börn en það lánaðist okkur ekki. Þetta olli okkur báðum hugarangri og þó Hinrik öllu meira en mér,“ skrifar Margrét. Þegar þau hjónin dvelja í sumar- húsi þeirra í Frakklandi kemur það oftast í hlut Hinriks að elda mat- inn. Margrét segist vera mikill klaufi við alla eldamennsku en Hinrik þykir snjall kokkur. Danir hafa oft gagnrýnt drottn- ingu s/na fyrir aö reykja mikið. Þegnarnir hafa margir mælst til þess að hún hætti en í ævisögunni lýsir Margrét því yfir að hún hafi engan áhuga á að hætta, hvað sem hver segir. Margrét Danadrottning þakkar manni sínum fyrír þolinmæðina að geta búið með sér. Jane Fonda og Baron Watalon, fyrrum elskhugi hennar. Hann hefur smit- ast af eyðni. Jane Fonda lifir í ótta við eyðnismit - fyrrum elskhugi hennar er smitaður Jane Fonda óttast mjög að hún hafi smitast af eyðni. Ástæðan er að bólfélagi hennar eftir að hún skildi við stjórnmálamanninn Tom Hayden hefur fengið það staðfest af læknum að hann sé smitaður af þessum ban- væna sjúkdómi. Jane Fonda sást oft með Baron Watalon í vor og á kvikmyndahátíð- inni í París í mai mátti öllum ljóst vera að þau voru mjög ástfangin. Upp úr sambandi þéirra slitnaði þegar leið á sumarið. Watalon hefur viðurkennt að hann hafi um árabil verið elskhugi popp- söngvarans Sylvesters en sá yfirgaf þetta líf fyrir rúmu ári. Banamein hans var eyðni. Eyðniveiran getur leynst í líkamanum lengi áður en einkenna sjúkdómsins verður vart. Jane Fonda skildi við mann sinn í byijun síðasta árs. Eftir það hefur hún átt vingott við ýmsa menn en mest hefur þó borið á sambandi hennar við Watalon. Meðan þau voru á kvikmyndahátíðinni í París bjuggu þau saman á Hotel du Cap í París og eftir að hátíðinni lauk fluttu þau sig á Ritz hótelið og voru þar í hálfan mánuð. Þá virtust þau ipjög hamingjusöm en nú blasir svartnættið við þeim báðum. í september staðfestu læknar aö Watalon væri með eyðni. Enn er ekki vitað með vissu hvort Fonda hefur smitast líka. Hún hefur ekkert viljað segja um málið og er eins og jafnan áöur mjög fámál um einkalíf sitt. Þótt hún og Watalon hafi búið sam- an á hóteli um tíma þá er ekki vitað hversu náið samband þeirra var. Núna býr Fonda með manni að nafni Lorenzo Cazzialanga og hefur sagt að hún sé mjög ástfangin af honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.