Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990.
5
r>v Vidtalid
Nafn: Haraldur
L, Haraldsson
Aldur: 37 ár
Starf: Bæjarstjóri á ísafirði
Haraldur L. Haraldsson hefur
verið nokkuð I íréttum að undan-
förnu. Hann hefur verið bæjar-
stjóri ísatjarðar í niu ár. Fyrir
þéssar kosningar bauð hann
ásamt fleirum fram í-listann sem
er klofningsframboð frá Sjálf-
stæðisflokknum. Þeir hafa nú
náð saman aftur og Haraldur
heldur stöðu sinni sem bæjar-
stjóri.
„Ég er fæddur og uppalinn í
Keflavík. Þaðan fór ég í Versló
og lauk stúdentsprófi 1973. Þá fór
ég til London og var þar við nám
í fjögur ár. Frá Lundúnaháskóla
lauk ég mastersprófi í hagfræöi.
Heim kom ég siðan um haustið
1978 og hóf störf hjá fjármála-
ráðuneytinu. 1981 varð ég síðan
bæjarstjóri á ísafirði og hef verið
þaö óslitið síðan. Reyndar tókum
við ákvörðun fyrr á þessu ári um
að flytjast aftur suöur. En við
söðluðum um og ég ákvaö að
bjóða mig fram í bæjarstjómar-
kosningunum. Niðurstaðan varð
sú að ég verð bæjarsfjóri áfram.“
Erilsamt starf
„Starfið er mjög erilsamt. Ég er
í vinnu frá því snemma á morgn-
ana og til klukkan 7-8 á kvöldin.
Ég er mjög heimakær og eyði
miklu af mínum frítíma heima-
við. Að afloknum vinnudegi
finnst mér gottað hvfla mig með
fjöiskyldunni. í vetur tókum viö
okkur saman nokkrir vinirnir og
leigðum sal og spiluðum þar sam-
an fótboita.
Á sumrin fer ég í laxveiðitúra
og seinni hluta vetrar er maöur
að undirbúa það. Ég fór fyrst með
fóöur mínum og smám saman
hefur þetta orðið að hefö. í fjölda-
mörg ár hef ég farið ásamt bróður
minum og svilum. Við förum allt-
af að Svarthöfða í Hvítá í Borgar-
firði.
Fjölskyldan reynir að fara sam-
an í útilegur. Við fórum aðallega
eitthvað í nágrenninu hér en
einnig höfum viö farið eitthvaö
suður á bóginn.
Líflll skíðamaður
Þó að skíðasvæðið hér sé alger
paradís hef ég nú alltaf verið lít-
ill skíðamaður. Ég neita því hins
vegar ekki að maður verður alitaf
veikari og veikari fyrir þessu og
hver veit nema maður slái til
bráðlega.
Utan hef ég fariö svona einu
sinni á ári. I fyrra fórum við hjón-
in til Parísar og þar áður til Am-
eríku. Næst þegar við förum ætl-
um við aö taka alla íjölskylduna
meö. Það er hins vegar óákveðið
hvenær við látum verða af því.
Nú að afloknum erfiöum kosn-
ingaslag verö ég að taka mér góða
hvíld en það er aldrei aö vita
nema að við förum eitthvaö."
Kona Haralds er Ólöf Thorlaci-
us læknaritari. Hún er fædd og
uppalin í Reykjavík. Saman eiga
þau þijú börn, Ragnheiöi 15 ára,
Harald 10 ára og Amar 5 ára. Öll
hafa þau verið í skóla á ísafirði.
-PÍ
Fréttir
Er Geirsnef
pestarsvæði?
„Það hafa komið upp tilfelli að
undanfömu þar sem hundar hafa
veikst alvarlega af lifrarbólgu og
dæmi em um dauða. Vitað er að sum-
ir þessara hunda hafa verið á Geirs-
nefi við Elhðaár en aðrir ekki,“ sagði
Guðrún R. Guðjohnsen, formaður
Hundaræktarfélags íslands.
Bannað er að flytja inn lyf til bólu-
setningar og segir Brynjólfur Sand-
holt yfirdýralæknir það m.a. vera
vegna hættu á að sjúkdómurinn ber-
ist til landsins meö bóluefni. Lifrar-
bólga er veirusýking og smitast mflh
hunda með þvagi og saur en smitast
ekki til manna.
Á Dýraspítalanum fengust þær
upplýsingar að „faraldurinn" væri
genginn yfir og ekki heföu komið lifr-
arbólgutilfehi í um mánuö enda væri
nú mun minna um lausa hunda á
Geirsnefi.
Heilbrigðisfulltrúinn í Reykjavík
hafði ekki fengið ábendingar um að
lifrarbólga hunda tengdist Geirsnefi.
-HMÓ
Seyðflrðingar:
16-17 milljónir
í atvinnuátak
Atvinnuástandið á Seyðisfirði hef-
ur verið með versta móti að undan-
förnu. Eina starfandi fiskvinnslufyr-
irtækið á staðnum varð gjaldþrota
og í vetur hafa 60-90 manns verið
atvinnulausir. Til viðbótar eru
námsmenn sem hafa komið á vinnu-
markaðinn undanfarnar vikur og að
þeim meðtöldum eru það yfir 100 ein-
staklingar sem óska eftir’ vinnu.
í samtah DV við bæjarstjórann,
Þorvald Jóhannsson, kom fram að
fyrirhugað er sérstakt átak er snýr
að atvinnumálum. Ætlunin er að
veita 16-17 milljónum króna tfl að
skapa ný störf. Unnið verður yfir
sumarmánuðina við að fegra og
snyrtabæinn. -GRS
Reykj avlkurborg:
40 milljónir til
að auka atvinnu
Borgarráð Reykjavíkur hefur sam-
þykkt aukafjárveitingu, 40 miljónir,
til að létta á atvinnuástandi í borg-
inni. Gert er ráð fyrir aö þessi upp-
hæð skapi verkefni fyrir a.m.k. 150
manns.
Mikill fjöldi námsmanna hefur
streymt á vinnumarkaðinn að und-
anfómu en samkvæmt upplýsingum
Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar
er ástandið núna svipað og í fyrra.
Hjá þeim bíða 659 eftir vinnu. 412
piltar og 247 stúlkur. -GRS
SUMARTIIBOD
20" kr. 42.287 stgr.
14" kr. 29.880 stgr.
★ Úvals sjónvarpstæki á frábæru verði.
★ Fjarstýring.
★ Monitor útlit.
HMWíb
S SAMBANDSINS
OG KAUPFÉLÖGIN
HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55 50
VID MIKLAGARÐ
Escort árg. ’87,1,3 CL, ekinn 65.000,
verð 540.000.
Honda Accord EX 2,0, árg. ’87, ek-
inn 50.000, sérlega fallegur bíll,
verð 1.180.000.
Toyota LandCrusier árg. '86, ekinn
70.000, upph., loftlæs., 35" dekk,
sérsm. loftkerfi m/þrýstikút, fallegur
bill, verð 2.300.000.
BMW 316 árg. '88, 5 gíra, vínr.,
ekinn aðeins 19.000, sem nýr, verð
1.100.000.
Subaru turbo Coupé árg. ’87, ek.
40.000, rafm. í rúðum, toppl.,
krómf., skipti á Pajero jeppa, helst
’89-’90, staðgreiðsla á milli.
Okkur vantar bíla á skrá strax,
kaupendur bíða.
Bifreiðasala
íslands
Bíldshöfða 8
sími 675200
- réttur bíll á
réttum staö.
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
sími 91-674000
NISSAN SUNNY SENDIBÍLL.
Fyrsta sending uppseld.
Næsta sending: Nokkrir bilar óseidír.
Verð kr. 540.400,- án vsk.