Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990. BEYGJA A Á MALARVEGI! «ikerdar Gamlir Fyrr ívikunnivarégaö vitna til tveggja manna í þessum pistlum sem báöir hafa leitaö eftir einhverju samhengi í sögu íslenskra fiölmiöla á undanfórnum áratugum þó háttur þeirra hafi veriö ólíkur. Ég ætla ekkert að minnast frekar á þessa menn eða alla hina sem eru þessa dagana að reyna að finna ein- hvern þráð í sögu íslenskra blaða ogljósvakamiðla þvi þeir hafa allir komÍ8t að sömu niðurstöðu, meíra eða minna. Hún er sú að smátt og smátt hafi íslenskir fjölmiðlar orðið sjálfstæöari og þjónað lesendum sínum frekar en flokksformönnum og allt stefni í aö hér blómstri öfiug blöð og ljósvakar sem séu óháöir stjómmálaflokkum og öllum sjóö- unum, stofhunum og ráðuneytun- sópar sópa rótt umþeirra. í dag vil ég nefnilega vera þeirrar skoðunarað Indriða G.-sindrómið eigi eftir að verða ríkjandi í tjöl- miðlasögunni á næstu áratugum. Smátt og smátt mimu flokksblöðin færast nær uppruna sinum og leita til gamalla sópa því þeir sópa þó rétt. Ötvarpsráö mun halda áfram að efla með sér gamlan kjark og segja fréttamenn Ijúga ef því sýnist svo. Ríkisstyrkir til fiokksblaðanna verða tvöfaldaðir á hverju ári eins og undanfarin ár þangað til enginn mannlegur máttur getur komið þeim á hausinn jafnvel þó enginn kaupi þau ótilneyddur, Þau verða borin út í allar ríkisstofnanir, heim til ríkisstarfsmanna og ættingja þeirra. Undir dynjandi húrrahróp- um flokksblaðanna og ríkisfjölmiöl- anna munu stjórnvöld síðan vinna hvern varnarsigurinn á fætur öðr- um; hvert fyrirtæki verður varið falli og hverri byggð hlift við minnstubreytingum. Þjóölegir íhaldsmenn allra flokka munu sam- einast og vetja sovétið þó annars staðar séu menn að svíkjast undan merkjum. Gunnar Smári Egilsson Meiming Þeir fengu þann gula á Helga Helgasyni. Efri röð frá vinstri. Emil Anders- en, Theódór Ólafsson, Sveinn Matthiasson, Matthías Ingibergsson, Júlíus Hallgrímsson, Sigurður Jóelsson, Jón Þórðarson, Arnmundur Þorbjörnsson og Bjarnhéðinn Elíasson. Fremri röð. Þórður Stefánsson, Hallgrímur Þórðar- son, Páll Guðjónsson, Brynjólfur Einarsson bátasmiður, Guðjón Magnús- son, Ármann Bjarnason, Magnús Stefánsson og Ingólfur Matthíasson. DV-mynd Ómar Tilkyimingar Menningarsamtök Sunnlend- inga verða stofnuð í Skálholti laugardagirm 9. júní. Hefst dagskrá kl. 14 í Skálholts- kirkju. Dagskrá verður í höndum Sunn- lendinga. Þórður Tómasson flytur ávarp. Ámesingakórinn syngur irndir stjóm Lofts S. Loftssonar og Skólakór Hvera- gerðis undir stjóm Margrétar Gunnars- dóttur. Helga Ingólfsdóttir og Elin Guð- mundsdóttir munu leika á sembala og Eyvindur Erlendsson les ljóð. Skálholts- biskup, Jónas Gíslason, flytur ávarp. Málverkasýning Gunnars Amar Gunn- arssonar verður opnuð og mun Hildur Hákonardóttir kynna verkin. Smfnfund- ur samtakanna verður haldinn kl. 16.30 í húsakynnum Skálholtsskóla. Námskeið Djúpslökun og lífeðli Þann 14. júni nk. hefst í fræðslumiöstöð- inni Frískandi kvöldnámskeið í djúp- slökun og lífeðli. Námskeiðið stendur frá kl. 20-23 og er í fimm kvöld. í námskeið- inu er hvíldarþjálfun sovéska læknisins dr. A.G. Odessky gerð ítarleg skil. Þessi slökunaraðferð var sérstaklega hönnuö fyrir geimfara og er talin meðal fremstu aðferða til tauga- og vöðvaslökunar. Hún byggist á áhrifamætti sjálfsefjunar, önd- unartækni úr jóga og ákveðinni tónlist sem hefur sjálfkrafa slökun í for með sér. Á námskeiðinu era einnig kenndar Tombóla Nýlega héldu þessar stúlkur, þær Anna Dóra og Eva Hrönn, tombólu til styrktar Hjálparsjóði Rauða kross íslands. Alls söfnuöu þær 2.347 krónum. lífeðlisæfmgar Alexanders Lowen en þær þykja henta vel til að auka orku og vellíð- an. Námskeiðinu fylgir slökunarsnælda. Leiðbeinandi námskeiðsins er Gunnhild- ur H. Axelsdóttir. Hún hefur lokið námi í lífeðlissálfræði við Center for Biosynt- hesis og hefur víðtæka reynslu á sviði mannræktar. Skráning og upplýsingar hjá Frískandi, s. 680020 og 671168 á kvöld- in. Fjölmiðlar Fréttir Andlát Sigrún Ólafsdóttir, Álftagerði, lést á sjúkrahúsi Skagfirðinga aðfaranótt 6. júní. Hulda Skaftadóttir lést á heimili sínu, Suðurhólum 24, þann 2. júní. Guðmundur Trausti Sigurðsson, Hafnarbraut 22, Hólmavík, lést mánudaginn 4. júní. Jarðarfarir Jón Torfi Jóhannsson, Mjóanesi í Þingvallasveit, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriöjudaginn 12. júní kl. 13.30. Guðný Kristjánsdóttir, Eyrarvegi 16, Gnmdarfirði, verður jarðsungin frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 9. júní kl. 14. Ása Gunnarsdóttir lést 31. mai. Hún fæddist 13. nóvember 1926, dóttir hjónanna Gunnars Ólafssonar og Ásu Kristínar Jóhannsdóttur. Ása starfaði hjá Sjúkrasamlagi Reykja- víkur sl. 25 ár. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Baldvin Ámason. Útfbr Ásu verður gerð frá Bústaða- kirkju í dag kl. 13.30. Skipsfélagar af Helga VE - talið frá vinstri. Sigurður Jóelsson, Ármann Bjarnason, Sveinn Matthiasson, Emil Andersen og Ingólfur Matthíasson. DV-mynd Ómar Líkan frægra afla- skipa í byggðasaf n Vestmannaeyja Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Byggðasafninu hér í Eyjum áskotn- aðist nýlega líkan af tveimur þekkt- um Vestmannaeyjabátum, Helga Helgasyni VE og Helga VE, sem Grímur Karlsson úr Njarövíkum smíðaði. í tilefni þess fékk Sigmund- ur Andrésson safnvörður til sín í byggðasafnið sjómenn, sem verið höfðu á þessum bátum. Helgi Helgason var smíðaöur fyrir Helga Benediktsson, útgerðarmann í Eyjum, og hleypt af stokkunum 1947. Báturinn var 189 tonn og stærsti tré- bátur sem smíðaðnr hefur verið á íslandi. Brynjólfur Einarsson báta- smiður gerði teikninguna og var yfir- smiður. Helgi Ben. gerði bátinn út í mörg ár frá Eyjum og varð hann frægt aflaskip. Fyrsti skipstjóri á Helga Helgasyni var Arnþór Jó- hannsson, mjög kunnur aflamaður og faðir bridgespilaranna kunnu Arnar og Harðar Arnþórssona. Helgi var líka smíðaður í Eyjum fyrir Helga Ben. Gunnar Marel Jóns- son í Slippnum geröi skapalón af bátnum sem Brynjólfur smíðaði eft- ir. Honum var hleypt af stokkunum 1939 og var 115 tonn. Helgi fórst við Faxasker 7. janúar 1950 og með hon- um 11 menn. Báturinn var að koma frá Reykjavík þegar slysið varð. Margir þekktir sjósóknarar frá Eyj- um voru á þessum bátum sem áttu eftir að setja mark sitt á útgerðar- sögu Vestmannaeyja. Carl Nielsen Tónlist danska tónskáldsins Carls Nielsen var við-. fangsefnið á tónleikum í Norræna húsinu í gærkvöldi sem haldnir voru á vegum Listahátíöar í Reykjavík. Flytjendur voru meðlimir Blásarakvintetts Reykjavík- ur, Bemharður Wilkinsson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Joseph Ognibene og Hafsteinn Guð- mundsson auk Bryndísar Höllu Gylfadóttur, Halldórs Vilhelmssonar, Jónasar Ingimundarsonar, Richards Kom, Sigríðar Jónsdóttur og Arnar Magnússonar. Nielsen er þekktasta tónskáld Dana. Hann er hins vegar ekki eina tónskáldið sem gert hefur garð Dana frægan. Dietrich Buxtehude naut slíks álits í Evrópu á sínum tima að Jóhann Sebastian Bach taldi sig ekki fullnuma í list sinni fyrr en hann hafði farið nokkrar þingmannaleiðir fótgangandi til aö hlýða á organleik „hins mikla Dana“. Það er skiljanlegt að Nielsen sé í hávegum hafður af löndum sínum. En utan Norðurlanda er hann til- tölulega lítið kunnur. Er það vegna þess að tónlist hans stenst ekki samjöfnuð á alþjóðlegum mælikvarða eða er um aö kenna ofurvaldi stórþjóðanna sem ráða tísku og smekk og troða sínum mönnum ofan í heims- byggðina, hvað sem tautar og raular? Ef til vill var hægt að finna svar við þessu á tónleikunum í Norræna húsinu. Sum verkanna sýndu greinilega hve djúpum rótum Nielsen stóð í þýskri rómantík. Sex söngvar op. 10 við ljóð Ludvigs Holstein og Fantasistykker op. 2 fyrir óbó og píanó em vandaðar og hugþekkar tónsmíðar manns sem kann sitt fag en sýnir nánast enga viðleitni til að standa á eigin fótum. Og ekki er feitara að þessu leyti á Fantasistykke fyrir klarinett og píanó. Hins vegar lét galdri slunginn flutningur Einars Jóhannessonar á því verki það sýnast margfalt meira en það er. í Canto serioso fyrir selló og píanó bryddir á sjálfstæðis- viöleitni og sama má segja um Chaconne op. 32 fyrir píanó. í síðara verkinu er þó blandað saman of mörg- um ólíkum stíltegundum til þess aö hljómgangur Chac- onnunar fái borið bygginguna uppi og hljómar verkið heldur sundurlaust. Nielsen getur ekki krafist sess í sögunni fyrir tón- smíðar af því tagi sem nú hefur veriö rakiö. Hins veg- ar kann öðra máli að gegna um Serenato in vano fyr- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson ir klarinett, fagott, horn, selló og kontrabassa. Hljóð- færavalið er óvenjulegt og mjög dökkt að lit en tóna- málið sýnir greinileg merki þess stíls sem Nielsen þróaði og birtist fullmótaður í Blásarakvintettinum op 43 en það var síðasta verkið á tónleikunum. Blásarakvintettinn er saminn um svipað leyti og hin þekkta fimmta sinfónía Nielsens. Tónamálið er tónalt en útvíkkað smástígt á mjög persónulegan hátt. Fjöl- röddun Nielsens í þessu verki er mjög vel gerð og sama gildir um útsetninguna fyrir hljóðfærin. Verkið er skemmtilegt áheyrnar og heldur athygli til enda. Er Nielsen einn af þeim stóru? Til að svara því þarf að líta til þess sem aðrir voru aö gera. Árið 1921 var Vorblótið átta ára, Pierrot Lunaire níu ára, Alban Berg var að ljúka Wozzeck og Anton Webern kominn með nýjan skilning á eðli tímans í tónhst. Það er meira en að segja það að standast þennan samanburð. Flutningur hljómlistarmannanna á þessum tónleik- um var yfirleitt mjög góöur og ánægjulegur vitnis- burður um þær stöðugu framfarir sem eru að verða í íslensku tónlistarlífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.