Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990.
Viðskipti_________________________________
Miklar umræður á aðalfundi Sambandsins í gær:
„Þetta er eins og í
framsóknarvistinniC£
- Sambandið hefur gegnt hlutverki félagsmálastofnunar, segir Guðjón B. Ólafsson
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, á aöalfundinum í gær. „Sambandinu hefur með öðrum orðum verið
ætlað það hlutverk að vera allsherjar félagsmála- og fjármálastofnun samvinnuhreyfingarinnar á íslandi en á
sama tíma gera viðskiptalegir hagsmunaaðilar í vaxandi mæli þá kröfu til Sambandsins að það veiti hámarks-
þjónustu fyrir lágmarkstilkostnaö." DV-mynd GVA
„Ég er ekki aðdáandi hlutafélaga.
En þetta er eins og í framsóknarvist-
inni. Sögnin er gefin og þaö verður
að spila úr þeim spiium sem við höf-
um á hendi. Þess vegna er skárra að
vera með hlutafélög ef það verður til
bjargar,“ sagði Magnús Finnboga-
son, fulltrúi Kaupfélags Rangæinga,
í umræðum á aöalfundi Sambands-
ins í gær.
Margir tóku til máls á fundinum
og umræðuefnið var auðvitaö slæm
staða fyrirtækisins og hvort skipta
ætti því í sex hlutafélög og gera Sam-
bandið þannig að eignarhaldsfélagi.
Fundarmönnum varð nokkuð tíð-
rætt um „íjölskyldurnar fimmtán“,
sem þeir sögðu að ættu Eimskip og
önnur stór einkafyrirtæki, og höfðu
áhyggjur af að þær næðu starfsemi
Sambandsins undir sig.
Jóhannes Geir Sigurgeirsson, KE-
A-maður og varaþingmaður Fram-
sóknarflokksins á Norðurlandi
eystra, sagði um uppstokkunina að
hann væri búinn að halda ræður á
undanfömum aðalfundum um að
skipta Sambandinu upp í nokkur
hlutafélög.
„Held að við séum búin
að missa af tækifærinu“
„Ég held hins vegar að við séum
búin að missa af tækifærinu til aö fá
inn nýtt fjármagn frá utanaðkom-
andi aðilum. Þessi nýju hlufafélög
verða svo skuldug að menn verða
ekki í biðröðum að koma inn með
nýtt hlutafé til okkar.“
Jóhannes Geir sagði ennfremur:
„Ef það er hugsunin aö fá inn nýja
aðila með nýtt fjármagn þá verða
menn að fara samhliða að leita þess-
ara aöila. Að öðmm kosti er líklegt
að eignarhaldsfélagið verði að selja
sinn hlut í þeim fyrirtækjum sem
fjölskyldumar fimmtán vildu gjam-
an eignast."
Tapið 751 milljón króna
- skuldir 11 milljarðar
Staða Sambandsins er vægast sagt
slæm. Þaö tapaði 751 milljón króna
á síðasta ári borið saman við um 1,2
milljaröa árið áður. Afkoma ein-
stakra deilda var þessi:
Verslunard.................-479 m.
Sjávarafurðad...............-37 m.
Iðnaðard....................-22 m.
Búnaðard....................-85 m.
Skipad.....................-116 m.
Yfirstjóm...................-12 m.
Búvömd........................0
Miklar skuldir em að shga Samband-
ið. Skuldirnar voru um síðustu ára-
mót um 10,7 milljarðar króna.
Slæm greiðslustaöa Sambandsins
lýsir sér best í því að af 10,7 milljarða
skuld eru skammtímaskuldir (það
sem þarf að greiöa á þessu árij um
7,2 milljarðar króna. Veltufiármunir
á móti þessum skammtímaskuldum
eru hins vegar ekki nema 5,3 millj-
arðar króna. Það vantar því næstum
2 milljarða upp á að veltufiármunir
dugi fyrir skammtímaskuldum, eins
og tahð er að æskhegt sé í fyrirtækj-
um.
Þetta eru góðu fréttirnar
Þrátt fyrir slæmt gengi í rekstri
Sambandsins á síðasta ári eru samt
sem áður nokkrar góðar fréttir úr
rekstrinum. Þannig var rekstrar-
hagnaður upp á 204 mihjónir af
rekstrinum fyrir fiármagnskostnað
og óregluleg gjöld borið saman við
174 mihjónir króna haha árið á und-
an. Þá nam söluaukning Sambands-
ins um 32 prósentum á milli ára sem
er um 11 prósent umfram verðbólgu.
Þetta dugir hins vegar einfaldiega
ekki th. Sambandið skuldar of mikið.
Vaxtagjöld ásamt gengismun hækk-
uðu um 446 mihjónir króna á meðan
vaxtatekjur lækkuðu um 301 milljón
króna.
Greiddi 2,7 milljarða í
vexti og gengistap
Sambandið þurfti að greiða um 1,8
mhljarð króna í vaxtagjöld og verð-
bætur á síðasta ári. Það þurfti einnig
að takast á við um 907 mhljóna króna
gengistap vegna erlendra lána. Á
móti koma vaxtatekjur og reiknaöar
verðbreytingartekjur. Nettó fiár-
magnskostnaður var því um 809
mhljónir króna.
Rekstur kaupfélaganna gekk ólíkt
betur en Sambandsins. Þeim tókst
að bæta hag sinn frá árinu 1988.
Þannig varð 24 mihjóna króna hagn-
aður af rekstri kaupfélaganna á síð-
asta ári miðað við næstum 900 millj-
óna króna tap árið áður.
„Sambandið einfaldlega
of skuldugt“
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bandsins, skýrði tap þess á síðasta
ári með þessum orðum á aðalfundin-
um í gær: „Sambandið er einfaldiega
of skuldugt.“ Hann sagði: „Megin-
vandi Sambandsins er uppsafnaður
á löngum tíma. Þaö tókst að dylja
þennan vanda og ýta honum á undan
sér þar til breyttar aðstæður í efna-
hagsmálum þjóðarinnar gerðu það
ókleift. Sambandið er einfaldlega of
skuldugt. Það hefur of htið eigið fé
þar sem það hefur ekki haft nægan
hagnað. Sem dæmi um það get ég
nefnt að aht árabihð frá 1976 til 1987
hafði Sambandið samtals rúmlega
hundrað mhljónir króna í halla. Það
var niðurstaðan úr rekstrinum þetta
rúmlega áratugarskeið. Á sama
tímabhi tók fyrirtækið á sig töp
vegna utanaðkomandi starfsemi að
fiárhæð sem nálgast 3 milljarða
króna á núvirði. Þannig hefur Sam-
bandið fiármagnað bæði stuðning við
atvinnuiíf úti um landið og tilraunir
til uppbyggingar nýrrar atvinnu-
starfsemi. Sem dæmi má nefna vel
yfir 500 milljónir vegna frystihúsa á
vegum Sambandsins, meira en 750
mhljónir króna vegna gjaldþrota og
greiðslustöðvana kaupfélaga, um 300
mhljónir vegna Íslandslax, rnhii 400
og 500 mihjónir vegna Álafoss og
þannig mætti lengi telja. Þessi töp
voru ekki Qármögnuð úr hagnaði af
rekstri eða eigin sjóðum heldur með
einu dýrasta fiármagni í vestrænum
heimi. Þannig hafa skuldir Sam-
bandsins vaxið umfram greiðslugetu
rekstrar. Þess vegna er eignasala
óhjákvæmheg og þess vegna er ýtr-
asta aðhald í rekstri nauösynlegt."
Og síðar: „Sambandið hefur tekið
á sig gífurlegar byrðar vegna þess
að margs konar atvinnurekstur á
vegum Sambandsins eða á vegum
kaupfélaganna, sem mikið fiármagn
hefur verið lagt í á undanfórnum ein-
nm th tveimur áratugum, hefur af
einum eða öðrum ástæðum ekki
gengið eða getað skhað arði. Sam-
bandið hefur lagt mikiö fé í fast-
eignir og eignahluta í félögum og
þessar eignir hafa ekki skhað arði í
gegnum árin.“
„Félagsmálastofnun“
Síðar sagði Guðjón orðrétt: „Sam-
bandinu hefur með öðrum orðum
löngum verið ætlað það hlutverk að
vera allsheijarfélagsmála- og fiár-
málastofnun samvinnuhreyfingar-
innar á íslandi. En á sama tíma gera
viðskiptalegir hagsmunaaðhar í vax-
andi mæli þá kröfu th Sambandsins
að það veiti hámarksþjónustu fyrir
lágmarkstilkostnað. Um árabh má
segja að samvinnumenn hafi litið til
Sambandsins nánast eins og hinn
almenni borgari hefur litið th ríkis-
kassans - þaöan eiga greiðslumar
að koma en öllum er iha við að borga
skatta.“
Ósk Guðjóns að Sambandið
væri áfram eitt fyrirtæki
Guðjón B. Ólafsson forstjóri vék
síðar að thlögu stjórnar Sambands-
ins aö skipta félaginu í hlutafélög.
„Ég skal skjóta því hér inn í að það
var lengi mín ósk og von aö Sam-
bandið gæti haldið áfram að starfa
sem eitt fyrirtæki fremur en mörg
aðskilin. Ég hef séð fyrir mér rekstur
Sambandsins í formi hlutafélags með
fimm manna stjórn sem í sitji fuhtrú-
ar allra helstu starfsgreina og sem '
beri fulla ábyrgð á rekstri og fiár-
hagsstööu fyrirtækisins. Hagsmuna-
aðhar gætu þá haft með sér sín hags-
munafélög sem myndu reka sín er-
indi í gegnum stjóm og forstjóra
Sambandsins en ráðgefandi fagstjór-
ar, sem ynnu með viðkomandi dehd-
um, yrðu sem slíkir lagðír niður. Þar
með fengjum við hprara og léttara
stjómkerfi fyrir fyrirtækið sem
væntanlega tryggði skjótari og
ábyrgari ákvarðanir en tekist hefur
með núverandi fyrirkomulagi. Þann-
ig skapast nýtt tækifæri th að endur-
spegla eiginfiárstöðu Sambandsins í
efnahagsreikningum kaupfélaganna.
Sambandið sem almenningshlutafé-
lag myndi síðan bjóða hlutabréf th
sölu th allra félagsmanna samvinnu-
félaganna og almennings í landinu
og í gegnum slíka hlutabréfaeign
myndu skapast nýir möguleikar th
beinna félagslegra og fiárhagslegra
tengsla á mihi Sambandsins og hins
almenna félagsmanns sem nú væri
orðinn beinn eignaraðhi að Sam-
bandinu. Það má ef th vhl orða það
þannig að þetta gæti verið kærkomin
leið fyrir Samvinnufélögin th að
finna aftur eigendur sína.“
Guöjón styður uppstokkunina
verði hún samþykkt
Þá sagði Guöjón: „Ef sú verður hins
vegar niðurstaðan, vegna fiárhags-
vanda Sambandsins og viðvarandi
rekstrarvanda, meðai annars á versl-
unarsviðinu, aö hinir ýmsu hags-
munaaðhar telji sér ekki lengur fært
að starfa saman í einu félagi þá mun
ég sem forstjóri að sjálfsögðu hehs
hugar styöja þær hugmyndir sem
stjórn Sambandsins hefur einhuga
lýst stuöningi við og verða lagðar hér
fram í thlöguformi síðar á fundin-
um.“
-JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3,0 - Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6 mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5,5 lb
18mán.uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb
Innlán með sérkjörum 2,5-3,25 Ib
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb
Danskar krónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgenai Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb
Útlántilframleiðslu
Isl.krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10.75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10,10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýskmörk 9,9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
óverötr. júní 90 14,0
Verðtr. júní 90 7,9
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitalajúní 2887 stig
Lánskjaravlsitala maí 2873 stig
Byggingavisitala júni 545 stig
Byggingavísitala júní 170,3 stig
Húsaleiguvísitala 1,8% hækkaði 1. april.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,902
Einingabréf 2 2,676
Einingabréf 3 3,230
Skammtímabréf 1,661
Lifeyrisbréf
Gengisbréf 2,138
Kjarabréf 4,860
Markbréf 2,584
Tekjubréf 1,988
Skyndibréf 1,454
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2,358
Sjóðsbréf 2 1,769
Sjóðsbréf 3 1,645
Sjóðsbréf 4 1,397
Vaxtasjóðsbréf 1,6635
Valsjóðsbréf 1,5635
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiðir 168 kr.
Hampiðjan 159 kr.
Hlutabréfasjóöur 180 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 155 kr.
Eignfél. Verslunarb. 126 kr.
Oliufélagið hf. 449 kr.
Grandi hf. 166 kr.
Tollvörugeymslan hf. 105 kr.
Skeljungur hf. 441 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast í DV á fimmtudögum.