Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 28
hHHH 36 MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. Tarðarfarir Helga Jóakimsdóttir lést_10. mars. Hún fæddist í Hnífsdal 11. ágúst 1904, dóttir hjónanna Margrétar K. Þor- steinsdóttur og Jóakims Pálssonar. Helga kvæntist Haildóri Ingimars- syni en hann lést áriö 1967. Þau hjón- in eignuðust fimm börn. Útfór Helgu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag kl. 13.30. Karl G. Guðfmnsson fyrrum bóndi, Hverfisgötu 112, Reykjavík, andaðist í Landakotsspítala 4. þ.m. Útfór hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásta Ólafsdóttir, Fannborg 1, Kópa- vogi, lést laugardaginn 10. mars í Landakotsspítala. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingileif Eyleifsdóttir, Vesturgötu 161, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 12. mars. Jarðarfórin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. mars kl. 14. Guðrún Óskarsdóttir, Hringbraut 36, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaöakirkju þriðjudaginn -20. mars kl. 13.30. Útfór Önnu Jónsdóttur, Meðalholti 12, Reykjavík, sem lést á heimili sínu 11. mars sl„ fer fram frá Háteigs- kirkju þriðjudaginn 20. mars ki. 13.30. Jafet Egill Ottósson, Álftamýri 22, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju þriðjudaginn 20. mars kl. 15. Guðbjörg Jónsdóttir frá Uxahrygg, til heimilis að Hvassaleiti 56, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju miðvikudaginn 21. mars kl. 13.30. Andlát Ásdís Kolbeinsdóttir lést á Borgar- spítalanum föstudaginn 16. þ.m. Sigríður Erlendsdóttir, Álfaskeiöi 92, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspít- ala, Hafnarfirði, föstudaginn 16. mars. HMC CK E_ M 0 0 £ C 0 L l E C T J_0N INThKSMIONAL Qx FERINGARMÖMMUR - FERMNGARÖMMUR Kápur - dragtir - kjólar Glæsilegt úrval m'juvnrtniH V/LAUGALÆK, SÍMI 33755 ■ MARSTILBOÐ HELÐSLUBORVÉL MEÐ HÖGGI Tilboðsverð kr. 9.735,- Sölustaðir um land allt SINDRA AASTALHF Pósthólf 880, Borgartúni 31, 105 Reykjavík, sími: 627222 Merming__________________pv Sannleikurinn og lífið Hvað er sannleikur? Gerir sannleikurinn okkur frjáls, eöa erum við kannski betur komin á meðan hann liggur í þagnargildi. Hann meiðir þá engan á meðan. Eða hvað? í leikritinu um Hótel Þingvelli er kallað eftir sann- leikanum. Yfir lífi einstaklinganna hvílir óræður skuggi og hver vindhviða ber með sér hrollkalda vissu um það að átök séu í nánd. Smám saman verður ljóst að uppgjör er óumflýjaniegt og þó að það sé sársauka- fullt verður ekki við snúið. Þessi efniskjarni gæti borið uppi vangaveltur um sögu lands og þjóðar og fyrirhafnarlítiö væri að heim- færa hann upp á atburði síðustu áratuga. En höfundurinn, Sigurður Pálsson, fléttar saman marga þætti í leikritinu. Örlög einstaklinga og saga þjóðar tvinnast saman og höfundur nýtir sér ýmis tákn og vísanir til þess að dýpka merkinguna. Form- gerð verksins á leiksviðinu undirstrikar líka þennan tvíeina tilgang: Að tengja tilvist okkar og líf í þessu landi í ellefu hundruð ár daglegu amstri og samskipt- um einstakiinga, sem komnir eru fram á brún hengi- flugs, kannski meöfram vegna sjálfsblekkingar og andvaraleysis. En samt er það fyrst og fremst dramatísk fjölskyldu- saga sem hann segir okkur er við fylgjumst með gest- um og heimamönnum á Hótel Þingvöllum einn örlaga- ríkan sólarhring í „vertíöarlok". Leikritið er greiðlega samið, framvindan eðlileg og töluvert spennandi þó aö snemma í verkinu sé með góðum vilja hægt að ráða í hvar fiskur liggur undir steini. Mannleg samskipti eru í fyrirrúmi og skýringar á atferli og afstöðu persónanna koma smám saman í ljós. Undir lokin fannst mér þó gripið til fremur ódýrra lausna þegar hrein tilviljun er látin ráða örlögum per- sóna. Þá slaknaði á spennunni og þar sem hefði átt að verða tragiskur hápunktur, lognaðist sagan ein- hvern veginn út af. Textinn ber merki höfundar síns, ljóðrænn á köflum, en tekur svo dýfur þegar tilfmningahiti og innibyrgð reiði fær útrás. Það haustar á Þingvöllum. Öll náttúran ljómar í feg- urstu litum en það eru veðrabrigði í lofti. Annasamt sumar er að baki og vetrarkvíði sest aö í hugum fólks- ins. Leikmynd Hlínar Gunnarsdóttur er sérstaklega vel útfærð og styður hugblæ og inntak verksins. Hótelið í forgrunni, gjáin, vatniö og íjallahringurinn í bak- grunni mynda stórbrotna umgjörö um þau örlög sem tilreidd eru í verkinu. Leikmyndin er formsterk og Hallmar Sigurðsson leikstjóri nýtir hana vel bæði sjón- rænt og eins til að ná fram dramatískum áhrifum. Lýsing Lárusar Bjömssonar er fallega unnin og Lár- us H. Grímsson semur tónlist sem stendur undir því að vera hluti af verkinu, leikhústónlist í besta skiln- ingi. Hótel Þingyellir er sumarhótel og þar ræðum ríkjum frú Petrína Óskars sem um árabil hefur stjórnað því. Hún er jarðbundin og vinnusöm og vill hafa allt í föst- um skorðum. í óljósum bakgrunni er saga af slysförum eigin- mannsins sem drukknaði í vatninu eina óveðursnótt fyrir mörgum árum. Fram kemur að hann hafi verið hugsjónamaður og algjör andstæða Petrínu sem hefur skömm á hvers kyns hugarvingli. Kannski er það þess vegna sem börn hennar tvö hafa hvort á sinn hátt gert uppreisn gegn henni. Sonur- inn, Theodór, leitaði frelsis í hömlulausu líferni en beið óbætanlegt tjón af eiturlyfjaneyslu og er síðan blindur og haldinn ofskynjunum. Dóttirin, Tinna, finn- ur aðra leið til uppreisnar. Auk íjölskyldunnar koma við sögu næturvörðurinn á hótelinu, hótelgestir í haustlitaferð, jarðfræðingur, sem stundar rannsóknir á staðnum og síðast en ekki síst dularfull kona frá Ameríku sem reynist mikill örlagavaldur í lífi þessa fólks. í síðustu viku gafst kostur á að endurnýja kynni við eitt af fyrstu leikritum Sigurðar Pálssonar, stríðsára- króníkuna Hlaupvídd sex, sem sýnt var á skólasýn- ingu í FB. Sú sýning reyndist skemmtilegur prólógus að þessari og ef grannt er skoðað má greina ákveðin tengsl á milli þessara tveggja verka þó að gjörólík séu. í báðum verkunum eru konur í brennidepli. Örlög þeirra ráðast á miklum umbrotatímum þegar allt þjóð- félagið tekur kollsteypu og ótrúlegar breytingar verða á skömmum tíma. Fyrra verkiö gerist við upphaf tíma bils, hið seinna er eftirmæli og lýsir persónulegu upp- gjöri undir lok þess. Lýsing karlmannanna í þessum verkum er fremur LeiJdist Auður Eydal léttvæg og lýtur fyrst og fremst því lögmáli aö dýpka og skýra mynd kvennanna. Þetta á að vísu ekki við um næturvörðinn unga á Hótel Þingvöllum, sem er harla fámáll en mjög veiga- mikil persóna í verkinu engu að síður. Þar hjálpast aö handritið og úrvinnslan sem er sterk og hnitmiðuð. Næturvörðurinn, Grímur Viðarr, er að reyna fyrir sér sem leikskáld. Valdimar Örn Flygenring leikur hann. Grímur er staðgengill höfundar í verkinu, augu hans og eyru, og ef til vill gerðist sagan, þegar upp var staðið, aðeins í hugarheimi hans. Valdimar túlkar hér persónu fjarri þeirri „töffaraí- mynd“, sem var um það bil að festast við hann á tíma- bili, og vinnur undir handleiðslu Hallmars Sigurðsson- ar leikstjóra mjög vel úr hlutverkinu. Kristján Franklín Magnús leikur hinn blinda sjá- anda, Theodór, son Petrínu hótelstýru. Hann gegnir í senn hlutverki véfréttar og váboða og torræð ræða hans boðar þung örlög. Kristján leggur töluverð tilþrif í framsögnina en ef til vill hefði kaldari og fjarrænni túlkun skilað sterkari áhrifum. Einhvern veginn tókst ekki sem skyldi að tengja hlutverk Theodórs við verk- ið og aðrar persónur. Petrína Óskars verður í meðfórum Guðrúnar Ás- mundsdóttur jarðbundin, klettur sem hvergi haggast lengi vel. En þegar múrar sjálfsstjórnar hennar hrynja og hún neyðist til að horfast í augu við veruleikann þá skelfur land. Guðrún túlkar Petrínu af innsæi og skilningi, leikur hennar er blæbrigðaríkur og persónu- sköpunin byggð á traustum grunni. Þó hefði mátt tempra ofsaleg viðbrögð hennar og gæða hægari þunga þegar innibyrgðar tilfinningar brjótast út. Hlutverk Eddu Bridges, konunnar frá Ameríku, er hins vegar bæði skrifað og leikið á lágum og hljóðlátum nótum. Sigríður Hagalín birtir ljóslifandi mynd þessar- ar konu sem að vissu leyti hefur verið á flótta alla tíð, síðan hún flutti úr landi. Eina leiðin til að sættast viö fortíðina er að leita upphafsins og til þess er hún kom- in. En áður en varir er hún hrifin inn í atburöarás sem hana óraði ekki fyrir. Fulltrúi hinnar óstýrilátu æsku er Tinna, dóttir hót- elstýrunnar. Inga Hildur Haraldsdóttir túlkar ljóslega með töktum og talsmáta þrjóskulega uppreisn Tinnu sem þrátt fyrir allt reynir sitt til aö nálgast móðurina þó að það beri ekki árangur. Gagnvart jarðfræðingn- um, Leó Leóssyni, er hún hins vegar eggjandi ástmær. Sigurður Skúlason leikur Leó og gerir persónunni snyrtileg skil. í haustlitahópnum sem lífgar töluvert upp á tilver- una á Hótel Þingvöllum síðustu dagana fyrir lokun eru þau Soffia Jakobsdóttir, Karl Guðmundsson, Val- geröur Dan og Gísli Halldórsson, sem hvert um sig vinnur spaugilega smámynd úr fremur þakklátum efniviði. Að öllu samanlögðu fannst mér Hótel Þingvellir býsna vel unnið og ásjálegt verk á sviöi Borgarleik- hússins. Úrvinnsla Halimars leikstjóra er mjög góð, og leikmynd Hlínar sætir tíðindum. Og Siguröur Pálsson hefur staðfest það með þessu leikriti að full ástæða er til að bíða nýrra verka hans með eftirvæntingu. Leikfélag Reykjavikur í Borgarleikhúsi: HÓTEL ÞINGVELLIR Höfundur: Sigurður Pálsson Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson Leikmynd og búníngar: Hlin Gunnarssdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Lárus H. Grímsson. AE Fjölinidlar „Einmana máfur“ Það getur oft verið skemmtilegt að hlusta á þá morgunhanana á Rás 2, Jón Ársæl og Leif Hauksson. Þannig var það líka í morgun. Leifur Hauksson er með skemmtilegri út- varpsmönnum og maður fyrirgefur honum margt „guIlkornið“ sem málfarsræktarmenn rífa hár sitt yfir. Eins og til að mynda í morgun þegar hann í uppljómun var að sigla út í Viðey og sagði frá máfageri sem fylgdi bátnum. Þá vitnaöi Leifur í ijóð og sagöi „Einmana máfur í æti að leit.“ Ég þori að fullyröa aö þetta er ekki rétt með faríð. En maður fyrirgefur Leifi vegna þéss hve skemratilegur útvarpsmaður hann er. Sökum þess hve léleg dagskrá sjónvarpsstöðvanna var í gær- kveldi, sunnudag, gaf ég þeim frí. Og ég á von á þvi að það séu fleiri en ég sem eru að flýja frá sjónvarpi yfir í útvarpshlustun vegna þessa. Það hefur löngum vakið mér undrun, eftir að hinar svo kölluðu frjálsu útvarpsstöðvar komu til sög- unnar, að samkeppni léttmetisrá- sanna, svosem Rásar2, Bylgjunnar og Stjörnunnar, meðan hún var og hét, fólst í því einu að vera eins. Og samkeppni Bylgjunnar og Rásar 2 felst enn í því að reyna aö vera eins. En svo kom Aðalstöðin til sögunn- ar og fór allt aðrar leiðir. Þar er leik- in tónlist fyrir venjulegt fólk og önn- ur efnistök eru með öörum hætti en hjá stöðvunum sem vilja vera eins. Ég hef að visu aldrei verið aðdáandi Eiríks Jónssonar sem útvarps- manns en að honum frátöldum hef- ur Aðalstöðin yfirburöi í minum huga. Sigurdór Sigurdórsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.