Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Side 8
8 MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. UÚönd Kosningamar 1 Austur-Þýskalandi: Stórsigur hægri flokka Lothar de Maiziere, leiðtogi kristilegra demókrata, (lengst til hægri) skálar í kampavini ásamt stuðningsmönnum i Austur-Þýskalandi í gær. Símamynd Reuter Kosningabandalag hægri flokka, Bandalag fyrir Þýskaiand, var ótví- ræöur sigurvegari kosninganna í Austur-Þýskalandi sem fram fóru í gær. Þær kosningar voru þær fyrstu frjálsu í sögu iandsins og ef tii viil þær síöustu fyrir fyrirhugaða sam- einingu þýsku ríkjanna. Bandalagið, sem í eiga sæti Kristilegir demó- kratar, Lýöræðisvakningin og Þýska sósíalsambandið, hlaut alis 48,1 pró- sent atkvæða og hlýtur samanlagt 193 sæti á þingi. Þessi úrslit kosninganna þykja mikill sigur fyrir Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, sem hefur barist fyrir að sameining eigi sér staö eins fljótt og hægt er. Kansl- arinn og flokkur hans, kristilegir demókratar, studdu dyggilega við bakið á bandalaginu og tóku virkan þátt í kosningabaráttunni austan megin. Úrslit kosninganna í gær þykja hafa aukið mjög sigurlíkur kansiarans og flokks hans í fyrir- huguöum kosningum i Vestur- Þýskalandi í desember. Kohl hefur sætt mikilli og harðri gagnrýni fyrir sameiningaráætlun sína, bæði heima fyrir og erlendis. Hann kvaðst í gær mundu halda áfram á sömu braut og sagði stórsig- ur Bandalags fyrir Þýskaland til marks um að Austur-Þjóðverjar vildu ganga til liðs viö Vestur-Þjóð- verja á leiö þeirra til sameiningar. Samsteypustjórn líkleg Leiðtogi bandalagsins, Lothar de Maiziere, leiðtogi flokks kristilegra demókrata, sagði í gær að brýnasta verkefni nýrra valdhafa í Austur- Þýskalandi væri aö setja á laggirnar samsteypustjórn á sem breiðustum grundvelli og sameina bágborinn efnahag Austur-Þýskalands og hinn öfluga og rika efnahag Vestur- Þýskjalands. „Sameining gjaldmiðla ríkjanna er næsta stóra skrefið," sagði þessi hægláti maður sem að öllum líkindum verður næsti og ef til vill síðasti forsætisráðherra Aust- ur-Þýskalands fyrir sameiningu. Maiziere sagði að myntsameiningu yrði að leiða til lykta eins fljótt og aúðið væri. Svo kann að fara að vest- ur-þýska markið veröi gjaldgengt í Austur-Þýskalandi í júní næstkom- andi, sagði Maiziere. Kohl kanslari var að vonum ánægður með úrslit kosninganna. „Þetta eru frábærar niðurstöður," sagöi vestur-þýski kanslarinn sem tók þátt í sex kosningafundum fyrir hönd sigurvegaranna. Hann getur nú vonast til að verða fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands. Sigur hægri aflanna Kristilegir demókratar unnu alls 40,9 prósent atkvæða og voru at- kvæðamestir allra þriggja flokka bandalags hægri manna. Þeir fá alls 164 menn kjörna. Þýska sósíalsam- bandið fékk alls 6,32 prósent og 25 menn á þing, Lýðræðisvakningin 0,92 prósent og fjóra menn á þing. Jafnaðarmenn fengu rúm 21 prósent og 87 menn kjörna, Lýðræðislegi jafnaðarmannaflokkurinn (gamli kommúnistaflokkurinn) fékk 16,3 prósent og 65 menn kjörna og Banda- lag frjálsra demókrata 5,28 prósent og 21 mann kjörinn. Sambandið ’90, sem er bandalag þriggja umbóta- hópa, fékk aðeins 2,9 prósent at- kvæða og tólf menn kjörna á þing. Kosningaþátttaka var góö í Aust- ur-Þýskalandi, alls 93 prósent. Tólf milljón manns var á kjörskrá en alls eru íbúar Austur-Þýskalands rúmar sextán milljónir. Vinstri flokkum ýtttil hliðar Vinstri flokkum, sem varað hafa við of hraðri sameiningu þýsku ríkj- anna, var eiginlega ýtt til hliðar í þessum kosningum. Jafnaðarmenn fóru vel af stað í kosningabaráttunni og var spáð þrjátíu og fimm prósent atkvæða í skoðanakönnunum nokkrum dögum fyrir kosningar. En þeir urðu að sætta sig við aðeins rúm 21 prósent og 87 þingsæti. Lýðræöislegi jafnaðarmannaflokk- urinn, sem reistur var á rústum gamla kommúnistaflokksins, stóð sig mun betur en búist var við. Hann hlaut alls 16,3 prósent og 65 sæti á þingi. Umbótasamtökin tapa Samtök umbótasinna, Sambandið ’90, fékk ekki nema 2,9 prósent at- kvæða og tólf menn kjörna á hið fjög- ur hundruð sæta þing. í þessu banda- lagi þriggja umbótahópa eiga sæti þau samtök sem urðu kveikjan að uppreisn fólksins í fyrra, Nýr Vett- vangur, Lýðræði Strax og Friðar- og mannréttindafrumkvæðið. Fulltrúar þessara samtaka eru þó ekki á þeim skónum að leggja upp laupana. „Það var mikið afrek af hendi umbótasam- takanna að frjálsar kosningar fóru yfirleitt fram,“ sagði Konrad Weiss, einn félaga í Lýðræði strax. Sambandið '90 og jafnaðarmenn, með samanlagt níutíu sæti á þingi, ætla að nota þingstyrk sinn til að vernda félagskerfi Austur-Þjóðverja við sameiningu þýsku ríkjanna. Kosningastemming Það ríkti fjör í Austur-Berlín í gær- kvöldi þegar íbúarnir fögnuðu úrslit- um kosninganna. Ljós umvafði þessa borg sem alla jafna er óhrein og dimm. Austur-Þjóöverjar skáluðu í kampavíni þar sem þeir gengu í ró- legheitum um götur borgarinnar í góðu veðri í gærkvöldi. Vestrænir eftirlitsmenn með fyrstu frjálsu kosningunum í Austur- Þýskalandi sögðu í gær að svo virtist sem þær hefðu farið heiðarlega fram. Um þrjátíu eftirlitsmenn frá austri og vestri ferðuðust vítt og breitt um Austur-Þýskaland til að fylgjast meö atkvæðagreiðslunni og atkvæðataln- ingunni. Einu mótmælin gegn kosningafyr- irkomulaginu komu frá Mongólíu þar sem hundrað og fimmtiu Aust- ur-Þjóðverjar gátu ekki greitt at- kvæði þar sem kjörskírteini þeirra höfðu ekki borist í tæka tíð til Ulan Bator. ADN-fréttastofan austur- þýska greindi frá þessu í gær. Reuter Bráöabirgöaniöurstööur kosninganna Fjöldi Prósentu- Þingsæti atkvæða hlutfall 1. Bandalag fyrir Þýskaland 5.524.647 48,15 193 2. Jafnaðarmannaílokkurinn 2.506.151 21,84 87 3. Lýðræðislegijafnaðarmannafl. 1.873.666 16,33 65 (gamli kommúnistafl.) 4. Bandalag frjálsra demókrata 606.283 5,28 21 5. Sambandið '90 333.005 2,90 12 (bandal. þriggja umbótahreyfinga) 6. Aðrirflokkar 631.601 5,5 22 Samtals: 11.475.353 100 400 „Síðasti“ forsætisráðherrann Leiðtogi kristilegra demókrata, Lothar de Maiziere, fagnar sigri i gær. Simamynd Reuter „Litlaus og næstum því fráhverfur pólitík.“ Þannig er Lothar de Maizi-' ere, sigurvegara þingkosninganna í Austur-Þýskalandi í gær, lýst. Flokk- ur hans, Kristilegi demókrataflokk- urinn, vann sannfærandi sigur í kosningunum. De Maiziere, sem var atvinnutón- listarmaður og síðan lögfræðingur sem tók að sér mannréttindamál, varð fyrst leiðtogi kristilegra demó- krata í byrjun nóvember 1989 eftir að breytingarnar hófust fyrir alvöru í Austur-Þýskalandi. Hlutverk De Maizieres var að breyta þeirri leiðin- legu ímynd sem flokkurinn hafði meðal þjóöarinnar eftir fjörutíu ára samvinnu við stjórn kommúnista. De Maiziere sjálfur er sagður vera svo litlaus að menn hrósa happi yfir því að Helmut Kohl, kanslari Vest- ur-Þýskalands, skuli hafi tekið þátt í kosningabaráttunni í Austur-Þýska- landi af lífi og sál. Með loforðum um skjóta sameiningu og samræmingu gjaldmiðla þýsku ríkjanna tókst Kohl að koma í veg fyrir að flokkur- inn yrði látinn gjalda fyrir það að hafa átt samvinnu við kommúnista fortíðarinnar. Eftir kosningasigurinn er De Ma- iziere nú kominn í fremstu víglínu. Þó að hann hafi ekki viljað í gær- kvöldi segja beinum orðum hvort hann myndi vilja taka að sér embætt- i forsætisráðherra Austur-Þýska- lands þá þykir það sennilegt að þessi lágvaxni leiðtogi hins öfluga flokks kristilegra demókrata veröi sá sem verður fulltrúi sextán milljóna Aust- ur-Þjóðverja í sameiningarviðræð- unum við Vestur-Þjóöverja. RYMINGARSALA - ALLT AÐ 50% AFSLATTUR * CB AM/FM heimatalstöðvar * Straumbreytar úr 220 V í 12 V * CB FM handstöðvar * Rafstöðvar * CB bilaloftnet * VHF bílaloftnet * CB húsloftnet * Höfuðnuddtæki SENDUM í PÓSTKRÖFU TITA\ hf. - (áður Benco) LÁOMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 91-84077 De Maiziere er fæddur 2. mars 1940 og varð félagi í Kristilega demókrata- flokknum 1956. Af trúarástæöum sóttist hann ekki eftir háum embætt- um innan flokksins á tímum stjórnar kommúnista en þau hefðu getað komið í veg fyrir að hann yrði forsæt- isráðherra nú og þá jafnframt síðasti forsætisráðherra Austur-Þýska- lands. De Maiziere læröi á fiðlu og varð atvinnutónlistarmaður. Vegna taugabólgu í handlegg varð hann aö hverfa frá þeirri braut og fór þá í laganám. De Maiziere er virkur í málefnum kirkjunnar. Hann er kvæntur og á þrjár dætur. Sameinað Þýskaland - kröftugasta slagorðið f leiðara austur-þýska dagblaðs- ins Der Morgen, sem er málgagn Frjálslynda demókrataflokksins, stendur í morgun aö krafan um sameinað Þýskaland hafi verið slagorðið sem féll kjósendum best í geð. Fleiri blöö taka í sama streng. I þeim segir einnig aö hvorki De Maziere, leiðtogi kristilegra demó- krata, né félagar hans í Vestur- Þýskalandi hafi gert ráð fyrir jafn- ótvíræðum sigri. Og það sé eigin- lega í Vestur-Þýskalandi sem sigur- vegarann sé aö flnna. í Berliner Zeitung segir að það muni koma í fjós strax á næstu vikurn hvort lof- orðin um skjóta samræmingu gjaldmiðla og efnahags hafi bara veriö orðin tóm. í Neues Ðeutschland, málgagni kommúnista, segir í morgun að nú' sé eftir að sjá hvernig hinir fjögur hundruð þingmenn, sem kjörnir hafa verið í lýðræöislegum kosn- ingum, muni rækja starf sitt. Þeir séu ábyrgir bæði gagnvart sinni eigin þjóð og öðrum Evrópuþjóð- um. Þaö er skoðun Bandaríkjasfjórn- ar að sigur kristilegra demókrata í kosningunum i Austur-Þýskalandi muni styrkja þá sem vilja aö sam- einaö Þýskaland verði áfram í Atl- antshafsbandalaginu. Þetta er haft eftir bandarískum embættismanni. Vestur-þýsk yfirvöld og Banda- ríkjastjórn vilja að sameinað Þýskaland verði í Atlantshafs- bandalaginu en Sovétríkin viija að þaö veröi hlutlaust. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.