Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 5.-MAÍ 1990.
5
dv________________________Fréttir
Varaflugvöllur fyrir NATO:
Formlega hefur ekki
verið hætt við hann
„Ríkisútvarpið hafði það eftir
dönskum starfsmanni yfirstjórnar
flota Atlandshafsbandalagsins í Nor-
folk að hætt væri við byggingu vara-
flugvallar bandalagsins á íslandi.
Daninn mun hafa skýrt frá þessu
yfir hádegisverði einhvers staðar. Ég
fékk í gær orðsendingu frá flota-
stjórninni þar sem beðist var velvirð-
ingar á lausmælgi þessa manns og
að hann hefði verið að láta í ljós per-
sónulegar skoðanir sínar,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra í samtali við DV.
Hann sagði að sýnilega væri nokk-
uð hæft í því sem sá danski sagði.
Allavega sagðist Jón búast við að
upphaflegum áformum um byggingu
varaflugvallar hér yrði slegið á frest.
„Það þarf aftur á móti ekki að þýða
það sama og að menn séu hættir við
að framkvæma hér þá forkönnum
sem áformuð er. Til er fjárveiting
fyrir henni. Einnig er ljóst að sú for-
könnun er án allra skuldbindinga
um framkvæmdir síðar og gæti einn-
ig leitt til breytinga á upphaflegum
áformum um mannvirkið," sagði Jón
Baldvin.
Hann sagði að allar áætlanir um
varnarmál og fjárveitingar til þeirra
væru í heildarendurskoðun vegna
gerbreyttra aðstæðna í heimsmálun-
um. Á þessu stigi sagði Jón Baldvin
það ljóst að fjárveitingar yrðu mikið
skornar niður til hermála, bæði á
vegum Bandaríkjanna og Atlands-
hafsbandalagsins. Víða verður her-
stöðvum lokað og hefur nú þegar
verið tekin ákvörðun þar um.
„Það má því búast við frestun á
upphaflegum áætlunum um vara-
flugvöll hér á landi. En þessi niður-
skurður á flárveitingum til hermála
og aflagning herstöðva mun engin
áhrif hafa á stöðu eða umsvif her-
stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli,"
sagði Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra. -S.dór
Stykkishólmur:
Úrslitin 1986
Þau mistök urðu í umfjöllun um
kosningaundirbúninginn í Stykkis-
hólmi að taldir voru upp varafulltrú-
ar í bæjarstjórn eftir kosningarnar
1986 í stað kjörinna aðalfulltrúa. Úr-
slitin urðu þannig að Alþýðuflokkur
(A) fékk einn fulltrúa, Sjálfstæðis-
flokkur (D) fjóra fulltrúa, Alþýðu-
bandalag (G) einn fulltrúa og félags-
hyggjumenn (S) einn fulltrúa.
Þessi voru kjörin í bæjarstjórn
1986: Guðmundur Lárusson (A), Ell-
ert Kristinsson (D), Kristín Björns-
dóttir (D), Pétur Ágústsson (D),
Gunnar Svanlaugsson (D), Einar
Karlsson (G) og Magndís Alexand-
ersdóttir (S).
Að gefnu tilefni er rétt að geta þess
að tilviljun ein ræður hverjir eru
teknir tali þegar sex vegfarendur á
hverjum stað eru beðnir um að spá
í úrslit komandi kosninga.
-hlh
PATRICK
FÓTBOLT ASKÓR
GÆÐASKÓR Á GOÐU VERÐI
Fást í sportvöruverslunum um land allt.
SUÐURLANDSBRAUT 22, SÍMAR 688988 OG 15328
—------—
Framhjóladrifinn 5 manna
spameytinn og á einstöku
Rúmgóður fjölskyldubíll með 1289 cc 63 hö
vél, 5 gíra, 5 dyra.
Verð kr. 469.900
U&yŒJŒHJtfLS
Hér er hugsað fyrir öllu til ferðalaga
og flutninga, tvískipt niðurfellanlegt aftursæti 60/40 og framsætið er einnig hægt að
leggja alveg niður að aftursætum. Lúxus innrétting, þurrka á afturrúðu, þokuljós ofl.
Verð kr. 510.400
JÖFUR
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL
Hafðu samband við söludeildina strax
í dag. Söludeildin er opin alla virka
daga kl. 9-12 og 13-18 og laugardaga
kl. 13-17. Síminn er 42600.
PANAX GINSENG EXTRAXTUM
(rautt ginseng) flytjum við miliilíðalaust beínt frá Kina. Kínverjar sóttu orku og lífsþrótt til GINSENG rótarinnar mörgum öldum áður en Íslendíngasögumar
voru skráðar. Þúsundir bóka hafa verið skrifaðar um rótina og eiginleika hennar - bæðí af leíkum og lærðum. Lof manna og hrós um GINSENG rótina í
gegnum aldirnar er liklega meira en um nokkra aðra hressíngarjurt. Þegar þú velur þér GINSENG þá veldu þér það besta - ÞAÐ BORGAR SIG.
SMÁSALA - HEILDSALA NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN LAUGAVEGI 25, SÍMI: 10263 FAX: 621901