Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 19. MARS 1990: 15 Opið bréf til Ólafs Ragnars Grímssonar flármálaráðherra: Almennt lækningaleyfi - auðlindaskattur? Ég á inniliggjandi almennt lækn- ingaleyfi hjá heilbrigðisráðuneyt- inu, líklega eitt hið fyrsta á nýja verðinu. Ég hef greitt mína erfðaskatta, tekjuskatta, bifreiðaskatta, fast- eignagjöld og hvað þetta nú allt heitir og bara þótt það nokkuð sjálfsagt, líka greitt samviskusam- lega 3,6% af launum til endur- greiðslu námslána, greitt af verð- tryggðum lífeyrissjóðslánum, hús- næðislánum og bankalánum, svona eins og hinir, til að eignast þak yfir höfuðið. Þessum nýja skatti get ég ekki tekið þegjandi. Leiðin til jöfnuðar? Ég skil ekki af hverju það á að kosta stórfé að fá staðfest að ákveðnu námi og vinnu sé lokið. Ég skil ekki af hverju það þarf að kosta 50 þúsund krónur að heita iæknir, á meðan það kostar ekkert að heita viðskiptafræðingur eða prestur og fimmtán hundruð að heita verkfræðingur eða arkitekt. Sumir þeirra komast nú í ýmsar „gullnámur" líka. Ég skil reyndar ekki af hveiju það á að opna mér „námu“ að bera eitthvert starfsheiti. Ég skil ekki af hverju fjármálaráðherra kýs að ákveða að svo skuh vera. Það er sem betur fer ekki og á ekki endi- lega að vera það sama að heita læknir og að vera stórvirk vélgrafa í féþúfu! Vilt þú virkilega selja mér „passa“ nú aö þeirri auðhnd, sem þú kýst að kaha sjúklinga og Tryggingasstofnun, sem ég megi nýta svo sem eftir tíu ár? Er það Kjallarinn Anna Kjartansdóttir aðstoðarlæknir, líffræðingur og húsmóðir stefna og vilji þinn og þíns flokks að mér, sem og öðrum læknum, verði tryggður aðgangur að „gull- námunni" að 5 th 10 árum hðnum? Er það ekki það sem þú eða þinn aðstoðarráðherra ert vhjandi eða óviljandi að segja með þessari rök- semdafærslu? Ég furða mig á þessu. Ég hélt að þetta væri leiðin th jöfnuðar! - Er einu sinni nokkuð víst að ég fái vinnu? Ég hef hingað til stutt Alþýðu- bandalagið og keypt mitt Þjóðvilja- blað. Því er ég sárreið að bera nokkra ábyrgð á þeirri ókurteisi, þeim dólgshætti, er mér nær að segja, sem hefur viðgengist undan- farið úr þeirri átt. Mitt atkvæði og fleiri munu falla dauð á næstunni. Ég hef nú þegar sagt upp Þjóðvilj- anum. Það er hægt að ræða við fólk og það er hægt að svara. Það má beita rökum. Það er óþarfi að beita rangfærslum. Á að skattleggja væntanlegar tekjur? Hvað ofangreint mál varðar þá sýnfet mér óveijandi að einn mað- ur geti hrært að geðþótta í gjald- skrá sem þessari. Það eru ýmsir möguleikar til að skatta háar tekj- ur en það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að skatta væntanlegar tekjur. í okkar thfelli - aðstoðarlækna - eru engar faldar tekjur. Við fáum föst mánaðarlaun á bilinu 85-94 þúsund, 7 'A tíma á mánuði í sk. fræðsluundirbúning, sumir njóta bifreiðastyrkja og við fáum laun fyrir yfirvinnu. Frá Tryggingastofnun fá sumir 1-2 þúsundkalla þrisvar th fjórum sinnum á ári fyrir vottorðaskrif Qietta hef ég nú aldrei skhið!). Það ættu að vera hæg heimatökin að finna út úr þessu. í mínu tilfelli get ég upplýst að á árinu 1989 voru launatekjur mínar (og aðrar starfs- tengdar greiðslur og hlunnindi) 1.704.916 krónur og ökutækjastyrk- ur 16.971 króna, dagpeningar 0 kr., námskeiðsgjald 0 kr. og ferðastyk- ur enginn, fyrir læknisvottorð 0 kr„ frá Tryggingastofnun 0 kr. Ég vann aht árið. í dag hef ég kr. 93.111 í mánaðar- laun og næturvinnutaxti er 967 kr. Með því að greiða minn tekjuskatt er ég því u.þ.b. 84 tíma í nætur- vinnu að hala inn þessar 50 þús- undir. Eða átti ég að segja - að neita mér ekki nema tíu sinnum um það að fara út að borða - og það væri líklega hið kórrétta verðmætamat, eða hvað? í tekjumöguleikunum, yfírvinn- unni, á okkar gæfa að hggja. Ég þekki af eigin raun það heimhislíf sem fylgir 200 tím'á yfirvinnu á mánuði. Ég þekki ýmsar útgáfur þar sem annar eða báðir aðilar (eig- inmaður/eiginkona) vinna þá vinnu og ég staðhæfi að þetta er ekki öfundsvert!!! Ég fullyrði einnig að ekki sé hyggilegt að hvetja th þess. Vitið þið að læknar eiga líka börn? Eruð þið þá tilbúin að hlúa að þeim á meðan við nýtum okkur tekju- möguleikana? Eða mættum við náðarsamlegast stilla þessu í hóf? Við ákveðum ekki fjölda stöðugilda á spítulum þessa lands en einmitt af þeim fjölda ræðst vaktatíðni okkar og tekjur. Mig grunar að það hafi reynst hagkvæmara fyrir atvinnurekand- ann að gjörnýta og jaska úr þremur mönnum en að ráða fjóra! Mér er til efs að hagsmunir lækna hafi þar verið hafðir að leiðarljósi. Kemur ekki málinu við Ég sem fæddist svona tíu til tutt- ugu árum of seint! (?) og hef því keypt ýmislegt dýrara verði en margir ráðamenn þessa lands vil ekki þessa óundirrituðu ávísun á auðlind. Ég kæri mig ekki um að greiða nú líka menntunarskatt eða auðhndaskatt. Læknar hafa mikla tekjumögu- leika, mælti aðstoðarráðherra. Það kann að vera rétt um flesta. Mér finnst það ekki koma málinu við. Verða þetta einu svörin sem við fáum? Eg hvet þig th að endurskoða þessa afstöðu. Gætir þú að öðrum kosti í al- mætti þínu selt mér bara takmark- að lækningaleyfi? Á svona fimmtán hundruð krónur, ja - og þó að það væri fimmtíu hundruð? Ég ætla nefnhega ekki að sækja í þessa miklu auðhnd sem sjúklingar pg Tryggingastofnun teljast vera. Ég ætla ekki að heQa neinn rekstur. Mér er jafnvel sama þó ég geti ekki skrifað lyfseðil fyrir frænku. Mig vantar bara „passa“ th framhalds- náms í óarðbærri grein.,.. Anna Kjartansdóttir ,,Er það stefna og vilji þinn og þíns flokks að mér, sem og öðrum læknum, verði tryggður aðgangur að „gullnám- unni“ að 5 til 10 árum liðnum?“ Sjósókn og framtíðin Lesandi góður. Aht frá land- námsöld hefur sjósókn verið grundvallarforsenda fyrir búsetu fólks í landinu og er enn. Ekki eru nokkur þau teikn á lofti sem benda th annars en að svo verði um ófyr- irsjáanlega framtíð. En fiskistofnarnir við landið eru orðnir takmörkuð auðlind, fyrst og fremst vegna þess að tæknhegar framfarir um borð í fiskiskipum hafa verið stórstígar á síðustu árum. Allar hafa þær samt verið th góðs. Sjóslys og fjölmiðlar Nú hefur tekist svo vel th að mannskaðar, sem áður hjuggu stór skörð í raðir sjómanna, eru orðnir áberandi minni en áður var. Því virðist sem öryggismál sjómanna séu nú loksins að komast í réttan farveg og engin ástæða til að van- treysta þeim aðhum, sem þar halda á málum, með framhaldið. Það er staðreynd að á árinu 1989 fórust aðeins 5 íslenskir sjómenn í fjórum sjóslysum við sín skyldu- störf! Það er að vísu 5 sjómönnum of mikið en ákaflega athyghsverð staðreynd. Sjósókn á íslandsmið- um krefst sem betur fer ekki lengur þeirra miklu mannfórna sem hún hefur krafist í gegnum aldirnar. Stór sjóslys þar sem hehu áhafn- irnar, oft tugir manna, fórust eru orðin áberandi sjaldgæfari en áður var. - En svona hlutir eru ekki fréttir í fjölmiðlafári nútímans! Framtíð hvalveiða Gaman væri að spyija grænfrið- Kjallarmn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur unga hvort ekki sé betra að drepa einn hval, sem gefur af sér fleiri tonn af góðum mat, en tugi naut- gripa, hundruð sauðfjár og tug- þúsundir kjúklinga th að framleiða sama magn af kjöti? Ef menn ætla að halda áfram að éta kjöt, og það er ljótt að drepa dýr, hlýtur svo að vera. En fyrst þarf að sanna það fyrir þjóðum heims að hvalir séu ekkert í útrým- ingarhættu. Manni finnst stundum eins og það sé bara einn íslending- ur sem nennir eitthvað að legga á sig th að koma hvalveiðunum í gang aftur á íslandsmiðum. Einkaframtak eins manns er ekki nóg, það verður miklu meira að koma th. Hvalveiðar munu verða stundaðar í framtíðinni á íslands- miðum, það er ljóst. Þaö á að leggja miklu meira í baráttuna fyrir hval- veiðunum en nú er gert og ýta und- ir það á allan hátt að hvalveiðarnar fari sem allra fyrst aftur í gang. Klak sjávarfiska Svo er annað sem ekki hefur ver- ið rætt sem skyldi af fiskveiðiþjóð- inni. Hvers vegna stundum við engar tilraunir með klak sjávar- fiska? Er hægt að styrkja fiskistofn- ana okkar sem einhverju nemur með kiaki sjávarfiska? Fyrir um það bil 5 árum var sýnd í íslenska sjónvarpinu fræðslumynd um slík- ar tilraunir sem Norðmenn stóöu fyrir. Fræðslumynd þessi var óskap- lega athyglisverð og þar kom fram að hægt væri með ótrúlega litlum tilkostnaði að koma á legg þorsk- seiðum sem væru álíka mörg og allur þorskstofninn við Lófóten gefur af sér í meðalári. Kannski hafa staðreyndir í þessari fræðslu- mynd verið ýktar eða ekki rétt með þær farið á einhvern hátt. - Eða hvað? , Nú fyrir nokkru bárust svo frétt- ir frá Danmörku þess efnis að Dan- ir væru að hefja klak sjávarfiska í stórum stíl til að veiða í danskri lögsögu. Er nú ekki löngu orðin þörf á umræðu um og tilraunum með klak sjávarfiska við íslands- strendur? Að drepa fiskinn á borðstokknum En hvað er næst í fiskveiðum hér við ísland? Eru fjármagnsfrek fljót- andi frystihús, eins og frystitogar- arnir okkar, besta lausnin? Sjálf- sagt ef menn ætla að halda sig við að frysta mestan hluta aflans eins og nú er gert. En gefur það mest af sér? Vilja ekki allir borða sem ferskastan fisk hvort sem þeir eiga heima á íslandi eða annars staðar? Það segir sig sjálft að því meira sem við getum selt af ferskum fiski því meira gefa fiskveiðamar af sér. Geymsluþohð er vandamáhð. Á ‘þeirri staðreynd grundvahast th- vera frystihúsanna. Af hverju er allur bolfiskur, sem veiðist á ís- • landsmiðum, drepinn á bonðstokkn- um? Er það örugglega rétt? Því er ekki hægt að geyma eitthvað af fiski lifandi eftir að hann er veiddur og koma með hann lifandi að landi? Er það eitthvað vitlausari hugsun en að vera að rækta fisk í kvíum út og suður um allan sjó og í ahs konar verksmiðjum uppi á landi? Hvers vegna eru ekki sjókvíar fyrir utan Reykjavík þar sem sjó- menn „landa" afla sínum lifandi? Það gætu verið nokkrar kvíar fyrir ýsu, nokkrar fyrir lúðu, kannski ein fyrir steinbít og svo framvegis. Fisksaiar á höfuðborgarsvæðinu gætu þá alltaf boðið nýjan fisk af öllum tegundum. Fiskvinnslu- stöðvar í landi myndu þá láta sækja það sem æskilegt er að fá af fiski til verkunar þann daginn. Því geta ekki til dæmis Vestmannaeyingar geymt fisk f einhverjum mæli lif- andi úti á milli eyja og sótt hann eftir þörfum? Við myndum geta fengið miklu meira aflaverðmæti fyrir fiskinn okkar með svona vinnubrögðum. Og það eru engin óleysanleg tækni- leg vandamál sem koma í veg fyrir þetta. Það segir sig sjálft að á „skít- fiskiríi" verður sjálfsagt að drepa allt sem í veiðarfærin kemur. En það er ekki sjálfgefið að svoleiðis skuli það vera um alla framtíð meö bolfiskveiðarnar. Á kannski hug- takið „skítfiskirí" eftir að fá nýja merkingu? Þá merkingu að drepa fiskinn á borðstokknum? Það væri óskandi. Já, lesandi góður, það eru margir möguleikar við fiskveiðar og fisk- vinnslu sem eru ókannaðir og óreyndir. Margir þeirra möguleika eru og verða alltaf draumsýn en aldrei veruleiki. En innan um leyn- ast samt alltaf einn og einn mögu- leiki sem verður að staðreyndum í framtíðinni. Brynjólfur Jónsson „Af hverju er allur bolfiskur, sem veiö ist á íslandsmiðum, drepinn á borð- stokknum?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.