Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 27
■ 1; ; l ;f ; ] ! / (f J ]'(';() ] FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990. 35 Lífsstfll TOMATAR FJaröarkaup Bónus 115 140 GURKUR Hagkaup Bónus m 142 299 SVEPPIR Mlkllgarður 499 798 VINBER Mlkllgaröur Fjaröar- kaup I I 290 433 PAPRIKA Mlkllgaröur 264 621 m KARTOFLUR Mlkllgaröur Bónus 54,50 117 Erlendar kartöflur eru nú að koma i verslanir. I Bónus fást nú hollenskar kartöfiur á rúmlega 54 krónur kílóið. DV kannar grænmetismarkaðinn: Erlendu kartöfl- urnar komnar eða á leiðinni Byrjað var að leyfa innflutning á erlendum kartöflum fyrir tveimur dögum en enn sem komið er fengust þær aðeins í einni verslun þar sem DV kom viö, þ.e.a.s. í Bónus 1 Faxa- feni. Bónusverslunin var búin að fá sendingu af hollenskum kartöflum og eru þær seldar í 214 kg pokum á 136 krónur eða rúmlega 54 krónur kílóið. Þetta eru ódýrustu kartöfl- umar sem fást um þessar mundir. Án efa líður ekki á löngu uns erlend- ar kartöflur verða á boðstólum í fleiri verslunum. Meðalverð á kartöflum í þessari viku er 81 króna, tveimur krónum lægra- en í síðustu viku. Er þó hægt að búast viö því að á næstu tveimur vikum taki kartöfluverðið fallega dýfu niður á við er erlendu kartöfl- umar fara að streyma inn á markað- inn. 3 kg poki af úrvals Þykkvabæj- arkartöflum kostar 225 kr. í Fjarðar- kaupum, 75 krónur kílóið. Eins er hægt að fá 3 kg poka í Hagkaupi á 79 krónur kílóið. Mikligarður selur þær enn í lausu á 117 krónur kílóið. Tómatarnir hafa hækkað lítillega milli vikna, um 9% eftir að hafa Sparigrís vikunnar: Verslunin BÓNUS snarlækkað í nokkrar vikur. Þeir em ódýrastir í Bónus þar sem kílóið kostar 115 krónur en dýrastir í Fjarð- arkaupum þar sem þeir kosta 140 krónur kílóið. Verðmunur er því 22%. Hagkaup selur kílóið á 139 krónur og Mikligarður á 137 krónur. Bónus er einnig með ódýrustu gúrkumar, kostar kílóið af þeim 142 krónur. Dýrastar eru þær í Hagkaupi þar sem þær kosta 299 krónur kílóið. I Miklagarði era gúrkumar nú seld- ar á 260 krónur kílóið og í Fjarðar- kaupum kosta þær 238 krónur kílóið. Meðalverð á gúrkum er nú 235 krón- ur sem er heldur lægra en í síðustu viku þegar meðalverðið var 254 krón- ur. Fjarðarkaup selur enn ódýrustu vínberin á 290 krónur kílóið en í Miklagarði kostar kílóið af þeim, steinlausum, 433 krónur. Hagkaup selur kílóið á 344 krónur af þeim grænu en bláu vinberin eru talsvert ódýrari og kosta 289 krónur kílóið. Það munar hvorki meira né minna en 135% á hæsta og lægsta verði á grænni papriku í þessari viku. Mikli- garður er langdýrastur og selur kíló- ið af henni á 621 krónu, en í Bónus kostar paprikan 264 krónur kílóiö. Meðalverðið er 422 krónur kílóið sem er 22% hækkun frá því í síðustu viku. Meðalverð á sveppum er nú 610 krónur kílóið. í Hagkaupi kostar kílóið enn 499 krónur og í Fjarðar- kaupum 535 krónur. Mikligarður sel- ur erlenda sveppi á 798 krónur kílóið. -GHK Sértilboð og afsláttur: Skyrtur og þurrkgrindur I Miklagarði við Sund er nú hægt að fá svokallaðar þurrkgrindur á 275 krónur. Þar er einnig hægt að fá Raks myndbandsspólur, þrjár saman í pakka, 240 mínútur hveija, á 1.795 krónur sem ætti að vera upplagt fyr- ir þá sem ekki mega missa af einni mínútu af heimsmeistarakeppninni í knattspymu eða fá aldrei nóg af að horfa aftur og aftur á sömu leikina. Fánar keppnisþjóðanna fylgja með í pakkanum. Mikhgarður selur '4 1 af lageröli og 14 1 af pilsner á 68 krónur og hálf- dós af fiskibollum frá K. Jónsson á 110 krónur. Hagkaup er nú með trimmgalla á tilboðsverði sem rétt er að notfæra sér svona fyrir sumarið. Þar eru Ííka seld viskustykki á 99 krónur stykkið, 21 Fanta á 129 krónur og 11 Pfanner eplasafi á 85 krónur. Bónus býður upp á 11 af Belle Fle- ur hárþvottalegi á 99 krónur, skyrtur á 499 krónur, 141 af pilsner á 54 krón- ur og sex pakka af Trópí á 244 krón- ur. McVites súkkulaðikex er selt á 89 krónur í Fjarðarkaupum og þar er einnig hægt að fá 21 af Sparr mýking- arefni á 134 krónur. Talsverður munur er á grænmeti milli verslana og má af því tilefni nefna t.d. verð á blómkáh. Kílóið af blómkáli kostar nú 269 krónur í Hag- kaupi, 210 krónur í Fjarðarkaupum og 193 krónur í Miklagarði. Ef htið er á hvítkálið þá kostar það 68 krón- ur kílóið í Fjarðarkaupum, 69 krónur í Hagkaupi en 81 krónu í Miklagarði. -GHK Tómatar Verð í krónum 500 100- Okt.N6v.Das.Jan Fab.MirskprllMsl Júnl .Gúrkur Verð í krónum 400........ Okt.N6v.Das. Jan.Fab. Marakprll Mal Jíinl íi 700- Vínber « Verð í krónum Okt.N6v.Das.Jan.Fab.Mara*prllMal Júnl Paprika Okt.N6v.Dos.Jan.Fab.MarskprIIMal Júnl Kartöflur OkL Nóv.Das. Jan. Fab.Marakpr II Mal Júnl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.