Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 19. MARS 1990.
31
DV
Skák
Óvænt úrslit á Búnaðarbankamótinu um helgina:
Titillausir Islending-
ar mátuðu sovésku
liðsstjórana
Stórmeistararnir kunnu, Geller
og Razuvajev, voru liðsstjórar so-
vésku sigursveitarinnar í stór-
veldaslag VISA og IBM á dögunum.
Þeir urðu eftir í höfuðborginni
ásamt þorra^ liðsmanna sinna og
taka þátt í Búnaðarbankaskákmót-
inu. Ekki blés þó byrlega fyrir þeim
í fyrstu. Þeir töpuðu báðir á laugar-
dag, fyrir ungum titillausum ís-
lendingum.
Það voru Bolvíkingurinn Halldór
Grétar Einarsson og Davíö Ólafs-
son sem léku liðsstjórana svo grátt.
Davíð virtist lengstum eiga undir
högg að sækja gegn Geller en sneri
laglega á sovéska skáksnillinginn,
fómaði riddara og náði hrók í stað-
inn. Geller bætti svo um betur með
því að leika sig beint í mát.
Skák Halldórs við Razuvajev var
fallegasta skák umferöarinnar.
Þeir teíldu „teóríu" af Sikileyjar-
vörn, þar sem svartur (Razuvajev)
fórnar skiptamun fyrir sterka
stöðu. Halldór tefldi hins vegar af
mikilli hugvitssemi og lét fórnirnar
dynja á stórmeistaranum. Hróks-
fórnin í lokin er sérlega glæsileg.
Þetta var vaskleg framganga hjá
piltunum og ef fram heldur sem
horfir þurfa áhorfendur engu að
kvíða.
Skák
Jón L. Árnason
Hvítt: Halldór G. Einarsson
Svart: Júrí Razuvajev
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rfi e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rc6 5. Rc3 a6 6. Be2 Dc7 7. 0-0 Rf6
8. Khl Be7 9. Be3 0-0 10. f4 d6 11.
Del Rxd4 12. Bxd4 b5 13. e5 dxe5
Þannig hefur verið teflt áður en
algengara er 13. - Re8 14. Bf3 Bb7.
14. fxe5 Rd715. Re4 Bb716. Bd3 Had8
Ekki 16. - Rxe5? 17. Dg3 f618. RxfB+
Bxf6 19. Hxf6 HxfB 20. Bxe5 og hvít-
ur stendur betur.
17. De3 Rxe5!? 18. Bb6 Hxd3 19. cxd3
Dc2
Fyrsti nýi leikurinn í skákinni!
En hugsanlega er 19. - Dc6 20. Hacl
Dd5 betra, með dágóðum færum á
svart þrátt fyrir hðsmuninn. T.d.
21. Hc7? (21. Bd4 Rg4! er óljóst)
Bd8! 22. Dg3 Rxd3! og svartur vann,
Honfi - Jansa, Búdapest 1976.
20. Hadl Rg4 21. Dg3 f5 22. Hcl!
Dxb2 23. Hc7! Bxe4 24. Hxe7 Bd5 25.
h3 De5 26. Hf4! Df6 27. Bc5 Hc8 28.
hxg4 Hxc5
29. Hxf5!!
Svona sést ekki á hverjum degi.
Svartur má hvorugan hrókinn
taka, vegna 30. Db8 + og mát blasir
við.
29. - Dal+ 30. Kh2 h6 31. He8+ Kh7
32. g5! hxg5 33. Hxg5
Og sovéski stórmeistarinn gafst
upp.
Hvítt: Davíð Ólafsson
Svart: Efim Geller
Tveggja riddara tafl.
1. e5 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Bc4
Rf6 5. e5 d5 6. Bb5 Re4 7. Rxd4 Bd7
8. Bxc6 bxc6 9. 0-0 Be7 10. f3 Rc5 11.
f4 0-0 12. Del Re4 13. c3 f6 14. Rd2
fxe5 15. fxe5 c5 16. R4f3 Bb5 17. c4
Rxd2 18. Rxd2 Hxfl + 19. Dxfl dxc4
20. Rf3 Hb8 21. Be3 c3 22. Df2 cxb2
23. Dxb2 Bd3 24. Dc3 Dd5 25. Da3
Be4 26. Dxa7 Hb2 27. Da3 He2 28.
Hfl h6 29. Da4! Kh7
Svarið við 29. - Hxe3 yrði 30. De8 +
Bf8 31. Rg5! o.s.frv. Hins vegar var
29. - Dc6 betra.
30. De8 Dxa2 31. Bf2 De6?
32. Rg5 + ! hxg5 33. Dh5+ Dh6 34.
Dxe2
Þar með hefur Davíð unnið hrók
fyrir riddara en það kom hins veg-
ar á óvart hvað hann var fljótur
að innbyrða vinninginn.
34. - Dg6 35. De3 Dc6 36. Dh3 + Kg6??
37. Be3! c4 38. g4!
Og Geller gafst upp. Hann á enga
vörn við 39. Dh5 mát.
-JLÁ
f
VARA-
HLUTIR
og flestar gerðir
ÞUNGA-
VINNUVÉLA
með stuttum fyrir-
vara
Fagleg ráðgjöf
Leitið tilboða
MARKAÐSÞJÓNUSTAN j
Skipholti 19 3. hæð |
(fyrir ofan Radíóbúðino) i
\ sími; 2 6911 m
Slys gera ekki
boð á undan sér! og*™5
UUMFERÐAR
RÁO
Smáauglýsingar - Sími 27022
■ BOar til sölu
Suzuki Fox 413 '87 til sölu, ekinn 25
þús km, útvarp/segulband. Uppl. í
síma 27626 eftir kl. 17.
Til sölu svartur Audi 80, 1,8E, árg. ’88,
og M. Benz 280 SE, árg. ’83. Lítið ekn-
ir og vel farnir bílar, litað gler, álfelg-
ur og lúxus innrétting. Uppl. í vs. 91-
625030 og hs. 91-689221.
■ Þjónusta
Gröfuþjónusta, 985-24822 og 91-75836,
Eyjólfur. Tek að mér alla almenna
gröfuvinnu. Ný vél. Vinn á kvöldin
og um helgar.
r
VINCENT
; Hollandi hefur verió
lýst sem veislustaö
fyrir þá sem njóta list-
ar. í lok þessa mánaö-
ar verður þeim búin
einstæð veisla í tilefni
; af því að hundrað ár
\ eru liðin frá dánar-
‘ dægri Vincents van
Gogh. Yfir 400 olíu-
málverk og teikningar
; eftir hann'verða til sýn-
, is í van Gogh safninu
og Kröll-Möller safn-
inu. Einnig veröa sér-
stakar minningarsýn-
ingar í Stedelijk safn-
inu og i Haag.
SEBO
? Sama Sebo býður til
veislu af öðru tagi.
Amsterdam er fræg
j fyrir fjölbreytta og
/ góöa veitingastaði og
í Sama Sebo er e;inn
I þeirra. Eftir að hafa
notið listar van Goghs,
| er tilvalið að njóta 26
* rétta rijstaffel á Sama
Sebo. Það kostar auk
þess ótrúlega lítió.
AUÐVITAÐ ÞEKKI ÉG
VAN GOGH, EN HVER
ER ÞESSI SAMA
SEBO?
ARNARFLUG
Lágmúla 7, sími 84477. Leifsstöð, sími 50300.