Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. Afmæli Sigurður Sigurðsson Sigurður Sigurðsson, lengst af skipasmiður í Vestmannaeyjum, Kirkjuvegi 37, Selfossi, er níræður ídag. Sigurður fæddist að Klasbarði í Vestur-Landeyjum og ólst upp í Landeyjunum. Hann fór sextán ára á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum og stundaði þar tuttugu vertíðir sem háseti og vélstjóri á bátum. Þá lærði hann jafnframt skipasmíðar hjá Gunnari Marel Jónssyni í Vest- mannaeyjum og stundaði síðan skipasmíðar þar til ársins 1958 er hann flutti til Selfoss þar sem hann hefur síðan átt heima hjá dóttur sinni og tengdasyni. Á Selfossi stundaði Sigurður smíðar á ýmsum stöðum fram á áttræðisaldur. Sigurðurkvæntist 20.12.1924 Ing- unni Úlfarsdóttur frá Fljótsdal í Fljótshlíð, f. 6.1.1899, d. 18.11.1957, húsfreyju í Vestmannaeyjum, en foreldrar hennar voru Úlfar Jóns- son frá Fljótsdal, f. 24.9.1864, bóndi þar, og kona hans, Guðlaug Brynj- ólfsdóttir, f. í Vesturkoti á SJceiðum, 21.4.1871,húsfreyja. Sigurður og Ingunn eignuðust þrjúbörn. Þau eru Guðlaug, f. 20.12. 1925, d. 9.7.1938; Óskar Þór, f. 25.1. 1930, skólastjóri á Selfossi, kvæntur Aldísi Bjarnadóttur, f. 7.2.1929, kennara, og eiga þau sex börn, og Guðlaug, f. 25.12.1937, skrifstofu- maður á Sjúkrahúsi Suðurlands, gift Sigurjóni Þór Erlingssyni, f. 12.10.1933, múrarameistara, og eiga þaufjögurbörn. Börn Óskars Þórs og Aldísar eru: Örn, f. 17.9.1955, líffræðingurog kennari við Fjölbrautarskóla Suð- urlands, kvæntur Kristínu Runólfs- dóttur, kennara þar, og eiga þau tvö börn, Atla, f. 17.3.1981, og Aldísi, f. 2.8.1987; Ólafur, f. 16.12.1957, M.Sc. í skógfræði og starfsmaður á Mó- gilsá, kvæntur Signhildi Sigurðar- dóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn, Sölva, f. 27.2.1982, og Helgu, f. 19.12.1985;Hrafn, f. 10.2. 1961, garöyrkjumaður og starfsmað- ur skógræktarinnar á Tumastöðum, í sambýli með Esther Ingimarsdótt- ur; Gerður, f. 16.11.1963, skrifstofu- maður hjá Prentsmiðju Suðurlands, og er sonur hennar Ýmir Sigurðs- son, f. 28.12.1982, en sambýlismaður Gerðar er Gunnar Sigurgeirsson ljósmyndari; Þrúður, f. 4.8.1969, nemi í Fjölbrautarskóla Suður- lands, og Hreinn, f. 20.10.1971, nemi í Fjölbrautarskóla Suðurlands. Börn Guðlaugar og Sigurjóns Þórs eru: Ingunn Úlfars, f. 15.5.1957, læknaritari við Heilsugæslustöð Selfoss, gift Jóhanni Hannesi Jóns- syni, lögreglumanni á Selfossi, og eiga þau tvö börn, Jón Þór, f. 6.5. 1980, og Sigurð Inga, f. 15.2.1986; Sigurður, f. 26.7.1961, lögfræðingur og fulltrúi hjá bæjarfógetanum á Selfossi, kvæntur Svandísi Ragn- arsdóttur og eiga þau tvö börn, Torfa Ragnar, f. 27.9.1980, og Sig- urð, f. 16.10.1989; Erla Guðlaug, f. 29.3.1965, húsmóðir á Selfossi, gift Hafsteini Jónssyni sjómanni og eiga þau tvö börn, Sigurjón Valgeir, f. 2.1.1983, og Steinar, f. 16.3.1989; og Steinunn Björk, f. 12.1.1973, nemi viö Fjölbrautarskóla Suðurlands. Sigurður átti sjö systkini sem öll komust til fullorðinsára. Systkini hans: Pálína, f. 14.10.1887, varbú- sett í Reykjavík en hún lést ógift og barnlaus; Þorbjörg, f. 30.3.1889, var búsett í Reykjavík og lést ógift og barnlaus; Soffia, f. 16.8.1893, er lát- in, var gift Jónatan Jónassyni en þau bjuggu í Eystra-Fíflholti og eignuðust fimm dætur; Jóhanna, f. 27.2.1896, er látin, var gift Guð- mundi Valdimar Tómassyni bíl- stjóra en þau bjuggu í Reykjavík og áttu tólf börn; Jón, f. 11.9.1897, kvæntur Margréti Einarsdóttur frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum en þau bjuggu í Vesturholtum undir Eyja- fjöllum og eignuðust tvö börn; Björn, f. 22.2.1902, var búsettur í Reykjavík en hann er látinn, ókvæntur og barnlaus, og Ástrós, f. 13.11.1905, gift Brynjólfi Brynjólfs- syni skipstjóra en þau eru búsett í Reykjavík og eiga eina dóttur. Sigurður var tekinn í fóstur fimm ára að aldri til hjónanna Guðmund- ar Guðmundssonar frá Arnarhóli í Vestur-Landeyjum og Jóhönnu Jónsdóttur frá Strönd en hjá þeim dvaldi hann þar til hann fór alfarið aö heiman átján ára. Guðmundur og Jóhanna bjuggu á Strönd í Vest- ur-Landeyjum og eignuðust þrjú börn sem öll dóu í blóma lífsins, það síðasta er Sigurður var tíu ára. Þau hétu Þuríður, Guðni og Daníel. Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Eiríksson, f. í Litlagerði í Hvol- Sigurður Sigurðsson. hreppi, 25.7.1859, d. í Reykjavík á tíræðisaldri, bóndi á Klasbarða og Norður-Fíflholtshjáleigu í Vestur- Landeyjum, og kona hans, Jórunn Pálsdóttir, f. á Klasbarða, d. 1937, húsfreyja. Sigurður verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðbjörg Jónsdóttir Guðbjörg Jónsdóttir, Hamrabergi 18, Reykjavík, er fimmtug í dag. Guðbjörg fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún starfaði sem lyfja- tæknir í 15 ár á árunum 1958-73, fyrst í Vesturbæjarapóteki í fimm ár og síðar í Reykjavíkurapóteki í tíu ár. Fyrri eiginmaður Guðbjargar var Árni Þór Eymundsson en þau skildu. Fósturdóttir Guðbjargar og Árna Þórs og jafnframt systurdóttir Guð- bjargar er Emilía Ágústsdóttir, f. 26.5.1960, gift Yuzuru Ogino, for- stjóra Ogga hf. í Reykjavík. Síðari eiginmaður Guðbjargar er Bergþór Njáll Guðmundsson sjó- maður, f. 19.6.1941. Hannersonur Guömundar Halldórsson, sem nú er látinn, og Maríu Magnúsdóttur, sem búsett er á Akureyri. Sonur Guðbjargar og Bergþórs er Brynjar, f. 10.10.1978. Auk þess á hún soninn Grétar Karlsson, f. 4.8. 1973. Stjúpbörn Guðbjargar, börn Berg- þórs, eru: María, f. 4.9.1960, gift Guðmundi Hjálmarssyni, verktaka á Akureyri, og eiga þau fiögur böm. Helgi, f. 9.6.1963, ókvæntur. Kristín, f. 29.7.1965, gift Pétri Lár- ussyni, sjómanni á Akranesi, og eiga þautvöbörn. Ingibjörg, f. 22.7.1967, gift Guö- mundi Ragnarssyni, sjómanni á Tálknafirði, og eiga þau eitt barn. Guðmundur, f. 20.1.1970, nemi. Rúnar, f. 24.7.1971. Hálfsystir Guðbjargar var Jónína G. Guðjónsdóttir, f. 26.8.1931, látin, var gift Ágústi Jónssyni skipstjóra en þau skildu. Þau áttu tvö börn. Alsystkini Guðbjargar eru: Gréta, f. 3.9.1938, búsett í Grinda- vík, ekkja Hallgríms Jónssonar og eignuðust þau fiögur börn. Bogi B., f. 13.3.1943, búsettur í Reykjavík, kvæntur Sólveigu Berndsen og eiga þau eitt barn. Foreldrar Guðbjargar eru Jón Kristjánsson garöyrkjumaður, f. 1.1. 1904, og Elísabet Bogadóttir hús- móðir, f. 5.10.1909. Þau bjuggu lengst af á Akureyri en eru nú bú- settíGrindavík. Jón er sonur Kristjáns Hans, eig- anda Prentsmiðju Vestfirðinga og Vestra á ísafirði, Jónssonar, b. á Hörðubóli í Dalasýslu og víðar, Jó- hannssonar, b. á Ytra-Leiti á Skóg- arströnd, Jónssonar. Móðir Kristjáns Hans var Soffía Ólafsdóttir, b. á Jörfa, Símonarson- ar. Móðir Jóns garöyrkjumanns var Gubjörg Bjarnadóttir, b. á Bimings- stöðum og Vöglum í Fnjóskadal, Til hamingiu með afmælið 90 ára 50ára Markúsína Jónsdóttir, Egilsstöðum, Þorlákshöfn. 85 ára Ingileif Magnúsdóttir, Háagerði 22, Reykjavík. 70 ára Eldjám Magnússon, Ijósheimum 22, Reykjavík. 60 ára Slgríður A. Eyjólfsdóttir, Breiðvangi 23, HafnarfirðL Gestur Ámundason, Hjallabraut 6, Þorlákshöfn. Jose Soriano Almazan, Ásenda 14, Reykjavík. Svanfríður J. Pétursdóttir, Byggöavegi 136, Akureyri. 40ára Hafliði Jónsson, Sólbrekku 28, Húsavík. Jón Sveinbjörnsson, Urðarteigi 27, Neskaupstað. Ólafur Benediktsson, Austurbergi 16, Reykjavik. Sigrún Guðlaugsdóttir, Heiðarbraut 6, Keflavík. Una Sígurliðadóttir, Ásabyggð 11, Akureyri. Guðbjörg Jónsdóttir. Jónssonar, prests í Reykjahlíð og ættfóður Reykjahlíðarættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Bjarna var Þuríður Hall- grímsdóttir, hreppstjóra að Ljósa- vatni, Þorlákssonar. Móðir Guð- bjargar var Jóna Jónsdóttir, b. á Vatnsleysu, Kristjánssonar. Foreldrar Elísabetar voru Bogi Ágústsson, bifreiðarstjóri á Akur- eyri, og Jónína Pálsdóttir af Brekk- uættíEyjafirði. Sveinbjörn Sigurjónsson Sveinbjöm Sigurjónsson Sveinbjörn Siguijónsson bifreiö- arstjóri, Heiðargerði 14, Reykjavík, ersjötugurídag. Sveinbjörn er fæddur á Torfastöð- um í Fljótshlíð í Rangárvallasýslu. Eiginkona hans er Ásta Ingibjörg Árnadóttir, f. 23.1.1923. Sveinbjöm verður að heiman í dag. Jónína Svein- bjömsdóttir Jónína Sveinbjörnsdóttir hús- móðir, Skólastíg 15, Bolungarvík, er sextugídag. Jónína fæddist á Uppsölum í Seyð- isfirði við ísafiarðardjúp og þar ólst hún upp til 18 ára aldurs er hún flutti til Bolungarvíkur. Lengst af hefur hún unnið í fiski og við mat- seld. Nú starfar hún á kaffistofunni hjá Einar Guðfinnssyni hf. í Bolung- arvík. Jónína situr í stjórn Sjálfs- bjargar og starfar fyrir Slysavarna- félagið og Kvenfélagið Brautina í Bolungarvík. Einnig hefur hún sungið í kirkj ukór í 20 ár. Jónína giftist þann 22.11.1956 Guð- mundi Hafsteini Kristjánssyni lang- ferðabílstjóra, f. 19.8.1925. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon og Guðrún Guðmundsdóttir en kjör- foreldrar hans voru Kristján Sum- arliðason og Soffia Jóhannesdóttir. Börn Jónínu og Guðmundar eru: Rögnvaldur, f. 17.5.1949, sjómaður í Bolungarvík, kvæntur Halldóru Þórarinsdóttur og eiga þau fimm börn. Soffía, f. 12.1.1953, starfsmaður leikskóla, búsett í Bolungarvík og á tvær dætur. Kári, f. 8.1.1955, bílstjóri, búsettur í Bolungarvík, kvæntur Ósk Jóseps- dóttur. Kristján, f. 5.10.1956, afgreiðslu- maöur hjá Ágæti, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Erlu Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn. Sveinbjörn, f. 22.3.1958, sjómaður í Bolungarvík, kvæntur Önnu Björgu Valgeirsdóttur og eiga þau eittbarn. Kristín, f. 15.12.1959, húsmóðir í Keflavík, gift Pétri Júlíussyni og eiga þau tvo syni. Guörún, f. 23.12.1963, húsmóðir og starfsmaður frystihúss, búsett í Bolungarvík, gift JÖhanni Þór Æv- arssyni og eiga þau eitt barn. Guðmundur, f. 2.2.1968, verka- maður í Bolungarvík. Eysteinn Magnús, f. 1.1.1971, verkamaður í Bolungarvík. Systkini Jónínu: Ragnar, f. 25.6. 1916, skipstjóri og verkamaður á Akranesi, kvæntur Elísu Jakobs- dóttur og eiga þau fimm börn; Elísa- bet, f. 4.10.1917, húsmóðir á Akra- nesi, ekkja Einars Gíslasonar og eignuðust þau sjö börn; Kristján, f. 23.9.1918, fyrrv! vélstjóri á Súðavík, nú búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Guðbjörgu Jakobsdóttur og eiga þau níu þörn; Kristín Guðrún, f. 5.1. 1920, húsmóðir í Bolungarvík, gift Ingólfi Þorleifssyni og eiga þau níu börn; Rögnvaldur, f. 22.2.1921, drukknaði 13.2.1943, sjómaður á Súðavík; Daðey, f. 31.3.1922, hús- móðir í Hafnarfirði, gift Sigurði Jó- hannssyni og eiga þau tvö börn; Hálfdán, f. 8.3.1924, drukknaði 2.3. 1954, vélstjóri í Bolungarvík, var kvæntur Sigrúnu Halldórsdóttur og eignuðust þau þrjá syni; Halldóra Þórunn, f. 14.9.1926, starfsmaður Borgarbókasafnsins, búsett í Reykjavík, gift Hjalta Ólafi Júlíus- syni og eiga þau sjö börn; Einar Jónatan, f. 17.2.1928, verslunarmað- ur í Bolungarvík, kvæntur Margréti Rannveigu Halldórsdóttur og eiga þau einn son; Sigurjón, f. 28.9.1931, múrarmeistari í Bolungarvík, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur og eiga þau fióra syni; Sveinbjörn, f. 17.9.1932, útgerðarmaður í Bolung- arvík, kvæntur Stellu Finnboga- dóttur og eiga þau sex börn; og Marta Kristin, f. 27.8.1935, húsmóð- ir í Bolungarvík, gift Karvel Pálma- syni og eiga þau fiögur börn. Þrjú systkini dóu í frumbernsku. Foreldrar Jónínu voru Sveinbjöm Rögnvaldsson, f. 15.9.1886, d. 28.3. 1975, og Kristín Hálfdánardóttir, f. 22.4.1896, d. 2.1.1951. Þau bjugguá Uppsölum til 1948 en fluttu þá til Bolungarvíkur þar sem bjuggu til dánardægurs. Sveinbjörn var sonur Kristínar Guömundsdóttur og Rögnvalds, b. á Uppsölum, Guðmundssonar, b. á Kirkjubóli í Steingrímsfirði, Þor- steinssonar, b. í Lágadal og Fremri- Bakka í Langadal, Ásgeirssonar. Móðir Guðmundar á Kirkjubóli var Margrét Guðmundsdóttir. Móð- ir Rögnvalds var Gunnfríöur Hjalta- dóttir, prófasts á Stað, Jónssonar, og Sigríðar Guðbrandsdóttur, prests á Brjánslæk, Sigurðssonar. Kristín, móðir Jónínu, vardóttir Daðeyjar Daðadóttur og Hálfdánar, b. og hreppstjóra á Hvítanesi, Ein- arssonar, snikkara á Eyri, Hálf- dánarsonar, prests að Kvenna- brekku í Dölum og Eyri i Skutuls- firði, Einarssonar. Móðir Einars snikkara var Álf- heiður Jónsdóttir, prests á Möðru- felli, Jónssonar. Móðir Hálfdánar á Hvítanesi var Kristín Ólafsdóttir Thorberg, prests á Breiðabólstað, Hjaltasonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.