Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Side 11
LAUGARDAGUR 5. MAI 1990. ií Vísnaþáttur Að tigna vor síns mikla mátt ... Sólin skín á fölva sinu mýrarinn- ar. Þaö hleypur vöxtur í lækinn, fyrstu vinir heiðarinnar eru flognir heim úr suöri, lóan, hún kvakaði með sínum feimnislega vorhreimi einhversstaðar í þýðri golunni með- an þiðnandi mýrin ángaði af rotnun og gróðri, málóða stelkurinn elti fjár- manninn heimundir bæ, hann þurfti endilega að segja þess skemmtilegu sögu, og var aldrei búinn, hí, hí, hí, hí, hí, hí. Nonni litli ber leggina sína, kjálkana og homin útá balann, læk- urinn er næstum eins stór og sjór- inn, það má ímynda sér að heimur- inn sé hinumegin, svo stór er lækur- inn. Nokkru síðar var lækurinn aftur orðinn lítill og snjórinn bráðnaður Áhrif vorsins leyna sér ekki í eftir- farandi stöku Guðmundar Guðna Guðmundssonar rithöfundar: Gekk ég dapur grýttan stig, gáði lítt að vegum, er vorið kom og kyssti mig kossi unaðslegum. Og Halldóra Magnúsdóttir frá Stapaseli í Stafholtstungum er með á þeim nótum, þegar hún kveður: Unað fyllti okkar sál, ama gleymdust sporin, er greina mátti gróðurnál í garðinum á vorin. Vorkoman er fáum, ef nokkrum, kærkomnari en þeim sem búa í sveit og eiga allt sitt undir veðurfarinu. Ólafur Daníelsson, bóndi á Hurðar- baki í Svínadal, kvað: Vorsins fógru unaðsómar allra vekja mál. Vor í lofti, vor á jörðu, vor í minni sál. Hugarástand Benedikts Valdi- marssonar frá Þröm í Eyjafírði virð- ist ekki ósvipað þegar hann kveður. Af hreinni gleði sálm ég syng, seiðmagn til mín kallar, Þegar vorsins vísbending viðjar slítur allar. Og þegar það hefur gerst er fram- haldið eitthvað hkt því sem segir í stöku Hjörleifs Jónssonar á Gils- bakka í Skagaflrði: Hamrar, fossar, hjallar, skörð, hlíðar, lækir, grundir, hólar, lautir, balar, börð, bjóða góðar stundir. En mörgum reynist veturinn þung- ur í skauti. Bjarni Eggertsson frá Laugardælum kveður fyrir þeirra hönd: Hvílir skuggi á húsum þeim sem hljóðan bera trega. Sendu þangað sólskin heim sumarið elskulega. Ragnheiður Magnúsdóttir frá Prestbakka á Síðu hefur í hyggju að njóta þess sem sumarið hefur upp á að bjóða þegar hún kveður: Þegar sumarsólin heið signir dal og hjalla vil ég alltaf eiga leið inn til blárra fjalla. Lokaorðin að þessu sinni fær Erla skáldkona (Guðfinna Þorsteinsdóttir í Teigi í Vopnafirði) sem orti á björtu sumarkvöldi: Brekkur anga, allt er hljótt, aðrir ganga að dýnu. Sárt mig langar sumarnótt að sofna í fangi þínu. Torfi Jónsson Vísnaþáttur Torfi Jónsson úr íjallinu. Var lækurinn þá kannski orðinn leiðinlegur? Nei, fjarri fór því. Hann streymdi tær og glaður um hreinan sandinn og völusteinana, milii sinuhvítra bakkanna, gleði hans er að eilífu ný á hveiju vori í þúsund ár, segir litlar sögur, á sínu htla máh, með litlum raddbreyting- um, en á bakkanum situr dreingur- inn og hlustar í þúsund ár. Dreingur- inn og eilífðin, tveir vinir, himininn yfir landinu heiðskír og óendanleg- ur.“ Þannig lýsir Hahdór Laxness í bók- inni „Sjálfsætt fólk“ vorkomunni í Sumarhúsum. Guðjón Magnússon, fyrrum bóndi norður á Ströndum, nú trésmiður í Reykjavik, leitar hjálpar almættis- ins: Drottinn láttu dvína nótt. dygða auk mér sporiö. Settu nú í samband fljótt sóhna og vorið. Boðskapur Stefáns frá Hvítadal er uppörvandi: Þú sem hefur þunga borið, þráða gleðifregn ég ber: Bráðum kemur blessað vorið, bráðum glaðnar yfir þér. Sýslungi hans, Kristján Samsonar- son frá Bugðustöðum í Hörðudal, tekur undir: Góð þó væru gleðiföng geymdist snær í spori. Mér hefur kærast sungið söng sunnanblær á vori. „Akureyri er borg hinna sumar- löngu nátta. Og löngu ljúfu daga“ segir Helgi Valtýsson, kennari og rit- höfundur, sem átti þar lengi heima, og kveður svo: Þá lifnar vor í lundum. Allt lifandi fær þá mál. Þá sprettur grasið á grundum og gleðin í ungri sál. Og annar kennari og skáld þar nyrðra, Rósberg G. Snædal, virðist vera á sömu bylgjulengd: Árdagsroði fegrar fjöll, falla stoðir ísa. Vorið boðar okkur öh undan voð að rísa. Léttast spor og lyftist brá, lifnar þor að nýju. Endurborin er mín þrá úti í vori hlýju. : ■ . . ö-ri: ■■ ■ - ALLA HELGINA LADA SAMARA verður sérstök ahersla a ZpgZSSlÍGi. le9a«MARA Mur^riðá Sgötum landsins siðan ss.MWrj*; im lada sport fJÞessumjeppahafa 'fdd'ngarmjögmiklaog 9oða reynslu, bæð/sem ^ ferðahr fiÖlsk^du- og rerðabil og öflugum vmnupjark. Nu eiga bændurog ZnlraraðHarkostáþví að draga virðisaukaskatt inn frá bíiverði VEITÍHGflR FRfl: SOL r^*sTAT,ON Utsala á veísleúafatnaöi Irá árclic Cat. IAW*~V ioniðnaðar- -sssgsísssaB vinnubil. ukraftmikinUf /átmúla 13frákl. 16-17lauganlagogsnnnodag BIFREIÐAfí & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF (1 33®' írmúla 13 -11)8 Kerliarít -síim 31238 -881288 iö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.