Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990. Fréttir DV Fjárfestingarlánasjóðir að þoma upp: Loðdýr og eldislax hafa étið upp opinbera sjóði - Byggðastofnun, Framkvæmdasjóður og Stofnlánadeildin á hausnum Fiskeldið, sem áöur var vonarstjarnan í islensku atvinnulífi, er nu að breytast í martröð. Fjöldagjaldþrot i grein- inni eru nú á góðri leið með að koma flaggskipum fjárfesingarlánasjóðakerfis stjórnvalda á hné ásamt loðdýra- Staða stærstu opinberu fjárfesting- arlánasjóðanna er nú orðin tæp eftir að stjómvöld hafa varið gífurlegum fjármunum úr þeim í áhættuat- vinnugreinar á borð við fiskeldi og loðdýrarækt. Þær miklu vonir, sem stjómvöld bundu í upphafi við þessar greinar, eru að breytast í martröð. Fallnar vonarstjörnur Loðdýraræktin hefur verið rekin í mörg ár þrátt fyrir að enginn rekstr- argrundvöllur sé undir greininni. Hún er í raun gjaldþrota en hefur verið haldið á floti með styrkjum úr ríkissjóði og Framleiðnisjóði og sí- felldum framlengingum lána. Lánar- drottnar greinarinnar telja litlar sem engar líkur á að hún muni nokkum tímann geta staðið skil á skuldum sínum. Fiskeldið á heldur ekki bjarta framtíð fyrir sér. Eftir að gífurlegum fjármunum af opinberu fé hefur ver- ið dælt inn í greinina á undanfórnum ámm hefur gjaldþrotahrina sem enn sér ekki fyrir endann á dunið yfir. Vonir um að fiskeldið myndi verða einn af burðarásunum í íslensku at- vinnulífi em brostnar. Líkur benda til að fiskeldið muni koma Fram- kvæmdasjóði íslands, sjálfu móður- skipi fjárfestingarlánakerfisins, á kné. 6,2 milljarðar i hættu Samanlagt eiga opinberir sjóðir um 6,2 milljarða útistandi hjá þessum tveimur atvinnugreinum. Þrátt fyrir hrikalega stöðu í þeim eiga allir sjóð- imir það sammerkt að hafa ekkert afskrifað af lánum sínum til þeirra eða mætt á annan hátt fyrirsjáanleg- um áfóllum vegna tapaðra útlána. Þessi vafasömu útlán em einfaldlega flutt á milli ára í reikningum sjóð- anna eins og um útlán með alvöru tryggingum sé að ræða. Ef gert væri ráð fyrir að báðar þess- ar atvinnugreinar myndu hrynja ræktinni. færi Framkvæmdasjóður, Byggða- stofnun og Stofnlánadeild landbún- aðarins á hausinn. Auk þess yrðu aðrir íjárfestingarsjóðir fyrir áfóll- um. Þó einhver fyrirtæki innan þess- ara atvinnugreina lifi áfram er Ijóst að ríkissjóður þarf að leggja til hundmð milljóna og jafnvel milij- arða til að rétta við þessa sjóði. Önn- ur leið, sem stjómvöld eru nú að kanna, er að sameina sjóði þannig að tap þeirra sem verst eru leiknir flytjist yfir á þá sem hafa ekki lánað jafngegndarlaust til jafnáhættu- samra atvinnugreina og loðdýra- ræktar og fiskeldis. Framkvæmdasjóður á leið á hausinn Eins og fram kom í DV stendur Framkvæmdasjóður nú mjög tæpt. Sjóðurinn hefur nú loks afskráð 410 milljón króna eignarhlut sinn í Ála- fossi en það fyrirtæki hefur verið vandræðabam sjóðsins síðan 1971. Eftir stendur sjóðurinn meö eigið fé upp á 416 milljónir. Útistandandi lán hans hjá fiskeldisfyrirtækjum era hins vegar 1.867 milljónir og era Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson nokkur þessara fyrirtækja þegar orðin gjaldþrota. Sjóðurinn hefur hins vegar ekki afskrifað neitt af þessum skuldum eða lagt til hliðar neina fjármuni vegna þeirra. Þaö er því ljóst að sjóðurinn á eftir að verða fyrir áfóllum á þessu ári, annaðhvort tapar hann miklu fé eða hann situr uppi með nánast verðlausar eignir þrotabúa fiskeldisfyrirtækja. Líkleg- ast gerist hvort tveggja. Framkvæmdasjóður, sem sam- kvæmt tiltölulega nýjum lögum átti að verða eins konar móðurskip íjár- festingarsjóðakerfis ríkisins, er því á . barmi gjaldþrots. Hann fer þó ekki til skipta þar sem allar skuldbinding- ar hans em með ríkisábyrgð. Ríkis- sjóður verður því að gera sjóðinn upp og borga skuldir hans, leggja til auk- ið fé í sjóðinn eða sameina hann öðr- um sjóðum í eigu ríkisins. Síðasti kosturinn er talinn líklegastur. Loðdýr að éta upp stofnlánadeildina Eins og margsinnis hefur komið fram í DV eru útistandandi skuldir Stofnlánadeildar hjá loðdýrarækt- inni mun meiri en eigið fé deildarinn- ar. í árslok 1988 voru útlánin nálægt 1,5 milljarði eða um 300 milljónum hærri en eigið fé deildarinnar. Varla er til sá maður í dag sem hefur trú á því að loðdýraræktin muni í fram- tíðinni ná að rísa upp það öflug að hún standi undir þessum skuldum ' ásamt öðrum. Stofnlánadeildin hefur ekki gert upp reikninga sína fyrir síðasta ár en ef upphæðirnar frá 1988 eru framreiknaðar má gera ráð fyrir að útistandandi lán deildarinnar hjá loödýraræktinni sé nálægt 1,8 mill- jöröum eða um 400 milljónum meiri en eigið fé hennar. Skrúfað fyrir starfs- menn Byggðastofnunar Byggðastofnun er líka í kreppu. Hún hefur lánað eða lagt til hlutafé í fiskeldi fyrir um 950 milljónir. Á sama hátt hefur hún lagt til um 905 milljónir í loödýrarækt. Samanlagt hefur hún lagt til um 1.855 milljónir í þessar tvær áhættugreinar. Það er um 35 milljónum meira en eigið fé stofnunarinnar. Hún verður því óhjákvæmilega fyrir áfollum innan tíðar. Eftir að starfsmenn stofnunarinn- ar töluðu hreint út um vinnuaðferðir stjórnar Byggðastofnunar á fundi á Kópaskeri í vor voru þeir einfaldlega settir í þagnarbindindi. Enginn ann- ar en forstjóri stofnunarinnar má tala um starfsemi hennar opinber- lega. Það sem fór fyrir brjóstið á stjórn Byggðastofnunar var að af orðum starfsmannanna mátti ráða að þrátt fyrir að þeir kæmust að þeirri niður- stöðu eftir athugun á fyrirtækjum að þau stæðu ekki undir lánveiting- um veitti stjórnin lán viðstöðulaust. Póhtískt skipuð stjómin væri að framlengja líf vonlausra fyrirtækja og sigla stofnuninni í kaf. Atvinnuævintýri stjórnvalda Eins og sjá má af stöðu þessara þriggja sjóða eru loðdýr og eldislaxar að koma þeim á hné. Báðar þessar atvinnugreinar hafa í raun liðið fyrir að stjórnvöld hafa dælt inn í þær ómældu fjármagni án þess að þær fengju að þroskast eðhlega. í nýrra dæminu, fiskeldinu, standa menn nú uppi með mikið af ónýtri fjárfest- ingu, laxastofn sem er á engan hátt samkeppnisfær við laxastofna ann- arra þjóða sem hann er í samkeppni við og lægsta verð sem greitt er fyrir á Bandaríkjamarkaði. Eftir standa fáein fyrirtæki sem kunna að standa þetta af sér og munu hugsanlega lifa af sífeht harðnandi samkeppni á heimsmarkaði. Önnur verða bana- biti fjárfestingarlánasjóðakerfisins ásamt loðdýmm og nokkrum eldri atvinnuævintýmm stjórnvalda. Lag fyrir fisksölur í London Telja verður að fiskverð í Bretlandi hafi verið nokkuð stöðugt síðasthöna viku. Þessi skip seldu í Bretlandi frá og með 28.5. 1990: Bv. Bergvík seldi í Huh 29.5.1990 ahs 56 lestir fyrir 5,8 mihjónir kr. Meðalverö var 103,39 kr. kg. Bv. Sandgerðingur seldi í Huh 29.5. 1990 ahs 50 lestir fyrir 4,9 mhljónir kr. Meðalverð var 97,87 kr. kg. Bv. Ófeigur seldi afla sinn í Huh ahs 66 lestir fyrir 5,7 mhlj. kr. Meðal- verð var 81,85 kr. kg. Gámasölur voru sem hér segir: í maímánuði var seldur fiskur úr gám- um ahs 6.778 tonn fyrir 723,3 mihjón- ir kr. Meðalverð var 105,56 kr. kg. Gámasölur í júní 1,4 þúsund tonn, meðalverð 107,31 kr. kg. Ahs seldu afla sixm í Bretlandi 16 skip, 1.277 tonn, fyrir 135.741.020,97 kr. Meðalverð 105,25 kr. kg. Þýskaland: Bv. Vigri seldi í Bremerhaven ahs 231 lest fyrir 23.431.917,00 kr. Meðal- verð var 101,13 kr. kg. Bv. Óskar Hahdórsson seldi í Bremerhaven 5. júní 1990 ahs 84 lest- ir fyrir 8,9 mihjónir króna. í maímánuði seldu 9 skip afla sinn í Þýskalandi, ahs 1.885 lestir, fyrir 172.368.504,00 kr. Meðalverð 91,43 kr. kg. Bv Huginn, Vestmannaeyjum, seldi afla sinn í Englandi alls 80 lest- ir fyrir 9,2 mihj. kr. Meðalverð 115,87 kr. kg. Á fimmtudag selja í Englandi bv. Otto Wathne og Katrín. Tokýo: Mikih hiti hefur verið á fiskmark- aðnum í Tokýo að undanfómu, hefur hitinn verið 27 gráður og meira. í slíkum hita er hætta á að ís bráðni fljótt af fiskinum og hefur það komið fram í kössunum að ekki er ískorn í þeim að finna og verður að endurísa ahan fiskinn. Þrátt fyrir þessar að- gerðir er fiskurinn ekki sú vara sem einísaður fiskur er. Mikið hefur verið óselt á mörkuð- unum og má sjá 'A mánaðar gamlan fisk sem erfitt verður að selja og verðið á þessum fiski hefur lækkað mjög. Verö á stóram og góðum laxi hefur verið 10-1700 jen eða 640-680 kr. kg. Aö undanfömu hefur staða jensins heldur batnað og hefur það glatt seljendur. Sumar tegundir hafa hækkað vel í verði. Nú er farinn að koma á markaðinn japanskur og chileskur lax svo sam- keppnin harðnar. París: Um mánaðamótin síðustu var gott verð á stómm þorski á Parísarmark- aðnum, smærri fiskurinn gekk ekki eins vel. Mikið af laxi barst til markaðarins frá Noregi og Skotlandi og hríðféll verðið af þeim sökum. Maí og júní em þeir mánuðir sem mest eftirspurn er eftir ahs konar krabbategundum og kuðungum. Krabbinn, sem veiðist í N-Atlants- hafi, er tahnn betri en krabbi sem veiðist í Biscayaflóa og sunnar. Fyrir lifandi krabba fæst hæsta verðið, en einnig er gott verð á fryst- um krabba, hann kaupa menn sem ætla sér að selja til veitingahúsa sem Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson lengra em frá ströndinni. Ensku skipin eru úti allt að 13 daga og er tahð að hægt sé aö varðveita krab- bann svo lengi. Arendal: 17 hafrannsóknaskip og 200 vís- indamenn em um þetta leyti að hefja rannsóknir í Skagerrak og Kattegat. Þeir sem þátt taka í þessu verkefni em: Danir, Norðmenn, Pólveijar, Austur-Þjóðveriar og Rússar. Ráðgert er að þessar rannsóknir standi yfir í tvö ár. Ítalía: Útflutningur á fiski til ítalíu hefur stóraukist á þessu ári frá Noregi. Mesta aukningin er þó í útflutningi á laxi. í fyrra var laxinn 93% af öllum útflutningi til Ítalíu, í ár gerir hann 96%, svo að auðséð er að laxinn er mjög mikhvæg útflutningsvara. í ár fer lítið af laxi frá Noregi í gegnum Danmörku, en á undanfömum árum hefur nokkuð farið í gegnum Dan- mörku af norskum laxi, sem seldur hefur verið á ítaliu. Kaupmenn leggja mikla áherslu á að selja lax- inn, þar er mest hagnaðarvonin. Góður markaður hefur verið fyrir stóran, ferskan þorsk. Eitt af því sem vekur athygh í dag er hin mikla óánægja með veiðar í Miðjarðarhafi, slagurinn stendur mihi Frakka og ítala. Hér er um það að ræða hvað hvor þjóð má fiska mikið og hvaöa veiðarfæri skuh nota. Fiskimennimir er orðnir langeygir eftir aðgerðum ríkisstjórnanna og hafa nú tekið máhð í eigin hendur. Sagt er að notaðir séu „molotov“ kokktehar og hafi verið kveikt í nokkriim bátum með þeim hætti. Fisk. London: Nú fær fiskurinn tækifæri th að sýna hvers hann er megnugur. Að undanförnu hefur komið upp veiki í nautpeningi í Englandi. Bannaður hefur verið innflutningur á þessu kjöti í mörgum Evrópulöndum. Sjúk- dómurinn leggst aðahega á heila og miðtaugakerfið í dýrunum. Þessi veiki mun einnig vera í sauðfé. Þetta hefur orðið til þess að bamaskólar hafa hætt að gefa börnum kjötrétti. Bændur telja þetta mikið áfah fyrir sig. Raddir meðal fiskseljenda halda því fram aö nú sé lag til að koma fisk- inum á framfæri frekar en verið hef- ur. Verð á fiski hefur verið stöðugt að undanförnu, svo það er hagstætt að kaupa fisk nú. Að undanförnu hefur það gerst að smærri kaupmenn hafa komið inn á markaðinn en þeir verða að stiha kaupverðinu í hóf af því að þeir eiga eftir að selja fiskinn á öömm mörkuðum. Ný reglugerð um verðmerkingar hefur valdið mik- ilh óánægju hjá fiskkaupmönnum og telja þeir hana næstum óframkvæm- anlega. Hér er um að ræða verð- merkingar og innihald umbúðanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.