Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 32
r Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn Awglýsingat - Askritt - Dreifing: Simi 27022 1 ■ I Slökkviliðið var í gær kailað út til að slökkva í ísskáp i geymslu á jarð- hæð fjölbýlishúss við Fannafell. Áður hafði maður reynt að draga ísskápinn út og var óttast að hann hefði fengið reykeitrun. DV-mynd S Á slysadeild eftir íkveikju Maður var fluttur á slysadeild eftir að hafa reynt að draga brennandi ísskáp út úr fjölbýlishúsi við Fanna- fell í Breiðholti laust eftir hádegið í gær. Manninum varð þó ekki meint af. Talið er fullvíst að unglingar hafi kveikt í ísskápnum því hann var ótengdur og hafði verið komið fyrir í reiðhjólageymslu. Töluverður reykur og sót barst um geymsluna áöur en slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins. Eldurinn var mestur í plasti ofan á ísskápnum. -GK Seltjamames: Sameiginlegt framboð Allt bendir til þess að sameiginlegt framboð minnihlutaflokka verði á Seltjamarnesi fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar. Flokkarnir ákveða. þetta endanlega á fundum í kvöld. Reiknað er með að allir verði með og að bæjarmálafélag verði stofnað á morgun. Prófkjörsreglur liggja fyrir. Bæjarstjórnarfulltrúar Framsókn- arflokks og Alþýðubandalags, sem mynda minnihluta í bæjarstjóm, hafa sagt aö þeir gefl ekki kost á sér. Alþýðubandalag, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur mynduðu nefnd um framboðið. Borgaraflokk- ur og Kvennalisti hafa einnig komið við sögu. Sjálfstæðisflokkurhefurfjóraafsjö bæjarfulltrúum á Seltjarnarnesi. -sme LOKI Er þetta ný áætlunarleið: Grænland - Faxaflói? Ferjuflugvél í gærkvöldi: Frjálst, óháö dagblaö MANUDAGUR 19. MARS 1990. Lenti á síðustu bensíndropunum Tveir menn á Cessna 340 fetju- flugvél, sem voru að koma frá Bandaríkjunum, lentu á síðustu bensíndropunum áKeflavikurflug- ' velli um hálfellefuleytið í gær- kvöldi. Flugvél Flugmálastjórnar fylgdi vélinni síðasta spölinn inn til lendingar og þyrla Landhelgis- gæslunnar var einnig farin á loft. Þegar flugvélin var stödd á annaö hundraö sjómílur vestur af íslandi varð jjóst að tæpt yrði að véhn næði til íslands. Flugmennirnír áttu í vandræöum með að dæla eldsneyti frá varatanki yfir á aðalt- ank, Fiugvél Flugmálastjórnar fór til móts við flugvélina og TF-SIF fór í loftið klukkan 22.24. Fimm minút- um seinna lentu flugmennirnir í Keflavík og mátti þá ekki tæpara standa með bensín. Nóg eldsneyti var á varatanki en það kom flug- mönnunum ekki að notum þar sem ekki tókst að dæla yfir á aðaltank. -ÓTT Fimmtán ára gömul stúlka beið bana í bílveltu á veginum milli Eyrarbakka og Stokkseyrar eftir hádegið í gær. Hún var farþegi í bílnum en ökumaðurinn slapp án verulegra meiðsla. Bíllinn fór margar veltur og er ónýtur eftir slysið. DV-mynd Kristján Einarsson Prófkjör hjá Nýjum vettvangi Ragnheiður Davíðsdóttir var kjörin formaður Nýs vettvangs á um 200 manna fundi sem haldinn var á Hótel Sögu um helgina. Opið prófkjör fer bráðlega fram á vegum samtakanna. Á fundinum lýstu þau Kristín Á. Ólafsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Hrafn Jökulsson því yfir að þau mundu taka þátt í prófkjörinu. -hlh Veðrið á morgun: Víða snjó- koma eða slydda Á morgun verður allhvöss eða hvöss austanátt um mestallt landið. Víða verður snjókoma eða slydda sunnanlands, en úrkomu- lítið norðanlands. Heldur hlýn- andi veður. Haglabyssum og riffli stolið Tveimur haglabyssum, riífli, raf- magnsgítar og hljómtækum var stol- ið úr kjallaraíbúð í Þingholtunum einhvern síðustu daga. Eigandinn er sjómaður sem hafði verið frá í 15 daga en þegar hann kom heim í gær vantaði þessa hluti. Ekkert annað var hreyft í íbúðinni. „Ég reikna með að verðmæti þess- ar hluta sé ekki undir 200 þúsund krónurn," sagði eigandinn, Þórður Magnússon, í samtali við DV. „Það merkilega við innbrotið er að þjóf- arnir virðast hafa valið þessa hluti úr en látið annað vera. Þeir hafa skilið dýra hátalara eftir og einnig plötspilara og ekkert var skemmt.“ Þórður sagði að engin leið væri að sjá hvernig þjófarnir hefðu farið inn í íbúðina. Hins vegar hefði eldhús- gluggi verið opnaður innan frá og þýfið líklega flutt þar út enda hægt að leggja bíl upp að glugganum. Á efri hæð í húsinu búa tvær fullorðn- ar konur en þær urðu engra manna- ferða varar í kjallaranum þann hálfa mánuð sem Þórður var á sjónum. Gítarinn, sem stolið var, er af sjald- gæfri tegund, Hohnes St. Scorpion Professional. Byssurnar eru hins vegar af alþekktum gerðum. Rann- sóknarlögreglan vinnur nú að lausn málsins. -GK Jarðskjálftar frá Krísuvík Tvær jarðskjálftahrinur gengu yfir suðvesturhornið aðfaranætur laug- ardags og sunnudags. Upptök þeirra voru á Krísuvíkursvæðinu en þaðan hefur orðið vart jarðskjálfta mörg undanfarin ár. Sterkasti skjálftinn mældist um 3,4 á Richter. -gse Brotist inn í átta bila Brotist var inn í átta bíla við Engja- sel í Breiðholti um helgina. Bílarnir voru allir í bílageymslu og hafa þjóf- arnir fyrst brotið hana upp og gengið svo á röðina og brotist inn í hvern bílinn af öðrum. Nokkrar skemmdir urðu á öllum bílunum en óverulegu stolið úr þeim. -GK Lyft af haf sbotni Ægir Már Kárason, DV, Keflavik; Þórey GK 123, 9 tonna trillan sem sökk út af Garskaga síðastliðinn fimmtudag, náðist af hafsbotni og liggur nú við bryggju í Garðinum. Það var Haförninn KE 14 sem lyfti Þóreyju og dró að landi. Hún var á 24 metra dýpi. Björgunin tókst vel. Báturinn er mikið skemmdur. NYJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 Úti að aka í 40 ár BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00 i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i 5 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.