Dagblaðið Vísir - DV

Dato
  • forrige månedmarts 1990næste måned
    mationtofr
    2627281234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1990, Side 9
MAMJDACÍÚR 19.' MÁÉS '1990: Utlönd Kosið í Eystrasaltsríkjunum: Búist við sigri umbótasinna Kosningar voru haldnar í fimm lýöveldum Sovétríkjanna í gær, Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkra- ínu, Lettlandi og Eistlandi. Kosn- ingaþátttaka var dræm í þremur fyrstnefndu lýðveldunum, þar sem fór fram önnur umferð kosninga, og kváðust sovéskir embættismenn ekki búast við meira en ijörutíu til íimmtíu prósent þátttöku. Sam- kvæmt kosningalöggjöfinni eru kosningar þar sem þátttaka er und- ir fimmtíu prósentum ógild og verður að kjósa þar á ný. Kosningaþátttaka var nokkru betri í Eystrasaltslýðveldunum. Fastlega er búist við að íbúar Lett- lands og Eistlands feti í fótspor nágranna sinna, Litháa, og kjósi róttæka umbótasinna í embætti og á þing. Endel Lippmaa, einn þingmanna í Eistlandi, kvaðst búast við að frambjóðendur, sem væru hlynntir sjálfstæði lýðveldisins, myndu vinna um þrjá fjórðu sæta á þingi. Hið sama má segja um Lettland en fulltrúar þjóðernishreyflngar Lett- lands kváðust búast við að fram- bjóðendum, sem boðað hafa sjálf- stæði, gengi vel. Lippmaa sagði í gær að leiðtogar Eistlands heföu verið boðaðir á fund ráðamanna í Moskvu til um- ræðna um þá kröfu þings lýðveldis- ins að viðræður milli Moskvu og Eistlands um sjálfstæði lýðveldis- ins hefjist hið fyrsta. í fyrstu umferð kosninganna í Rússlandi, Hvíta-Rússlandi og Úkraínu gekk umbótasinnum mjög vel. Úrslit síðari umferðar, sem fram fór í gær, liggja ekki fyrir en ljóst þykir að nokkrir háttsettir kommúnistar hafl unnið sæti í borgarráði Moskvu, þar á meðal borgarstjórinn og leiðtogi komm- únistaflokks borgarinnar. í Len- ingrad er talið að umbótasinnar vinni stóran sigur og sópi til sín nær öllum sætum sem í boði eru til borgarráðs og þings lýðveldisins Rússlands. Reuter Fastlega er búist við að íbúar Lettlands, þar sem þessi mynd var tekin, og Eistlands feti i fótspor nágranna sinna, Litháa, og kjósi sjálfstæðis- sinna á þing. Símamynd Reuter lkU"J DÁSAMLEQT í einu orði sagt Þýska verksmiðjan Klose Kollektion framleiðir svo frábærlega vönduð og falleg borðstofuhúsgöng að hrein unun erað snerta þau og strjúka. Á húsgagnasýningunni í Köln núna í janúar keyptum við dágott úrval afþessum hágæða borðstofusettum í mörgum viðartegundum. Komdu og sjáðu KIRSJUBERJAVIÐINN, hann ersvo einstaklegafallegur. NúsgagnMtöllin Bíldshöfða 20 sími 68-11-99 REYKJAVÍK Það mun vissulega koma þér á óvart hvað liúsgagnahöllin á mikið til af borðstofusettum frá liorðurlöndum - Ítalíu - Þýskalandi og fleiri löndum í öllum hugsanlegum verðflokkum. Við leggjum áherslu á gæði og hagstæð innkaup til þess að þú fáir reglulega mikið fyrir peningana þína. Sjáumst Stillum hraða í hóf og HUGSUM FRAM A VEGINN! IUMFERÐAR 'rað Litháar á leið með svar til Gorbatsjovs Sendinefnd frá þinginu í Litháen var í morgun á leið til Gorbatsjovs Sovétforseta til þess að svara skeyti hans frá því á laugardaginn. {skeyt- inu er Gorbatsjov sagður hafa dregið í efa fullveldisyfirlýsingu Litháa með því að krefjast svars frá Landsbergis, forseta Litháen, innan þriggja daga við ályktun fulltrúaþingsins sov- éska. í henni er fullveldisyfirlýsingin sögð ólögmæt. Sendinefndin lagði af stað daginn eftir miklar mótmælaað- gerðir rússnesku samtakanna Ed- instvo sem þekkt eru fyrir andstöðu sína gegn sjálfstæði Litháens. Svarið sem Gorbatsjov fær er sagt tvíþætt. í fyrsta lagi munu Litháar gera það ljóst að þeír sætti sig ekki við ályktun sovéska þingsins. Og í öðru lagi segjast þeir vera reiðubúnir til samningaviðræðna um þau laga- legu atriði sem Sovétmenn telja að þeir þurfi að veija í Litháen. Æðsta ráðið í Litháen náði samkomulagi um þessi svör á laugardaginn. Margir hermenn eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælaaðgerðum Ed- instvos á laugardaginn og fullyrt er að flugmiðum, þar sem hvatt var til mótmælaaðgerðanna, hafi verið dreift úr þyrlu hersins. Samtökin kröfðust þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Litháens í mótmælunum á laugardaginn. TT Við gefum farþegum okkar auglýsingakostnaðinn, í stað þess að nota ferðapeninga ykkar i stórar stríðsaug- lýsingar dag eftir dag. Já, - og það sem meira er: Þetta er verð fyrir fullorðna en ekki börn. Oasis Magalluf glæsilegt íbúðahótel Má bjóða þér eitt glæsilegasta ibúðahótel Spánar? Miðsvæðis i Magalluf, baðstrandarborginni, rétt við höfuðborgina Palma. Nýjar og fallegar ibúðir, svefn- herbergi og stofa, stórgóð salarkynni, setustofur, veit- ingastaðir, barir, dansstaðir og 9000 ferm hótelgarður með risasundlaugum, veitingastöðum og skemmti- atriðum. Þarna er sjórinn, sólskinið og skemmtanalifið eins og fólk vill hafa það. Íslenskur fararstjóri og fjöl- breyttar skemmti- og skoðunarferðir. — WI inggRQlR =■ SOLRRFLUG Vesturgötu 12 - Simar 15331 og 22100. 3 vikur 16. mai, 6. júni 27. júni, 19. sept., 10. okt. 18. júli. 8. ágúst og 29. ágúst 0ASIS ibúðahótel Magalluf svelnh. og stofa Kynningarverð á 300 sætum meðan endast til 30. mars Venjulegt verð Kynningarverð á 300 sætum meðan endast til 30. mars Venjulegt verð 4 i ibúð kr. 68.300 (kr. 73.900) kr. 62.500 (kr. 79.600) 3 i ibúð kr. 61.700 (kr. 78.500) kr. 67.300 (kr. 84.600) 2 i ibúð kr. 68.500 (kr. 92.300) kr. 76.900 (kr. 99.500)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 66. tölublað (19.03.1990)
https://timarit.is/issue/192729

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

66. tölublað (19.03.1990)

Handlinger: