Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. 35 Fréttir Árnessýsla: Sjúkrabíll í sérflokki Kristján Emarsson, DV, Selfossi: Fyrir áramótin fékk lögreglan í Ár- nessýslu mjög vel útbúna sjúkrabif- reiö til afnota. Lögreglan hefur í mörg ár sinnt flutningum á sjúku fólki í sýslunni. Til umræðu kom hjá stjórnvöldum að aðskilja þennan lið starfsins frá lögreglunni og gera hann að sjálf- stæðu starfi í samráði við sjúkrahús- in. Menn hafa unnið gegn þessum breytingum og var það svo fyrir ára- mótin að dóms- og heilbrigðismála- ráöuneytin staðfestu að halda því fyrirkomulagi sem hefur verið, það er að lögreglan annist þessa flutn- inga. Til að undirstrika ánægju heima- manna ákváðu stjórnendur heilsu- gæslustöðva í Árnessýslu aö leggja lögreglunni til vel útbúna sjúkrabif- reið við þessi tímamót. Bifreiðin hef- ur verið í notkun hjá lögreglunni um nokkurn tíma og reynst vel. Nýja sjúkrabifreiðin er af gerðinni Ford E-350 Econoline Super dísil. Fullkominn búnaður er í bifreiðinni, lyfiabúr, hjartastuðtæki, súrefnis- búnaður, öndunarvél, skurðstofulýs- ing inni og flóðlýsing í allar áttir úti, talstöð, farsími, kallkerfi til stjórn- unar á vettvangi og mjög fullkomin karfa. Sjúkrakarfan reyndist vera svo mikil breyting til batnaðar fyrir lögreglumennina að Rauða kross deildin hér hefur nú gefið þrjár körf- ur til viðbótar og hefur þeim verið komið fyrir í bíium embættisins. Nýi sjúkrabillinn á Selfossi. DV-mynd Kristján Félag Ámeshreppsbúa 50 ára: Glæsileg afmælishátíð Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Á sjötta hundrað manns fiölmenntu á 50 ára afmælisfagnað Árneshrepps- búa sem haldinn var í hinu glæsilega samkomuhúsi Glymi 10. mars. Þar var borðhald og heimatilbúin skemmtiatriði sem burtfluttir Árnes- hreppsbúar fluttu. Lesið var kvæði eftir Jóhönnu Thorarensen, Skagaströnd, einnig las Torfi Guðbrandsson skólastjóri upp kvæðiö Hákarlalegur eftir Jakob Thorarensen. Unga fólkinu tókst nokkuð vel upp með skemmtiatriðin, sérstaklega Herði Jónssyni sem var hreint frábær. Maturinn var sæmilegur og mikill en það vantaði þetta góða bragð að lambasteikinni. Ég álykta að lærin, hafi öll verið soðin í einum stórum potti. Öll þjónusta var snjöll, bæði við bari og í sal. Salurinn skreyttur með alls konar lituöum ljósum enda hef ég aldrei séð jafnmargt fólk fall- egt og þarna. En það hefði þurft að lækka hávaðann í hljómsveitinni. Hann var óþolandi og ekki nokkur leið að ræða saman vegna hans. Fjórir stofnfélagar félags Árnes- hreppsbúa voru hylltir, bræðurnir Jón og Jóhann Guðlaugssynir frá Steinstúni, Guðmundur Guðmunds- son frá Melum og Ólína Þorvarðs- dóttir frá Eyri sem jafnframt gaf fé- laginu 10 þúsund krónur. Guðmund- ur Hólm og ína Jensen eru heiðurs- félagar. Guðmundur gat ekki mætt en Ina var hyllt. Fólk var mætt frá öllum bæjum í Árneshreppi, frá Kol- beinsvík til Skjaldbjarnarvíkur við Geirólfsgnúp, sem ekki hefur verið í byggð síðustu áratugi, einnig mættu burtfluttir Árneshreppsbúar úr flest- um sýslum landsins. Skúli Alexandersson var veislu- stjóri, bráðskemmtilegur með rautt og fallegt bindi, en á dansgólfinu setti hann upp rósótt bindi. Innilegustu þakkir til hinnar 8 manna stjórnar félagsins sem lagði mikið á sig við undirbúning skemmtunarinnar. Hún fór í alla staði mjög vel fram og hefði verið óaðfinnanleg hefði ekki komið til þessi hávaði í hljómsveit- inni. Þá bárust ýmsar kveðjur og skeyti, þar á meöal frá kaupfélags- hjónunum Margréti og Gunnsteini Gíslasyni á Ströndum. Ég óska Ár- neshreppsbúum í heimabyggð sinni og burtfluttum allra heilla í nútíð og framtíð og vonast til að Árneshrepp- ur verði alltaf í byggö því þaðan kem- ur eitt mesta kjarnafólk þjóðarinnar. Hveragerði: 10 ár að greiða upp skuldirnar Þau leiðu mistök urðu við vinnslu greinar um 20 verst stæöu bæjarsjóö- ina á íslandi að Hveragerði féll út úr texta þó bærinn hefði verið merkt- ur inn á kort ásamt upplýsingum um hreinar skuldir og framlegð. Hreinar skuldir Hveragerðis voru 98 þúsund krónur á núvirði á hvern íbúa í árs- lok 1988. Þessi skuld er 24 prósent hærri en árstekjur bæjarins. Fram- legö bæjarsjóðs, það er tekjuafgang- ur fyrir greiðslu á fiármagnskostn- aði, var um 13,9 prósent. Miðað við óbreyttan rekstur tæki það bæinn um 9 ár og 10 mánuði að greiða upp skuldir sínar. Greiðslustaða Hvera- gerðis var bág en veltufiárhlutfallið var 0,73. Skammtímaskuldir voru því rúmlega fiórðungi hærri en veltuféð í árslok 1988. Sænskir vísindamenn: Boruðu niður á tólf þúsund ára vatnaset Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Leiðanguijsmenn frá Lundi í Sví- þjóð fóru ékki erindisleysu á Skag- ann fyrri hluta mars. Þeir ætluðu sér 10 daga í töku borkjarna af vatnaseti en höiðu strax á þriðja degi náö svo góðum gögnum að ekki þótti ástæða til að dvelja við lengur. M.a. höfðu vísindamenn- irnir í fórum sinum 12 metra lang- an borkjarna og töldu sig hafa bor- að niður á allt aö 12-14000 ár. Leiöangursmenn voru því nokk- uð góðir með sig þegar þeir voru komnir um borð í Flugleiðaþotu á leið til Svíþjóðar. Handfarangur þeirra var nokkuö óvenjulegur, metralangir strangar með forvitni- legustu borkjörnum. Að sögn Ólafs Ingólfssonar leiðangursstjóra var ekki þorandi að setja alla kjarnana í frakt enda afrakstur leíðangurs- ins 3ja ára vinna fyrir dijúgan hóp vísindamanna. Kjarnarnir voru teknir úr fiórum vötnum á Skaganum, við Tjörn og Hraun. í lengsta kjarnanum mátti sjá drjúgt öskulag sem vísinda- mennirnir skutu á að væri úr vel þekktu gosi fyrir um 7700 árum. Mjög liklega munu vísindamenn koma aftur á Skagann í sama til- gangi innan margra ára. |)étiirs felauðíur Hádegisti Iboð alla daga Súpa og fiskur dagsins kr. 490,- Laugavegi 73, sími 23433 AÐALFUNDUR Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verð- ur haldinn mánudaginn 19. mars kl. 20.30 að Hótel Sögu - Átthagasal. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG - SÍMI 13010 Opið laugardaga HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Barónsstíg 47 HEILSUVERNADARSTÖÐ REYKJAVÍKUR óskar að ráða eftirtaiið starfsfólk: Hjúkrunarfræðinga, m.a. við heilsugæslu í skólum og til sumarafleysinga á barnadeild, húð- og kynsjúk- dómadeild og við heimahjúkrun. Ljósmæður á mæðradeild til sumarafleysinga. Sjúkraliða við heimahjúkrun til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 22400 (milli kl. 9 og 10 f.h.). Umsóknum skal skila til skrifstofa Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur fyrir kl. 16.00 mánudaginn 26. mars 1990. Umsóknareyðblöð liggja frammi í afgreiðslu Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur og í Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16, Reykjavík. GÆÐASÓL í W0RLD CLASS HÚSINU Skeifunni 19, 2. hæð Þá er GæðasóHn komin upp. Ein glæsileg- asta sólbaðsstofa landsins hefur opnað I World Class húsinu, Skeifunni 19: Við bjóðum upp á: 1. Stærstu sólarbekki landsins 2. 43 pera bekki (3 andlitsljós) 3. Sérkælingu í bekkjum 4. Fyrsta flokks loftræstingu 5. Fyrsta flokks sturtur 6. Fyrsta flokks hreinlæti 7. Góða þjónustu 8. Afslappandi umhverfi Takið vorið með stæl og verið brún um hæl Pantið tíma í síma 679099 Verið velkomin. Gæðasól skilar árangri GÆÐASOL -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.