Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Qupperneq 2
2 fiGI JI/FIA .IL' MuÐAUSAOUAJ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. Fréttir Viröisaukaskattur: Niðurfellingu á námsbækur ekki flýta Ekkert virðist benda til þess að námsmönnum veröi að þeirri ósk sinni að niðurfellingu virðis- aukaskatts af námsbókum veröi flýtt. Sem kunnugt er á að fella niður virðisaukaskatt af íslensk- um bókum 16. nóvember en námsmenn viþa að því verði flýtt til 1. september. „Ég tel að þetta sé bara heil- brigð skynsemi aö flýta þessu. Þaö er ljóst að ríkissjóður fær hvort sem er engar tekjur þarna því að námsmenn bíöa bara með að kaupa námsbækur,“ sagði Kristrún Heimisdóttir, fráfarandi formaður Félags framhaldsskóla- nema. Barátta nemenda hingað til hefur falist í áskorun til ríkis- stjómarinnar og þá hafa þrír þingmenn sjálfstæðismanna flutt frumvarp um að niðurfellingunni verði flýtt. Alþingi þarf að sam- þykkja breytingu á gildistökuá- kvæði laganna um virðisauka- skatt til þess að niðurfellingunni verði flýtt. Verður að teljast ólík- legt að það gangi eftir. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra mun hafa gefið i skyn að hann geti ekki sætt sig yið að flýta niðurfellingunni. Ástæðan fyrir því að 16. nóvemb- er er svona heilög dagsetning er sú að 15. nóvember er síðasti gjalddagi virðisaukaskatts á þessu ári. Þaö sem innheimtist eftir þaö kemur inn á flárlög fyrir 1991. Ef flýta ætti niðurfelling- unni þyrfö aö breyta grunni fjár- lagafrumvarpsins í ár en það seg- ist fjármálaráðherra ekki geta sætt sig við. Námsmenn hafa hins vegar bent á að ríkissjóður tapi engum tekium þama því að námsmenn muni hvort eð er halda að sér höndum viö kaup á bókum. Þaö eina sem gerist því sé að náms- menn verði að miklu leyti án námsbóka í tvo og hálfan mánuð ánæstavetri. -SMJ Norðurlönd og Litháen: Uffe býður til fundar Danski utanrikisráðherrann, Uffe Ellemann-Jensen, hefur boð- iö utanríkisráðherrum Norður- Iandanna til fundar í Kaup- mannahöfn á sunnudaginn. Þar er ætlunin að ræða ástandiö í Litháen og sameiginleg viðbrögð Norðurlanda. Jón Baldvin Hannibalsson utan- riMsráðherra er nú í Stokkhólmi þar sem hann ræðir við Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svia, um viðræður Fríverslunarbanda- lagsins og Evrópubandalagsins. Á fundi Uffe er ætlunin að ræða einnigþaumál. -SMJ ísaQörður: Rafmagnið sett á Herinn og eldur í kjallara Helga Guðrijn, DV, fsafirði: Akureyri: Aurskriða reif hús af grunninum - hvassviðri og asahláka í allan gærdag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég er ekki farin að leiða hugann að tjóninu sem orðið hefur, ég hugsa núna aðeins um þá lukku að ég skyldi hafa veriö að vinna og því ekki heima,“ sagði Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir á Akureyri, eftir að aur- skriða hafði lent á húsi hennar í gær, fyllt það og borið tvo metra af gmnni. Elfa bjó ein í húsinu sem er númer 18 við Aðalstræti og er einnar hæðar timburhús með risi. Það stendur í götunni neðan kirkjugarðsins og í geysilegum leysingum á Akureyri í gær gaf brekkan sig fyrir ofan húsið. Ljóst er að mjög mikill kraftur hefur verið á skriðunni, sem samanstóð af aur og snjó, er hún lenti á húsinu, hliöin sem snýr að brekkunni splundraðist, húsið fylltist og færðist fram um tvo metra sem fyrr sagði. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar varð ekki frekara tjón á Akur- eyri í gær af völdum veðurs. Mjög stif suðvestanátt var á Akureyri og fór hitinn í 11 stig um miðjan daginn. Snjóinn, sem enn er nóg af, leysti þvi hratt og víða var vatnsflaumur á götum. Dalvík: Undirmenn á Baldri gengu í land Guömundur Bjamason heilbrigð- isráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö stjómarfrumvörp, annars vegar um ákvörðun dauða og hins vegar um brottnám líffæra og krufningar. Að sögn ráðherra eru þessi frumvörp flutt vegna óska þar um í kjölfar líf- færagjafa til íslendinga erlendis. Ráðherra sagði að frumvörpin yrðu ekki samþykkt nú enda væm þau fyrst og fremst lögð fram til kynning- ar. í fmmvarpi um ákvörðun dauða er kveðið á um að dauði verði skil- greindur við heiladauða, það er að segja, maður telst látinn þegar öll heilastarfsemi er hætt. Þetta mun eiga við þó að áfram sé unnt að halda hjarta gangandi. Þetta er í samræmi við samhljóða niðurstöðu nefndar sem fjallaöi um málið. Þá er í frumvarpi um líffæraílutn- inga kveðiö á um að hver sem er orðinn 18 ára geti gefið samþykki sitt til brottnáms líffæris eða lff- rænna efna úr eigin líkama til lækn- ismeðferðar annars einstakhngs. Ef slíkt samþykki liggur ekki fyrir er heimilt að fjarlægja líffæri eða lífræn efni úr dauðum einstaklingi ef nán- asti aöstandandi samþykkir þaö. -SMJ Geir A. Guðsteinsscm, DV, Dalvilc Við kaup KEA á Útgerðarfélagi Dal- víkinga á dögunum var ákveðið að leggja togaranum Baldri og að togar- arnir Björgvin og Björgúlfur yrðu látnir veiða bolflskskvóta hans. Þeg- ar Baldur kom á fimmtudag úr sinni fyrstu veiðiferð eftir þessa ákvörðun var hann fánum prýddur. Með þeim hætti voru undirmennimir að kveðja skipið en þeir ákváðu allir sem einn að hætta eftir þessa veiðiferð. Júlíus Magnússon bátsmaður sagði að þegar þeir heyrðu fréttimar um ákvörðun KEA hefðu þeir litið á það sem uppsögn. Áhöfnin hafði verið á atvinnuleysisbótum 2 fyrstu mánuði ársins vegna viðgerðar á skipinu og enginn þá gert ráð fyrir að því yrði lagt. Þetta kæmi því eins og köld vatnsgusa og eyðileggði tekjuáætlun hjá nokkmm þeirra. Sumir undir- mannanna hefðu þó ráðið sig á önnur fiskiskip. Baldur hefur undanfarin ár veitt um 800 tonn af steinbít og kola, sem em tegundir utan kvóta, auk bolfisks. Ljóst er að hinir togar- amir tveir veiða ekki þessar tegund- ir og tapast þessi afli því úr byggðar- laginu. Rögnvaldur Friðbjörnsson, útibús- stjóri KEA á Dalvík, segir að ekki hafi verið búið að ákveöa að stöðva skipið eftir þennan túr og reyndar hafi það verið í athugun að fara einn eða tvo túra í viðbót. Hins vegar leiði þessi ákvörðun undirmanna óhjá- kvæmilega til þess að skipið fer ekki meira á veiðar, að minnsta kosti ekki í bráð. Útgerðarfélagið Þormóður rammi á Siglufirði hefur leitað eftir að fá Baldur leigðan til að veiða kvóta sem það fyrirtæki hefur. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort af leigunni verður. Júlíus Magnússon bátsmaður eftir síðustu veiðiferðina. DV-mynd Geir Dauði verði miðað- ur við heiladauða Páll er hallur undir Sovétvaldið - segir Ólafur G. Einarsson „Mér finnst Páll vera óþarílega ljós að Litháar gæfu út vegabréfsá- hallur undir Sovétvaldið í þessu ritanir þvert á yfirlýsingar Páls og máli og hann virðist sem minnst því hefði sendinefndin getað fengið viijastyggjaþá.Þarafleiðandisýxi- þær. „Við þurfum ekkert að vera ir hann Eystrasaltsríkjunum ekki að reyna við Moskvu til að ná sam- nægflegan stuðning í verki, alla- bandi viö Eystrasaltsríkin. Ég geri vega er það mitt mat á viðbrögðum mér grein fyrir því að vegna þess hans,“ sagöi Ólafur G. Einarsson, að Sovétmerm hafa með landa- alþingismaður og fulitrúi i forsæt- mæravörslu að gera er erfitt aö isnefnd Norðurlandaráös, en enn komast inn í Litháen. Ég vil fá þaö er deilt um för sendinefndar ráös- fram i forsætisnefndinni hvort vilji instilLitháenssemforsetiNorður- er fyrir ferð þangað ef það liggur landaráðs, Páll Pétursson, aflýstL fyrir að við komumst inn í landið," Ólafur sagði að nú hefði komið í sagðiólafur. -SMJ Röskur þriðjungur sendingar til ÁTVR hvarf 1 Hollandi: Sautján þúsund sígarettu- lengjum stolið úr gámi Rúmri klukkustund eftir að raf- magni var hleypt á Herinn við Mánagötu á ísafirði varð eldur laus í kjallaraíbúð. Gamli Hjálp- ræöisherinn, sem breytt hefur veriö í íbúðarhús, hefur verið rafinagnslaus frá 5. apríl vegna skulda eiganda hússins. Raf- magni var hleypt á húsið um klukkan íjögur í gærdag. . Klukkan 17.37 var slökkviUð Isafjarðar kallað út vegna elds í Kjallaríbúö. Allt tiltækt slökkvi- hð var kaliað út, alls 21 maður. Eftir um háifa klukkustund hafði tekist aö ráða niðurlögum elds- ins. íbúðin er mikið skemmd. Aörar íbúðir skemmdust ekkí. Hollensk lögregluyfirvöld höfðu samband við Tollgæslu íslands í gær- morgun vegna þjófnaðarmáls þar í landi sem tengist gámi er kom með flutningaskipinu DísarfelU tíl Reykjavíkur á miðvikudagskvöld. Skipið haíði meðal annars lestað í Rotterdam. í gáminum áttu að vera 900 kassar af Winston sígarettum og var send- ingin ætluð ÁTVR. i hverjum kassa eru 50 sígarettulengjur. Að sögn Brynjólfs Karlssonar hjá Tollgæsl- unni höfðu hollensku lögregluyfir- völdin komist yfir upplýsingar um að þjófnaðarmál í Hohandi tengdist þessum thtekna gámi. Ákveðinn grunur var um að stohð hefði veriö úr sendingunni í Rotterdam. Skipið var hins vegar farið þegar upplýsing- amar bárust. Þegar tohverðir skoðuðu í gáminn við Holtabakka í gær kom í ljós að 341 kassa af sígarettum vantaði eða rúmlega þriðjung sendingarinnar. Um þremur og hálfri milljón vindl- inga hafði því verið stolið. „Þeir þökkuðu svo bara vel fyrir þegar við kynntum þeim niðurstöður talningarinnar. Máhnu er því lokið af okkar hálfu,“ sagði Brynjólfur í samtaliviðDV. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.