Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ1990. Fréttir Landsmót hestamanna á Vindheimamelum: Þýskur barón leigir hús um helgi á 300 þúsund - gífurleg eftirspum eftir húsnæði í nágrenni mótssvæðisins ÞórhaHur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki; ------------------------------7-- Oðum styttist í landsmót hesta- manna sem fram fer á Vindheima- melum í Skagafirði í byrjun júlí. Eft- irspum eftir húsnæði í nágrenni mótssvæðisins hefur verið gífurleg og af leigugjaldi sem boðið er heyrast stjamfræðilegar tölur. Fréttir herma að þýskur barón sé búinn að leigja húsnæði á Sauðárkróki og greiði fyr- ir það 300 þúsund krónur. Dálagleg summa fyrir eina helgi ef satt er. Ekki að undra að einn ágætur hestamaður í héraðinu hafi sagt: „Það em svo ótrúlegir peningar kringum sportið hjá þessu fólki að maður hefur bara heyrt um svoleiðis í gömlu ævintýmnum.“ Sveinn Guðmundsson, formaður 18 manna framkvæmdanefndar, stað- festi að erfiðlega gengi að útvega gestum húspláss. Mótsstjómin gerir ráð fyrir um 10-12 þús. gestum, þar af nokkmm þúsundum erlendis frá. Frá landsmóti á Vindheimamelum 1982. Undirbúningur er búinn að standa yfir í mörg ár og hefur kostað ómælda vinnu. Verklegar fram- kvæmdir á mótssvæðinu á Vind- heimamelum hafa kostað hátt í 20 milljónir að talið er. Vonast er til að þeir peningar skih sér og vel það. Aðgangseyrir verður 4.500 kr. fyrir fullorðna yfir mótstímann. Ef að- sóknarspá stenst verður velta móts- ins í aðgangseyrinum 40-50 milljónir. Gífurlegt starfslið þarf við mótið. DV-mynd EJ Félagar í hestamannafélögunum í héraði, Stíganda, Léttfeta og Svaða, munu inna af hendi 8 tíma vaktir, að fjölda til 900-1000 dagsverk. Brúarsmíði vegna landsmótsins Björn Sverrisson og eðalbíllinn glæsilegi. DV-mynd Þórhallur Ford A 1930 á Sauðárkróki: Alveg eins og hann kom úr verksmiðjunni Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Ein þeirra framkvæmda, sem ráðist hefur verið í vegna landsmóts hesta- manna, er gerð brúar á Svartá við Saurbæ í Skagafirði. Kemur það til með að létta mjög á umferð á móts- staðinn en boriö hefur við að um- ferðarteppa myndist á Hólmabraut- inni þegar hestamannamót eru á Vindheimamelum. Það er Lýtingsstaðahreppur sem sér um brúarbygginguna en fær framlag til hennar frá ríkinu. Þegar hefur verið veitt ein milljón til brúar- byggingarinnar sem mun kosta tæp- ar fjórar milljónir. Það var stálsmiður í Reykjavík, fæddur og uppalinn á bökkum Svart- ár, Sveinn Pálmason frá Reykjavöll- um, sem setti fram hugmynd um gerð stálbrúar á Svartá. Tilboð hans þótti hagkvæmt og var því tekið. Brúin, sem er 30 metrar að lengd, hefur verið smíðuð í þrem hlutum syðra. Burðarvirkið er stálsúlur fylltar steypu. Verða þær reknar og grafnar niður um næstu helgi en því verki þarf að vera lokið fyrir miðjan mánuð áður en fiskur byrjar að ganga í ána. „Hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps hefur í rúman áratug óskað eftir fjár- veitingu til brúar þarna. Hreppurinn á gott slægjuland rétt við Melana, sem heitir Borgarey. Þar hafa bænd- ur úr hreppnum fengið slægjur og það hefur verið ákaflega óþægilegt fyrir þá að aka þennan stóra hring niður í Hólminn," sagði Elín Sigurð- ardóttir, oddviti í Sölvanesi. Þórhalíur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki „Þetta er hversdagsbíllinn en hérna er sparibílinn," sagði Björn Sverrisson, eldvamaeftirlitsmaður á Sauðárkróki. Bráðlega mun birtast á götum Króksins Ford A árgerð 1930 sem Björn hefur síðustu 2-3 árin verið að dunda sér við að gera upp. Það veröur sparibíllinn en hvers- dagsbíllinn er lika gljáfagur - nýleg- ur Mercedes Benz. „Ætli það verði nema sunnudags- rúnturinn í blíðunni yfir hásumarið sem ég fer á þessum,“ sagði Björn um leið og hann klappaði eðalvagn- inum. Sá er með strágular teinafelg- ur, ljósbrún-beisaðar hhðar og vélar- hlíf, svartan topp og bretti og dökk- mosagræna ramma í rúöuhæðinni. „Sérðu, það er ekkert gums undir húddinu. Ekkert nema kveikjan og karboratorinn héma megin og start- arinn og dímamórinn hinum megin. Þaö er ekkert annað utan á véhnni. Ekki eins og á bhum í dag, allt fuht af dóti,“ segir Bjöm þegar hann sýn- ir fréttamanni undir vélarhlífina. Hann fékk bílmn suður á Álftanesi, sem var allur sundurtekinn og það var mikh vinna að koma honum í gagnið. Telur að það séu komnar um 2000 klukkustundir hjá honum í bhl- inn. Ekkert vandamál að fá vara- hluti. „Ég fékk pöntunarhsta hjá Ford- verksmiðjunum og hægt er panta- eftir honum aha hluti. Þeir sérsmíða allt í Bandaríkjunum og ég fékk meira að segja áklæðið á sætin alveg eins og það var. Það má segja að bhl- inn sé alveg eins og þegar hann kom frá verksmiðjunum í upphafi". r Maður lést sólarhrmg eftlr átök: Ákærði sýknaður I Sakadómi Reykjavíkur hefur maður veriö sýknaður af ákærum um að hafa orðið valdur að dauða annars manns. Haim var hins veg- ar dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir minniháttar líkamsárás gegn þeim sem lést. Til átaka kom mihi mannanna á heimili þess ákærða 30. júní 1989. Eftir átökin fór sá sem nú er látinn út af heimilinu og er ekki vitað hvar hann var eða hvert hann fór fyrstu fimm klukkustundimar þar á eftir. Sá látni var með áverka, þvagblaðra hafði rifiiað og lést hann af völdum þess um sólarhring eftir átökin. Þá var hann einnig með minniháttar meiðsl. Ekki þótti sannað áö sá dæmdi hefði valdið þvagblöðruskaðanum og því þótti dómaranum ekki stætt á að dæma hann íyrir það. Pétur Guðgeirsson sakadómari kvað upp dóminn, -sme Scanlool Vandaðar danskar bandslípivélar Mótor: 4Hp. Band: 2000x75 mm Greiðslukjör. MARKAÐSÞJÓNUSTAN Skipholti 19 3. hæð t(fyrir ofan Radíóbúdina) ■ \ sími: 269 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.