Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. 11 Utlönd Mótmæli fyrir utan breska sendiráð- ið i Bagdad i írak á laugardaginn. Simamynd Reuter Útiloka ekki njósnir Bazofts Tveir þekktir breskir njósnasér- fræðingar hafa ekki útilokað að blaðamaðurinn Bazoft, sem tekinn var af lífi í írak á fimmtudaginn, hafi unnið fyrir ísraelsk eða bresk yfirvöld. Bazoft var handtekinn í september síðastliðnum er hann var að kanna fregnir um sprengingu í leynilegri herstöð suðvestur af Bagdad og var hann fundinn sekur um njósnir. Annar njósnasérfræðinganna, sem er þingmaður, sagði að Bazoft hefði líklega heyrt eitthvað sem hefði getað orðið bitastætt fyrir ísraela, reynt að kanna málið og verið gripinn. Þing- maðurinn sagði það vera vitað að Bazoft hefði íjórum sinnum síðustu tvö árin boðist til að njósna fyrir bresku lögregluna. Þess vegna væri það ekki ólíklegt að hann hefði boðið ísraelum þjónustu sína. Það var Dou- glas Hurd, utanríkisráðherra Breta, sem greindi frá því á þingi að Bazoft hefði boðið bresku lögreglunni upp- lýsingar. í forsíðufrétt breska vikublaðsins Observer í gær sagði að háttsettir menn innan bresku stjórnarinnar hefðu staðfest að blaðamaðurinn Farzad Bazoft hefði ekki verið njósn- ari. Hundruð þúsunda manna urðu við tilmælum stjómarinnar í írak um að efna til mótmæla vegna fordæm- ingar breskra yfirvalda á aftöku Baz- ofts og gengu fram hjá breska sendi- ráðinu í Bagdad á laugardaginn. Sungu þau slagorð og veifuðu borö- um með áletrunum fjandsamlegum Bretum. Sendiherra Bretlands hefur yerið kallaður heim frá írak en enn eru eftir um tuttugu starfsmenn í sendiráðinu. Efnt var til mótmæla víðs vegar um írak á laugardaginn. Forseti íraks, Saddam Hussein, kom óvænt í heimsókn til Fahd, kon- ungs Saudi-Arabíu, á laugardaginn. Ekki hefur verið greint frá í hvaða tilgangi Hussein fór í þessa heimsókn en búist var við að hann myndi fal- ast eftir stuðningi Saudi-Araba vegna ágreiningsins við bresk yfir- völd. Saudi-Arabía studdi írak í Persaflóastríðinu. Málgagn yfirvalda í Sýrlandi hvatti í gær til þess aö Hussein, forseta ír- aks, yrði steypt. Sakaði blaðið forset- ann um gróf mannréttindabrot en aftaka Bazofts var ekki nefnd. í blað- inu var sagt að íraska þjóðin hafnaði stjórn Husseins og væri staðráðin í aðsteypahenni. Reuter n «*■ Vikulegt dagflug til Mallorca í sumar 4 d % Aldrei betra verð 'k'k 30 daga ferð 22. apnj Verð ftá 38.000 staógreiðstuverö, 2 fuðoróuir og 2 Mru, cðst 56.000,- * staðgreiðsluverð 2 í íbúó 2ja-16 ára, \ \ Þ vikna ferðir 22 maí/n ■■ . Verö frá 44 S m/4- sept. °g 2 börn, 2ja~ll eöa 66.100- ara, Geröu kröfur um gott og öruggt sumurleyfí - þaö gera okkar farþegar. Miðaó vió gæói (WtdMm Hallveigarstíg 1 - sími 28388 ^ERÉcÍroRYOU^cXr ^ ( hljómtæki, 25% afsláttur EjyJ hljómtæki, 25% afsláttur mmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^mmi^mmmmmmmmmmmmmmmi^^m Goodmans hljómtækjasamstæður, 30% afsláttur Mikiö úrval geisladiska, 50% afsláttur Ármúla 17, símar 68 88 40 - 68 51 49 - 83176 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.