Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. HJÓLSAGIR fyrir iðnaðarmenn MH-165, MH-182 1200 W, 1400 W 0 180 mm, 0 215 mm Skeifunni 11 d - simi 686466 Famulus MEIRIHÁTTAR RYKSUGA Tilboð þessa viku 20% afsl. HANDHÆG, VÖNDUÐ OG NÝTÍSKULEG. Rafbraut Suðurlandsbraut 6, 105 - Reykjavík. Slmar 681440 og 681447. 30'S PAXAX 6IISEK6 EXTRACTUM CAPSULES cíMrsiœc#?.i»waæ. PANAX GINSENG EXTRAXTUM (rautt gínseng) flYtjum við millí- iiðalaust beint frá Kina. Kinverjar hafa sótt orku og lifs- þrótt til GINSENG rótarinnar mörgum öldum fyrr en Islend- ingasögurnar voru skráðar. Þús- undir bóka hafa verið skrífaðar j um rótina og eiginleika hennar - bæði af leikum og Iærðum. Lof manna og hrós um GINGSENG rótina i gegnum aldírnar er Iiklega meira en um nokkra aðra Iækn- ingajurt. Þegar þú velur þér GINGSENG þá veldu þér það besta - ÞAÐ BORGAR SIG. SMÁSALA - HEILDSALA NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN Laugavegi 25 Simi: 10263 Fax: 621901 Uflönd Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkjaforseti, ásamt Shimon Peres, leiðtoga ísraelska Verkamannaflokksins, i Jerúsalem í gær. Carter kom við i ísrael í gær þar sem hann bar leiðtogum landsins boð frá Assad, forseta Sýrlands, um viðræður þjóðanna. Simamynd Reuter Stj órnarmyndunartilraunir Verkamannaílokksins í ísrael: Snurða hlaup á þráðinn Bakslag hefur komið í tilraunir Shimonar Peres, leiðtoga ísraelska Verkamannaflokksins, til stjórnar- myndunar. Leiðtogar eins fjögurra smærri trúarflokka á þingi í ísrael, Shas-flokksins, lýstu því yfir að þeir myndu styðja myndun samsteypu- stjórnar Likud-flokksins og Verka- mannaflokksins, undir forsæti þess fyrrnefnda, svo fremi sem Likud- menn lýstu yfir stuðningi við tillögur Bandaríkjanna um viðræður ísraela og Palestínumanna um fyrirhugaðar kosningar á herteknu svæðunum. Þingfulltrúar Shas-flokksins studdu vantrauststillögu Verkamanna- flokksins á bráðabirgðastjórn Likud-flokksins í síöustu viku og því kemur þessi stefnubreyting leiðtoga hans Verkamannaflokknum í opna skjöldu. Samsteypustjóm Verkamanna- flokksins og Likud, undir forsæti Shamirs forsætisráðherra, féll í síð- ustu viku í kjölfar þess að ráðherrar Verkamannaflokksins shtu stjórnar- samstarfi. Það var afstaða til fyrr- néfndra tillagna Bandaríkjanna sem varð stjórninni að falli. Tveimur dög- um síðar féll bráöabirgðastjórn Shamirs eftir að vantraustsillaga á hana var lögð fram og samþykkt á þingi. Fimm af sex þingfulltrúum Shas-flokksins mættu ekki þegar gengið var til atkvæða um tillöguna og því var hún samþykkt. Bæði leið- togar Verkamannaflokksins og Likud-hafa fariö fram á umboð til stjórnarmyndunar og vonast til að fá stuöning þeirra fjögurra smærri trúarflokka sem sæti eiga á þingi og hafa úrslitavaldið um myndun stjórnar í hendi sér þar sem þeir halda alls átján sætum á þingi. Fréttaskýrendur búast við að Peres fái fyrstur formlegt umboð til stjórn- armyndunar. Fastlega má búast við að myndun stjórnar taki langan tíma, til dæmis má geta þess að það tók 52 daga að mynda síðustu stjórn sem svo sat í fimmtán mánuði. Heimildarmenn innan Verka- mannaflokksins segja að Likud- menn geti ekki fallist á skilyrði Shas nú um að flokkurinn lýsi yfir stuðn- ingi við tillögur Bandaríkjanna um friðarviðræður ísraela og Palestínu- manna. Segja heimildarmennimir að til þess sé þrýstingur harðlínumanna innan flokksins of mikill. Þrátt fyrir að Shas setji skilyrði fyrir stuðningi við Likud-flokkinn og stjórnarmyndunartilraunir af hans hálfu er afstaða Shas-manna áfall fyrir Peres sem vonaðist til að ná samþykki þeirra fyrir stjóm undir forsæti Verkamannaflokksins í næStU VÍku. Reuter íhaldsmenn í Bretlandi: Vara við leiðtogadeilum Gagrýnendur Margaretar Thatc- her, forsætisráðherra Bretiands og leiðtoga íhaldsflokksins, vara við að til mótframboðs gegn henni í leiö- togaembættið kunni að koma í haust þegar íhaldsmenn ganga að nýju til atkvæða um leiðtoga sinn. Viðvömn þessi kom aðeins örfáum klukku- stundum eftir að Thatcher hóf her- ferð gegn gagnrýnendum sínum og hét því að láta leiðtogaembættið ekki af hendi fyrir næstu almennu kosn- ingar. Fyrram ráðherra í bresku stjórn- inni sagði í viðtali við breska frétta- stofu að næsta óhjákvæmilegt væri að barátta um leiðtogaembætti flokksins kæmi í haust ef vandamál stjórnarinnar minnkuðu ekki. Sam- kvæmt reglum flokksins verða flokksfélagar að greiða atkvæði um leiðtoga sinn nokkrum vikum eftir að breska löggjafarþingið er sett Mikil mótmæli hafa verið í Bretlandi vegna fyrirhugaðs nefskatts sem leggst á um næstu mánaðamót. Óvinsældir ihaldsmanna hafa end- urspeglað óánægju almennings með þennan skatt. Simamynd Reuter haust hvert. Thatcher og íhaldsflokkur hennar eiga á brattann að sækja í skoðana- könnunum, ekki síst vegna óvinsæls nefskatts sem leggst á í Bretlandi og Wales um næstu mánaðamót. Al- menningur í Bretlandi hefur brugð- ist illa við þessum fyrirhugaða nef- skatti og mótmælt honum harölega. Oftar en einu sinni hefur komið til átaka lögreglu og mótmælenda. Samkvæmt skoðanakönnunum um helgina munu íhaldsmenn tapa í fyr- irhuguðum aukakosningum í Staf- fordshire á þriðjudaga en þar hefur flokkurinn allajafna haft töluvert fylgi. í könnun breska blaðsins Inde- pendent hyggjast 56 prósent kjósenda í Staffordshire kjósa Verkamanna- flokkinn en aðeins 28 prósent íhalds- flokkinn. Reuter Frakkland: Flokksþingi franskra sósíal- ista, flokks Mitterrands forseta, lauk í hálfgerðri ringulreið í gær og í fyrsta sinn frá árinu 1971 var ekki samþykkt ein- hJjóða stefnuyfirlýsing að þingi loknu. Ástæða þessa var ósam- lyndi þeirra innan flokksins sem vonast eftir að taka við af Mitterrand þegar fram líða stundir. Fréttaskýrendur segja þetta ósætti flokksfélaga per- sónulegt áfall fyrir forsetann sem reyndi að miðla málum milli andstæðra fylkinga innan flokksins. Allt aö sjö fiokksbrot áttu í deilum á þinginu síðustu daga en harðasti, og jafhframt djúp- stæðasti, ágreiningurinn er milli stuðningsmanna Laurent Fabius, fyrram forsætisráð- herra, og annars hóps flokks- félaga undir forsæti Pierre Mauroy og Lionel Jospin kennslumálaráðherra. Deiluaðilar áttu í samninga- viðræðum aðfaranótt sunnu- dags og í gærmorgun en þær viöræður runnu út í sandinn. Heimildarmenn innan flokks- ms segja að þeir muni hittast að nýju í París á morgun, þriðjudag, og reyna að ná sátt- um. Ef þeir ná samkomulagi má búast við aö framkvæmda- nefnd samþykki stefnuyfirlýs- ingu flokksins fyrir hönd flokksfélaga á miðvikudag. Jospin og Fabius, sem báðir vilja útnefningu flokksins til forseta árið 1995 þegar Mitter- rand mun að öllum líkindum víkja úr embætti, hafa hvor um sig stuöning tuttugu og níu pró- sentflokksfélaga. Rcutcr Newsweek: Áætlun um árás á Rabta Bandarísk yflrvöld höfðu gert áætlun um hemaðaraðgerð gegn efnaverksmiðjunni í Rab- ta í Líbýu sem grípa átti til ef ekki tækist meö diplómatískum leiöum að koma í veg fyrir að starfsemin í verksmiðjunni kæmist á fullan skrið. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins News- week. Eldur kom upp i efnaverk- smiöjunni í síðustu viku og hef- ur Bush Bandaríkjaforseti sagt að eldsvoðinn hafi augljóslega lamað starfsemina. Newsweek hefur það eftir heimildarmönn- um innan Bandaríkjastjórnar aö áður en eldurinn kom upp hefði Bush þegar ákveðið að láta stöðva starfsemi efnaverk- smiðjunnar. Líbýumenn full- yrða að í verksmiðjunni hafi einungis veriö framleidd lyf og halda því fram að um íkveikju i henni hafl verið að ræða. Bandaríkjastjórn hefur vísað því á bug að hún hafi átt aðild. að brunanum. Nákvæm staðarákvörðun verksmiðjunnar í Rabta og ann- arra mikilvægra mannvirkja í Miöausturlöndum er til í tölvu í Bandaríkjunum aö því er segir í Newsweek. Hægt er að mata þá tölvu með skipunun um stýriflaugaárás á viðkomandi staði. Er sagt að Reagan, fyrr- um Bandaríkjaforseti, hafi látiö setja slíkar upplýsingar í tölv- ur. í Newsweek sagði að starf- semin i Rabta hefði fariö fram nógu lengi til að hægt heföi ver- ið að framleiða birgðir af sinn- epsgasi og taugagasi og að svo virtist sem þessar birgðir hefðu ekki skemmst í eldsvoðanum. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.