Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Side 27
ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. 27 LífsstíU Þriggja ára barna- matur Það er því miður alltof algengt að verslanir reyni að koma út matvörum með útrunnum dag- setningum. Slíkt á ekki aö gerast og hvað þá þegar barnamatur á í hlut. María hafði samband við neyt- endasíðuna og kvaðst hafa keypt þijár krukkur af barnamat í Kjöt- miðstöðinni við Laugalæk. Þegar hún opnaði eina af krukkunum var skán á henni, en þar sem María hafði aldrei keypt þessa tegund áður þá vissi hún ekki hvort þetta ætti að vera svona eða ekki. Hún gaf fjögurra mánaða syni sínum eina skeið af blönd- uöu ávöxtunum sem hann hefur hingað til verið sólginn í, en nú brá svo við að hann fúlsaði við matnum. Maríu fannst undarlegt að barninu skyldi hafa fundist þetta vont og fór að hta betur á krukk- una. Hún reif verðmiðann af, sá þá tölur sem hún hélt vera síð- asta söludag, en þær htu út fyrir að vera 12.8.’77. Er DV fór að kanna máhð, kom í ljós að héma var misskilningur á ferðinni. Krukkan var tiu árum yngri en haldið var í fyrstu. Þar sem mjög hklegt er að fleirl hafi orðið fyrir svipaðri lífsreynslu eða séu í vafa um síðasta söludag vöru, skal héma gerð tilraun til að útskýra hvernig í öllu hggur. Hjá 0. Johnson & Kaaber, sem er innflytjandi Heinz bamamat- arins, fengust þær upplýsingar að tölurnar á fokinu sýndu ekki síðasta söfudag heldur fram- leiðsludag vörunnar. Heinz barnamatur er fluttur inn bæði frá Bandaríkjunum og Kanada og hafa Bandaríkjamenn síðasta söludag á sínum vömm en Kanadamenn framleiðsludaginn, þó í athugun sé að bæta síðasta söludegi við. Það eru því kana- dísku vörumar sem geta snúist fyrir fófki. Ef htið er gaumgæfilega á krukkulokið má sjá stafina BF og I, og síðan tölurnar 2877. Fyrstu þijár tölumar eru fram- leiðsludagurinn og sá síðasti er árið, þ.e.a.s. barnamaturinn var framfeiddur 287 dag ársins 1987, sem var nánar tiltekiö 14. október það ár. Krukkan meö barnamatn- um er því að verða þriggja ára gömul, en samkvæmt upplýsing- um frá framleiðendum Heinz í Kanada á bamamaturinn að geta geymst í þrjú ár í óopnuðum umbúðum. Þaö er þvi ljóst að krukkumar sem vora keyptar í Kjötmiðstöðinni um daginn voru á síðasta snúningi og hefðu ekki átt að vera í hihunum, þó enn ætti að vera allt í lagi með bama- matinn. -GHK Eins og sjá má eru tölurnar 2877 á lokinu, en þær merkja ekki 77 heldur var matnum pakkað 287 dag ársins 1987, eða 14. október. DV-mynd BG Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Stærri hverfaverslan- ir undir meðalverði Þrettán stærri hverfaverslanir á höfuðborgarsvæðinu voru með heifdarverð undir meðalverði í verð- könnun Verðlagsstofnunar. Könn- unin náði tif 29 stærri hverfaverslana og var kannað verðið á 51 vöruteg- und í þeim eins og stórmörkuðum og minni hverfaverslunum. Sé miðað við að meðalverð sé 100 þá gefur frávik frá meðalverðinu hugmynd um hversu mikið verð í einstökum verslunum er fyrir neðan eða ofan meðalverð. Ef litið er fyrst á stórmarkaðina kemur Bónus best út úr könnuninni með töluna 80,7 en eins og flestir vita eru Bónusverslan- irnar ekki með greiðslukortavið- skipti. Þar á eftir komu Fjarðarkaup í Hafnarfirði með 89,2, Hagkaup í Kringlunni með 91,8, Hagkaup á Eið- istorgi með 92 og Hagkaup í Skeif- unni með 92,2. Á eftir þessum stórmörkuðum kemur svo Hagabúðin að Hjarðar- haga með 92,6, en hún er ekki með greiðslukortaviðskipti, og Arnar- hraun í Hafnarfirði með 93 en sú verslun býður félagsmönnun í Félági eldri borgara staðgreiðsluafslátt. Aðrar stærri hverfaverslanir sem vora undir meöalverði voru fjórar Grandarkjörsbúðir sem nú hafa gef- ið upp andann, Kjötstöðin í Glæsibæ með 98,6 sem veitir eldri borgurum staðgreiðsluafslátt, Nóatún í Mos- fehsbæ, Nóatún Nóatúni og Straum- Bónusverslanirnar eru ódýrustu stórmarkadirnir á hötuðborgarsvæðinu, en þrettán stærri hverfaverslanir eru einn- ig undir meðalverði. DV-mynd GVA nes Vesturbergi, sem allar voru með 98,.7, og Matvöruverslunin Austur- veri var með 98,9. Plúsmarkaðurinn Efstafandi og Kjötmiðstöðin Lauga- læk ráku síðan lestina með 99,7. Dýrustu verslanirnar i könnuninni var einnig að finna meðal stærri hverfaverslana, en þaö voru Versl- unin Austurstræti 17'með 108,3 og Verslunin Norðurbrún viö Norður- brún með 108,7. Báðar verslanirnar veita staðgreiðsluafslátt til eldri borgara. Ef litið er á könnun meðal smærri hverfasverslana er Vogaver í Gnoð- arvogi ódýrust með verð rétt yfír meðalverði, eða 100,8. Næstar á eftir voru Garðarsbúð á Grenimel með 103,2 og Verslun Jónasar á Hverfis- götunni með 103,3. Miðaverð 1.500 kr. Börn yngri en 6 ára fá frítt inn í fylgd með fullorðnum I NYJA IÞROTTAHUSINU KAPLAKRIKA HAFNARFIRÐI MIÐVIKUDAGINN 23. MAÍ L_ (cí KL. 20.30 Gestahljómsveit Miðasala í öllum hljómplötuverslunum og vídeóleigum Steinars og Skífunni Kringlunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.