Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. Skák Opna mótið í New York: Helgi tapiaus og í verðlaunasæti Hálf milljón íslenskra króna skildi að vinning og jafntefli í skák Helga Ólafssonar við undrabarnið Gata Kamsky í lokaumferðinni á opna mótinu í New York um pásk- ana. Helgi vann Kamsky glæsilega á Búnaðarbankamótinu á dögun- um en nú taldi Kamsky betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Reynsl- unni ríkari bauð hann Helga jafn- tefli eftir 22 leiki í hnífjafnri stöðu og þekktist Helgi boðið. Sovétmað- urinn Alexander Khalifman var þá á auðum sjó. Honum auðnaðist að vinna Hellers með svörtu eftir glæfralega taflmennsku Svíans gegn Caro-Kann vörn. Þar með varð Khalifman einn efstur og föð- urlandið tuttugu þúsund dölum ríkara. Khalifman, sem er 24 ára gamall alþjóðlegur meistari með 2560 Elo- stig og fyrrverandi Evrópumeistari unglinga, hlaut 7 v. af 9 möguleg- um. Þetta er hans stærsti sigur til þessa og án efa ávísun upp á fram- tíðina engu síöur en dollara. Landi hans, Vassily Ivantsjúk, sló fyrst í gegn með sigri í New York fyrir tveimur árum en í fyrra kom sigur- inn í hlut heimamanns, Johns Fed- orowicz. Helgi varð í 2.-5. sæti ásamt Kam- sky og Sovétmönnunum Judasin og Episvín en allir fengu þeir 6,5 v. og tæpa fimm þúsund dali hver. Helgi slapp því með nokkurn hagn- að úr ferðinni en með hálfum vinn- ingi minna hefðu aðeins um þús- und dalir komið í hans hlut, sem hvergi nærri heföi nægt fyrir ferða- kostnaði. Jafnir í 6.-8. sæti komu armenski stórmeistarinn Lputjan og Benjamin og Wolff frá Banda- ríkjunum með 6 v. Þátttakendur á mótinu voru 63 og flestir atvinnumenn í faginu, þar af 30 stórmeistarar. Það sýnir bág kjör stórmeistara að jafnvel þótt verölaun á þessu móti séu með þeim hæstu sem um getur gefa að- - Geller tefldi fallegustu skákina Öldungurinn Efim Geller hreppti fegurðarverðlaun á opna mótinu í New York fyrir skák sína við Dreev. eins fimm efstu sætin eitthvað í aðra hönd. Hinir hafa sóað matar- peningunum í verðlausa happ- drættismiða. Helgi tefldi af miklu öryggi á mótinu og tapaði ekki skák. Hann vann fjórar skákir - gegn A. Ivanov, Fishbein, Wessman og Al- burt - en gerði fimm jafntefli, m.a. við Sovétmeistarann Vaganjan. Hann tefldi við sterka andstæðinga og skilar árangur hans líklega um 15 viðbótarstigum. Því stefnir í að Helgi muni styrkja sig í sessi á list- anum 1. júlí sem stigahæsti íslenski skákmeistarinn. Skák Jón L. Árnason Snotrasti sigur Helga í New York var gegn Alburt en hann var þar fljótur að fá fram vinningsstöðu: Hvítt: Lev Alburt Svart: Helgi Ólafsson Grúnfeldsvörn 1. g3 g6 2. Bg2 Bg7 3. d4 d5 4. Rf3 Rf6 5. c4 0-0 6. 0-0 dxc4 7. Ra3 c3 8. bxc3 c5 9. Re5 Nýjasti snúningurinn í þessu af- brigði er 9. e3!? sem mun vera úr eldhúsi Ungverjans Portisch og Adorjan hefur nýtt sér til sigurs í nokkrum skákum. - Rc6!? Vel þekkt peðsfóm sem hvítur gerir best með að hafna, annað- hvort með 10. Rac4 eða 10. Rxc6 bxc6 11. Da4. 10. Rxc6 bxc611. Bxc6?! Bh312. Hel Eftir 12. Bxa8 Dxa8 13. fö Rd5! á svartur einnig góð færi. 12. - Hc8 13. Bf3 Rd5 14. Db3? Alburt hugsaði sig drjúga stund um þennan leik en yfirsást bersýni- lega svarleikur Helga. Betra er 14. Bb2, sem svartur svarar með 14. - Hb8 og virðist eiga prýðilegt tafl. If X* i ft iiii i Q rSÉ Á A A A A A A 2 A B 'ÉL' C D S E F G H 14. - Rxc3! Auðvitað, því að 15. Dxc3 er svar- að með 15. - Bxd4 og drottningar- hrókurinn fellur óbættur. Alburt hugsaði sig nú um í hálfa klukku- stund en fann ekki leið út úr ógöngunum. 15. Bb7 Hb8 16. Bf4 Dxd4 17. Bxb8 Hxb8 18. Hadl Hvað annað? Svartur hótaði ein- faldlega að drepa á e2 með skák og eftir 18. Hacl er 18. - Dd2 sterkt svar. 18. - Rxdl 19. Hxdl Db2! 20. Hbl Eini leikurinn til að komast hjá mannstapi en svartur fær nú tveimur peðum meira og léttunna stöðu. 20. - Dxe2 21. Db5 Dxa2 22. Dxc5 Hxb7! 23. Hxb7 De2 24. Hb8+ Bf8 25. Dcl Df3 26. Hxf8+ Kxf8 tsBp Sundaborg 11 Sími 91-686644 !!•• sá glæsilegasti!" Nýi Royal tjaldvagninn frá m sínn ? Nú hefur Camp-let sett á markaðinn nýjan tjaldvagn sem er í algjörum sérfiokki. Hann er einstaklega ein- faldur í uppsetningu og hlaðinn ósviknum lúxus. Meðal annars er að finna í honum ísskáp, eldavél vask með rennandi vatni. Þú verður að sjá þennan kjörgrip! Einnig leiðir 26. - Kg7 til vinn- ings. 27. Dh6+ Kg8 28. Dxh3 Dxa3 29. Dc8+ Kg7 30. Dc4 Dal+ 31. Kg2 a5 32. g4 e6 33. h4 h6 34. f4 Db2 + 35. Kf3 Da3+ 36. Kg2 Db4 37. Dc7 De4+ 38. Kf2 Dd4+ 39. Kf3 a4 40. h5 gxh5 41. gxh5 a3 42. Dc2 Db2 Og Alburt gafst upp. Geller hreppti fegurðar- verðlaun Helgi, Seirawan og de Firmian voru skipaðir í dómnefnd sem velja skyldi fegurstu skákina á mótinu. Þeir voru á einu máli um að sovéska stórmeistaranum aldna, Efim Geller, bæru launin fyrir skák sína við Alexei Ðreev. Geller hafði þar hvítt gegn franskri vöm landa síns og vann glæsilega, eins og lesendur fá nú að sjá. Til gamans má geta þess að skák undirritaðs gegn franskri vörn Dreevs kom sterklega til greina til fegurðarverðlauna á Búnaðarbankamótinu á dögun- um. Það er spurning hvort Dreev þurfi ekki að fara að leita sér að annarri byrjun! Hvítt: Efim Geller Svart. Alexei Dreev Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 a6 4. Rgf3 c5 5. exd5 Eða 5. dxc5 Bxc5 6. Bd3 Rf6 7. 0-0 Dc7 8. a3 Be7 9. Hel 0-0 10. e5 Rfd7 11. Rb3 Rc6 12. Bf4 Rb6 13. c3 Rc4 14. De2 b5 15. Rbd4 Bd7 16. Rxc6 Bxc6 17. Rg5 Bxg5 18. Bxg5 Hae8 19. Bxh7+ Kxh7 20. Dh5+ Kg8 21. Bf6 gxf6 22. Dg4 + Kh7 23. exf6 Kh6 24. f4 gefið (Jón L. Árnason - Dreev, Búnaðar- bankamótið 1990). 5. - exd5 6. Be2 c4 7. 0-0 Bd6 8. b3 b5 9. a4 Bb7 Tilraun til að endurbæta tafl- mennsku svarts í þessu afbrigði. Eftir 9. - c3 10. axb5! cxd2 11. Bxd2 Bb7 12. bxa6 Rxa6 13. Bxa6 Hxa614. De2 + De715. Dxa6! Bxa6 16. Hxa6 náði Geller betri stöðu gegn Kekki 1986. Geller, sem er sérfræðingur í þessu afbrigði, hefur einnig glaðning í poka- horninu gegn textaleiknum. 10. bxc4 bxc4 11. Bxc4!? dxc4 12. Rxc4 Mannsfórnin gefur mikla möguleika. Ein hótunin er 13. Rxd6+ Dxd6 14. Ba3 og svartur fær ekki hrókað. 12. - Be713. Hel Dc714. Hbl! Dxc4 Einhver stakk upp á 14. - Kf8 en þá gæti 15. d5! orðið erfitt við- ureignar. 15. Hxb7 Rc6 I tir 41 S iiii 1 4 A W A á^^AAA B C D E F G H 16. Rd2!! Þessi meistaralegi leikur einn og sér verðskuldar fegurðarverð- laun. Svartur verður að hafa auga með d4-d5 og á því litið val. 16. - Dxd4 17. Bb2 Dxa4? Skárra er 17. - Dd5. Nú vinnur hvítur létt, því að svarta drottn- ingin lokast úti. 18. He4! Da2 19. Bxg7 0-0-0 20. Hb3! Bf6 21. Dg4+ Kc7 22. Df4+ Kc8 23. Bxf6 Rxf6 24. Dxf6 Dxc2 25. Df5 + ! Og svartur gaf, því að hann missir drottninguna. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.