Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1990, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990.
Utlönd
Hryðjuverkakona handtekín
Susanne Albrecht, sern sökuö er
um aöild aö moröinu á v-þýslm
bankastjóranum Júrfien J’ontoáriö
1977, var handtckin í Austur-Berlín
á miö\ ikudaginn. Vostur þýsk ytir
völd greindu frá þessu í gær eför
að fregnir höfðu boríst um að
Albreclu hetöi þegar veriö sctt i
fangelsi. Albrecht haíöi búiö í Berl-
ín síðan 1980oginnanríkisráðherra
A-Þýskalands, Peter-Michael Die-
stel, vildi í gær ekki útiloka að hún
heföi notiö verndar a-þýsku örygg-
islögreglunnai. Albrecht haíöi tek-
ið sér annað nafn, haföi gifst A-
Þjóðverja og eignast eitt barn.
Að þvi er virðisl hefur hún getaö
Vestur-þýski bankamaðurinn farið frjáls ferða sinna til og frá
Jtirgen Ponto sem my rtur var 1977. Austur-Þýskalahdi þar til á sunnu-
daginn þegar hún sneri aftur eftir
tveggja ára dvöl erlendis. Eftir heimkomuna f'ylgdist a-þýska Jögreglan
með ferðum hennar.
Albrecht þekkti fjölskyldu Ponto bankastjóra mjög vel og hún var við-
stödd er hann opnaöi dymar að heimili sínu fyrir morðingjunum i júlí
1977. Ponto var skotinn til bana um leiö og hann haföi tekið viö blóm-
vendi af Albrecht.
Réttindi frumbyggja tryggð
Stórþingið í Noregi hefur greitt atkvæði með þvi að norsk yfirvöld staö-
festi. samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá þvi í fyrra sem kveð-
ur á um aö frumbyggjum verði tryggður réttur til að vernda eigin menn-
ingararfleifö. í Noregi munu ákvæði samþykktarinnar ná til Sama.
I samþykktinni er meðal annars kveðið á um aö ffurabyggjar skuli eiga
rétt á að læra og nota sitt eigiö mál og að þeir geti sett á laggimar eigin
stofnanir sem verði fuiltrúar þeirra gagnvart yflrvöldum.
Norðmenn em fyrstir þjóða til að staðfesta samþykktina.
Thatcher í Moskvu
Nikolai Ryzhkov, forsætisráöherra Sovétrikjanna, tók á mótí Margaret
Thatcher, forsætisróðherra Bretlands, er hún kom tíl Moskvu í gærkvöldi.
Simamynd Reuter
Margaret Thatcher, forsætisráöherra Bretlands, mun í dag reyna að
fullvissa Mikhail Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna, um aö aöild samein-
aðs Þýskalands að Atiantshafsbandaiaginu muni ekki ógna Sovétríkjun-
um. Thatcher kom til Moskvu í gærkvöldí í fjögurra daga heimsókn. Hún
mun einnig fara i heimsókn til Úkraínu og Armeníu.
Á fundi sínum munu Thatcher og Gorbatsjov meðal annars ræða árang-
ur leiðtogafundarins í Washington og efnahagsörðugleikana og þjóðern-
isróstumar í Sovétríkjunum.
Höllin eins og fangeisi
Zulema Yoma de Menem, forsetafrú i Argentínu, líkir forsetahöllinni
við fangelsi Segir hún eiginmanninn, Carlos Menem, leika tennis fram
á rauða nótt og sofna um leið og hann leggi höfuðið á koddann.
Yoma tjáði fréttamönnum, sem hún haföi boöið til hádegisveröar í höll-
inni í gær, aö þrátt fyrir hiónabandsörðugleika hefði hún ekki í hyggju
að fara ur höilinni.
Slúðurblöðin í Argentínu segja að forsetinn hafi ekki sofíð í forsetabú-
staðnum í heilan mánuð. Hann hafi hins vegar sofiö á heimilum vina
sinna, á skrifstofum og jafnvel á sjúkrahúsum. Yoma kvaðst aldrei geta
rætt viö eiginmanninn í einrúmi þar sem alltaf væru einhveijlr nálægir.
Forsetinn fór í síðustu viku i tólf daga heimsreisu um leið og birtar voru
fréttir af hjónabandskreppunni í argentínskum blöðum.
VIII samvinnu við sænska bændur
Jegor Ligatsjov.
Sovéskí harðlínumaöurinn Jegor
Ligatsjov er nú í heimsókn í Sví-
þjóð þar sem hann kynnlr sér iand-
búnað. Hann vill samvinnu við
sænska bændur og fyrirtæki við
að þróa sovéskan landbúnað. í
samtali við fréttamenn viður-
kenndi Iigatsjov að undanfarið
heföi veriö erfitt að fá matvæli
keypt i Moskvu og öðrum sovésk-
um borgum.
fjgatsjov vill stýrt markaðshag-
kerfi og aö hluta af hergagnaiðnað-
inum verði breytt þannig að tekin
veröi upp framleiðsla á vélum til
landbúnaðarins.
Gorbatsjov Sovétforseti og sovéski utanríkisráðherrann, Eduard Sévardnadze, á fundi leiðtoga aðildarríkja Varsjár-
bandalagsins í Moskvu. Simamynd Reuter
Sögulegir fundir hemaðarbandalaganna:
Breytt hlutverk
í breyttri Evrópu
Aöildarríki beggja hemaðar-
bandalaga, Varsjárbandalagsins og
Atlantshafsbandalagsins, funda nú
um breytt hlutverk þeirra í ljósi
þeirra miklu og róttæku breytinga
sem átt hafa sér stað í ríkjum Aust-
ur-Evrópu síöustu mánuði. í Moskvu
komu leiðtogar aðildarríkja Varsjár-
bandalagsins saman. Þar var form-
lega bundinn endi á það hlutverk
bandalagsins að vera vemdari hags-
muna Moskvuvaldsins í Austur-
Evrópu og fallist á að róttækra breyt-
inga væri þörf ætti bandalagið að
halda velli í framtíðinni. í Skotiandi
funduðu utanríkisráðherrar Nato,
Atlantshafsbandalagsins, þar sem
þeir taka til endurskoðunar og íhug-
unar stefnu og uppbyggingu banda-
lagsins í ljósi nýrra tíma.
Róttækra breytinga þörf
Fundur leiðtoga aðildarríkja Var-
sjárbandalagsins er sögulegur að
þessu sinni. Þetta er í fyrsta sinn sem
leiðtogamir koma formlega saman
síðan hrun kommúnismans hófst í
Austur-Evrópu. Hann er einnig sögu-
legur fyrir þær sakir að forysta
bandalagsins féllst á að róttækra
umbóta í átt að lýðræði væri þörf
Gorbatsjov Sovétforseti sagði á fund-
inum að til að bandalagið liðaðist
ekki í sundur væri þörf breytinga.
Heitar umræður um framtíð banda-
lagsins einkenndu þennan leiðtoga-
fund en enginn fulltrúa gekk út.
í yfirlýsingu aö loknum fundinum
sagði aö bandalagið hefði sett á lag-
gimar nefnd sem skal undirbúa og
kynna tillögur að breyttri tilhögun
starfs bandalagsins. Þessar tillögur
verða lagðar fyrir annan leiðtoga-
fund sem halda á í nóvember.
Þýskaland í brennidepli
Hemaðarleg staða Þýskalands að
sameiningu þýsku ríkjanna lokinni
var í brennidepli á fundi utanríkis-
ráðherra Nato sem lýkur í Skotlandi
í dag. Á fundinum samþykktu ráð-
herramir níu-liða áætlun sem Bush
Bandaríkjaforseti lagði fram á nýaf-
stöðnum leiðtogafundi risaveldanna
en sú áætlun miðar að því að draga
úr ótta Sovétmanna við sameining-
una.
í áætluninni er gert ráð fyrir að
stefna Nato verði endurskoðuð sem
og að hermenn hins vestræna hem-
aðarbandalags verði ekki sendir til
þess hluta Þýskalands framtíðarinn-
ar sem nú lýtur sljóm Austur-Þýska-
lands. Baker, bandaríski utanríkis-
ráðherrann, sagði að Nato-ríkin yrðu
að vera reiðubúin að virða „sann-
gjarnar" áhyggjur Sovétmanna
vegna sameiningar. Fundinum var
ætlaö að sýna ráðamönnum í
Moskvu að eining ríkti innan Nato
um þessa áætlun Bandaríkjaforseta.
En eitt var það sem varpaði skugga
á þennan bjartsýna fund. Blikur era
á lofti um nýjan ágreining aðildar-
ríkjanna um kjarnorkuvopn í Evr-
ópu. Vestur-þýskir heimildarmenn
segja að Bonn-stjómin myndi leggj-
ast gegn því að í Vestur-Þýskalandi
yrði geymd ný tegund flugskeytis
sem bandarísk og bresk stjómvöld
segja mikilvægt fyrir framtíðar-
stefnu bandalagsins í kjamorkumál-
um.
Reuter
Austur-Þýskaland:
Fötluð böm
í rimlabúrum
Andlega og líkamlega fótluð böm
í Austur-Þýskalandi hafa árum
saman verið lokuð inni í rimlabúr-
um. Mörg bamanna hafa verið
/rúmhggjandi ámm saman með net
spennt yfir rúm sín. Bömin hafa
einnig verið sett í spennitreyjur eða
bundin niður 1 rúmin. Auk þess
hafa þeim verið gefnar róandi töfl-
ur. Frá þessu var greint í vestur-
þýska tímaritinu Stern sem kom
út í gær.
Blaðamenn tímaritsins heim-
sóttu sjö stofnanir fyrir fótluð böm
í Austur-Þýskalandi. Þar segjast
þeir hafa séð börn í búrum sem
gerö hafi verið eftir teikningum
fyrir afmörkuð svæði fyrir hunda.
Blaðamennimir segjast hafa rætt
við lækna sem fundu ekkert at-
hugavert við það að gefa börnunum
sterk taugalyf. Að sögn blaða-
mannanna virtist sem bömin vildu
ná sambandi við þá, þau gátu talað
og klætt sig sjálf.
Vöggustofuböm í Austur-Þýska-
landi, sem þykja óeðlileg, em rann-
sökuð af sálfræðingum og bama-
læknum og þeim síðan skipt niður
í þrjá hópa, að því er segir í grein
Stem. Þau sem þykja verst á sig
komin eru sett á stofnanir og ef
foreldrarnir mótmæla er þeim sagt
aö fötluðu bömin geti haft neikvæð
áhrif á heilbrigö systkini sín.
Frá því að breytingamar urðu í
Austur-Þýskalandi hafa foreldrar
fatlaðra bama stofnað um tvö
hundmð félög til að reyna að bæta
aðstöðu bama sinna. Gert er ráð
fyrir að 48 þúsund fötluð börn í
Áustur-Þýskalandi þurfi pláss í
sérskóla eða á heimili fyrir fatlaða.
Ritzau