Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990. 15 „Mikið atvinnuleysi 1 Rangárvalla- sýslu hefur valdið búferlaflutningum þaðan undanfarin ár og er ráðstöfun sem þessi því afar þýðingarmikil fyrir byggðarlagið.“ Klaustri og Leirársveit. Mín skoðun er sú að Hvolsvöllur sé mjög vel til þess fallinn að taka á móti höfuðstöðvum SS. Mikið at- vinnuleysi í Rangárvallasýslu hef- ur valdið búferlaflutningum þaðan undanfarin ár og er ráðstöfun sem þessi því afar þýöingarmikil fyrir byggðarlagið. í héraðinu býr margt fólk sem þegar gæti hafið störf við kjöt- vinnslu og hefur til þess menntun og reynslu. Vöruvöndun -aðalsmerki SS Sláturfélag Suðurlands hefur ávallt verið þekkt fyrir vöruvönd- un og ijölbreytni á markaðnum og verið í fararbroddi í kjötvinnslu hér á landi. Flutningur kjötvinnsl- unnar til Hvolsvallar ætti ekki síð- ur að stuðla að góðri vöru. Með þvi að hafa vinnsluna heima í héraði ættu að nást ennþá nánari tengsl milli framleiðenda og vinnslunnar og það ætti að vera öllum til hags- bóta. - Hugmynd er nú uppi um flytja vinnsluna í þetta hús en slátra á Selfossi, Hús Sláturfélagsins á Hvolsvelli. Vík, Klaustri og Leirársveit. í umræðunni um fituminni kjöt- vörur hefur SS fylgst vel með. Nú er komið á markaöinn álegg sem inniheldur minna fitumagn og er það í anda þeirrar manneldisstefnu sem Alþingi samþykkti á síðast- hðnu vori. í þjóðfélagi nútímans, þar sem fólki gefst sífellt minni tími til matreiðslu, er ákaflega mikil- vægt að nægt framboð sé á hand- hægum réttum sem fljótlegt er að matbúa. Á þessu sviði hefur SS haft forystu en þar er enn mikið verk að vinna. Kjötvörur frá SS á Hvolsvelli eiga án efa eftir að verða ennþá verð- mætari í framtíðinni fyrir það að svo skammur tími verður frá slátr- un að vinnslu og áhrif ýmiss konar mengunar, sem óhjákvæmilega fylgir borgarsamfélagi, yrðu ekki áhyggjuefni. Ríkisstjórnin taki ákvörðun Nýverið gengu framámenn í Hvolhreppi á fund forsætisráð- herra til viðræðna um þetta þýð- ingarmikla mál. Það sem skiptir miklu máli nú er að ríkisstjórnin taki ákvörðun um kaup ríkisins á húseign Sláturfélagsins í Laugar- nesi og geri félaginu kleift að losa um fiármagn til þess að heflast handa við framkvæmdir á Hvols- velli og víðar á Suðurlandi vegna fyrirhugaðra flutninga. Húsnæði SS í Laugarnesinu getur nýst ríkinu afar vel þar sem Lista- háskóh íslands er nú húsnæðislaus og þetta húsnæði er afar hentugt fyrir þær hstgreinar sem nú eru í húsnæðishraki. Þessi ríkisstjórn hefur kennt sig við byggðastefnu, þ.e. reynt að byggja landsbyggðina upp þannig að fólki sé kleift að búa þar áfram við næga og fiölbreytta atvinnu. Nú er lag hjá ríkisstjórn íslands. Ég vona að hún taki ákvörðun í þessu málefni hið fyrsta svo að SS-menn geti unnið áfram að skipulagsbreytingum félagsins og flutt heim í hérað. Unnur Stefánsdóttir Sláturfélagið Hvolsvöllur fyrir valinu Þeir SS-menn hafa unnið að skipulagsbreytingum á félaginu undanfama mánuði. Hugmynd er nú uppi um að flytja vinnsluna að Hvolsvehi en slátra á Selfossi, Vík, Unnur Stefánsdóttir varaþingmaður framsóknar- manna á Suðurlandi Fyrir rúmu ári ritaði undirrituð grein í DV þar sem vakin var at- hygh á mikilvægi þess að kjöt- vinnsla SS flytti heim í hérað. Þá var í, umræðunni sala á nýbygg- ingu félagsins í Laugarnesinu í Reykjavík. í þessari grein lýsti ég þeirri skoðun minni að það hlyti að vera eðhlegt að slátrun og vinnsla kjöts á vegum SS færi fram á heimslóð- um frekar en að aka hráefninu til höfuðborgarinnar þar sem á annað hundrað manns hafa atvinnu af úrvinnslunni. KjaHaiinn leið heim Nasiskar tilhneigingar Morgunblaðsins Morgunblaðið boðar ekki nas- isma. Það boðar ekki útrýmingu á fólki. Það dásamar ekki Hitler. Það mælir ekki með kynþáttalöggjöf. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að undir yfirborði frjálslyndis og mannúðarstefnu glittir í nas- iskar tilhneigingar sem gætu - ef aðstæður krefðust þess - brotist út í mun skæðari nasisma. Hér á eftir mun ég gera grein fyr- ir þessum thhneigingum Morgun- blaðsins, víti til varnaðar. En fyrst mun ég skilgreina hugtakið nas- isma, eins og ég nota það hér, og bera það saman við hugtakið húm- anisma. Mismunur nasisma og húmanisma I hugum margra tengist nasismi ofbeldi, gyðingaandúð,. fangabúð- um og þess háttar. En sjálf hug- myndafræði nasismans er ekki endilega bundin við þessa hrika- legu útfærslu. Nasismi er and- hverfa húmanisma. Sá sem fylgir nasiskum kenningum dregur með- bræður sína í dilka eftir mann- gildi. Sumt fólk tilheyrir hinum útvöldu en annað er skilgreint óæðra fólk. Stundum er reynt að gæða flokkunina vísindalegu yfirskini, stundum nægir geðþótta- ákvörðun. - Nasistar ákváðu að gyðingar, sígaunar og slavar væru „óæðra fólk“. Óæðra fólkið átti ekki að hafa mannréttindi. Síðar var ákveðið að útrýma því. Rómversk-kaþólska kirkjan á Spáni gekk mihi bols og höfuðs á trúleysingjum og gyöingum á 15. öld, drap og bannfærði mikinn mannfiölda. En jafnvel þessar hrikalegu aðfarir voru óhkar nas- isma í grundvallaratriðum: fórn- arlömbunum var boðinn valkost- ur: að taka kristna trú og komast þannig hjá ofsóknum. Nasistar KjaUarinn Elías Davíðsson skólastjóri buðu „óæðra fólkinu" engan val- kost. Þeim var einfaldlega útskúf- aö. Eðlismunur á húmanisma (mannúðarhyggju) og nasisma er sá að húmanismi felur í sér virð- ingu fyrir hverjum manni. Það er merki um húmaniskt samfélag að jafnvel fangar, sem dæmdir hafa verið fyrir ógeðfelld afbrot, eru ekki sviptir mannvirðingu sinni. Húmanisti virðir eða gagnrýnir gerðir manna, útskúfar aldrei mahni sem slíkum. Refsilöggjöf sið- menntaðra þjóða byggist á því að menn eru ákærðir og ef til vill dæmdir vegna tiltekinna athæfa en ekki vegna þess að þeir séu taldir glæpamenn. Refsing manna er tak- mörkuð í tíma. Og þar sem ákæran er tiltekin fá menn einnig tækifæri tíl að verja gerðir sínar fyrir óvil- höhum dómi. Morgunblaðið setur ritbann á einstakling Árið 1981 tilkynnti ritstjóri Morg- unblaðsins, Styrmir Gunnarsson, mér að MorgUnblaðið myndi ekki framar birta greinar eftir mig. Að- spuröur staðfesti hinn ritstjórinn, sjálfur mannréttindapostulinn Matthías Johannessen, að ritstjóm Morgunhlaðsins í heild hefði ákveðið að setja ritbann á mig. Mér tókst þó ekki að fá skriflega stað- festingu blaðsins á þessu ritbanni, jafnvel ekki fyrir mhhgöngu ann- arra manna. Ástæður fyrir rit- banninu voru ekki tilgreindar. Á árunum 1983-1986 dvaldist ég erlendis við nám. Eftir heimkom- una kannaði ég hvort ritbannið væri enn við lýði. Ég fékk engin svör við bréflegum fyrirspurnum mínum'. í byrjun þessa árs (1990) sendi ég grein til birtingar í Morg- unblaðið og bað um að fá að vita hvort og hvenær blaðið myndi birta greinina. Ég fékk ekkert svar fyrr en ég ítrekaði fyrirspurn mína. Þá fyrst kom svar, undirritað af Styrmi Gunnarssyni, og hljóðaði það svo: „Vegna bréfa þinna frá 27. janúar og 18. febrúar vil ég taka eftirfar- andi fram: í ljósi fyrri samskipta þinna og Morgunblaðsins höfum við ekki áhuga á að birta greinar þínar í blaðinu. Þessi afstaða tengist á engan hátt skoðunum Morgunblaðsins á dehumálum Araba og ísraels- manna." Þess ber að geta að bréfið var ódagsett en póststimpill sýndi 20. febrúar 1990. Ritbann Morgunblaðsins og hugmyndafræði nasismans Það er ekki óalgengt að blöð hafni thteknum greinum, stundum af því að þær eru ekki prenthæfar og stundum vegna pólitískrar stefnu þeirra. Það er almenn skoðun að ritstjórar ættu að hafa þennan rétt. Ritbann Morgunblaðsins á mér er hins vegar af allt öðrum toga. Hér er ekki verið að dæma tiltekið ritverk heldur dæma fyrirfram öll ritverk thtekins manns, gömul, ný og þau sem hann hefur ekki enn samið. Hér er verið að dæma mann, ekki hugvfcrk hans. í bréfi Morgunblaösins til mín eru ekki heldur thgreind nein ákæruatriði gegn mér, aðeins dylgjur um „fyrri samskipti". Mér er því ekki veitt tækifæri th að verja æru mína. Sú staðreynd að ritstjórinn tilgreinir ekki „glæpi“ mína og bendir ekki á sáttaleið sýn- ir að hann vill forðast þá niður- stöðu að hann yrði ef til vih að birta á ný greinar eftir mig. Allt þetta er mjög undarlegt og frekar ógn- vekjandi. Því það sem hendir mig í dag getur hent þig á morgun. Með thhti til þeirrar skilgreining- ar á eðli nasismans, sem að ofan getur, verður sú ályktun ekki um- flúin að ritbann Morgunblaðsins á öllum ritverkum mínum flokkist undir nasisma. Hættan fyrir lýðræðið á Islandi Gagnstætt því sem margir kynnu að halda er málið mun alvarlegra en þaö virðist. Það snertir í raun ekki persónu mína nema að litlu leyti. Hér sanna ritstjórar Morgun- blaðsins að tal þeirra um mannrétt- indi og frelsi er blaður eitt. Þeir telja sér stætt á því ekki aðeins að útskúfa mönnum (að hætti nasista) heldur að hindra opinskáa um- ræðu um atvikið (sbr. neitun þeirra að tjá sig við Ríkisútvarpið um máhð). Af þessu sést hvernig þeir skynja sín eigin völd. Þetta fram- ferði hlýtur að vekja óhug þeirra sem þekkja þróunarferil fasisma og byrjunareinkenni hans. Ritbann Morgunblaðsins á mér er forsmekkurinn af því sem gæti hent ef menn sofna á verðinum. Með samruna fiölmiðla og einka- væðingu þeirra aukast líkur á nas- iskum vinnubrögðum á borð við þau sem Morgunblaðið beitir nú gegn mér. í skjóli einkaréttar og markaðsyfirburða verður auðveld- ara að beita ýmsum ráðum gegn tjáningarfrelsi, til dæmis þegar fela þarf óþægilegar staðreyndir fyrir almenningi. Framferði Morgunblaðsins gegn tjáningarfrelsinu ætti því að vera öllum lýðræðissinnum víti th varn- aöar. Tjáningarfrelsi verður þó ekki varðveitt með fiölgun fiöl- miðla, eins og oft er mælst th. Það ætti frekar að vera krafa lýðræðis- sinna á íslandi að alhr almennir fiölmiðlar virði fiáningarfrelsið í hvívetna og að réttur einstaklinga til frjálsrar tjáningar verði betur varinn í lögum. Elías Davíðsson. „Meö tilliti til þeirrar skilgreiningar á eðli nasismans, sem að ofan getur, verður sú ályktun ekki umflúin að rit- bann Morgunblaðsins á öllum ritverk- um mínum ílokkist undir nasisma.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.