Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. Fréttir Johann Krauss, þýskur flugmaður sem nauðlenti 12 sæta Cessnu á Faxaflóa: „Björgunin var f ullkomin" - taldi flugvöllinn á Rifi ekki öruggan og ætlaði því til Reykjavíkur „Mér finnst þaö leitt að ég er nú ekkert sérstaklega huggulegur fyrir myndatöku núna. En aöalatriðið er að ég lifi og ég er heppinn að hafa ekki slasast meira þegar ég ienti i sjónum. Ég er lánsamur maður, það er björgunar- mönnunum í þyrlunni að þakka,“ sagði Johann Krauss sem er 56 ára gamall flugmaður sem býr í Miinchen. Hann hefur enga verki lengur vegna nefbrotsins sem hann hlaut og gerði óspart að gamni sínu þegar DV-menn hittu hann í gær. DV-mynd GVA „Eg lenti í vandræðum um 150 mílur vestur af íslandi þegar annar hreyfillinn stöðvaðist. Ég gat ekki fjaðrað vinstri hreyfilinn og varð því að fljúga í aðeins 550 feta hæð til að geta haldið áfram á aðeins einum hreyfli. Þegar ég átti eftir 28 mílur til Reykjavíkur fór hreyfillinn að hiksta. Ég skipti þá á milli bensín- tanka en það gerðist ekkert. Hreyfill- inn erfiðaði greinilega of mikið. Það eina sem ég gat var að lækka flugið. Á síðasta augnablikinu áður en ég fór í sjóinn togaði ég af öllu afii í stýrið. Þegar vélin skall á sjónum stöðvaðist hún strax og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Það er mjög harka- legt að lenda á sjó og stöðvast svona snögglega - þó svo að flugvélin hafi komið nokkur mjúklega niður. Ég er heppinn að hafa ekki slasast meira,“ sagði Johann Krauss, 56 ára gamall þýskur ferjuflugmaður, sem var bjargað úr sjónum á Faxaflóa á föstudagskvöldið. Johann nefbrotn- aði þegar flugvél hans skall á sjón- um. Hann hafði enga verki og gerði að gamni sínu þegar DV hitti hann að máli á Borgarspítalanum í gær. „Þegar flugvélin var lent á sjónum byrjaði blóðið að renna úr andlitinu á mér - mikið blóð. Ég skall á stýrið. Þaö fyrsta sem ég hugsaði var að komast út. Þegar ég leit út sá ég þyrl- una fyrir ofan mig. Flugvélin var að byrja að sökkva. Eg steig út á væng- inn og sigmaðurinn úr þyrlunni kom og náði í mig. Þetta gekk ótrúlega hratt fyrir sig. Björgunin var hrein- lega fullkomin og það var alltaf góö tilfinning að vita af þyrlunni og flug- vél Flugmálastjórnar fylgja mér löngu áður en ég þurfti að nauð- lenda,“ sagði Johann. „Þegar ég hugsa um það eftir á hefði mér sennilega tekist að ná í pappírana mína og eitthvað annað því vélin var áfram á floti nokkra stund,“ sagði Johann í gríni og hlær. „En það gerir ekkert til að missa hluti sem maður getur fengið aftur - aðalatriðið er að ég lifi núna. Ég var heppinn og er ólýsanlega þakklátur öllum þeim sem stóðu aö því að bjarga mér. Auk þess er frábært hjúkrunarfólk hér á Borgarspítalan- um. Ég er djúpt snortinn yflr því hve allir reynast mér vel hér á íslandi. Flugstjórinn og menn hans á þyrl- unni eru ótrúl^ga hæfir - björgunin var fullkomin. Eg var kominn inn í þyrluna aðeins um þremur mínútum eftir að ég lenti í sjónum. Það segir sína sögu um þessa heiðursmenn. Ég vil koma hjartanlegu þakklæti á framfæri til þeirra allra," sagði Jo- hann. Hann var að ferja flugvélina, sem er 12 sæta af gerðinni Cessna 404 Titan, frá Oklahoma City í Banda- ríkjunum til smábæjar skammt frá Bremen í Þýskalandi. Síðasti við- komustaðurinn áður en hann hélt af stað til Reykjavíkur var í Syðri- Straumsfirði á vesturströnd Græn- lands. Þaðan flaug,hann yfir Græn- landsjökul og ætlaði að taka elds- neyti í Reykjavík. - Nú var talið heppilegt fyrir þig að lenda á Rifi á Snæfellsnesi þar sem þangaö er mun styttra en til Reykja- víkur. Hvers vegna tókst þú ekki þann kostinn? „Flugvöllurinn þar er mjög lítill. Mér var sagt frá þessum valkosti. Ef ég hefði reynt það heföi ég aðeins getað gerfeina tilraun til að lenda þar. Ef eitthvaö heföi farið úrskeiðis í aðfluginu hefði ég einfaldlega ekki komist á loft aftur á einum hreyfli. Ég taldi möguleikana ekki góða til að gera góða lendingu á þessum flug- velli. Það hefði verið mikil áhætta. Þegar þarna var komið sögu var allt í góðu lagi hjá mér um borð í flugvél- inni og ég haföi nægilegt bensín til að komast til Reykjavíkur. Ég ákvað því að halda áfram. Á leiðinni hafði ég þurft að gefa hreyflinum meira afl en venjulega þar sem hinn hafði dottið út. Ef ég hefði dregið af honum hefði ég hrap- að niöur. Þess vegna var ég að vona að mér tækist að komast til Reykja- víkur. En það gekk ekki eftir. Þegar ég nauðlenti hefði bensínið hins veg- ar dugað mér í að minnsta kosti 45 mínútur í viðbót,“ sagði Johann. Hann fer á næstu dögum heim til Múnchen. Þar bíða hans eiginkona og tvítugur sonur. -ÓTT 14. Reykjavíkurskákmótið: Jón Loftur vann Sovétmeistarann - gott gengi Islendinga í fyrstu umferðunum Það er ekki annað hægt að segja en að gengi íslensku skákmannanna hafi verið gott í tveim fyrstu um- ferðum 14. Reykjavíkurmótsins í skák. Þeir Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Karl Þorsteins eru allir með fullt hús eftir umferðirnar tvær. í fyrstu umferðinni vakti helst at- hygli góð frammistaða yngri skák- mannanna en Halldór G. Einarsson gerði sér lítið fyrir og vann sovéska stórmeistarann Rasuvajev. Um leið vann Davíð Ólafsson gömlu kemp- una Efim Geller snaggaralega. Þá gerði Hannes Hlífar jafntefli við stigahæsta mann mótsins, Sergei Dolmatov. Héöinn Steingrímsson gerði jafntefli við David Bronstein. í 2. umferð gerði Jón L. Árnason sér lítið fyrir og sigraði Sovétmeist- arann í skák, sjálfan Rafael Vaganj- an. Helgi Ólafsson vann Levitt frá Englandi, Karl Þorsteins vann Walt- er Browne, Margeir vann Brendel og þá vann Hannes Hlífar Tisdall. Þriðja umferð verður tefld í dag og hefst kl. 17. -SMJ Gestalistinei á Reykjavíkurmótinu í skák 14. Reykjavíkurmótið í skák leifsson leikari, Jón Torfason ís- Haraldsson skákmaður, Berg- hófst um helgina í húsakynnum lenskufræðingur, Sólon Sigurðs- steinn Georgsson lögmaöur, Sigur- Skáksambands fslands í Faxafeni. son bankastjóri, Guðmundur laug Friðjónsdóttir skákkona, Þegar i fyrstu umferðunum voru Pálmason skákmaður, Bragi Magnús Gunnarsson, skákmaður tefldar spennandi skákir þannig að Kristjánsson bankamaður og skák- og sjómaður, Haraldur Blöndal dræm aösókn kom dálítið á óvart. maður, Kristján Silveríusson, hæstaréttarlögmaður, Magnús Aðsóknin á þó örugglega eftir að skákmaður og eftirlaunaþegi, Auð- Pálsson raftæknifræöingur, Sæ- glæðast, meðal annars vegna góðs unn Guðjónsson, fyrrverandi mundur Pálsson lögregluþjónn, gengis íslendinga. Meöal þeirra bóndi og starfsmaður Áburðar- Guöfinnur R. Kjartansson fram- sem mættu um helgina voru: verksmiðjunnar, Sigríður Indriða- kvæmdastjóri, Magnús Einarsson dóttir húsmóðir, Bjöm Jónsson lögregluvarðstjóri, Ingvar Ás- Davið Oddsson borgarstjóri, Jó- nemi, Hreggviöur Jónsson alþíng- mundsson skólastjóri, Andri hann Siguröarson leikari, Gunnar ismaður, Baldur Pálmason, fyrr- Hrólfsson, starfsmaður Flugleiða, Gunnarsson, fyrrverandi formað- verandi útvarpsmaður, Sigurður Torfi Ásgeirsson, fyrrverandi bíl- ur Skáksambandsins, Heimir Guð- Sigurðsson, fyrrverandi útvarps- stjóri, Jóhann Þ. Jónsson ritstjóri, mundsson sölumaður, Guðmundur maður, Sturla Pétursson, skák- Elvar Guðmundsson tölvunar- Sigurjónsson, stórmeistari og fast- maöur og eftirlaunaþegi, Friðrik fræðingur, Viðar Þorsteinsson eignasali, Einar S. Einarsson, for- Egilsson nemi, Helgi Sæmundsson bókbindari. seti Skáksambands íslands og verkfræðingur, Ólafur Helgason, -SMJ framkvæmdastjórii Eggert Þor- fyrrverandi bankastjóri, Sigurjón Davið Oddsson lék fyrsta leikinn fyrir Þröst Þórhallsson gegn Lev Polugaev- sky við setningu 14. Reykjavíkurskákmótsins. Þvi miður dugði leikur Daviðs ekki til því Polugaevsky vann skákina. DV-mynd BG Einvlgi Karpovs og Timmans: Jafntefli í 6. skákinni Jafntefli varð í 6. einvígisskák þeirra Karpovs og Timmans sem tefld var í gær. Timman tók sér frí á föstudaginn til að jafna sig eftir ófar- irnar í biðskákinni úr 4. umferð. Karpov hafði hvítt í 6. skákinni og var tefld Grúnfeldsvöm. Skákin þótti fjörlega tefld og endaði með jafntefli eftir 62 leiki. Staðan er nú þannig að Karpov er með 4 vinninga en Tim- man 2. Sá vinnur er fyrr fær 6,5 vinn- inga. -SMJ Þjófur gripinn á flótta Lögreglan í Reykjavík greip inn- brotsþjóf á flótta í Grafarvoginum í gærmorgun. Þjófurinn hafði brotist inn í íbúöarhús og skúr við það þeg- ar húsráðandi varð hans var og hringdi í lögregluna. Þegar hún kom á staðinn skömmu síðar lagði þjófur- in á flótta og var gripinn á hlaupun- um. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.