Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. Viðtalið Lítið um frístundir Nafn: Þorsteinn Ólafsson Aldur: 45 ára Staða: Forstjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins „Það hefur veriö svo mikið að gera hjá mér undanfarin ár aö það hefur verið litið um frístund- ir. Aðaláhugamáliö er þó lestur en ég les mikið og þá helst sam- tímasögu, bækur og greinar um stjórnmál. Þess á milli glugga ég í heimspeki og af og til les ég ljóð. Ég hef aðeins farið í lax á sumrin en það er ekkert til að tala um. Þegar ég var ungur lék ég körfu- bolta með KR en lagði hann svo á hilluna og síðan hef ég ekki sinnt líkamsrækt aö neinu ráöi,“ segir Þorsteinn Ólafsson, nýráð- inn forstjóri Norræna verkef- naútflutningssjóðsins í Helsinki. Norræni verkefnaútflutnings- sjóðurinn var settur á laggirnar af Norðuriandaráði 1982 en hlut- verk hans er að styðja fyrírtæki á Norðurlöndunum til að hasla sér völl í öðrum löndum. Sjóður- inn lánar fyrirtækjum til hag- kvæmnis- og arðsemisrannsókna á nær öllum sviðum atvinnulífs- ins og lánin eru óendurkræf komi i ljós að verkefnin muni ekki skila arði. Fjölbreyttur starfsferill Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1965 og það sama ár hóf hann nám i viðskiptafræði við Háskóla fslands og útskrifaöist þaöan 1970. „Að námi loknu réðst ég til fjármálaráðuneytisins og starfaði þar næstu sex árin, fyrst sem fuli- trúi og síðar sem deildarstjóri tolla og eignadeildar. Þá fannst mér kominn tími til að breyta um starf og réð mig sem fram- kvæmdastjóra Kísiiiðjunnar viö Mývatn og var þar næstu tvö ár- in. Mér bauðst svo aö gerast að- stoðarmaöur Hjörieifs Guttorms- sonar, þáverandi iðnaðarráð- herra, og því starfi gegndi ég í ár. Síðan fór ég að vinna sem fulltrúi forstjóra Sambandsins og var þar í nokkur ár en réðst þá sem fram- kvæmdastjóri þróunar- og ný- sköpunardeildar SíS. Mér bauðst svo að taka við framkvæmda- stjórastöðu Samvinnusjóðs ís- lands og vann þar uns ég tók við starfi efnahagsráðgjafa forsætis- ráðherra árið 1988 en því starfi gegndi ég þangað til ég fékk þetta nýja starf. Mér finnst að fólk eigi ekki aö sitja of lengií sömu stöðunum þvi aö þá er hætta á aö það staðni og hætti að vera virkt. Mér fannst því kominn tími til að spreyta mig á einhverju nýju og ákvað að sækja um forstjórastöðu NOP- EF þegar hún var auglýst iaus til umsóknar. Staðan er veitt til fjögurra ára en hægt er að lengja ráðningar- samninginn um önnur fjögur ár ef vilji er fyrir hendi hjá báöum aðilum. En það situr enginn leng- ur í þessarí stöðu en átta ár. Við flytjum út til Helsinki um næstu mánaðamót og ég er farinn aö hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni." Þorsteinn er kvæntur Ástlúldi Sigríöi Rafnar kennara og eiga þau þrjú börn, Halldór Friörik, 22 ára, Bergljótu, 16 ára, og Þór- hall Eggert, 12 ára. -J.Mar Fréttir Útflutningsbannið: Ellefu atriði á ■ ■■■ ■ xr ■ ■ ■ ■ skjon við login Othar Örn Petersen hæstaréttar- lögmaöur telur að reglugerð Hall- dórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- herra stangist í ellefu atriðum á við lögin sem hún er sett eftir. Othar var ráðinn af útflutningsnefnd Félags ís- lenskra stórkaupmanna til þess að gera lögfræðilega úttekt á reglugerð- inni. Alvarlegasta gallann við reglu- gerðina telur Othar vera að með henni eru lögð bönd á atvinnufrelsi manna eins og það á aö vera tryggt í 69. grein stjórnarskrárinnar. Það má ekki gera nema með lögum og almannaheill verður að koma til. Þá bendir Othar á að fiskútílytjend- ur fengu ekkert tækifæri til að aðlaga sig banninu og engar kvartanir komu áður fram um skemmdir á fiskinum. Þá hefur bannið valdið út- flytjendum og verkafólki tjóni sem ríkið kann að þurfa að greiða bætur fyrir. Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, taldi í samtali við DV líklegt að einhveijir útílytjendur, sem bann- ið hefur bitnað á, ætluöu að höfða mál á hendur sjávarútvegsráðherra enda virtist álit Othars gefa fullt til- efni til þess. -GK Um 120 dorgveiðimenn mættu á Geitabergsvatn: 5,5 punda urriði sá stærsti sem veiddist „Þetta var geysilega skemmtilegt og ég setti í annan skömmu seinna en hann fór af og ekki var hann minni en þessi 5,5 punda,“ sagði Guðmundur Benediktsson í samtali við DV en hann fékk verðlaun fyrir stærsta fiskinn á dorgveiðikeppninni á Geitabergsvatni í Svínadal um helgina og sonur hans, Haraldur Hrafn Guðmundsson, veiddi flesta fiskana í barnaflokknum, 12 ára og yngri. „Ég veiddi íjóra bleikjutitti," sagði Haraldur Hrafn. Flesta fiska veiddi svo Rúnar Ragnarsson, 15 bleikjutitti. Það veiddust tveir góðir urriðar, 5,5 punda og 2 punda, síðan smá- bleikjur, 40-50 stykki. Keppnin tókst afar vel og voru á milli 110 og 120 dorgarar á vatninu þegar mest var. Sá elsti var um sjö- tugt en sá yngsti tveggja ára. „Dorgveiöikeppnin tókst feiknavel og þátttaka var góð, þetta mun verða árlegur atburður hér eftir,“ sagði Jón G. Baldvinsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er keppninni lauk. Veiðimenn mættu víða að en Akur- eyringarnir, sem ætlu.ðu að mæta, urðu veðurtepptir á Öxnadalsheiði. G.Bender Þeir voru hressir með sigurinn, feðgarnir Guðmundur Benediktsson og Haraldur Hrafn Guðmundsson, eftir að verðlaunin höfðu verið afhent. Or- vis gaf verðlaunin. DV-mynd G.Bender / Dómur í kókaínmáli: Fékk 30 mánuði Ingi Sörensen, sem er tæplega fimmtugur, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa selt og haft kókaín í fórum sín- um. Ingi var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Sakadómi í ávana- og fíkni- efnamálum. Dóminum var áfrýjað til Yfirheyrslum er að mestu lokið í Hafskipsmálinu. Stefnt er að því að hefja málfutning um 20. október. Svo gæti farið að málflutningur standi í þrjár vikur - og jafnvel lengur. Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari, gæti þurft aö tala lengi og jafnvel er búist við að ræða hans taki á aöra viku í flutningi. Hæstaréttar. Hæstiréttur vísaði mál- inu aftur til sakadómsins. Guðjón Marteinsson setudómari kvað upp nýjan dóm. Hann dæmdi Inga í tveggja og hálfs árs fangelsi. Veijendurnir fimmtán þurfa eflaust talsverðan tíma. Reiknað er með að þeir skipti með sér verkum þannig að komist veröi hjá endurtekningum eins og frekast er unnt. Ef þetta gengur allt eftir má jafnvel búast við að dómur falli fyrri hluta sumars. -sme Óskar Vigfússon: Krefjumst ekki laga- breytinga „Fulltrúar sjómannasam- bandsins hafa ekki rætt kjaramál sín við ríkisstjórn eða fulltrúa hennar og því síöur látið henni í té frumvarp til laga til breytinga á skiptaverði. Krafa Sjómanna- sambandsins er endurskoðun á skiptaverðinu og hefur þeirri kröfu verið komið á framfæri við LÍÚ og lögð hefur verið áhersla á að fá viðræður um þetta atriði við LÍÚ. Þriðja aila, þaö er ríksi- valdinu, hefur hins vegar ekki verið blandað í þær viðræður," segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambandsins, meðal annars í yfirlýsingu sem gefin var út vegna fréttar í DV. Fréttin var þess efnis að sjómannasamtökin hefði krafist þess að ríkisstjórnin breytti lögunum um skiptaverð til sjómanna. -hlh Hafskipsmálið: Málflutningur getur staðið í þrjár vikur Sandkom dv Stuðningsmenn til Júgóslavíu? Handknatt- leiksáhuga- mennh.'iiáiuift þaöfyrirreglu undantarin ár. þi.aarhmdsliö iðokkarhefur kepptástór- mótuinerlend- is, aöiylgia liö- inuogiivetja þáð.Þettaer j stórhópurog oft sömu mennirnir sem hafa hjálpað liöinu mikið meö hvatningu sinni. Nú hefur Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri, sem m.a. sérhæfir sig í ferðum til Júgóslavíu, hafið að aug- lýsa ferðir þangað og bendir á að fy rsta ferðin verði farin í tengslum við Eurovisionkeppnina sem haldin verður þar í landí. Ef marka má ár- angur íslendinga í þessari söngva- keppni undanfarin ár er víst ekki vanþörf á einhveijum stuðningi, en erfitt er aö sjá í fljótu bragði hvort stuðningsmannahópur meöal áhorf- enda fær einh vcrju áorkað þegar þau Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson stíga þar á fjaiir, Gervisprenging? Steingrímur Sigfússonýttiá hnappínnog sprengingkváð viö. Þarmeö var ..formk'ga" búiöað Sprengja göng- ■ inígcgnumOl- afsfjaröanmiia sl. fimmtudag. Sjónvarpiö var hínsvegarbúiö að skýra íf á því að starfsmenn Kraft- taks sf„ sem annast jarðgangagerð- ina, hefðu veriö búnir að sprengja gat í síðasta haftið áður. Þessi frétt fór mjög fyrir brjóstiö á sumum sem harðneituðu. Sandkornsritari heyrði hins vegar sjálfur nafngreinda menn sem hefðu verið búnir að fara í gegn áður en Steingrímur sprengdi. Jón kom ekki JónBaidvin Hannibalsson hefurtyívégis aöundanfórnu fréstaö augiýst- umfundumá Akureyriþar semhannæil- aðiaðræðaum EFTÁÖgÉB, m.a. í skólum i bænum.ogvar búiðaðhnika tvivegis tíl dagskrá í skólunum vegna þessa. Þaö munu hafa veriö einhver EFTA-mál sem ollu því að iyrri fund- unum var frestaö en í síðustu viku var það för Jóns Baldvins til Svíþjóð- ar að hitta Mandela sem olli. Hafa menn á orði fyrir norðan að nú þýði lítið fyrir Jón Baldvin aö ætla að ■auglýsafundi á Akureyri. Honum að kenna? íeinniferð sinnieriendisá dögunnm kom Jón Baldvin við í Kaupmanna- ikifnogvarer- indiðaðnátali afutanríkis- ráðherra Dana. Sá hafði verið með einhvern kjaftogsagt ------- ■ eitthvaðsem Jóni líkaði ekki og vildi Jón fá að ræða viö hinn danska starfsbróöur sinn undirfjögur augu vegna þess. Það tókst ekki, en s vo var að heyra á Jóni Baldvin að hann hugsaði Dan- anum þegjandi þörfrna. Því var þaö að menn hrukku í kút er þeir sáu myndir af utanrikisráðherrum Norð- urlandanna ásamt Mandela frá fund- inum í Svíþjóð. Danski utanríkisráð- herrann, Jensen, var vafinn í umbúð- irog með „kraga" einn mikinn um hálsinn. Súhugsun skautþegar upp kollinum hvort Jón Bald vin hefði náö að hitta danska utanríkisráöherrann undirfjögur augu áður en Mandela- fundurinn hófst og þetta væru afleið- ingarnar. Umsjón: Gylfl Krlstjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.