Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 2
FíMUÖÁGUR 8. JtfNÍ löyö. Fréttir Svala Auðbjömsdóttir á Brompton-sjúkrahúsinu: íslensk kona bíður eftir nýju hjarta og lungum ABreð Böðvarsson, DV, Englandi: Svala Auöbjömsdóttir bíður á Rrompton sjúkrahúsinu í London eftir að handa henni finnist lungu og hjarta. Hún er með sjaldgæfan lungnasjúkdóm sem gerir það að verkum að lungun vinna ekki nægi- legt súrefni og því verður hjartað að slá hraðar sem aftur á móti veldur því aö það stækkar. Svala bíður nú í súrefnisvél og með blóðþynningar- lyf í æð eftir því að dr.Jacob Yacoubi geti grætt nýtt hjarta og lungu í hana. Sjúkdómurinn greindist ekki í Svölu fyrr en fyrir um einu og hálfu ári eftir að astmasérfræðingur fann út aö hún var ekki með astma og vísaöi. henni á lungnasérfræðing. Hún fór í hjartaþræðingu og þá greindist sjúkdómurinn. Fram að því hafði hún haldið að hún væri ein- faldlega með astma og það var ekki fyrr en einkennin fóru að ágerast að hún fór til sérfræðings. Hún fékk að fara heim til Akraness með súrefnis- vél sem hún var í 16 tíma á dag. Hún vann 40% vinnu í nýju sundlauginni á Akranesi frá því hún opnaði um sumarið 1988 allt þar til í apríl í fyrra þegar áreynslan var orðin of mik- il. Það var erfið ákvöröun að sögn Svölu að hætta að vinna en sjúk- dómurinn var farinn að draga svo úr henni þrótt að hún varð að segja upp vinnunni. Svala Auðbjörnsdóttir, t.v., hefur beðið i tæpan mánuð eftir nýju hjarta og lungum. Myndin var tekin á Brompton- sjúkrahúsinu í London i gær. DV-mynd Alfreð Böðvarsson Til London í maí Henni hrakaöi mun hraðar en átt hafði verið von á og nú í janúar var hún svo lögð inn á lungnadeild Vífils- staöaspítala og var þá í súrefnisvél- inni allan sólarhringinn. í desember- mánuði hafði hún farið í rannsókn til dr.Yacoubi í London og í fram- haldi af því var sótt um fyrir hana í hjarta- og lungnaígræðslu á Bromp- ton sjúkrahúsinu. Þangað kom hún 9. maí síðastliðinn ásamt manni sín- um en hjá henni núna er dóttir henn- ar, Þorbjörg. Svala veit ekki hvað hún gæti þurft að bíða lengi á sjúkrahúsinu en von- ar að það verði sem styst svo aö hún geti séð barnabörnin sín sem eru sex. Hún er í forgangshópi og í al- gengum blóðflokki sem ætti að stytta biðtímann. Hún segist ekki hugsa mikið um aðgerðina en hlakkar óneitanlega til að vera laus við súr- efnisslönguna og að geta farið að lifa eðlilegu lífi á ný. Svala vildi biðja fyri’r kærar kveðj- ur til allra skyldmenna og vina heima á íslandi og sérstakar kveðjur til starfsfólksins á lungnadeild Vífils- staðaspítala og einnig hjartadeild Landspítala þar sem hún dvaldi um vikutíma áður en hún fór til London. Svala vildi taka fram aö aðstoð og fyrirgreiðsla Jóns Baldvinssonar, sendiráðsprests í London, hefði verið einstök frá upphafi og ætti hann ómældar þakkir skildar fyrir vinar- hug sinn og greiðasemi. Strætisvagnastjórar eftir fundinn 1 gær: 1 Slegnir yfir þessum dómi „Við erum slegnir yfir þessum dómi. Atvinnuöryggi okkar er í hættu. Á fundinum ræddum við ör- yggisbúnað vagnanna og ábyrgð vagnstjóra," sagði Hannes Garðars- son, fyrsti fulltrúi strætisvagnastjóra hjá Strætisvögnum Reykjavíkur, eft- ir fund vagnstjóra í gær. Litlar sem engar strætisvagnaferð- ir voru í Reykjavík milli klukkan níu og ellefu í gærmorgun vegna fundar- ins. Fundurinn var haldinn vegna dóms Hæstaréttar þar sem vagn- sfjóri var dæmdur til ökuleyfismissis í sex mánuði og eins mánaðar varð- halds. Varðhaldsrefsingin fellur nið- ur bijóti vagnstjórinn ekki af sér á næstu tveimur árum. Saksóknari höfðaði mál gegn vagn- stjóranum vegna slyss sem varð í vesturbæ Reykjavikur. Gömul kona varð fyrir strætisvagni og lést hún af völdum áverka sem hún hlaut í slysinu. „Það var ekki gerð formleg sam- þykkt á fundinum en þetta veröur rætt í okkar hópi og í samstarfi við okkar stéttarfélag, Starfsmannafélag Reykjavíkur. Þá munum viö eflaust eiga fundi með forráðamönnum fyr- irtækisins," sagði Hannes Garðars- son. í dómi Hæstaréttar segir meðal annars: „Fram er komið að strætis- vagninn, sem ákærði ók, var búinn ónegldum snjóhjólbörðum. Gatnamálastjóri hefur verið með mikinn áróður gegn nagladekkjum. Það er heldur ekkert í lögum sem segir að ökutæki eigi að vera á nagla- dekkjum. Þetta slys var óhappaatvik. Gamla konan gekk út á götirna í mik- Vagnstjórar vlrða fyrlr sér dóm Hæstaréttar. Frá vinstrl: Úlfar Hlllers, Hann- es Garóarsson, Helgi Már Haraldsson og Slgurbjöm Halldórsson. DV-mynd GVA Þessi mynd var tekin á slysstað i janúar 1989. Gamla konan skorðaðist undir vagninum og varð að fá kranabil tii að lyfta vagninum. Myndin er tekin eftir að konan var flutt á sjúkrahús. DV-mynd S ílli hálku. Ökumaðurinn gat ekkert gert til að forða frá slysi. Hjá okkur vakna spurningar um ábyrgð gang- andi vegfarenda," sagöi Hannes Garöarsson. „Þetta er líka spuming um at- vinnuöryggi okkar. Byijunarlaun eru 43 þúsund krónur og eftir átján mánaða starf eru launin 54 þúsund krónur. Flestir vinna mikla auka- vinnu. Það er oft að menn aki sam- tals í 13 tíma án þess að matast. Til eru erlendar rannsóknir sem sýna hvemig bílstjórar sljóvgast undir slíku álagi. Eins vinna vagnstjórar mikið á leigubílum og sendibílum. Ökuréttindin skipta okkur því öllu máh. Tímaáætlanir em líka mjög strangar þegar tillit er tekið til um- ferðarþunga," sagöi Sigurbjöm Hall- dórsson vagnstjóri. „Tímaáætlunin var gerð fyrir 15 árum og hefur lítiö breyst. Bílaeign hefur ijórfaldast á þessum tíma. Hraðahindranir þekktust ekki og umferöarljósum hefur verið fjölgað mikið. Þannig að það hefur margt breyst," sagði Úlfar Hillers vagn- stjóri. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.