Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. 13 DV Of dýr jarðgöng Þórður Sigurðsson hringdi: Nú er að koma að því að göngin opnist í Ólafsfjarðarmúla. Búið að komast í gegn, en fyllt upp í aftur fyrir ráðherra til að geta framkvæmt „lokaspssrenginguna". - Jæja, látum það nú vera. En að þetta verk skuli vera nokkrum mánuðum á undan áætlun, það finnst mér nýmæli í verkframkvæmd hér. Mér skilst að þarna muni allt að hálfu ári! En á sama tíma og verkið hefur sóst svona vel og er nokkrum mán- uðum á undan áætlun fer kostnaður- inn fram úr áætlun, einar 200 millj- ónir, að því er mig minnir! - Hvernig getur staðið á því að um leiö og verk- tíminn styttist þá hækkar allur kostnaður um hundruð milljóna króna? Þetta þarf að rannsaka að mínu mati. Eða hefði verkið kostað minna eftir því sem það hefði dregist meira á langinn? Nú er svo sem gott og blessað að sjást skuli fyrir endann á göngunum í þeirra orða fyllstu merkingu en ég vona bara að ekki verði flanað að neinu í sambandi við önnur jarðgöng hér á landi fyrr en séð verður hvort það svari kostnaði að gera þau. Þessi Ólafsíjarðarmúlagöng eru alltof dýr og það eru engin rök til þess að leggja í önnur slík nema þar sem þau koma að miklum notum fyrir margfalt fleiri en verður í Ólafsfjarðarmúla. ur í innkeyrsluna Einn úr vesturbænum skrifar: Hvað höfum við, gangandi vegfar- endur, eiginlega gert þeim starfs- mönnum Reykjavíkurborgar sem annast snjóruðning af götum borgar- innar? Með sama áframhaldi fer maður að þjást af ofsóknarbrjálæði. Framganga þessara manna á snjó- ruðningstækjunuip minnir mann oft á góða skátann sem hjálpaði gömlu konunni yfir götuna og allir voru glaðir yflr góðverkinu. En af því að skátinn hafði ekkert annað að gera fór hann með gömlu konuna til baka yflr götuna og svo koll af kolli. - Þannig varð góðverkið að martröð fynr viðkomandi. Á sama hátt má segja um starf þessara manna á snjóruðningstækj- unum. Það snjóar og snjóruðnings- tæki koma og ryðja snjónum af göt- unni að gangstéttarbrúninni. Allir ánægðir. Það hættir að snjóa en snjóruðningstækin hætta ekki þótt búið sé að ryðja af götunni og engin þörf að ryðja. Mennirnir á snjóruðningstækjun- um deyja þó ekki ráðalausir því þeir fara þá bara að ryðja snjóruðningum úr göturæsinu upp á gangstéttarnar svo að fólkið þurfi ekki að ganga á gangstéttunum en geti í þess stað gengið úti á götunni og.ef dimmt er og óheppnin er kannski með orðið undir bíl... Til þess að þurfa ekki að stoppa snjóruðninginn, þótt löngu sé hætt að snjóa er gengið enn nær snjó- ruðningnum í göturæsinu og hrað- inn aukinn að mun og orðinn að kappakstri þannig aö skítugt salt- blandað snjóslabbið slettist upp á miðja garðveggina af svo miklum krafti að fullorðinn maður myndi falla við höggið. Að vísu drepur saltpækillinn, sem lekur síðan niður eftir garðveggnum mosann, sem myndast á veggnum. - Eij mér er sama. Enn einu sinni má ég fara að moka út úr innkeyrslunni hjá mér til þess að ná bílnum í gegn- um snjóhrygginn sem snjóruðnings- tækið hefur myndað enn og aftur. - Með kökk í hálsi stend ég með skóflu i innkeyrslunni, steyti hnefann á eft- ir snjóruðningstækinu og æpi: „hættið þessu, h... ykkar“. Lesendur Séð niður frá akvegi um Ólafsfjarðarmúla. ÚTSÖLUMARKAÐUR Skiphoiti 33, simi 679047 (við hiiðina á Tónabíói) OPIÐ VIRKA DAGA KL. 1-6 LAUGARD.^KL. J0-1 ~vErhllstiiui_ Missið ekki af nýjasta Úrval - kaupið það NÚNA STRAX á næsta blaðsölustað TTApp JL&ÆILm* jl , DRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ISLANDS HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR. 18.000.000. DREGIÐ VERÐUR FÖSTUDAGINN 6. APRÍL 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.