Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 19. MARS 1990.
5
Fréttir
Samtök veiðibænda stofnuð:
Markaður fyrir silung
í Frakklandi og Svíþjóð
Maidenform
brjósta-
haldarar
B-C-D skálastœrðir
Póstsendum
ÞórhaJlur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
„Við stefnum aö því að flytja silung
til Frakklands í sumar,“ sagði Bjarni
Egilsson á Hvalsnesi, nýkjörinn for-
maður samtaka silungsbænda, en
þau voru formlega stofnuð fyrir
nokkrum dögum að Hólum i Hjalta-
dal. Markaður virðist góður fyrir sil-
ung i Frakklandi og möguleiki er
einnig á útflutningi til Svíþjóðar. •
Fimmtán aðilar víðs vegar af
landinu mættu á stofnfundinn að
Hólum en hann var haldinn í tengsl-
um við námskeið í veiðum og með-
ferð vatnasilungs. Gestur á fundin-
um var sænskur fiskkaupmaður sem
mikinn hug hefur á viðskiptum við
íslenska veiðibændur eftir að hafa
fengið prufusendingar af heilfrystum
silungi.
Sigmar B. Hauksson, sem hefur
haft umsjón með öflun ferskfisks-
markaðar í Frakklandi, fór ásamt
Skúla Haukssyni, veiðibónda í Útey
við Apavatn, til Frakklands í lok
febrúar. Þeir voru með talsvert magn
áf ferskum silungi með sér og voru
ánægðir með viðbrögð Frakka.
Markaður virðist góður sem kallar á
afgreiðslu mikils magns á ákveðnum
tíma og þarf því að skipuleggja veið-
arnar hér heima mjög vel.
Með Bjama Egilssyni í stjórn sam-
taka veiðibænda voru kjörnir Björn
Pétursson, Syðri-Stóruborg, Vestur-
hópi, Karl Sigurgeirsson, Hvamms-
tanga, Skúli Hauksson, Útey við Apa-
vatn og Sigurður Helgason, Hraun-
holtum á Snæfellsnesi.
Sauðárkrókur:
Úrslitatilraun með útflutning á vatni
Pósthússtræti 13, sími 22477
ÞórhaHur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki:
Vatnsútflutningur frá Sauöárkróki
er þessa dagana að komast úr þeim
farvegi sem þau hafa verið í mörg
undanfarin ár. Nýlega var undirritað
samkomulag þriggja aðila, iðnaðar-
ráðuneytis, Sauðárkróksbæjar og
Byggðasjóðs, um að rannsaka til
þrautar hagkvæmni þess að flytja út
vatn úr vatnslindunum við Sauðár-
krók. Vænst er þátttöku fjórða aðil-
ans, Iðnlánasjóðs, en stjórn sjóðsins
hefur ekki afgreitt málið enn.
í samkomulaginu er gert ráð fyrir
að þessir fjórir aðilar vinni með
Hreini Sigurðssyni að framgangi
málsins. Aðilamir fjórir leggi hver
um sig fram fjármagn til verkefnis-
ins, um 200 þúsund hver, en hugvit
og þekking Hreins eftir langt starf
að þessum málum metin.
Áform um stofnun þessa vinnu-
hóps komu fram á opnum fundi með
Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra í
Safnahúsinu fyrir mánuði. Ráðherra
hafði vikið að góðum árangri Stein-
ullarverksmiðjunnar í framleiðslu-
aukningu og væntingum því sam-
fara. í beinu framhaldi vék hann að
vatnsmálinu og velti upp hvort
vænta mætti svipaðs árangurs þar.
„Þetta mál er búið að vera í deigl-
unni lengi. Þetta gerist ekki einmitt
núna vegna nýlegra frétta af ástandi
á helstu neysluvatnsmörkuðunum.
Það er algjör tilviljun. Annars get ég
Ólafsvlk:
Söngleikur um
lífsbjörgina
í kirkjunni
Ámi E. Albertsson, DV, Ólafevík:
Líf og friður, dýrlegur söngleikur
um lífsbjörgina, eins og segir í leik-
skrá, var fluttur í Ólafsvíkurkirkju
4. mars. Söngleikurinn er saminn af
Per Harling en þýðingu annaðist séra
Jón Ragnarsson. Sóknarpresturinn,
Friðrik Hjartar, sá um leikstjórn,
Elías Davíðsson um tónlistarstjórn,
undirleik og stjóm kirkjukórsins en
Valva Gísladóttir sá um stjórn
barnakórs og undirleik.
Alls tóku um 40 börn úr Grunn-
skóla Ólafsvíkur þátt í sýningunni,
ýmist sem leikarar, hljóðfæraleikar-
ar eða kórsöngvarar, auk þess se'm
kór Ólafsvíkurkirkju tók þátt í leikn-
um. Ráðgjafi við sýninguna var Sig-
urlaug Jóhannsdóttir og útvegaði
hún búninga en hún er formaður
Leikfélags Ölafsvíkur.
Söngleikurinn tók tæpa klukku-
stund í flutningi og kirkjan var þétt-
skipuð áheyrendum. Ekki er annað
hægt að segja en að frábærlega hafi
tekist til og mönnum, sem sjaldan
sækja kirkju, kom á óvart hve vel
er hægt að skemmta sér þar.
lítið um málið sagt, framvinda þess
mun ráðast mest af fmmkvæði
heimamanna," sagði ráðherra.
Svo virðist sem íslendingar telji
möguleika sína á útflutningi vatns
hafa aukist mikið undanfarið í kjöl-
far frétta af óheilnæmum efnum í
Perriervatninu franska og súr-
regnsmengun vatnsbóla.
ATLANTA
VANCOUVER
B0ST0N
NEWYORK
DETROIT
LOS ANGELES
MIAMI
TAIWAN
RIO DE JANERO
SEOUL
MILANO
AMSTERDAM
KAUPMANNAHÖFN
BRÍÍSSEL
FRANKFURT
PARÍS
BÚDAPEST
—MANILA
T0KY0
TÚNIS
HONG KONG
ANCHORAGE
FENEYJAR
GLULEGIR VORUFLUTNMGA
FRÁ AMSTERDAM
HJA FLU6FAK HflFfl VÖRURHflR FORGflHIB!
Flugfax býður nýjung: Vöruflutninga frá Amsterdam í hverri viku.
Öflugt þjónustunet okkar sér um að koma vörunum örugglega til landsins,
frá hvaða heimsálfu sem er og þú færð alla þjónustu á sama staðnum;
vöruna og pappírana. Hafðu samband við okkur og kynntu þér
möguleikana. Flutningsráðgjafar okkar þeir Þorvaldur Björnsson, og Barði
Ólafsson taka vel á móti þér og veita fúslega allar upplýsingar.
Ohugfax
Tollafgreiðsla og skrifstofa
Suðurlandsbraut 16, sími 678600
aukin samkeppni — neytendum í hag . . .