Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1990, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1990. Þess vegna Kvenna listi í Kópavogi Markmið kvennalistakvenna í Kópavogi með framboði til bæjar- stjórnar er að gera reynsluheim og menningu kvenna sýnilega. Með framboði okkar viljum við vinna að því að reynsla og verðmætamat kvenna verði metin til jafns á við reynslu og verðmætamat karla. Til þess að ná þessum markmiöum verða konur að geta haft áhrif á ákvarðanatökur og forgangsröð verkefna. Tvöföld ábyrgð kvenna Síðustu tvo áratugi hafa konur haldið út á vinnumarkaðinn, þær hafa tekið á sig tvöfalda ábyrgð. Annars vegar hafa þær haldið áfram að hugsa um heimili og fæða og ala upp börn og hins vegar skil- að til þjóðfélagsins verömætri vinnu úti á vinnumarkaðnum. í dag er atvinnuþátttaka kvenna yflr 80%. Ætla mætti að sú auðlind sem atvinnuþátttaka kvenna hefur skil- að til þjóðfélagsins hefði átt að skila til baka a.m.k. auknu dagvistar- rými og skóladagheimilum og ein- setnum skólum. Það er óþolandi að vegna skorts á dagheimilum og skóladagheimilum þurfi að mis- muna börnum einstæðra foreldra og börnum giftra foreldra eða for- eldra í sambúð. Það er óþolandi að konur skuli hafa orðið aö hætta í vinnu þegar skólatíminn hefur ekki gengið upp við vinnutíma móðurinnar. Þannig virðist stefna yfirvalda að konur eigi að leggja fram tvöfalt vinnuálag til þjóðfé- lagsins án þess að þjóðfélagið leggi fram nokkuð á móti. Hvað vill Kvennalistinn? Þetta vandamál búa konur við hvar sem er á landinu, jafnvel í „fé- lagsmálabænum“ Kópavogi. Kvennalistinn í Kópavogi vill aö í Kópavogi eigi öll börn völ á a.m.k. 6 tíma dagvist í heimahverfi sínu óháð atvinnuþátttöku, efnahag og hjúskaparstöðu foreldra. Við vilj- um að viðvera barna í skólum verði lengd og koma upp skóladagheimil- um þar til þörf er fullnægt. Við teljum nauösynlegt að launa- kjör fóstra og annars starfsfólks á dagvistarstofnunum verði bætt sérstaklega. Kópavogsbær á að hafa forgöngu um að bjóða starfs- fólki sínu upp á sveigjanlegan vinnutítna, ennfremur getur bæj- arfélagið haft forgöngu um það að KjaHarinn Þórunn ísfeld Þorsteinsdóttir verslunarkona. Er í 8. sæti Kvennalistans í Kópavogi hafi ekki verið gert nógu hátt und- ir höfði hér í bæ .og viljum við breytingu þar á og veita stúlkum og piltum sömu aðstöðu til íþrótta- iðkana. íþróttahöllin Bygging íþróttahallar í Kópa- vogsdal vegna HM ’95 hefur verið mikið í umræðunni í þessari kosn- ingabaráttu og kvennalistakonur krafðar svara um afstöðu. 'Við munum ekki rifta umræddum samningi en teljum nauðsynlegt að endurskoða samninginn og fyrst og fremst með tilliti til fjármögnun- arþáttarins. Það eru ýmsar spurningar sem spyrja má varðandi þessa íþrótta- höll. T.d. hvers vegna var ákvörð- un um byggingu hallarinnar tekin án umræðu meðal íbúanna um þetta stóra og íjárfreka verkefni svo skömmu fyrir kosningar? Við „Kópavogsbær á að hafa forgöngu um að bjóða starfsfólki sínu upp á sveigjan- legan vinnu tíma.“ greiða starfsfólki sínu mannsæm- andi laun. Við viljum að bæjarfé- lagið leiti nýrra leiða í atvinnu- sköpun og að sérsakt átak verði gert til uppbyggingar fyrirtækja með atvinnuþátttöku kvenna í huga. Einnig leggjum við áherslu á að aldraðir geti haldið áfram störfum eins lengi og þeir vilja og geta. Við viljum að mörkuð verði framtíðar- stefna í húsnæðismálum þar sem aðaláherslan verði lögð á félagsleg- ar lausnir og framboð á íjölbreyttu húsnæði. Kvennalistinn vill vekja sérstka athygli á að sívaxandi fjöldi barna og unglinga neytir vímuefna. Það er sjálfsögð skylda samfé- lagsins að veita unglingum í vanda raunhæfa aðstoð og teljum við að átaks sé þörf og að bæjaryfirvöld verði að leggja meira af mörkum en hingað til. Við leggjum í því sambandi áherslu á fyrirbyggjandi starfsemi og teljum fræðslu mikil- vægan þátt. íþróttir og skapandi listalíf eru meðal þess sem við verð- um að bjóða æsku bæjarins upp á. Við teljum að íþróttum stúlkna hljótum að gagnrýna þá málsmeð- ferð. Er gert ráð fyrir að allar íþróttagreinar hafl aðstöðu í íþróttahöllinni? Nú er talað um að Breiðablik fái félagsaðstöðu þar, er ætlunin að gera jafnvel við önnur íþróttafélög í Kópavogi? Er ekki fullkomlega óraunhæft að staðsetja grunnskóla í sama húsnæði og fjölnota íþrótta- og sýningarhöfl þar sem gera má ráð fyrir mikilli umferð? Val um leiðir Konur á öðrum hstum í Kópavogi hafa sumar hverjar tekið framboði Kvennalistans mjög illa og virðast líta á það sem beina árás á sig. Það er að sjálfsögðu mesti misskilning- ur að svo sé. Við veljum að starfa einar og sér, þær hafa valið sér . aðrar leiðir. Hlutur kvenna í bæjarstjórn og nefndum og ráðum er augljóslega mun minni en karla. í bæjarstjórn sitja 8 karlar og 3 konur. Eigum við ekki langt í land ennþá með að nájafnræði? Þórunn ísfeld Þorsteinsdóttir Andlát Guðný Sesselja Óskarsdóttir andað- ist sunnudaginn 20 maí sl. Sigurbjörn A. Haraldsson, Garða- braut 24, Akranesi, andaðist aðfara- nótt 20. maí. Guðbjörn Benediktsson, Dalbraut 27, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sól- vangi 19. maí. Hrefna Brynjólfsdóttir, Frostafold 1, ” áður til heimilis í Skeiðarvogi 147, andaðist í Landspítalanum 18. maí. Kristín Guðjohnsen fulltrúi, Skeiðar- vogi 63, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 19. maí. Auður Kristinsdóttir, Leifsgötu 13, lést í Landspítalanum 20. maí. Valdimar Guðmundsson skipstjóri, Bárugötu 16, lést á Landspítalanum 20. maí. Sigurlína Gísladóttir, Þórunnar- stræti 120, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 20. maí. Jarðarfarir Freysteinn Ástvaldur Jónsson, Efstasundi 48, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 23. maí kl. 13.30. Stefán Snælaugsson, Munkaþverár- stræti 24, Akureyri, sem andaðist 18. maí sl., verður jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju mánudaginn 28. maí kl. 13.30. Guðríður Björnsdóttir frá Blönduósi lést 18. maí sl. á ellideild Sjúkrahúss Akraness. Útför hennar fer fram fóstudaginn 25. maí kl. 15 frá Foss- vogskapellu. Ingveldur Stefánsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði, sem andaðist 16. maí sl„ verður jarðsungin miðvikudaginn 23. maí kl. 13.30 frá Bústaðakirkju. Útför Sigurðar Kristins Ársælssonar, Heiðarholti le, Keflavík, sem lést af slysförum, fer fram frá Keflavíkur- kirkju miövikudaginn 23. maí kl. 14. Þórður Ágústsson, Ljósheimum 6, lést mánudaginn 14. maí 1990. Jarð- arförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðrún Þ. Jónsdóttir, Meðalbraut 6, Kópavogi, er látin. Útfórin hefur far- ið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Halldór Þorsteinsson frá Hallgils- stöðum á Langanesi, sem lést í hjúk- runarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 17. maí sl„ verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 25. maí kl. 13.30. Hans Ólafsson, Flatahrauni 16a, Hafnarfirði, er lést 13. maí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 22. maí, kl. 13.30. Arndís J. Einarsdóttir hjúkrunar- fræðingur frá Hringsdal, sem lést á heimili sínu þann 17. maí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dag, þriðjudaginn 22. maí kl. 15. Tónleikar Einsöngstónleikar Steinarrs Magnússonar Steinarr Magnússon, tenór, heldur sína fyrstu einsöngstónleika í Norræna hús- inu 24. maí 1990 kl. 17. Undirleikari hans verður Lára Rafnsdóttir. Steinarr er fæddur í Reykjavik 1962. Hann stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavik á ánmum 1983-1988. Kennarar hans voru Magnús Jónsson og Katrín Sigurðardótt- ir. Steinarr stundar nú söngnám í Banda- ríkjunum við Tónhstarháskólann í Blo- omington í Indianafylki. Söngkennari hans þar er prófessor Roy Samuelsen. Tapað fundið Plastmappa tapaðist á strætisvagnabiðstöð Glær plastmappa með þremur prentuð- um smásögum og mynd af dreng tapaðist á biðstöð beint á móti Hrafnistu í Reykja- vík sl. laugardag kl. rúmlega 18. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 24265. Fyrirlestrar John C. Dvorak á opnu húsi í Tölvuháskólanum Á morgun, 23. maí, verður opið hús hjá Tölvuháskóla Verslunarskóla íslands og þá mun John C. Dvorak heimsækja skól- ann og flytja fyrirlestur um þróun tölvu- mála. Einnig verður starfsemi skólans kynnt og nemendur munu sýna verkefni annarinnar. John C. Dvorak er einn líf- legasti dálkahöfundur í PC Magazine og PC Computing. Hann skrifar fasta þætti um helstu nýjungar og hræringar í heimi einmenningstölva og kemur víða við. Fyrirlestur hans hefst kl. 14 og að honum loknum gefst gestum kostur á að kynnast uppbyggingu náms við Tölvuháskólann og aöstöðu nemenda. Nemendur á öllum stigum námsins munu sýna verkefni sem þeir hafa unnið á síðustu önn. Nemendur á fyrstu og annarri önn kynna Turbo Pascal, þróunarumhverfi gluggakerfa og AS/400 ásamt verkefnum sem unnin eru í þeim. Ennfremur sýna nemendur á þriðju önn lokaverkefni sem þeir hafa unnið undanfama þijá mánuði. Aðgang- ur aö fyrirlestri Dvoraks kostar kr. 2000 og þeim sem hafa áhuga er bent á að láta skrá sig í síma 688400 í síðasta lagi í dag. Aðgangur að opnu húsi er ókeypis. Húsið er opið frá kl. 13-18. Tilkyimingar Vorhappdrætti 1990 fellur nið- ur Hið hefðbundna vorhappdrætti Krabba- meinsfélagsins, sem dregiö er í 17. júni, verður ekki haldið að þessu sinni. Svo skammt er síðan krabbameinssamtökin leituðu til landsmanna um þátttöku í þjóðarátaki gegn krabbameini og svo al- menn og rausnarleg voru viðbrögin að ákveðið var að efna ekki til fjáröflunar með happdrætti á þessu vori. Einnig var höfð hliðsjón af þvi að framlög hafa verið að berast til Þjóðarátaksins með gíróseðl- mn frá fólki sem ekki náðist til aðalsöfn- unardaga. Vonast er til að þessi ákvörðun mælist vel fyrir og efli enn þá miklu vel- vild og stuðning sem krabbameinssam- tökin njóta meöal þjóðarinnar. Minnt er á aö framlögum til Þjóðarátaks verður fyrst og fremst varið til sérstakra verk- efna á vegum krabbameinssamtakanna en happdrættið stendur eftir sem áður undir ýmsum mikilvægum þáttum í starfsemi þeirra. Hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins verður þvi haldið eins og venjulega og veltur mikið á að það fái sem bestar imdirtektir. Hallgrímskirkja Dagur aldraðra, uppstigningardagur 24. maí, hefst meö messu kl. 11. Á eftir er boðið upp á mat á hóflegu verði, síðan verður ekið til Þingvalla, þar bíður kaffi- hlaðborð á Hótel Valhöll. Þátttaka til- kynnist Dómhildi í síma 10745 eða 39965. Skagfirðingafélögin í Reykjavík verða með boð fyrir eldri Skagfirðinga í Drangey, Síðumúla 35, á uppstigningar- dag kl. 14.30. Bílasími fyrir þá er þess óska er 685540 eftir kl. 12 sama dag. Ungum er það allra best... Ljóða- og bókmenntadagskrá 3ja bekkjar Leiklistarskóla íslands og Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. í kvöld þriðjudag kl. 20 og á miðvikudag kl. 16. Nemendur 3ja bekkjar eru: Ari Matthias- son, Gunnar Helgason, Halldóra Bjöms- dóttir, Ingibjörg G. Gísladóttir, Magnús Jónsson, Þorsteinn Bachmann, Þor- steinn Guðmundsson og Þórey Sigþórs- dóttir. Leiðbeinandi er Bríet Héðinsdótt- ir. Orgelleikur: Svavar Sigurðsson. Fjölmiðlar Fyrir hverja eru húsbréf? Þáttur um húsbréfakerfið var sýndur í Sjónvarpinu í gærkvöldi. Hann vakti sérstaka athygb mína þar sem ég hef í alllangan tíma spáð í fasteignamarkaðinn og er ein af þeim sem huga að stækkun íbúðar- húsnæðis. Reyndar var ekki um neinn þátt beint að ræða því þarna var á ferðinni fimmtán mlnútna glansmynd sem sannfærði mig end- anlega um að húsbréfakerfið er ekki fyrir venjulegt launafólk. í þessari kynningarmynd var tal- að við áhorfandann eins og hann væri bjáni. Rétt eins og yfirvöld telji fólkið i landínu slíka fávita að það hafi hvorki vit til að fara með pen- inga eða til að velja sér húsnæði. Húsbréfakerfið er í mínum huga eitthvert fyrirbæri sem auöveldar stjórnvöldum persónunjósnir. Maður úti í bæ tekur ákvörðun um hvort þú eigir að leggja á þig að kaupa íbúð eða ekki. Hann ákveður hversu mikið lán þú getur fengið og hvernig þú átt að nota það. Þessi samir maður vill sjá skatt- skýrsluna, launaseðla, greiðslu- kvittanir fyrir lánum og ég veit ekki hvað. Það er hann sem vegur og metur hvort þú eigir rétt á að fá Ián úr opínberri húsnæðisstofnun. Þeg- ar þessi maður leyfir mátt þú kanna fasteignamarkaðinn og leita að hentugu húsnæði. Lítist þér á eitt- hvað máttu gera kauptilboð í fast- eignina en þú veröur fyrst að fara með tilboðið tií mannsins hjá Hús- næðisstofnun sem segir þér hvort þú sért að kaupa rétta íbúö eða ranga. Efþessi maður verður svo elsku- legur að samþykkja kaup þin á íbúð- inni ert þú að sleppa. En hversu mikiö lán fær venjulegur launamað- ur með vísitölulaun? Ekki var getíð um það í glansmyndinni enda sýnist mér á öllu að húsbréf séu ekki fyrir venjulegt launafólk í landinu. Þegar ég festi kaup á minni fyrstu í búð og einnig þeirri númer tvö lagði maður ögn meira á sig en venjulega til að standa við greiðslur í ákveðinn tíma. Húsbréfakerfiö kíkir á Iaun þín sl. mánuði ekki hvað þú ætlar að leggja á þig á næstu mánuðum. íbúðarkaupanda er ekki í sjálfsvald sett hvað hann vill leggja á sig fyrir þak yfir höfuðíð. Lánamöguleikar hans eru undir einhverjum ráðgjöf- um komnir - vilja þeir ekki næst veljahúsnæðiðlíka? -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.