Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Side 26
34 .080; JIJí'IA Jg JuOAQJAOUAJ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. Sérstæð sakamál Gullfiskabúriö Um hríð virti Terry Abrahams lögregluforingi fyrir sér vegsum- merkin. Við fyrstu sýn sögðu þau honum ekki mikið en það var þó eitthvað sem honum fannst ekki vera eins og það ætti að vera. Að lokum varð þrautseigja lögreglu- foringjans tU þess að lausnin fannst. Að kvöldi dags þann 15. desember 1987 fannst hinn fertugi Christop- her Nugent skotinn til bana á skrif- stofu sinni í Mildenhall á Eng- landi. Er rannsóknarlögreglan kom á vettvang varð henni strax ljóst að hann hafði veriö skotinn tvívegis í höfuðið með haglabyssu. Christopher hafði verið starfs- maður hjá Walkerstryggingafélag- inu og fjármálamiðstöðinni í Mild- enhall en starfið hafði hann fengið fyrir milligöngu gamals æskuvin- ar, James Dowsett, sem var fiörutíu og tveggja ára. Dowsett stjórnaði deild þeirri sem Nugent vann í. Er morðið var framið var Dowsett staddur í útibúi fyrirtækisins í La- kenhearth. Þar hafði Terry Abra- hams lögreglufulltrúi samband við hann til að tjá honum hvað gerst hafði. Ránog morð Niðurstaða rannsóknarlögregl- unnar að lokinni frumathugun á skrifstofu trygginga- og fjármála- fyrirtækisins var að um rán og morð væri að ræða. í Ijós kom strax að sjö þúsund pund, jafnvirði um sjö hundruð þúsund króna, vantaði í peningakassa sem Nugent hafði haft með höndum. Allt benti því til þess að einhver hefði komið vopn- aður inn á skrifstofuna til að ræna fé en síöan hefði eitthvað það gerst sem leiddi til þess að ræninginn skaut Nugent. Er Abrahams leit í kringum sig veitti hann því athygli að milh af- greiðsluborðsins og skrifborðsins, sem Nugent hafði setið við, var gullfiskabúr. Hafði það ekki orðið fyrir neinu hnjaski er atburðurinn gerðist. KenningDowsetts var nyög á sama veg og frumnið- urstaða rannsóknarlögreglumann- anna. Hann gat staðfest að sjö þús- und pund hefðu horfið úr peninga- kassanum á skrifstofunni og taldi hann ekki minnsta vafa leika á að einhver hefði ætlað sér að fremja rán og endað með því að skjóta Nugent til bana. Rannsókn málsins hélt áfram en fáeinum dögum eftir morðið var Christopher Nugent jarðaöur. Við- stödd voru að sjálfsögðu ekkja hans og Dowsett. Á borðanum á kransin- um, sem hann sendi, stóð eftirfar- andi: „Hinsta kveðja til góðs manns og félaga í tuttugu ár“. Er kistan haföi verið látin síga í jöröina leiddi Dowsett frú Nugent út úr kirkjugarðinum og lýsti því þá yfir við hana að hann myndi aldrei gleyma Christopher. Grunsemdir Abrahams Abrahams varð oft hugsað til þess hvernig á því gæti staðið að gullfiskabúrið hefði ekki brotnað er hleypt var af haglabyssunni. Helsta skýringin virtist sú að morðinginn hefði gætt þess sér- staklega að það yrði ekki fyrir skoti. Eins og venjulega var leitað ástæðu til morðsins. Hún var ekki augljós og því fór Abrahams lög- regluforingi að kanna fortíð þeirra sem hugsanlega gátu hagnast á því. James Dowsett var einn þeirra sem Abrahams hafði augastað á þótt ekki væri nema vegna þess aö báðir höfðu mennirnir unniö hjá Terry Abrahams og James Dowsett. Frú Nugent. Christopher Nugent. nokkuð sérstætt. Notuð hafði verið haglabyssa en það benti til þess að atvinnumaður hefði verið að verki. Þess vegna var leitað til ýmissa í undirheimum London sem veittu lögreglunni öðru hverju upplýsing- ar. Allmargar ábendingar fengust þannig og leiddu þær til þess að fjöldi manna var yfirheyrður, reyndar nokkur hundruð manns áður en lauk. Og loks fannst maður sem gat varpaö nokkru ljósi á morðið. Viðkomandi gat skýrt frá því að að hann hefði útvegað James Dow- sett haglabyssu daginn sem morðið var framið. Þetta benti eindregið til þess að Dowsett væri sekur en galhnn var sá að hann haföi full- gilda fjarvistarsönnun. Vitni voru að því að hann var á skrifstofu úti- bús fyrirtækisins í Lakenhearth á þeirri stundu sem Nugent var skot- inn til bana. Stephen Gray við hlið lögregluþjóns. sama fyrirtækinu. Ekki hafði Abrahams spurst lengi fyrir um hagi Dowsetts er hann komst að þvi að hann hafði nokkru áöur líf- tryggt Christopher Nugent fyrir 135.000 pund, en það er jafnvirði rúmlega þrettán milljóna króna. Fölskundirskrift Er rithandarsérfræðingar höfðu fengið líftryggingarskjalið til at- hugunar komust þeir að þvi að undirskrift Nugents var fólsuð. Jafnframt kom í ljós að þann dag sem Nugent átti að hafa undirritað það hafði hann alls ekki veriö í landinu heldur í leyfi á Tenerife. Þetta varð til þess að þungur grunur féll á Dowsett. Ekki taldi Abrahams þó að hann hefði í hönd- unum nægileg sönnunargögn til að fá hann sakfelldan fyrir morðið. Hélt hann því rannsókninni á hög- um hans áfram og komst nokkru síðar að því að Dowsett hafði tekiö tuttugu þúsund punda lán án þess að hægt væri að átta sig á því hvað hann hefði gert við féð. Abrahams og starfsfélagar hans fóru nú að líta svo á að mögulegt væri að Dowsett hefði fengið leigu- morðingja til að ráða Nugent af dögum. Það gat hins vegar orðið erfitt að hafa uppi á honum. Leitað í undirheimunum Eitt var það sem gerði morðið Leitinhert Aftur hófst nú mikil leit í undir- heimunum í London. Loks fannst tuttugu og níu ára gamall maður, Stephen Gray. Er hann hafði verið yfirheyrður um hríð viðurkenndi hann að hafa skotið Christopher Nugent. Saga Grays var á þá leið að James Dowsett hefði komið til hans og boðið honum tuttugu þúsund pund fyrir að myrða Nugent. Þá hefði hann boðið honum bílstjóra sem sjá myndi um að koma honum á morðstaðinn og af honum. Sá mað- ur reyndist heita Gary Runham og var tuttugu og sjö ára. Dowsett hafði legið mikið á að láta ryðja Nugent úr vegi því hann hafði boðið Gray fimm þúsund punda aukagreiðslu, jafnvirði hálfrar milljónar króna, ef hann ryddi Nugent úr vegi fyrir jól. Og Dowsett hafði sagt að sér væri al- veg sama hvaða aðferð yrði beitt. Aðeins yrði að gæta eins og það væri að brjóta ekki gullfiskabúrið á skrifstofunni. Aukagreiðslan Dowsett sagði Gray að auka- greiðslan biði hans í peningakassa á skrifstofunni. í honum reyndust svo vera sjö þúsund pund, jafnvirði sjö hundruð þúsund króna, en ekki fimm þúsund pund eins og upphaf- lega hafði verið talað um að auka- greiöslan yrði ef moröið yrði fram- ið fyrir jól. Gray hélt því fast fram að hann hefði ákveðið að taka við tuttugu þúsund pundunum og ræna síðan sjö þúsund pundunum en sagðist í rauninni aldrei hafa ætlað sér að drepa Nugent. Hann hefði bara ætlað aö ógna honum með hagla- byssunni. Gray sagðist hins vegar hafa flýtt sér svo mikið að hann hefði misst haglabyssuna á borðið og þá heföi skotið hlaupið úr henni. Þá hefði hann gripið féð og hlaupið. Niðurstaða Abrahams Gray sagði að sér hefði brugðið svo mikið er skotin hlupu úr byss- unni að hann hefði gleymt henni á borðinu og orðið að snúa við til að sækja hana áður en hann hljóp út í bílinn sem beið fyrir utan. Run- ham sat undir stýri og sagði Gray að bíllinn hefði ekki viljað fara í gang og hefði þá mikið fát gripið þá félaga. Loks hefði þó tekist að ræsa vélina og þá hefðu þeir ekiö burt. Saga Grays hljómaði sennilega og ýmsir hefðu getað orðið til þess að leggja trúnað á hana hefði Abra- hams lögregluforingi ekki þurft að gera viö hana eina athugasemd vegna gullfiskabúrsins sem hann hafði svo oft leitt hugann að meðan rannsókn málsins stóð yfir. Hefði Gray misst haglabyssuna á af- greiðsluborðið og skotin hlaupið úr báðum hlaupunum samtímis hefðu höglin mölbrotið gullfiska- búriö áður en þau hæfðu og drápu Nugent. Og vera má að þá hefðu þau alls ekki reynst banvæn því glerið og vatniö hefðu dregið svo mjög úr skotkraftinum. Niðurstaða Abrahams varð því sú að Gray hefði lyft haglabyssuni yfir gulliskabúrið og skotið á Nug- ent. Oðruvísi hefði ekki verið hægt að skjóta hann án þess að brjóta búrið. Og það kom líka heim og saman við fyrirmæli Dowsetts í upphafi. Málalok Bæði Gray og Runham játuðu á sig morðið og fengu fyrir það langa fangelsisdóma. Síðar komu þeir fyrir rétt sem vitni í máli Dowsetts sem fékk sömuleiðis langan dóm. Hann neitaði alveg fram á síðustu stundu að hafa lagt á ráðin um morðið á vini sínum, Christopher Nugent. En þá var komið á daginn að Drowsett hafði reynt aö láta myrða Abrahams lögregluforingja er honum þótti hann vera kominn óþægilega nálægt því að finna lausn morðgátunnar. Ekki hefur fengist nein yfirlýsing frá Drowsett um hvers vegna hann ákvað að myrða Nugent. Auðvitað er ljóst að líftryggingarféð hefur freistað en grunur leikur á að eitt- hvað annað hafi líka búið að baki. Dowsett hefur þó ekki fengist til að segja neitt um það og er því í raun eins þögull og gullfiskarnir sem áttu sinn þátt í því að leysa morðgátuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.