Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Síða 13
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990. 13 Ofát og aukakíló Að losna við tíu kíló á ári: Ef viö ætlum að ná árangri gegn ofáti og um leið aukakílóum verð- um við að taka á honum stóra okk- ar á þrem vígstöðvum: 1. Breyta um mataræði og matarvenjur. 2. Efla andann með fræðum OA sam- takanna • og fundum þeirra. 3. Hreyfa okkur meira. Og við stöld- rum við hreyfinguna í dag. Gönguferð er hvorki bundin við stað né stund Blanda af nýju, fersku grænmeti er bæði holl og kaloríusnauð fæða. Göngum þrjá kílómetra á dag Besta hreyfingin á þessu stigi málsins er einfaldlega gönguferð. í fyrsta lagi vegna þess að hún er varla bundin við neinn sérstakan stað eða umhverfi á landinu. Það er hægt að ganga næstum því hvar sem er. í iðandi mannlífinu í mið- borg Reykjavíkur eða um grösugar sveitir landsins og óbyggðir á há- lendinu. Alls staðar er hægt að fá sér göngutúr. Gönguferðin er ekki heldur bundin við stund. Við getum hæg- lega gengið um á hvaöa tíma sólar- hringsins sem er. Mörgum þykir gott að byrja daginn með hressilegu morgunlabbi og sturtu á eftir. Aðr- ir nota hádegið til gönguferða eða bregða undir sig betri fætinum eft- ir vinnu. Sumir fá sér kvöldgöngu eða fara jafnvel á stjá eftir mið- nætti. Allt eftir högum hvers og eins. Þurfum hvorki félagsskap né sérstakan búnað Við þurfum engan annan búnað til gönguferða en góðan fótabúnað. Við þurfum ekki sérstök hús til að ganga um í eða sérstaka velli. Eng- in sérstök áhöld eða opinber leyfis- bréf. Gönguferðir eru öllum fijáls- ar og ókeypis. Gönguferðir eru heldur ekki hópíþróttir fyrir flokka eða pör. Við getum fengið okkur göngutúra ein á báti og þurfum hvorki meðspilara né hjálparkokk. Að visu er oft gaman að ganga sam- an tvö eöa fleiri en það er ekki nauðsynlegt fyrir sjálfa hreyfing- una. Ekki háðarveðri eða dagsetningu Gönguferðir eru ekki háðar veðri nema fáeina daga á hverju ári. Það viðrar varla svo illa á íslandi að ekki sé hundi út sigandi einhvern part dagsins. Þó hann gangi yfir með éljum og rigni eldi og brenni- steini þá slotar yfirleitt á köflum nógu lengi til að skreppa hringinn sinn. Með réttum skjólflíkum er hægt að klæða af sér næstum öll veður - búa sig vel undir að taka á móti veðrinu. I versta falli er hægt að ganga innanhúss í einhverju stórhýsi á borð við Kringluna eða Laugardalshöll. Þá eru gönguferðir þess eðlis að hægt er að iðka þær á hverjum degi og það er afar mikilvægt fyrir okkur. Þess vegna mælum við hik- laust með gönguferðum frekar en annarri hreyfingu. Þar með er alls ekki lagst gegn neinni annarri hreyfmgu nema síður væri. Göngum þrjá kílómetra á dag En hvað eiga gönguferðirnar að vera langar? Svarið er þrír kíló- metrar á dag af samfelldri göngu. Þá næst mestur árangur. Við þurf- um að velja okkur góðar gönguleið- ir í nágrenni við heimilið eða vinnustaðinn. Ef svæðið er opið fyrir akstur er hægt að mæla leið- ina með því að aka eða hjóla og nota kílómetramælinn í hraðamæl- inum. Gönguleiðin þarf aö vera örugg leið fyrir allri umferð og öðr- um hættum og eins megum við ekki trufla umhverfið með göngunni. Slíkar gönguleiðir eru auðfundnar um þvert og endilangt landið og því er ekkert mál að finna þriggja kílómetra hring til að ganga á hverjum degi. Brennum 200 kaloríum á dag Það eru um sjö þúsund og fimm hundruð kaloríur í hveiju kílói af fitu. Við brennum 200 kaloríum að meðaltali með því að ganga þrjá kílómetra á dag í einni lotu. Það er hvorki meira né minna en sjötíu og þijú þúsund kaloríur á einu ári eða heil tíu kíló. Mörg okkar eru þetta tuttugu til þrjátíu kílóum of þung og þykir nóg um. Ef við mið- um við sama gamla matseðilinn og við höfðum síöustu þrjú árin en við heföum jafnframt álpast til að rölta þetta þrjá kílómetra á dag þá vær- um við núna í réttri líkamsþyngd hvað sem mataræðinu líður. Fyrir utan allan annan ávinning af reglu- legum gönguferðum. Dagleg gönguferð er því þyngdar sinnar virði í skíragulli eða hvað? Kaloríutal II. hluti Talið er samið upp úr næringar- efnatöflu eftir dr. Jón Óttar Ragn- arsson í bókinni Næring og vinnsla. Okkar eigin uppskriftir I Þessar uppskriftir eru fyrst og fremst nokkrar hugmyndir á stangli um hvernig viö getum ma- treitt okkar frábæra íslenska hrá- efni við okkar hæfi. Það er sjálfsagt að fylgja þeim bókstaflega fyrstu vikuna eða tvær en síðan leikum við meira af fingrum fram í matar- gerðinni og sköpum smám saman okkar eigin eftirlætisrétti innan þess ramma sem fræðin og kalor- íutalið marka okkur. Salatskál (Grænmetissalat) Uppskriftir fyrir einn 50 kaloríur 100 kaloríur: Tvöfaldið uppskrift 25 kaloríur: Helmingið uppskrift Efni: 200 grömm ísbergkál 75 grömm tómatar (2 litlir, 1 stór) 20 grömm agúrkur (10-12 þykkar sneiðar) 5-6 laukhringir 2-3 þunnar sneiöar græn paprika Aðferð: Saxið káhð og skerið tómatana í hæfilega bita. Skeriö agúrkusneið- ar í tvennt. Setjið kálið í skál og leggið tómata og gúrkur ofan á. Skreytið með laukhringjum og pa- priku. Vel má breyta hlutföllum í þessu salati þannig að sami kaloríufjöldi haldi sér. í staðinn fyrir ísberg má nota aðrar káltegundir. Salatskál má bæði nota sem hluta af máltíð og heUa máltíð. Það er bæði hollt og gott að borða eina slika á hverjum degi (50 kaloríur) og þarf aö vera fost venja. Heiti matvæla Hitaeiningar Kólesterol Kolvetni 100 grömm: Kcal: milligrömm: grömm: Hvítkál 22 0 3,8 Hvítkál, soðið 15 0 2,3 Blómkál 13 0 1,5 Blómkál, soðið 9 0 0,8 Rauðkál, soðið 65 0 14,0 Maís, niðursoðinn 76 0 16,1 Tómatar 14 0 2,8 Agúrkur 10 0 1,8 Heslihnetur 137 0 2,4 Epli 35 0 9,2 Perur 29 0 7,6 Vínber 68 0 16,2 Appelsínur 26 0 6,4 Jarðarber 39 0 8,6 Greip 11 0 2,5 Bananar 79 0 19,2 Ferskjur, niðursoðnar 87 0 22,9 Ananas, niðursoðinn 77 0 20,2 ---------------------------> 4-5 herbergi óskast Hjón í ábyrgðarstöðum, með 2 stálpuð börn, óska eftir góðri 4ra-5 herb. íbúð á leigu strax, til lengri tíma, helst vestan Snorrabrautar. Öruggum mánaðar- greiðslum heitið, meðmæli. Uppl. á skrifstofutíma í síma 28444. SUMARTÍMI Frá 7. maí til 28. september verða skrifstofur Verzlun- armannafélags Reykjavíkur opnar frá kl. 08.30 til 16.00 alla virka daga. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Slys gera ekki boð á undan sér! sssssr UUMFERÐAR RÁÐ SMÁAUGLÝSINGAR SÍMINN ER 2, '7022 Mánudaga - föstudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 DV Geríst sjálfboðaliðir með UFF Velkomin Starfsemi UFF felst í hjálparstarfi í 3. heiminum. Sjálfboðaliöar LFF eru á öllum aldri, bæói faglæröir og ófaglæróir, meö hjartaó á réttum staó og ósk um aó geta aðstoðaó fólk í þriðja heiminum vió að öðl- ast betra líf. Þú getur byrjaó nú þegar sem sjálfboöaliói við að undirbúa HEIMS- INS STÆRSTA FLÓAMARKAÐ, sem halda á í Stokkhólmi á 19.000 m2. Þú getur aóstoóaó vió aó safna inn vörum og hlutum og verið meö þegar flóamarkaöurinn veröur starfræktur. Fæói, húsnæói og vasapen- ingar innifalió. Upplýsingar gefur Charlotte Pedersen, sími 90 46 8 7357500. SURT REGN ? Nær súrt regn til íslands ? Hreinn Hjartarson veðurfræðingur flytur erindi á aðalfundi LÍFS OG LANDS sunnudaginn 6. maí kl. 17.00 í Lækjarbrekku við Bankastræti. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tónlistarflutningur 3. Erindi um súrt regn Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Stjórn Lífs og lands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.