Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. SÍS á krossgötum Sögulegur aðalfundur Sambands íslenskra sam- vinnufélaga er hafinn. Fyrir fundinum liggja tillögur stjórnar um gjörbyltingu á rekstri Sambandsins. Þar er gert ráð fyrir að horfið sé frá samyinnufélagsforminu og tekinn upp hlutafélagarekstur. í rauninni er verið að leggja til að SÍS sé lagt niður og í staðinn stofnuð mörg fyrirtæki í breyttu rekstrarformi. Sambandið verður hér eftir eins og hvert annað félag án beinnar þátttöku í almennum rekstri. í stað þess hafi stjórn SÍS það hlutverk að móta heildarstefnu fyrir samvinnu- hreyfmguna og kaupfélögin en beri ekki ábyrgð né held- ur hafi bein afskipti eða eignaraðild að einstökum rekstrareiningum. Fjölmiðlar hafa mjög beint athygli sinni að stjórnar- kjöri og frambjóðendum til stjórnarformennsku en sú kosning skiptir ekki miklu máh nema að því leyti að kandídatarnir eru fuhtrúar þeirra hópa innan Sam- bandsins sem vilja ganga misjafnlega langt í breytingum á starfsemi SÍS. Aðalatriðið er þó hitt að samvinnuhreyf- ingin í landinu hefur játað sig sigraða og stærsta fyrir- tæki landsins er í rauninni að leggja upp laupana. Þetta eru auðvitað meiriháttar tíðindi með hhðsjón af þeim geysimiklu umsvifum sem Sambandið hefur haft í íslensku viðskiptalífi. Margur mun eflaust gráta krókódílstárum yfir þessum sviptingum hjá SÍS enda hefur því verið haldið fram með réttu að samvinnurekst- urinn hafi notið skjóls og stuðnings stjórnmáíánna, lög- gjafarinnar og fjármagnsfyrirgreiðslu langt umfram það sem einkareksturinn hefur búið við. Sambandið hefur verið risi í viðskiptalífinu sem á stundum hefur beitt óvönduðum meðulum í samkeppninni og haft shka yfir- burði að jaðrað hefur við einokun. Engu að síður er óþarfi og ástæðulaust að hlakka yfir óförum Sambandsins og skipbroti samvinnuhreyf- ingarinnar. Hún hefur vissulega gegnt mikilvægu hlut- verki 1 verslunar- og sjálfstæðisbaráttu íslendinga og það er fæstum til góðs þegar shk samsteypa riðar til fahs. Það hriktir í fleiru en Sambandinu þegar svo erf- iðlega árar. Sambandið teygir anga sína svo víða að rekstur þess hefur víðtæk áhrif á efnahag annarra fyrir- tækja, einstakhnga og jafnvel heiha byggðarlaga. Það þarf kjark th að ganga til þeirrar uppstokkunar sem þeir sambandsmenn eru nú að leggja til og sam- þykkja. Það er áreiðanlega erfiður biti að kyngja þegar sjálf samvinnuhreyfmgin þarf að horfast í augu við þá staðreynd að sú góða hugsjón sem samvinnan er byggð á gengur ekki lengur. En sá lífróður, sem nú er róinn innan Sambandsins, er ekki að ástæðulausu. Mihjarður í fyrra, átta hundruð mihjónir í ár. Tap á tap ofan ár eftir ár, slíkt þolir ekk- ert fyrirtæki hversu voldugt sem það er og hversu göfug sú hugsjón er sem að baki býr. Liðnir eru þeir dagar þegar SÍS naut góðs af ótakmörkuðum aðgangi að láns- fé. Liðin er sú tíð að fyrirgreiðslan skapi forréttindi. Skuldadagarnir eru runnir upp. Þess er óskandi að forráðamenn Sambands íslenskra samvinnufélaga beri gæfu th að bjarga SÍS frá uppgjöf og gjaldþroti. Vonandi verða breytingamar til góðs fyr- ir þá atvinnustarfsemi og þá þjónustu sem Sambands- fyrirtækin veita. Með því að laga sig að nýjum tímum og öðrum viðhorfum má vel takast að snúa blaðinu við. í hinum harðnandi og miskunnarlausa heimi viðskipt- anna lifa þeir einir sem kunna fótum sínum forráð. Ehert B. Schram Síonismi og Sovétríkin Það þótti tíðindum sæta og kom á óvart að þeir Bush og Gorbatsjov skyldu semja mn aukin viðskipti á fundi sínum í Washington, við því hafði tæpast verið búist. En samn- ingurinn er svo mörgum skilyrðum háður að óvíst er að hve miklu leyti hann kemst til framkvæmda, og helsta skilyrðið varðar sovéska gyöinga. Forsenda Bandaríkjamanna fyrir eölOegum viðskiptum á almennum kjörum er að gyðingum í Sovétríkj- unum verði gefið ferðafrelsi og þeim sem vilja leyft að flytja úr landi, til ísraels eða annaö. Sjálfir taka Bandaríkjamenn ekki við nema mjög takmörkuðum fiölda. ísrael aftur á móti vill taka við öll- um þeim gyöingum sem þangað vilja koma. Sovétmenn hafa stöð- ugt verið að auka ferðafrelsi og í fyrra var ákveðið að leyfa sovésk- um gyðingum að flytja nær að vild til ísraels. Drög voru lögð að því að koma á beinum flugsamgöngum milli Sovétríkjanna og ísraels. En þá komu upp efasemdir. Shamir, forsætisráðherra ísraels, og skoðanabræður hans fóru að boða þá kenningu að þessi væntan- legi innflutningur væri enn ein röksemdin fyrir því að innhma hemumdu svæðin endanlega í ísrael, þar væri landsvæði sem vantaði. Palestínumenn og leið- togar arabaríkjanna bmgðust við af mikilli hörku. Mubarak Egypta- landsforseti fór til fundar við Gor- batsjov í Moskvu til að reyna að fá hann til að stöðva þennan stór- fellda útflutning. Arabaríkin héldu leiðtogafund i síöasta mánuði þar sem sameining þeirra í baráttunni gegn ísrael var áréttuð sem aldrei fyrr. Því fór svo að Gorbatsjov sá sig tilneyddan til þess á fundinum með Bush að gefa í skyn að fiöldaútflutningur sov- éskra gyðinga væri undir því kom- inn að Israelsstjóm fyndi þeim bú- setu annars staðar en á hemumdu svæðunum. Ef svo fer að takmörk- un verður sett á þessa fólksflutn- inga mun það síðan bitna á viö- skiptasamningum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í samræmi við Jackson-Vanik-lögin frá 1976. - Þannig hefur ástandið í Miðaust- urlöndum bein áhrif á samskipti risaveldanna en fólksflutningamir frá Sovétríkjunum munu á sinn hátt raska mjög því ástandi sem þar er fyrir. Síonisminn Síonisminn, sem er sá gmnnur sem Ísraelsríki er reist á, byggist á því að gyðingar séu sérstök þjóð og eigi heima í Erets Israel, hinu foma heimalandi Gyðinga, sem er Palestína, og reynar meira til að áhti sumra sem grannt lesa Bibl- íuna. - Síonisminn hefur ætið verið umdeildur meðal gyðinga og er enn. Margir gyðingar hafa ævin- lega verið sáttir við að vera gyðing- legir borgarar og þegnar í öðmm ríkjum. í Israel sjálfu eru hka fiarri því allir sáttir við kenningar síon- ismans, margir vilja að trúarbrögð- KjaUarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður in ein skilgreini gyðinga, ekki bú- seta í námunda við Síonsfiall; hvað sem því líður er sú grundvallar- stefna að allir gyðingar eigi heima í ísrael hornsteinn ríkisins. Gyðingur er hver sá sem á gyðing fyrir móður, sá hinn sami á sjálf- krafa borgararétt í ísrael. Á sínum tíma óttuöust gyðingar að síonism- inn mundi aðeins auka á gyðinga- hatur í Evrópu og víst er þaö að kenningamar um Guðs útvöldu þjóð, sem ætti forgangsrétt aö Pal- estínu, urðu ekki til að auka þeim vinsældir. Þótt ísrael sé byggt á þessari kenningu hefur aðeins lítill hluti gyðinga í heiminum stutt hana í verki. í ísrael búa innan við fiórar mihj- ónir gyðinga, utan ísraels búa að minnsta kosti 14 mihjónir. Lang- flestir búa í Bandaríkjunum en ut- an þeirra era flestir gyðingar í Sov- étríkjunum. Nú er komið mikið fararsnið á þessa sovésku gyðinga og að sögn Chaims Herzog, forseta ísraels, er væntanlegur fiöldainn- flutningur gyðinga þaðan sá mikh- vægasti stuðningur sem síonism- anum hefur verið sýndur síöan á fyrstu dögum ríkisins. - Þetta telja Palestínumenn og aörir arabar hka og era uggandi um sinn hag. Pogrom Einn fylgifiskur aukins tjáning- arfrelsis í Sovétríkjunum hefur verið ný alda af gyöingahatri. Gyö- ingahatur er gamalt og rótgróið í Sovétríkjunum, orðið pogrom, um ofbeldisverk gegn gyðingum, er rússneskt og stór hluti bandarískra gyðinga á ættir að rekja til fólks sem flúði rússnesk pogrom í upp- hafi þessarar aldar. Nú er komiö los á margt í sovésku samfélagi, þjóðemisstefna er víða í uppgangi og þjóðemisstefnu fylgir gjaman fiandskapur við fólk af öðra þjóðemi. í Sovétríkjunum era gyðingar skráðir sem sérstakt þjóð- arbrot og þetta þjóðarbrot er líka sérstakt eitur í beinum þjóöernis- sinna. Gyðingar í Sovétríkjunum óttast nfiög um sinn hag og sú er ástæðan fyrir þeim mikla fiölda sem nú hyggur á búferlaflutninga til ísraels. Menntamenn Að sögn innflytjendayfirvalda í ísrael má búast við, -að öllu óbreyttu, aht að 250 þúsund sovésk- um gyðingum á þessu ári og allt að hálfri mhljón næsta ár. Nathan Sharánsky, sem áður var frægur sovéskur andófsmaður, segir að ein mhljón, og hugsanlega tvær mihj- ónir, gyöinga vhji flytja frá Sovét- ríkjunum til ísraels á næstu áram. Þetta setur ísraelssfiórn í mikinn vanda. Gyðingar í ísrael eru ekki nema tæpar fiórar mhljónir og þessi fiöldi innflyfienda er yfirvöld- um ofviða nema th komi stórfelld aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Efnahagslíf í ísrael er hka í lægð um þessar mundir og atvinnuleysi það mesta í tvo áratugi. Iha hefur gengið að koma þeim sovésku gyð- ingum fyrir sem þegar hafa flutt. Ein ástæðan er sú aö mikhl hluti sovéskra gyðinga er menntamenn sem hafa htinn hug á að gerast verkamenn á samyrkjubúum. Th dæmis hafa síðustu mánuði komið allt að 200 sovéskir læknar til ísra- els í hverjum mánuði en ísraelskir læknaskólar útskrifa 260 lækna á ári. Offramboð er á hvers kyns vís- indamönnum og tæknimenntuðu fólki. Þó hafa aðeins 30 þúsund sov- éskir gyðingar komið th ísraels það sem af er árinu. Von er á fleiri en 200 þúsund til viðbótar th áramóta. Innlimun Búseta þessa fólks á hemumdu svæðunum hefur ekki verið vanda- mál hingað th. Þrátt fyrir áróður öfgamanna hefur aðeins um eitt prósent innflyfienda sest að á svæðum araba og þau svæði eru flest í úthverfum Jerúsalem. Þrátt fyrir ahan hávaðann era aðeins um 70 þúsund gyðingar búsettir á her- numdu svæðunum, enn sem komið er, innan um tvær mhljónir Palest- ínumanna. Samt sem áður er þessi væntan- legi innflutningur sterk röksemd í huga margra Stór-ísraelsmanna fyrir því að innhma hemumdu svæðin endanlega og byggja þau gyðingum. Þessi viðbót mun líka breyta hlutfohunum mhli gyðinga og araba aröbum í óhag. Allt er þetta heldur ófriðvænlegt. Það er svo nýtt í þessum málum að Gorbatsjov getur haft stór áhrif' á hvemig máhn þróast en ef hann reynir að draga úr útflutningnum til að minnka ólguna meðal araba mun þaö á móti bitna á samskipt- unum við Bandaríkin. Bandaríkin verða svo að ákveða hvort þau ætla aö efla ísrael fiárhagslega th aö taka við þessum innflyfiendafiölda. Þetta er að sönnu mikill ávinning- ur síonista en þótt réttur ísraels- manna til að veita öllum gyðingum viötöku sé viðurkenndur felst ekki í því viöurkenning á rétti þeirra th að fá þeim búsetu í landi ánnarrar þjóðar. Gunnar Eyþórsson Gyðingar í ísrael krefjast frelsis fyrir kynbræður sína í Sovétríkjunum. - Forsenda Bandaríkjamanna fyrir eðlilegum viðskiptum viö Sovétmenn á almennum kjörum er ferðafrelsi fyrir gyðinga frá Sovétríkjunum. „Gyðingar 1 Israel eru ekki nema tæpar Qórar milljónir og þessi fjöldi innflytj- enda er yfirvöldum ofviða nema til komi stórfelld aðstoð frá Bandaríkja- mönnum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.