Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Blaðsíða 9
MAMJDACÍÚR 19.' MÁÉS '1990: Utlönd Kosið í Eystrasaltsríkjunum: Búist við sigri umbótasinna Kosningar voru haldnar í fimm lýöveldum Sovétríkjanna í gær, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkra- ínu, Lettlandi og Eistlandi. Kosn- ingaþátttaka var dræm í þremur fyrstnefndu lýðveldunum, þar sem fór fram önnur umferð kosninga, og kváðust sovéskir embættismenn ekki búast við meira en ijörutíu til íimmtíu prósent þátttöku. Sam- kvæmt kosningalöggjöfinni eru kosningar þar sem þátttaka er und- ir fimmtíu prósentum ógild og verður að kjósa þar á ný. Kosningaþátttaka var nokkru betri í Eystrasaltslýðveldunum. Fastlega er búist við að íbúar Lett- lands og Eistlands feti í fótspor nágranna sinna, Litháa, og kjósi róttæka umbótasinna í embætti og á þing. Endel Lippmaa, einn þingmanna í Eistlandi, kvaðst búast við að frambjóðendur, sem væru hlynntir sjálfstæði lýðveldisins, myndu vinna um þrjá fjórðu sæta á þingi. Hið sama má segja um Lettland en fulltrúar þjóðernishreyflngar Lett- lands kváðust búast við að fram- bjóðendum, sem boðað hafa sjálf- stæði, gengi vel. Lippmaa sagði í gær að leiðtogar Eistlands heföu verið boðaðir á fund ráðamanna í Moskvu til um- ræðna um þá kröfu þings lýðveldis- ins að viðræður milli Moskvu og Eistlands um sjálfstæði lýðveldis- ins hefjist hið fyrsta. í fyrstu umferð kosninganna í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu gekk umbótasinnum mjög vel. Úrslit síðari umferðar, sem fram fór í gær, liggja ekki fyrir en ljóst þykir að nokkrir háttsettir kommúnistar hafl unnið sæti í borgarráði Moskvu, þar á meðal borgarstjórinn og leiðtogi komm- únistaflokks borgarinnar. í Len- ingrad er talið að umbótasinnar vinni stóran sigur og sópi til sín nær öllum sætum sem í boði eru til borgarráðs og þings lýðveldisins Rússlands. Reuter Fastlega er búist við að íbúar Lettlands, þar sem þessi mynd var tekin, og Eistlands feti i fótspor nágranna sinna, Litháa, og kjósi sjálfstæðis- sinna á þing. Símamynd Reuter lkU"J DÁSAMLEQT í einu orði sagt Þýska verksmiðjan Klose Kollektion framleiðir svo frábærlega vönduð og falleg borðstofuhúsgöng að hrein unun erað snerta þau og strjúka. Á húsgagnasýningunni í Köln núna í janúar keyptum við dágott úrval afþessum hágæða borðstofusettum í mörgum viðartegundum. Komdu og sjáðu KIRSJUBERJAVIÐINN, hann ersvo einstaklegafallegur. NúsgagnMtöllin Bíldshöfða 20 sími 68-11-99 REYKJAVÍK Það mun vissulega koma þér á óvart hvað liúsgagnahöllin á mikið til af borðstofusettum frá liorðurlöndum - Ítalíu - Þýskalandi og fleiri löndum í öllum hugsanlegum verðflokkum. Við leggjum áherslu á gæði og hagstæð innkaup til þess að þú fáir reglulega mikið fyrir peningana þína. Sjáumst Stillum hraða í hóf og HUGSUM FRAM A VEGINN! IUMFERÐAR 'rað Litháar á leið með svar til Gorbatsjovs Sendinefnd frá þinginu í Litháen var í morgun á leið til Gorbatsjovs Sovétforseta til þess að svara skeyti hans frá því á laugardaginn. {skeyt- inu er Gorbatsjov sagður hafa dregið í efa fullveldisyfirlýsingu Litháa með því að krefjast svars frá Landsbergis, forseta Litháen, innan þriggja daga við ályktun fulltrúaþingsins sov- éska. í henni er fullveldisyfirlýsingin sögð ólögmæt. Sendinefndin lagði af stað daginn eftir miklar mótmælaað- gerðir rússnesku samtakanna Ed- instvo sem þekkt eru fyrir andstöðu sína gegn sjálfstæði Litháens. Svarið sem Gorbatsjov fær er sagt tvíþætt. í fyrsta lagi munu Litháar gera það ljóst að þeír sætti sig ekki við ályktun sovéska þingsins. Og í öðru lagi segjast þeir vera reiðubúnir til samningaviðræðna um þau laga- legu atriði sem Sovétmenn telja að þeir þurfi að veija í Litháen. Æðsta ráðið í Litháen náði samkomulagi um þessi svör á laugardaginn. Margir hermenn eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum Ed- instvos á laugardaginn og fullyrt er að flugmiðum, þar sem hvatt var til mótmælaaðgerðanna, hafi verið dreift úr þyrlu hersins. Samtökin kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Litháens í mótmælunum á laugardaginn. TT Við gefum farþegum okkar auglýsingakostnaðinn, í stað þess að nota ferðapeninga ykkar i stórar stríðsaug- lýsingar dag eftir dag. Já, - og það sem meira er: Þetta er verð fyrir fullorðna en ekki börn. Oasis Magalluf glæsilegt íbúðahótel Má bjóða þér eitt glæsilegasta ibúðahótel Spánar? Miðsvæðis i Magalluf, baðstrandarborginni, rétt við höfuðborgina Palma. Nýjar og fallegar ibúðir, svefn- herbergi og stofa, stórgóð salarkynni, setustofur, veit- ingastaðir, barir, dansstaðir og 9000 ferm hótelgarður með risasundlaugum, veitingastöðum og skemmti- atriðum. Þarna er sjórinn, sólskinið og skemmtanalifið eins og fólk vill hafa það. Íslenskur fararstjóri og fjöl- breyttar skemmti- og skoðunarferðir. — WI inggRQlR =■ SOLRRFLUG Vesturgötu 12 - Simar 15331 og 22100. 3 vikur 16. mai, 6. júni 27. júni, 19. sept., 10. okt. 18. júli. 8. ágúst og 29. ágúst 0ASIS ibúðahótel Magalluf svelnh. og stofa Kynningarverð á 300 sætum meðan endast til 30. mars Venjulegt verð Kynningarverð á 300 sætum meðan endast til 30. mars Venjulegt verð 4 i ibúð kr. 68.300 (kr. 73.900) kr. 62.500 (kr. 79.600) 3 i ibúð kr. 61.700 (kr. 78.500) kr. 67.300 (kr. 84.600) 2 i ibúð kr. 68.500 (kr. 92.300) kr. 76.900 (kr. 99.500)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.