Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 19. MARS 1990. Fréttir Engin grundvallarbreyting á hemaðarlegri þýðingu íslands: Hernaðarlegt mikilvægi gæti jafnvel farið vaxandi - segir Albert Jónsson hjá Oryggismálanefnd „Aö svo komnu máli verður ekki séö aö grundvallarbreyting hafi orð- ið á hernaðarlegri þýðingu íslands í augum NATO-rikjanna. Þvert á móti er mikilvægi leiðarinnar yfir hafið undirstrikað og jafnvel talið fara vaxandi í kjölfar fækkunar í hef- bundnum herjum i Evrópu.“ Þannig kemst Albert Jónsson, starfsmaður Öryggismálanefndar, að orði í nýju fréttabréfi frá nefndinni þar sem hann fjallar um stööu íslands. Þar er því haldið fram að ísland sé mjög mikilvægt fyrir varnir flutn- ingsleiðanna yfir Norður-Atlants- hafið. Er bent á aö áfram verði það mikilvægt fyrir NATO að þessi leið, þar, eða frá Bandaríkjunum til Evr- ópu, verði greiðfær ef til átaka kem- ur. Bendir Albert á að endurskoðun hernaðarstefnunnar, sem nú standi yfir, breyti ekki í grundvallaratrið- um mikilvægi leiðarinnar yfir hafið í fælingar- og hernaöarstefnu NATO. Segir hann að svo lengi sem banda- rískar hersveitir verði í Evrópu verði þessi leið mikilvæg. Er vísað til þess, í framhaldi af framangreindu, að engar upplýsing: ar séu fyrir hendi um að draga eigi úr herstyrk Keflavíkurstöðvarinnar. ' Kemur þetta heim og saman við ný- legt viðtal hér í DV við yfirmann Keflavíkurstöðvarinnar, Thomas F. Hall. í greininni er sagt að hernaðarleg- ur fyrirvari NATO, ef til átaka kæmi, ætti að lengjast úr tveim vikum, sem oftast hefur verið miðað við, í að minnsta kosti mánuð. Þetta kann að leiða til breytinga á áætlunum um liðsauka frá Bandaríkjunum til ís- lands og mundi aö minnsta kosti hafa áhrif á framkvæmd þeirra á hættutíma. Þá myndi lengri hernaðarlegur fyr- irvari þýða það að íslenskum stjórn- völdum gæfist meiri tími til þeirra ákvarðana sem þau þurfa að taká, eins og um það hve mikil hernaðar- umsvif þau leyfa hér. Þá bendir Albert á að lengri fyrir- vari kynni að leiða til þess að ekki verði þörf fyrir fastasveitir úr banda- ríska landhernum í liðsaukaáætlun- um vegna íslands. -SMJ Stór og myndarleg ferðataska fannst í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu fyrir helgi eftir að lögreglu hafði borist vitneskja um að hún lægi þar innan um leiöin í garðinum. Þegar taskan var opnuð sást að innihaldið var lik- lega þýfi. í henni var fjarskiptabúnaður úr bát, sjónvarpsupptökutæki, átekn- ar myndbandsspólur, kventaska og stígvél. Taskan var send til Rannsóknar- lögreglu ríkisins. DV-mynd S Sovésk hernaðar- umsvif við ísland minnka mikið Árið 1989 flugu orrustuþotur frá Keflavíkurstöðinni í veg fyrir 65 sov- éskar herflugvélar við ísland. Árið 1988 var flogið í veg fyrir 120 sov- éskar flugvélar. Hámarkið er hins vegar frá 1985 þegar flogið var í veg fyrir 170 sovéskar flugvélar. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfl Öryggismálanefndar frá því í mars. Þar kemur fram að hern- aðarumsvif Sovétmanna við ísland hafa minnkað geysilega. í greininni er vitnað til ummæla yfirmanns Atl- antshafsdeildar Bandaríkjanna fyrir hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings frá 7. febrúar. Þar mun hafa komið fram aö ferðir sov- éskra kafbáta á Atlantshafi væru orðnar mjög fáar. Það hefur ávaUt verið mun erfiðara að hafa yfirsýn yfir fjölda kafbáta en flugvéla en þetta hvort tveggja er tekið sem merki um að umsvif Sovétmanna séu að minnka verulega. Engin sveit í flugher Bandaríkj- anna hefur flogið í veg fyrir jafn- margar sovéskar herflugvélar og orrustusveitin í Keflavíkurstöðinni. Undanfarna þrjá áratugi hefur verið flogið í veg fyrir rúmlega 3000 sov- éskar herflugvélar við landið, þar af 1269 á árunum 1980 til 1989. Albert Jónsson, ritstjóri frétta- bréfsins, bendir á að mikil minnkun sovéskra hernaðarumsvifa við ís- land sé í takt við almennt minnkandi umsvif flugvéla, kafbáta og herskipa sovéska flotans utan heimaslóða undanfarin ár. Telur hann að þetta stafi af breyttum áherslum í flota- stefnu sem fela í sér að meira er lagt upp úr því að verjá hafsvæði við Sovétríkin en áður. Þá kemur einnig fram að æfingum norðurflota Sovétmanna hefur fækk- að í 2 til 3 á ári og fara þær nú ein- göngu fram í eða við heimahöfn. Æfingar norðurflotans á N-Atlants- hafi hafa ávallt verið umdeildar á Vesturlöndum. -SMJ í dag mælir Dagfari Nýr meirihluti Hópur fólks sem kallar sig samtök um nýjan vettvang hefur að undan- fórnu haldið blaðamannafundi og stofnfundi og sjálfsagt marga aðra fundi og hefur tilkynnt að það ætli að bjóða fram í borgarstjórnar- kosningunum í vor. Þetta er bjart- sýnn hópur og hress og hefur þar að auki góða kímnigáfu því að það fylgir fundahöldunum og yfirlýs- ingunum að hópurinn stefni að meirihluta í borgarstjórn! Það er líka eins gott að hafa hú- morinn í lagi og láta brandarana Qúka því enn sem komið er veit enginn hverjir verða í framboði fyrir þessi samtök og raunar vita fæstir hverjir eru í þeim. Að vísu er mönnum kunnugt um að leifarn- ar af Alþýðuflokknum hafa ákveð- ið að standa að þessu framboði eft- ir aö ljóst var orðið að Alþýðuflokk- urinn gat ekki fengið sjálfstæðis- menn til aö bjóða sig fram fyrir hönd flokksins. Þaö var mikið áfall fyrir kratana því að formaður Al- þýðuflokksins var áður búinn að lýsa því yfir að tilgangslaust væri að tefla fram flokksmönnum og fé- laga Bjarna. Fólk mundi lufsast á kjörstað og kasta atkvæði sínu á glæ í gjörsamlega vonlaust fram- boð. Þegar það lá fyrir að kratar voru vonlausir í framboð og sjálfstæðis- menn fengust ekki í framboð var ákveöið að leita aö fólki úti í bæ sem væri nógu vitlaust til aö gefa kost á sér. Er þá reiknað með því aö fólk sem ekki kemst að hjá öðr- um flokkum safnist saman í þess- ari ruslakistu eins og títt er um annað það sem afgangs verður. Með þessu hyggjast kratar bjóða fram án þess að bjóða fram og standa utan við þessar kosningar með því að standa að þessu fram- boði. Ekki má heldur gleyma því að félag alþýðubandalagsmanna, sem kallar sig Birtingu, hefur ákveðið að standa að framboöinu án þess þó að vera bendlað við það. Gegnir þar sama máli og um Al- þýðuflokkinn að Birting á ekki formlega aöild að borgarstjórnar- kosningunum en hvetur félags- menn sína til að styðja framboðið. Sýnist manni af þessu að stjórn- málasamtök hafi ákveðið að leggja stjórnmálaafskipti niður þegar kemur að kosningum og er það ný aðferð í pólitík og einkar sniðug. Einkum er hún sniðug fyrir þá hina sem bjóöa fram sína eigin lista því að þá er brautin bæöi bein og breið fyrir flokkana sem þora að vera með í kosningunum. Með því að standa að samtökum um nýjan vettvang án þess að standa formlega að framboði þess- ara samtaka og án þess að vita hverjir verði í framboði telja for- svarsmenn bæði Alþýðuflokks og Birtingar aö væntanlegur listi nái meirihluta í borgarstjóm. Er aug- ljóst að kratar og uppflosnuðu alla- ballamir telja það sigurstrangleg- ast fyrir sig að láta nafn síns hvergi getið og má nokkuð vera til í því. Reynslan sýnir að Alþýðuflokkur- inn hefur sáralítið fylgi i Reykjavík og allaballarnir í Birtingu vita að þeir eru alls staðar í minnihluta á þeim fundum sem þeir mæta og þá er auðvitað skynsamlegast fyrir þessi stjórnmálasamtök að vera í felum meðan kosningarnar standa yfir. Hvort það dugar til meirihluta er annað mál en hitt er rétt að meðan ekki er vitað um frambjóð- endur, hver veit þá um kjósendur? Kosningarnar eru leynilegar og ef listinn verður líka leynilegur er vissulega von til þess að fjöldamörg atkvæði falli þessu framboði í skaut. Þá er heldur ekki loku fyrir það skotið að þetta sé allt saman grín vegna þess að þetta eru miklir hú- moristar sem standa að samtökum um nýjan vettvang. Það er húmor í því að kalla það nýjan vettvang þegar gamlir flokkar og uppflosn- aðir flokksmenn taka upp á því að sameina gamla liðiö á gömlum vett- vangi. Það er bráðfyndið þegar fólk sameinast um lista án þes að vita hverjir standa að honum eða hverj- ir verði í framboði. Og það er sprenghlægilegt þegar þetta sama fólk telur sig geta náð meirihluta kjósenda án þess að hafa hugmynd um það hvort nokkur viti hvað verið er að kjósa um eða hvern er verið að kjósa. Alla vega skapast einhver meiri- hluti. Meirihluti þeirra sem kjósa listann eða meirihluti þeirra sem ekki kjósa hstann. Við fáum nýjan meirihluta í Reykjavík í vor. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.