Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR.19. MARS 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. • Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Söguleg úrslit Sögulegum kosningum er lokið með sögulegum úrslit- um. Hægri flokkarnir unnu mikinn sigur og það þvert ofan í allar spár og skoðanakannanir. Að sama skapi urðu kosningaúrslitin áfall fyrir jafnaðarmenn en kommúnistar sluppu með skrekkinn og teljast góðir að hafa náð um sextán prósenta fylgi. Sá flokkur hafði áður um og yfir níutíu prósent þegar hann var einn um hituna. Erfitt er að gera sér fulla grein fyrir þessum óvæntu úrslitum en ljóst er þó að Austur-Þjóðverjar hafa kosið að snúa algjörlega við blaðinu og tileinka sér þau sjónar- , mið sem kristilegir demókratar í Vestur-Þýskalandi hafa verið í forsvari fyrir. Helmut Kohl kanslari getur svo sannarlega hrósað sigri, ekki síst þar sem hann lagði mikið í sölurnar og gekk hart fram í kosningabarátt- unni í Austur-Þýskalandi. Það gerðu jafnaðarmenn raunar einnig og það kemur eng'um á óvart að þessir tveir flokkar að vestan hafa nánast gleypt allt fylgið. Þeir sendu peninga, ræðumenn og áróðursvopn austur yfir og mörgum fannst jafnvel nóg um. Margir voru þeirrar skoðunar að slagurinn hefði alls ekki staðið um tilveru Austur-Þýskalands og framtíð þess heldur miklu fremur völd stóru flokkanna í Vestur- Þýskalandi á nýju yfirráðasvæði. Kappið var svo mikið að bæði Þjóðverjum og nágrönnum þeirra stendur ógn af. Þjóðverjar hafa áður valtað yfir nágranna sína og beitt styrk sínum og stærð til að sölsa undir sig völd og lönd og því er ekki að neita að vinnubrögðin í kosning- abaráttunni í Austur-Þýskalandi bera sama keim. Það á að gleypa alþýðulýðveldið með húð og hári. Þessi úrslit munu flýta fyrir sameiningu þýsku ríkj- anna. Helmut Kohl hefur lagt áherslu á skjóta samein- ingu og Austur-Þjóðverjar hafa veitt þeirri stefnu stuðn- ing. Vesalings fólkið er svo uppgefið á hörmungum kommúnismans að það kastar frá sér allri viðleitni til að staldra við og skapa sér samningsstöðu. Þessar kosn- ingar eru staðfesting á uppgjöfmni fyrir austan, þær eru staðfesting á þeim vilja Austur-Þjóðverja að úr því á annað borð sé endi bundinn á kommúnismann sé ekki um annað að ræða en stíga skrefið í einu stökki. Sem má reyndar til sanns vegar færa. Ef Þýskaland sameinast virðist skynsamlegast að hraða þeirri samein- ingu. Sú ákvörðun styrkir að sama skapi stöðu Kohls á heimavígstöðvum og sömuleiðis í viðræðum hans við . aðrar þjóðir. Hann er sterki maðurinn í augnablikinu, hann er sigurvegari kosninganna. Mikill urmull flokka bauð fram í þessum kosningum, þar á meðal Nýr vettvangur sem var aflið sem hrundi gagnbyltingunni af stað. Fæstir þessara flokka hlutu umtalsvert fylgi og í tímans rás munu þeir hverfa jafn- skjótt og þeir urðu til. Austur-Þjóðverjar hafa ekki geng- ið til lýðræðislegra kosninga í hálfa öld. Þeir eru því allsendis óvanir að gera upp hug sinn í kjörklefanum. Samt má ekki gera lítið úr kosningaúrslitunum enda er fólk í Austur-Þýskalandi vel upplýst og veit hvað var í húfi í þessum kosningum. Framtíð alþýðulýðveldisins og framtíð þess sjálfs var lögð undir. Kjósendur höfnuðu flokkakraðaki. Þeir höfnuðu minni háttar ágreiningi. Þeir höfnuðu hálfkáki og þeir þökkuðu fyrri valdhöfum pent fyrir sig. Línurnar eru skýrar þegar talið er upp úr kjörkössunum. Austur-Þjóðverjar vilja komast sem lengst frá öllu því sem kennt er við sósíalisma og komm- únisma. Þeir vita hvað þeir vilja. Þeir hafa reynsluna. Ellert B. Schram Hagvöxtur og orkuver Að undanfórnu hefur mikið verið rætt um að auka þurfi hagvöxtinn hér á landi til aðJífskjörin dragist ekki aftur úr lífskjörum þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Fyrir þá umræðu er mikilvægt að skýrt komi fram hvaða hagvöxt- ur skiptir mestu fyrir bætt lífskjör. Hagvöxtur Hagvöxt má mæla á mismunandi vegu og er því áríðandi að velja réttan mælikvarða með tilliti til til- gangs mælingarinnar hverju sinni. Ef hagvöxtur á að gefa vísbendingu um bætt lífskjör er rétt að leggja til grundvallar vöxt þjóðartekna, þ.e. raunverulega tekjuaukningu þjóðarinnar. Slík mæling getur til dæmis verið vöxtur þjóðartekna í heild eða á mann. Dæmi um aðra mælikvarða er vöxtur í lands- framleiðslu eða í þjóöarframleiðslu en þeir mælikvarðar gefa ekki rétta mynd í þessu samhengi þótt þeir séu oft notaðir. Landsframleiðsla mælir þá fram- leiðslu sem á sér stað í landinu á einu ári. Erlendir aöilar eiga hins vegar tilkall til hluta af þeirri fram- leiðslu sem greiðist í formi vaxta- og arðgreiðslna. Ef sá hluti er dreg- inn frá landsframleiðslunni fæst þjóðarframleiðslan, þ.e. sá hluti framleiðslunnar sem fellur þjóð- inni til. En til þess að ná þeirri framleiðslu hefur hluti af íjárfest- ingu þjóðarinnar notast eða étist upp. Þjóðartekjur taka því tillit til þeirrar eyðingar eða afskriftar og mæla því raunverulega tekjur þjóðarinnar á hverju ári. Aukning þjóðartekna er því til lengri tíma litið grunnurinn að bættum lífs- kjörum. Samkvæmt þessu þýðir aukin landsframleiðsla ekki nauð- synlega bætt lífskjor ef þjóðartekj- ur dragast saman, eins og eftirfar- andi dæmi sýnir. Hagvöxtur orkuvers Gérum ráö fyrir að 40 milljarðar króna séu teknir að láni erlendis til byggingar orkuvers sem gefur 6% hagnað fyrir afskriftir og vexti. Árlegur afrakstur orkuversins þannig mældur er 2.400 milljónir króna. Ef lánið greiðist upp á 40 árum með 5% vöxtum verður fyrsta vaxtagreiðslan eftir bygging- artímann 2.150 milljónir króna en hún lækkar síðan um 50 milljónir hvert ár eftir það. Hver verður hagvöxtur þjóöarbúsins vegna þessara framkvæmda? Á byggingartímanum - segjum þrem árum - má ætla að þjóðar- tekjur aukist um 3% vegna fram- kvæmda og er þá litið framhjá þenslu- og verðbólguáhrifum þeirra sem geta bæði dregið úr hagvexti annars staðar í hagkerf- inu og eins aukið hann. Að bygg- ingartímanum loknum munu þjóð- artekjur hins vegar dragast saman um 3'A% og veröa %% lægri en þær voru fyrir byggingartímann þótt landsframleiðslan aukist um 0,8% við rekstur orkuversins eins og sést í meöfylgjandi töflu. Þjóðar- tekjur munu haldast lægri næstu fimmtán árin, að öðru óbreyttu, eða þar til árleg upphæð vaxta- greiðslna er komin niður í 1.400 milljónir króna. Úr því fara þjóðar- tekjur að aukast. í ofangreindu dæmi eru gerðar strangar forsendur svo dæmið sé einfalt og upplýsandi. Arðsemin gæti til dæmis orðið lægri og vaxta- stigið hærra sem hefði í för með sér enn meiri samdrátt í þjóðartekjum næstu árin eftir byggingu orku- versins. Þá er líklegt að bæði ál- og orkuframkvæmdir hafi í för með sér veruleg þenslu- og verðbólgu- KjaUaiirm Jóhann Rúnar Björgvinsson þjóðhagfræðingur ar standast ekki arðsemiskröfur. Endurskipulagningin og gjaldþrot- in koma til sögunnar. Samdráttur- inn í þjóðartekjum verður því dýpri en ella. Við sjáum af þessu áð hér er um dæmigerðar verðbólgufram- kvæmdir að ræða. Þær þurfa mikið erlent fjármagn og vinnuafl í stutt- an tíma. Hagvöxturinn verður all- verulegur, allt að 5% meðan á framkvæmdunum stendur. Síðan kemur samdrátturinn og erfiðleik- arnir vegna þess misvægis sem hagkerflð er komið í, þ.e. launa- skriðið, vaxtastigið og gengis- skráningin. Við þekkum vel þessa sögu en könnumst ekki við að hún eigi við nú. Aðrir hagvaxtarkostir í hagkerfinu eru fjölmargir „Þjóðartekjur munu haldast lægri næstu fimmtán árin, að öðru óbreyttu, eða þar til árleg upphæð vaxtagreiðslna er komin niður 11.400 milljónir króna.“ Þjóðhagsreikningar: viðbót vegna orkuvers Fjárhæðir Hagvöxtur Afraksturorkuvers 2.400 m. kr. Landsframleiðsla (vöxtur) 2.400 m. kr. 0,8% —Vaxtagreiðslur til útlanda -2.150 m.kr. Þjóðarframleiðsla (vöxtur) 250 m. kr. 0,1% -Afskriftir (afborganir) -1.000 m.kr. Þjóðartekjur (lækkun) -750 m. kr. -0,25% Þjóðhagsreikningar: viðbót vegna orkuvers. áhrif þar sem um 43 milljarða króna erlent fjármagn mun þurfa til kaupa á innlendum aðföngum, vinnuafli og öðru. Þenslan hefur að sjálfsögðu í för meö sér eftirspurnaraukningu á flestum sviðum sem getur komið fram í framleiðsluaukningu, verð- bólgu og viðskiptahalla. Skortur gæti orðið á vinnuafli sem tak- markaði framkvæmdagetu annars staðar í hagkerfinu. Framleiðslu- aukning er auðvitaö hagvaxtar- aukning en eftirspurnaraukningin gefur framleiðendum ranga vís- bendingar þar sem hún byggist fyrst og fremst á erlendu fjár- magni. Framleiðendur gætu fyllst bjartsýni eins og árið 1987 og mætt þeirri eftirspurnaraukningu með fjárfestingarákvörðunum. En þeg- ar erlendu lántökunum linnir kem- ur samdrátturinn. Fjárfestingarn- „Skortur gæti orðið á vinnuafli sem takmarkaöi framkvæmdagetu annars staðar í hagkerfinu,“ segir m.a. i greininni. möguleikar til að auka framleiðsl- una og þar með vöxt þjóðartekna. Hagkerfið er stirt og óhagkvæmt og hefur verið fjötrað niður um áraraðir og er því mikill hagvaxtar- broddur í því einu að losa um slíka fjötra - að opna hagkerfið og ýta undir meiri samkeppni. Þá eru miklir möguleikar í breyttu við- horfi til fiskafurða, að líta á þær sem matvörur en ekki hráefni, að leggja allan metnað í að stórauka gæði og verömæti þeirra afurða því velferð okkar byggist fyrst og síð- ast á þeirri atvinnugrein. Stjórnvöld eiga nú að tryggja stöðugleikann í hagkerfinu en ekki spilla fyrir með einu ævintýrinu enn. Stöðugleikinn er forsendan fyrir heilbrigðu rekstrarumhverfi og grunnurinn að skynsamlegum fj árfestingarákvörðunum og end- urskipulagningu í hagkerfinu, og þar með hornsteinn að auknu efna- hagssamstarfi viö aðrar þjóðir með •þeim hagvaxtarmöguleikum sem því fylgir. Það er einmitt rétti tíminn nú því gott jafnvægi er ríkj- andi í hagkerfinu, tekist hafa skyn- samlegir samningar sem lofa góðu um stöðuleika, auk þess sem fram- undan er mjög viökvæmt skeið í okkar efnahagssögu. Með slíkri hagstjórn munu þjóð- artekjur vaxa jafnt og þétt eins og hjá öðrum þjóðum og skila sér í rikara mæli í nánustu framtíð og þar með í bættum lífskjörum. Orkuver eru hins vegar íjárfesting- armöguleikar framtíðarinnar þeg- ar íslenskt atvinnulíf hefur notið þess hagvaxtar sem afnám fjötra, uppstokkun og endurskipulagning hefur gefið af sér en sá hagvöxtur vegur mun þyngra nú en hagvöxt- ur ál- og orkuvers. Við getum ekki gert allt í einu eða lærum við aldr- ei af reynslunni? Jóhann Rúnar Björgvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.