Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1990, Side 23
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 1990.
35
Kvíðnir og stein-
hissa stráklingar
- segir Sigurður Sigurðsson fréttamaður um hemámsliðið
„Þessi dagur er svo fastur í
minni mínu aö honum gleymi ég
ekki
meðan ég lifi,“ segir Siguröur Sig-
urðsson fréttamaöur sem stóð á
bryggjunni þegar breski herinn
gekk á land fyrir fimmtíu árum.
Hann var þá tvítugur að aldri og
bjó í foreldrahúsum á Framnesveg-
inum.
„Ég vaknaði nú ekki við hvað
sem var á þessum árum en þessa
nótt rumskaði ég við flugvélagný.
Við vorum fjögur saman í herbergi
og ég var sá eini sem vaknaði. Um
þetta leyti var enginn flugvél í
rekstri hérna og því hafði ég ekki
heyrt þetta hljóð lengi,“ segir Sig-
urður. „Ég glaðvaknaði og leit út
um gluggann til aö athuga með
vélina en sá ekki neitt. Einhver
eðhsávísun rak mig á fætur og ég
fór beina leiö niður á höfn.“
Fáir á ferli
Leiðin frá Framnesvegi niöur á
höfn er ekki löng og þegar Sigurður
kom þangað blöstu við herskip á
ytri höfninni. Fátt manna var á
bryggjunni enda mið nótt og bær-
inn að mestu í fastasvefni.
„Ég held að flestir sem þarna
voru hafl verið útigangsmennirnir,
sem á þeim tíma kölluðust Hafnar-
strætisrónar. Ég skimaði eftir ein-
hverjum til að spjalla við og fá upp-
lýsingar um hvað hér væri á ferð
en sá engan, ekki einu sinni lög-
regluþjón. Undir niðri var ég kvíð-
inn því mér datt helst í hug að nú
væru Þjóðverjarnir komnir.“
Þessi ótti við innrás Þjóðverja
hafði fengið byr undir báða vængi
meðal almennings nokkru áður
þegar þýskt skip, Bahia Blanca,
sökk hér við land í blíðskaparveðri
og öllum skipverjum var bjargað.
Sögusagnir höfðu gengið um bæinn
þess eðlis að skipverjarnir hefðu
það hlutverk að undirbúa jarðveg-
inn fyrir komu þýska hersins síð-
ar. Þar fyrir utan var ekki langt
liðið frá innrás Þjóöverja í Dan-
mörk og Noreg.
Hræddir og hissa
Tuttugu mínútum eftir að Sigurð-
ur kom niður eftir lögðust skipin
að bryggjunni og á fánunum mátti
glögglega sjá að þetta voru Bretar.
Skömmu síðar gengu hermenn-
irnir á land gráir fyrir járnum, með
hjálma og hergögn. Hóparnir komu
sér fyrir á uppfyllingunni, sátu flöt-
um beinum og stugguðu þessum
fáu nærstöddu löndum burtu, sagði
Sigurður. Þeir mæltu ekki orð af
vörum og gáfu sig að engum. Þegar
á leið fjölgaði hermönnunum og
einnig fór bæjarbúa að drífa að.
„Þetta voru að mestu strákar á
aldur við mig og yngri sem fylltu
þessa flokka, við fyrstu sýn óttaleg-
Herbúðir Bretanna á Skólavörðuholtinu. I baksýn Hnitbjörg og húsin við Freyjugötu.
ir vesalingar. Það skein úr andlit-
um þeirra aö þeir voru hræddir,
hissa og hálfkvíðnir yfxr þessu öllu
saman og ég vorkenndi þeim. Eftir
því sem maður frétti seinna haföi
þessi hópur ekkert vitað um hvert
ferðinni var heitiö. Að lenda svo
hér í smáfiskiþorpi á norðurhjara
hefur áreiðanlega valdið þeim
miklum vonbrigðum," sagði Sig-
urður.
„Þegar flestir voru komnir í land
voru flokkarnir sendir af stað um
bæinn. Ég fylgdi ekki þeim sem
fóru að þýska konsúlatinu en frá
bryggjunni mátti sjá mikinn reyk
úr strompinum þar. Hitaveita var
ekki komin í öll hús í borginni svo
þetta virtist ekkert óeðlilegt þá.“
Síðar kom reyndar í ljós að á með-
an landgangan stóð yfir voru þýsku
ræðismannshjónin í óða önn að
brenna mikilvægum skjölum sem
ekki máttu lenda í höndum óvina-
herja.
Tjaldaö á Skóla-
vörðuholtinu
Flokkarnir fóru nú að dreifa sér
um bæinn og fylgdist Sigurður með
þeim sem hertóku pósthúsið og
Landsímahúsið. Að sögn Sigurðar
virtust hermennirnir vera nokkuð
vissir um hvar ætti að bera niður.
„Þó vissu þeir ekki að dyr Land-
símahússins sem snúa að Kirkju-
stræti voru opnar allan sólarhring-
inn því auk símans var Útvarpið
og Veðurstofan þarna til húsa. Að-
aldyrnar voru læstar og á endanum
brutu þeir hana niður og flykktust
um húsið. Égfylgdist líka með þeim
þegar þeir hertóku Hótel ísland
sem þeir gerðu að bækistöð.“
Eftir að allar helstu stofnanir
ust allir bæjarbúar vera komnir á
stúfana. Mannmergðin var slík í
miðbænum að helst hefði mátt ætla
að stórhátíö stæði yfir. Þetta var
allt svo ógurlega spennandi, maður
hafði aldrei séð hermenn að verki
og þeir héldu fólkinu frá. Svona
leið dagurinn, enginn vann hand-
tak og á vinnustöðum var mest
verið að segja nýjustu fregnir; þessi
hafði séð þetta og annar heyrt hitt."
Alvaran kemur í ljós
Þegar líða tók á morguninn var
öllum Þjóðverjum hér á landi smal-
að saman og farið með þá niður á
bryggju. Áhöfnin á Bahia Blanca
var fyrst tekin en síðan þeir Þjóð-
verjar sem voru búsettir hér. „Þá
fór mér að blöskra pínulítið þegar
ég sá í hópnum ýmsa vini og kunn-
ingja, menn sem ég gjörþekkti eins
og Carl Billich og fleiri. Þessir
menn voru giftir íslenskum konum
og voru í augum flestra íslending-
ar. Þeirn var smalað saman og sett-
ir á austasta hornið á kajanum.
Þarna voru þau eins og búfé í rétt
og það fór ekki hjá því að maður
fyndi til með þessu fólki. Ég tók líka
eftir því að. ýmsir sem ég þekkti
hjálpuðu hernum að leita þetta fólk
uppi og þótti það heldur lítilmótlegt
aö láta þá ekki hafa fyrir þessu. Á
kajanum var fólkinu haldið fram
eftir degi og ekki að sjá að þau
fengju vott eða þurrt. Þarna var
alvaran í hernáminu orðin sýni-
leg.“
Fyrir sunnan
Fríkirkjuna
„Svona leið dagurinn, landinn að
voi'u komnar undir stjórn hersins
fóru flokkarnir að fara um borgina
í leit að samastað. Flokkurinn sem
Sigurður elti sló niður tjöldum á
Skólavörðuholtinu. „Þar fóru þeir
að tjalda og hlaða upp sandpoka-
virkjum. Uppúr klukkan níu virt-
Sigurður Sigurðsson fréttamaður
var einn af fáum borgarbúum sem
fylgdust með hernáminu frá upphafi.
forvitnast en herinn að stugga hon-
urn burt því ekki mátti blanda geði
við heimamenn. En svo þegar leið
á kvöldið sá maður eitt og annað
sem hneykslaði mann upp úr skón-
um í þá daga. Hermennimir leiddu
stúlkurnar suður Fríkirkjuveginn
og þá virtust kynnin vera í lagi,“
segir Sigurður. „Næstu daga og
vikur samlagaðist herinn bæjarbú-
um og ýmsir urðu vinir þeirra.“
Öll umferð
úr skorðum
Á þessum árum var Sigurður að
vinna hjá 1. Brynjólfsson og Kvar-
an en það fyrirtæki var til húsa við
Hafnarstræti. „Til gamans má
segja þá sögu að Einar Arnalds,
sem þá var settur lögreglustjóri,
var systursonur Gunnars Kvaran
sem ég vann hjá. Þetta mæddi mjög
mikið á Einari því öll umferð fór
úr skorðum. í bænum voru fjórar
einstefnugötur, Hafnarstræti,
Austurstræti, Laugavegur og
Hverfisgata. Bretarnir virtu ekki
þessar reglur enda var engin gata
merkt sem einstefnugata. Einar
kom til Gunnars á skrifstofuna
alveg í öngum sínum yfir þessu og
sagðist þurfa að koma upp merk-
ingu sem útlendingarnir skildu.
Gunnar klóraði sér í hausnum og
sagði sem svo: „Af hverju notarðu
ekki bara one way“, án þess að
bjóða í grun að það var það rétta,“
segir Sigurður hlæjandi.
Auglýsingar
ritskoðaðar
Lífið fór að ganga sinn vanagang
hjá flestum þegar á leið hernámið,
sumir gáfu sig að útlendingunum
og aðrir alls ekki. „Sjálfur talaði
ég ekki við neinn hermann fyrr en
ég hóf störf hjá auglýsingadeild
útvarpsins árið 1943 en þá höföu
Bandaríkjamenn tekið við af Bret-
um. Við urðum að láta þá fá allar
auglýsingar til ritskoðunar, að
minnsta kosti til málamynda. Ekki
mátti minnast á veður eða skipa-
ferðir og þegar einhver verslun
auglýsti skyrtur, sokka, jakka og
fleira sem talið var upp breyttu
þeir röðinni á upptalningunni til
að koma í veg fyrir njósnir. Fram
að því talaði ég aldrei við hermann.
Ég haföi hvorki ástæðu né löngun
til þess að eiga samskipti við her-
mennina. Mér kom þetta ekki við
og hernámið snerti mig aldrei per-
sónulega nema þennan fyrsta dag,“
sagði Sigurður Sigurðsson frétta-
maður sem fylgdist með þegar
bresku herskipin lögðust að
bryggju í Reykjavík fyrir fimmtíu
árum.
-JJ