Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1990, Side 28
36 LAUGARDAGUR 21. APRÍL 1990. Bridge i>v Töfluröðin er eftirfarandi 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Stig Röð 1. Flugleiöir 13 14 25 17 16 14 16 115 3. 2. Samvinnuferðir/Landsýn 17 25 8 22 20 11 10 113 4. 3. Ásgrímur Sigurbjörnsson 16 3 6 6 18 4 15 68 8. 4. Ólafur Lárusson 5 22 24 6 19 8 21 105 5. 5. Modern lceland 13 8 24 24 15 23 20 127 1. 6. Símon Símonarson 14 10 12 11 15 7 13 82 7. 7. Verðbréfamarkaður íslandsb. 16 19 25 22 7 23 1 13 125 2. 8. Tryggingamiðstöðin 14 20 15 9 10 17 17 102 6. íslandsmótið í bridge: 63 einstaklingar hafa unnið til verðlauna á 40 árum íslandsmótið í sveitakeppni, sem haldið var um bænadagana, var hið 40. í röðinni en alls hafa 63 einstakl- ingar unnið til verðlauna á þessu 40 ára tímabili. Þessir einstaklingar hafa unnið titil- inn oftast: Stefán Guðjohnsen 12 sinnum, Einar Þorfinnsson og Símon Símonarson 10 sinnum, Eggert Ben- ónýsson, Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 9 sinnum og Lárus Karlsson og Hallur Simonarson 7 sinnum. Sveit Modern Iceland vann titilinn Dagur Jarðar Við getum bœtt heiminn! Um allan heim er haldið uppá 22. apríl 1990 sem „Dag jarðar". Tilgangurinn með því er einfaldur: Að vekja athygli á því að mengun og eyðilegging, sem virða engin landamæri, ógna lífi allstaðar á jörðinni. Því ástandi er nauðsynlegt að breyta. Allar ákvarðanir um framkvæmdir, smáar og stórar, þarf því að taka með tilliti til umhverfissjónarmiða. Þetta á við á íslandi jafnt og annarstaðar. Hver þjóð hefur sinn hátt á aðgerðum í tilefni dagsins. Hér á Islandi hefur Borgarstjórn Reykjavikur sam- þykkt að efna til dagskrár til að vekja borgarbúa til umhugsunar og aðgerða í umhverfismálum. FiÖLSKYLDUGANGA UM ÖSKJUKLÍÐ Sunnudaginn 22. apríl klukkan 14:00 Hressandi skemmtiganga, fyrir alla fjölskylduna um eina af perl- um höfuðborgarsvæöisins, öskjuhlíðina. • Gangan hefst klukkan 14:00, við nýja útsýnishúsið á öskju- hlíð. Farin veröur skemmtileg hringferð um hlíðina undir leið- sögn „göngustjóra“ frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og garð- yrkjudeild borgarinnar. • Að lokinni útiverunni verður haldin veisla við nýja útsýnishúsið í Öskjuhlíð. Boðið verður uppá grillaðar pylsur, farið í leiki og flutt tónlist. • Öllum er velkomið að virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið úr nýja útsýnishúsinu. Petta er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa til að njóta útiveru saman og sýna um leið í verki stuðning við baráttuna fyrir bættu umhverfi. TRÉGRÓÐURSETT UM ALLA BORGINA í tilefni af „Degi jarðar" hefur umhverfismálaráð Reykjavíkur ákveðið að leggja til fjölda trjáa, eða ígildi 20 þúsund græðlinga, sem íbúasamtök og hverfafélög munu gróðursetja víðsvegar um borgina þann 9. júní í samráöi við garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar. DAGSKRÁ UM UMHVERFISMÁL í BORGARLEIKHÚSINU Sunnudaginn 22. apríl klukkan 17:00 • Tónlist Skólakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur • Ávarp Davíð Oddsson, borgarstjóri • Erindi Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands • Tónlist Sigfús Halldórsson og Elín Sigurvinsdóttir flytja lög eftir Sigfús . . • Irindi Matthías Johannessen, ritstjóri Elísabet Þórisdóttir stýrir dagskránni. Allt áhugafólk um umhverfismál er velkomið í Borgarleikhúsið HUGMYNDABANKINN ER ENN OPINN! Með hugmyndabankanum sem umhverfismálaráð opnaði fyrir nokkru, er leitað eftir jákvæðum og framsæknum hugmyndum um hvaðeina sem bætt getur umhverfi okkar. Nú þegar hafa bor- ist margar góðar hugmyndir en þær verða aldrei of margar. Hug- . myndabankanum verður ekki lokað fyrr en eftir helgi. Sendið inn ábendingar! Dagurjarðar Hugmyndabanki Skúlatún 2 105 Reykjavík TÖKUMÞÁTT Eitt höfuðverkefni mannskyns á næstu öld verður að bjarga jörðinni úr augljósri hættu - hættu sem virðir engin landamæri og ógnar lífi á landi, í lofti og í hafinu. Sýn- um umhyggju okkar í verki og tökum þátt í „Degi jarðar" í Reykjavík 22. apríl 1990. Umhverfismálaráð Reykjavíkur í fyrsta sinn og unnu allir meðlimir sveitarinnar nema Valur Sigurösson sinn fyrsta titil. Valur var hins vegar að vinna sinn fimmta titil. Auk Vals voru í sveitinni Magnús Ólafsson, Páll Valdimarsson, Sigurður Vil- hjálmsson og Einar Jónsson. í mótinu voru spiluð sömu spil á öllum borðum sem gerði kleift með aðstoð tölvunnar að meta árangur para að einhverju leyti. Bestan ár- angur sýndu bræðurnir Ragnar og Rúnar Magnússynir og hlutu þeir sérstök verðlaun fyrir. Bridgemeistarar eru sammála um, að fyrsta útspil sé einn af mikilvæg- ustu þáttum varnarspilsins og raun- ar hafa verið skrifaðar bækur um þann þátt spilsins einan. Bridge Stefán Guðjohnsen Gott dæmi kom fyrir í annarri umferð íslandsmótsins milli sveita Símonar Símonarsonar og Ólafs Lár- ussonar. V/N-S ♦ G843 V KG732 ♦ Á2 4- 73 * D65 V Á109865 ♦ G + ÁKG N V A S * K1072 ¥ D ♦ K76 +> D10954 * Á9 V 4 ♦ D1098543 + 862 í opna salnum sátu n-s Símon Sím- onarson og Jón Ásbjörnsson en a-v Friðjón Þórhallsson og Anton R. Gunnarsson: Vestur Norður Austur Suður lhjarta pass 1 spaöi pass 2þjörtu pass 2grönd pass 3grönd pass pass dobl pass pass pass Það er ekki víst að allir myndu dobla með spil Jóns en þefvísi hans í stöðunni var með ólíkindum. Hann fylgdi síðan doblinu eftir með tígulút- spili og liturinn var hreinsaður í þremur atrennum. Sagnhafi þóttist viss um að Jón hefði ekki doblað án þess að stoppa hjartað og því spilaði hann hjartadrottningu og lét hana róa. Það var því ábót á velheppnað dobl og n-s skrifuðu 800 í sinn dálk. En víkjum í lokaða salinn. Þar sátu n-s bræðurnir Hermann og Ólafur Lárussynir en a-v undirritaður og Hörður Arnþórsson. Nú gengu sagn- ir á sömu leið, nema norður doblaði þriggja granda sögnina. Suður sér nú á sínum spilum aö hjartað liggur sennilega til heljar og líklega kostar ekkert að spUa því. En það var öðru nær! Sagnhafi horfði drykklanga stund á útspilð en síðan komu sjö slagir í röð. Hjartaás, fimm slagir á lauf og spaðadrottning, síðan spaði og tíunni svínað. Unnið spil. Útspihð kostaði því 3-4 slagi eftir því sem litið er á máhð. Páll Valdimarsson og Einar Jóns- son náðu einnig plús skor á spUið með því að spUa þrjá spaða á spiUð og vinna þá gegn sveit Tryggingar- miðstöðvarinnar meðan Ásmundur Pálsson og Guðmundur Pétursson freistuðu gæfunnar í íjórum hjörtum redobluðum og töpuðu 600. Stefán Guðjohnsen Úrval - verðið hefur lækkað r Urval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.